Þróun vinnuvistar hjá Elkem á Íslandi

Sigurjón Svavarsson, Öryggis- Heilsu- og Umhverfisstjóri Elkem á Íslandi, fjallar um hvernig öryggismenningin hefur þróast þar á sl. 10 árum m.t.t. breytinga í umhverfi og þekkingu starfsmanna á vinnuvistfræði, helstu áskoranir og lausnir.

Viðburðurinn verður haldinn sem fjarfundur og verður hlekkur sendur til þeirra sem skrá sig daginn fyrir viðburðinn. 
Fyrst mun Sigurjón kynna erindið og svo gefst tími fyrir spurningar. 

Endilega muna að skrá sig upp á að fá sendan hlekk til að geta tekið þátt. 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Þróun vinnuvistar hjá Elkem á Íslandi

Í morgun fjallaði Sigurjón Svavarsson, öryggis- heilsu- og umhverfisstjóri Elkem á Íslandi um hvernig öryggismenningin hefur þróast þar á sl. 10 árum m.t.t. breytinga í umhverfi og þekkingu starfsmanna á vinnuvistfræði, helstu áskoranir og lausnir. Viðburðurinn sem var haldinn sem fjarfundur var vel sóttur og var hlekkur sendur til þeirra sem skráðu sig daginn fyrir viðburðinn.  Nálgast má ítarefni af fundinum undir viðburðinum.
Sigurjón hóf erindi sitt á að setja frá því að fyrirtækið Elkem hefur verið starfandi í meira en 100 ár, var í eigu Norðmanna og er í dag í eigu Kínverja.  Verksmiðjan sjálf hefur verið starfandi í rúmlega 40 ár.  Mikil áhersla hefur verið lögð undanfarin ár á öryggismál og vinnuvistfræði þar sem verið er að horfa á að hafa skýr lykilatriði eins og líkamsástand, rétta líkamssöðu, vinnuskipulag, hámarksþyngdir, stoðkerfi og einhæfa vinnu. 

Sem dæmi um þær aðgerðir sem Elkem hefur farið í á undanförnum árum er að sjúkraþjálfari heimsækir starfsstöðvar.  Elkem setti sér skýr markmið varðandi eldri starfsmenn til að fyrirbyggja langtímaveikindi vegna heilsubrests. Núllstaða var skilgreind mjög vel til að vita hvar Elkem er í dag. Hvert ætla þau að fara, ákveða þarf réttar aðgerðir, mæla þær og skila árangri. Helstu áskoranir sem komu út úr áhættumati var að hjá Elkem er unnið með þung verkfæri og verkfæri sem starfsmenn höfðu jafnvel aldrei séð áður.  Varðandi að opna og loka gámum þá þarf að beita réttri líkamsbeitingu.  Sigurjón sagði að þegar horft væri til síðustu fimm ára.  Helstu orsakir atvika hjá Elkem á síðustu fimm árum stafa af því að starfsmenn voru að beita líkamanum rangt.  Erfiðast er að ákveða hvort atvikið má rekja beint til vinnustaðarins eða til líkamsástand vegna samhliða vinnu.  Er kvillinn kominn frá hliðarvinnu, fyrri vinnu eða núverandi vinnu.  Til að fá rétta mynd af stöðunni er samtal við trúnaðarlækni og hjúkrunarfræðing.  Þá er gefið svar já/nei.  Allt þarf að vera mjög skýrt.  Varðandi úrbætur þá ákvað Elkem að fara meira út í fræðslu.  Í framhaldi komu starfsmenn með áhugaverðar nýjar lausnir og nefndi Sigurjón dæmi því tengt sem drógu úr líkum á atvikum. 

Fræðsla er reglubundin á fræðslufundum og síðan er dagleg fræðsla sem tekin er á vaktinni.  Þá er ákveðinn fókus í hverjum mánuði og nú í september er fókusinn á “hífingar”. Sjúkraþjálfari er fenginn á staðinn, sér hvernig starfsmenn vinna og kemur með úrbætur.  Þetta hefur hjálpað Elkem mest því starfsmenn taka þetta virkilega til sín og finna sjálfir lausnir. Fjöldi umbóta hefur komið frá starfsmönnum.  Nýjar áskoranir er unga kynslóðin, unnið er með aukna áherslu á að hafa störfin léttari og öryggi og bæði kyn í vinnu.  Að lokum sagði Sigurjón að þetta væri samspil stjórnenda og starfsmanna og sameiginleg ábyrgð.  Hver og einn verður að passa vel upp á sitt líkamlega ástand. 

