HugurAx, Guðríðarstíg 2-4, 113 Reykjavík Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Þriðjudaginn 25. október mun gæðastjórnunarhópurinn standa fyrir fundi undir yfirskriftinni: Þrjú fyrirtæki - þrjú gæðakerfi.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum HugarAx og mun Katrín Rögn Harðardóttir gæðastjóri fyrirtækisins taka á móti fundargestum og segja frá uppbyggingu gæðahandbókar HugarAx og sýna hvernig skjalakerfið er notað til að auðvelda utanumhald gæðahandbókarskjala.
Því næst munu Björn E. Baldursson framkvæmdastjóri Rafskoðunar ehf. sem er faggilt skoðunarstofa á rafmagnssviði og Hans-Olav Andersen arkitekt FAÍ, MNAL frá teiknistofunni Tröð halda sitt hvort erindið, en fyrirtækin sem eru með ólíka starfsemi eiga það sameiginlegt að vera lítil, með fáa starfsmenn og hafa innleitt gæðakerfi.