Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjaví
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Gæðastjórnunarhópur og CAF / EFQM hópur Stjórnvísi standa fyrir sameiginlegum morgunverðarfundi um Íslensku gæðaverðlaunin þriðjudaginn 31. janúar nk. frá kl. 08:30 - 10:00. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Landsvirkjunar og er yfirskrift fundarins: Þarf að endurvekja Íslensku gæðaverðlaunin?
Dagskrá
08:30 Íslensku gæðaverðlaunin - lærir sem lifir. Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur á skrifstofu velferðarþjónustu hjá Velferðarráðuneytinu.
08:45 CAF/EFQM matslíkön - kynning. Sigurjón Þór Árnason, gæða- og öryggisstjóri hjá Tryggingastofnun.
09:05 Íslensku gæðaverðlaunin - Ávinningur frá sjónarhóli viðurkenningarhafa. Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri hjá Landsvirkjun.
09:30 Pallborðumræður „Þarf að endurvekja Íslensku gæðaverðlaunin?“
10:00 Fundarlok
Fundarstjóri: Linda Rut Benediktsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og gæðamála hjá Tollstjóra.