 

Tengdir viðburðir

Gullnu reglunar mínar - Dauðans alvara

“Ef banaslys er möguleg afleiðing og starfsfólk getur beitt varnarreglu, þá á það að vera Gullin Regla.”
  • Gullnar Reglur eru ekki bara setning á vegg.
  • Þær eru loforð.
  • Loforð um að þegar líf er í húfi tökum við alltaf réttu ákvörðunina.
Fyrirlesari:
Viðar Arason, öryggisfulltrúi HS Orku og eigandi Skyndihjálparskólans

 

Viðar Arason hefur djúpar rætur í viðbragðsþjónustu, þar sem sekúndur skipta máli og rétt ákvörðun getur bjargað lífi.
Með áralanga reynslu úr framlínunni hefur hann séð hversu öflug öryggisvitund getur verið — og hversu hratt hlutir geta farið úr böndunum þegar hún bregst.
Sem eigandi Skyndihjálparskólans leiðir Viðar fræðslu þar sem öryggi, mannleg hegðun og fyrstu viðbrögð í áföllum eru í fyrirrúmi. Hann leggur sérstaka áherslu á að kenna fólki hvernig á að bregðast rétt við þegar allt gerist á örfáum augnablikum — í slysum, áfallaatvikum og óvæntum uppákomum.
Markmiðið er skýrt: að búa fólk og vinnustaði undir raunveruleikann, ekki bara kenningarnar.
Í dag starfar Viðar við öryggismál hjá HS Orku, þar sem hann vinnur að því á hverjum degi að tryggja það mikilvægasta: "Allir komi heilir heim, alltaf".

Eldri viðburðir

Bætt Öryggi - aukin og einfaldari öryggismál fyrir fyrirtæki

Join the meeting now
Eggert Jóhann Árnason stofnandi Bætts Öryggis fjallar um hvernig fyrirtækið styður önnur fyrirtæki við að efla og einfalda sín öryggismál. Hann fjallar um og sýnir m.a. hvernig hægt er nýta Microsoft 365 lausnir til að bæta verkferla og hvernig Bætt Öryggi getur veitt tímabundna aðstoð í afmörkuðum verkefnum með það að markmiði að efla öryggismál. 

Öryggishópur Stjórnvísi hvetur ykkur til að mæta á staðinn enda nauðsynlegt að hittast, efla tengslin og skapa umræður.

https://www.linkedin.com/in/eggert-j%C3%B3hann-arnason-5903b7a3/

Join the meeting now

Öryggisþing Háskóla Íslands - Áhættumat

Öryggisnefnd Háskóla Íslands stendur fyrir árlegu öryggisþingi. Í ár ber þingið yfirskriftina: Áhættumat.
Ýmsir fyrirlesarar innan HÍ og utan koma og segja frá, dagskráin er þessi:
 
13.00 Setning,
Silja Bára R. Ómarsdóttir, Rektor Háskóla Íslands
13.10 Skipulag heilsu og vinnuverndarmála við HÍ,
Benjamín Sveinbjörnsson, formaður öryggisnefndar HÍ
13.25 Um áhættumat, Guðmundur Kjerúlf,
Vinnuverndarnámskeið ehf,
13.40 Áhættumat skrifstofa,
Sigríður Björk Gunnarsdóttir, Rekstrarstjóri Félagsvísindasviðs HÍ
13:55 Áhættumat á rannsóknastofum,
Íris Hrönn Guðjónsdóttir, Innviðastjóri Verk- og náttúruvísindasviðs HÍ
14.10 Öryggi í rannsóknaferðum,
Sveinbjörn Steinþórsson, Tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun HÍ
14.25 Kaffihlé
14.40 Áhætta á framlínusvæðum,
Sverrir Ingi Ólafsson, Deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni.
14.55 Sálfélagslegt áhættumat,
Jónína Helga Ólafsdóttir, Teymisstjóri á mannauðssviði HÍ
15.10 Security at the University of Oslo,
Kenneth Nielsen, Senior Adviser, Security & Preparedness at Oslo University
15.30 The knife incident at the University of Oslo,
Ingunn Björnsdóttir, Dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla
16.00 Slit
 
Verið Velkomin.

Hvernig vinna LEAN og HSE saman?

Í framleiðslu JBT Marel er töluvert unnið með LEAN fræði í framleiðslunni. Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel mun fræða okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30.  Eftir kynningu verður gestum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Kynningin verður tekin upp en við vonumst til að sjá sem flesta á staðnum.

Hér er linkur á kynninguna. Join the meeting now

 

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Öryggishópur Stjórnvísi heldur aðalfund miðvikudaginn 4 júní frá kl. 11:30 til 13:00 á VOX.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Fjólu Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is 

 

Orka og Öryggi

Join the meeting now

Orka og Öryggi er yfirskrift viðburðar sem Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi heldur í samstarfi við Öryggisráð Samorku miðvikudaginn 4 júní kl. 09:00 til 10:00.

Erindi 

  • Starfsemi Öryggisráðs Samorku - Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
  • Human Organisational Performance (15 mín) - Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
  • Öryggismenning  - Björn Guðmundsson, RARIK 
  • Öll örugg alltaf  - Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

 Við hlökkum til að sjá ykkur hjá Samorku í Húsi Atvinnulífsins.  Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum en þeir sem komast ekki geta tekið þátt með því að ýta á hlekkinn "Join the meeting now".  

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?