Stjórnendaupplýsingar – framtíðarsýn í upplýsingamálum

Hörður Hilmarsson sérfræðingur á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara fjallar um framtíðarsýn og markmið með innleiðingu stjórnendahugbúnaðarins Qlik Sense hjá Reykjavíkurborg. Kynntur verður fyrsti hluti vinnunnar við innleiðingu og sýndar fyrstu afurðir þeirrar vinnu. Þá verður fjallað um áskoranir og tækifæri og hvaða þýðingu það hefur fyrir borgina að bæta aðgengi stjórnenda að samsettum upplýsingum.

Viðburður er liðinn

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðinum

Reykjavíkurborg, fyrirmynd í upplýsingamálum?

Í dag var haldinn áhugaverður fyrirlestur í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni " Reykjavíkurborg, fyrirmynd í upplýsingamálum?

Hörður Hilmarsson hefur um nokkurt skeið staðið að innleiðingu Clik Sense hjá Reykjavíkurborg og leiddi áhorfendur í allan sannleika um árangur og ágæti þess.

"Clik Sense er stjórnendahugbúnaður sem gerir okkur kleift að setja upplýsingar saman og á myndrænan hátt. Ávinningurinn, sem er fyrst og fremst fyrir sérfræðinga og stjórnendur Reykjavíkurborgar er að þeir geta með einföldum hætti samþætt gögn úr ólíkum gagnalindum. Þá er jafnframt hægt að veita íbúum Reykjavíkurborgar aðgengi að upplýsingum sem koma úr ólíkum áttum, en það hefur verið svo til ómögulegt hingað til", segir Hörður. 

Ríflega 20 manns mættu á fyrirlesturinn og voru allir sammála um að vel hefði tekist til hjá Reykjavíkurborg hvað þetta snertir, svo ekki sé talað um veitingarnar sem ekki voru að verri endanum. Takk fyrir áhugaverðan og vel heppnaðann fyrirlestur!

Tengdir viðburðir

FJÓRÐA TÆKNIBYLTINGIN ER HAFIN: Hvaða stefnu og markmið eiga fyrirtæki að setja sér á þessum tímamótum tækninýjunga.

Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Microsoft Ísland leiðir okkur í allan sannleika um það hvernig tæknin mun gjörbylta viðskiptalífinu á næstu 5-10 árum og að hverju fyrirtæki þurfa að huga ef þau ætla ekki að verða undir í samkeppninni.

Fullbókað: Árangursrík starfsmannasamtöl

Faghópur um markþjálfun byrjar vetrarstarfið á viðburði um starfsmannasamtöl, en það er við hæfi þar sem margir standa frammi fyrir því að taka þau um þessar mundir.

Lagt verður upp með að leitast við að svara: 
“Starfsmannasamtöl”
Hver á þau? Hvernig undirbúa stjórnendur sig? Hvernig er eftirfylgni háttað?

Sagt verður frá niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á nýrri aðferð starfsmannasamtala. Umrædd starfsmannasamtöl eru með breyttu sniði að því leiti að þau eru tekin fjórum sinnum á ári, með ákveðið þema að leiðarljósi hverju sinni og innan styttri tímaramma en hefðbundin starfsmannasamtöl.

Í framhaldi af því verður fjallað um markþjálfun stjórnenda fyrir starfsmannasamtöl sem leið til að undirbúa stjórnendur að taka árangursrík starfsmannasamtöl og fylgja þeim eftir. Stjórnendur fá tækifæri til að nýta starfsmannasamtalið til fullnustu og til árangurs fyrir báða aðila.

Viðburðurinn er hugsaður fyrir stjórnendur með mannaforráð sem vilja nálgast verkefnið starfsmannasamtal af einurð og ánægju.  

  • Sóley Kristjánsdóttir, MS í mannauðsstjórnun og ACC markþjálfi, kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar á umræddum starfsmannasamtölum.
  • Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Master í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og ACC markþjálfi, kynnir leiðir þess að markþjálfa stjórnendur fyrir starfsmannasamtöl.

Persónuleg stefnumótun og leiðtogafærni á heimsmælikvarða

Nú þegar nýtt ár, Meistaramánuður og Lífshlaupið eru gengin í garð, heyrast orð eins og markmiðasetning, persónulegur árangur og sjálfsrækt á öllum kaffistofum landsins. Margir setja sér markmið af ýmsum toga, einkum og sér í lagi tengdum andlegri og líkamlegri heilsu, fjármálum, fjölskyldu, vinnu og starfsframa með misgóðum árangri.
En hver er galdurinn við að móta sér stefnu, setja sér markmið og fylgja þeim eftir?

Brynjar Karl eigandi Key Habits og ráðgjafi til margra ára ætlar að kynna fyrir okkur tækni í hugarþjálfun sem snýst að mestu um að auka skuldbindingu gagnvart markmiðunum sem við setjum okkur.

Brynjar Karl er ráðgjafi fjölda stjórnenda, íþróttamanna, þjálfara og einstaklinga. Reynsla Brynjars er að mörgu leiti upprunnin frá vinnu hans með mörgum af stærstu íþróttaliðum heims í deildum eins og NBA, NFL og Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Markmiðssetning, áhættustýring og innra eftirlit

Öflug stefnumótun og skýr markmið eru forsendur í allri áhættustýringu og uppbyggingu innra eftirlits sem miðar að því að ná fram settum markmiðum fyrirtækja og stofnana. Þessu samspili markmiðssetningar, áhættustýringar og innra eftirlits verður lýst og fjallað sérstaklega um mikilvægi uppbyggingar áhættustýringar og innra eftirlits hjá stofnunum og fyrirtækjum. Farið verður yfir hlutverk og ábyrgð stjórnar, stjórnenda og almennra starfsmanna, auk þess að kynna eftirlitshlutverk innri endurskoðunar.

Fyrirlesari er Anna Margrét Jóhannesdóttir, verkefnastjóri úttekta og staðgengill innri endurskoðanda hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.

Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara þá skiptir ekki máli hvaða leið þú ferð

Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan Marketing fjallar um markaðsáætlanir og mikilvægi þeirra í rekstri fyrirtækja, m.a. út frá raunverulegum dæmum.

Kaffi, te og sódavatn er í boði á staðnum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?