Allir heilir heim

TEAMS hlekkur á viðburð
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, mun flytja erindi hjá Stjórnvísi fimmtudaginn 15. apríl nk., kl. 8:30. Hanna Sigríður mun fjalla um sýn Vinnueftirlitsins og áherslur á að efla vinnuvernd á innlendum vinnumarkaði. Vinnuvernd þarf að vera órjúfanlegur hluti daglegs rekstrar hjá fyrirtækjum og stofnunum og gegnir Vinnueftirlitið mikilvægu hlutverki við að veita fyrirtækjum og stofnunum styrkjandi endurgjöf í þeim efnum, hvort sem er í beinu eftirliti eða fræðslu. Vinnueftirlitið er lausnarmiðað og leitar leiða til að ná betri árangri við að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi.

TEAMS hlekkur á viðburð

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Starfræn þróun í áhættustjórnun

Hér má finna TEAMS hlekk á viðburðinn

 

Veitur hafa undanfarin ár verið að þróa nýtt app fyrir starfsfólk sem m.a. er ætlað að auka virkni og notkun á þeim ráðstöfunum sem búið er að skilgreina í áhættumati og „staldra við“ á verkstað. Appið fór í loftið árið 2019 og stöðugt er unnið að endurbótum og viðbótum. Matthías Haraldsson verkefnastjóri öryggismála hjá Veitum og Björn Friðriksson verkstjóri rafmagns ætla að kynna appið fyrir okkar.

Alcoa Fjarðaál tóku árið 2019 til notkunar app frá fyrirtækinu Forwood. Appið aðstoðar við að vakta hlítni mikilvægustu varnalaganna. Stjórnendur fara út á vinnusvæði, ræða við starfsmenn um áhættuþætti og skrá að því loknu niðurstöðurnar inn í appið. Rebekka Egilsdóttir öryggisstjóri Alcoa ætlar að kynna fyrir okkur appið.

 

 

 

 

 

 

Eldvarnarhugvekja frá HMS

Hér er linkur á fundinn
Hún Eyrún Viktorsdóttir sérfræðingur á brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar verður með eldvarnarhugvekju fyrir okkur í stjórnvísi stuttu fyrir jól

Efni fundarins:

  • Eldklár – eldvarnarátak HMS
  • Brunavarnir vinnustaðarins almennt
  • Brunavarnir og C-19: vinna heima
  • Reynsla slökkviliðsmanna vegna bruna á vinnustöðum

Erindið er um  30-35 mín og svo gefst tími til spurninga/umræða.

Vinsamlega verið með slökkt á hljóðnemanum á meðan á erindi stendur og „rétta upp hönd“ ef þið viljið bera upp spurningu.

Hér er linkur á fundinn

Áhættumat og hvað svo? - Hagnýting áhættmats

TEAMSHLEKKUR Á FUNDINN
Hallgrímur Smári Þorvaldsson öryggisstjóri HS Orku og Vilborg Magnúsdóttir öryggisstjóri Isavia Innanlandsflugvalla ehf  velta upp þessum spurningum:

•Hvernig vitum við hvort áhættustig eftir stýringar sé raunveruleikinn?

•Getum við fengið meiri upplýsingar út úr áhættumati?

•Hvernig færum við stýringar / varnarlögin inn í verklag?

•Hvernig getum við hjálpað stjórnendum að vita hvað þarf að vakta?

•Hvernig hjálpum við stjórnendum að efla öryggissamtalið?

•Hvers vegna skipta góð samskipti máli fyrir öryggismálin?

TEAMSHLEKKUR Á FUNDINN

Samtal við Víði Reynisson

Fundurinn fer fram á Teams og fá allir skráðir þátttakendur sent fundarboð 30. september. 

Mörg okkar standa nú í þeim sporum að vinna að aðgerðum innan okkar fyrirtækja sem snúa að Covid 19.

Jafnframt sjáum við fram á það að lifa með veirunni í talsverðan tíma. Öll erum við á svipuðum stað með sömu áskoranir.

Hann Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ætlar að halda fyrir okkur stutta kynningu um lífið með Covid-19 hjá fyrirtækjum og opna svo á samtal og spurningar.

Skráðir þátttakendur á viðburðinn fá sent fundarboð þann 30. september.

Vinsamlega skráið ykkur fyrir þann tíma.  

Þróun vinnuvistar hjá Elkem á Íslandi

Sigurjón Svavarsson, Öryggis- Heilsu- og Umhverfisstjóri Elkem á Íslandi, fjallar um hvernig öryggismenningin hefur þróast þar á sl. 10 árum m.t.t. breytinga í umhverfi og þekkingu starfsmanna á vinnuvistfræði, helstu áskoranir og lausnir.

Viðburðurinn verður haldinn sem fjarfundur og verður hlekkur sendur til þeirra sem skrá sig daginn fyrir viðburðinn. 
Fyrst mun Sigurjón kynna erindið og svo gefst tími fyrir spurningar. 

Endilega muna að skrá sig upp á að fá sendan hlekk til að geta tekið þátt. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?