Þróun vinnuvistar hjá Elkem á Íslandi

Sigurjón Svavarsson, Öryggis- Heilsu- og Umhverfisstjóri Elkem á Íslandi, fjallar um hvernig öryggismenningin hefur þróast þar á sl. 10 árum m.t.t. breytinga í umhverfi og þekkingu starfsmanna á vinnuvistfræði, helstu áskoranir og lausnir.

Viðburðurinn verður haldinn sem fjarfundur og verður hlekkur sendur til þeirra sem skrá sig daginn fyrir viðburðinn. 
Fyrst mun Sigurjón kynna erindið og svo gefst tími fyrir spurningar. 

Endilega muna að skrá sig upp á að fá sendan hlekk til að geta tekið þátt. 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Þróun vinnuvistar hjá Elkem á Íslandi

Í morgun fjallaði Sigurjón Svavarsson, öryggis- heilsu- og umhverfisstjóri Elkem á Íslandi um hvernig öryggismenningin hefur þróast þar á sl. 10 árum m.t.t. breytinga í umhverfi og þekkingu starfsmanna á vinnuvistfræði, helstu áskoranir og lausnir. Viðburðurinn sem var haldinn sem fjarfundur var vel sóttur og var hlekkur sendur til þeirra sem skráðu sig daginn fyrir viðburðinn.  Nálgast má ítarefni af fundinum undir viðburðinum.
Sigurjón hóf erindi sitt á að setja frá því að fyrirtækið Elkem hefur verið starfandi í meira en 100 ár, var í eigu Norðmanna og er í dag í eigu Kínverja.  Verksmiðjan sjálf hefur verið starfandi í rúmlega 40 ár.  Mikil áhersla hefur verið lögð undanfarin ár á öryggismál og vinnuvistfræði þar sem verið er að horfa á að hafa skýr lykilatriði eins og líkamsástand, rétta líkamssöðu, vinnuskipulag, hámarksþyngdir, stoðkerfi og einhæfa vinnu. 

Sem dæmi um þær aðgerðir sem Elkem hefur farið í á undanförnum árum er að sjúkraþjálfari heimsækir starfsstöðvar.  Elkem setti sér skýr markmið varðandi eldri starfsmenn til að fyrirbyggja langtímaveikindi vegna heilsubrests. Núllstaða var skilgreind mjög vel til að vita hvar Elkem er í dag. Hvert ætla þau að fara, ákveða þarf réttar aðgerðir, mæla þær og skila árangri. Helstu áskoranir sem komu út úr áhættumati var að hjá Elkem er unnið með þung verkfæri og verkfæri sem starfsmenn höfðu jafnvel aldrei séð áður.  Varðandi að opna og loka gámum þá þarf að beita réttri líkamsbeitingu.  Sigurjón sagði að þegar horft væri til síðustu fimm ára.  Helstu orsakir atvika hjá Elkem á síðustu fimm árum stafa af því að starfsmenn voru að beita líkamanum rangt.  Erfiðast er að ákveða hvort atvikið má rekja beint til vinnustaðarins eða til líkamsástand vegna samhliða vinnu.  Er kvillinn kominn frá hliðarvinnu, fyrri vinnu eða núverandi vinnu.  Til að fá rétta mynd af stöðunni er samtal við trúnaðarlækni og hjúkrunarfræðing.  Þá er gefið svar já/nei.  Allt þarf að vera mjög skýrt.  Varðandi úrbætur þá ákvað Elkem að fara meira út í fræðslu.  Í framhaldi komu starfsmenn með áhugaverðar nýjar lausnir og nefndi Sigurjón dæmi því tengt sem drógu úr líkum á atvikum. 

Fræðsla er reglubundin á fræðslufundum og síðan er dagleg fræðsla sem tekin er á vaktinni.  Þá er ákveðinn fókus í hverjum mánuði og nú í september er fókusinn á “hífingar”. Sjúkraþjálfari er fenginn á staðinn, sér hvernig starfsmenn vinna og kemur með úrbætur.  Þetta hefur hjálpað Elkem mest því starfsmenn taka þetta virkilega til sín og finna sjálfir lausnir. Fjöldi umbóta hefur komið frá starfsmönnum.  Nýjar áskoranir er unga kynslóðin, unnið er með aukna áherslu á að hafa störfin léttari og öryggi og bæði kyn í vinnu.  Að lokum sagði Sigurjón að þetta væri samspil stjórnenda og starfsmanna og sameiginleg ábyrgð.  Hver og einn verður að passa vel upp á sitt líkamlega ástand. 

 

Eldri viðburðir

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Áskorun Vegagerðarinnar í öryggismálum starfsmanna og verktaka

Verkefni vegagerðarinnar eru margvísleg og því skiptir miklu máli að öryggismál verktaka og starfsmanna séu í góðum farvegi. 

Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar fer yfir hvernig Vegagerðin hefur mætt öryggis áskorunum bæði gagnvart verktökum og ekki síst gagnvart starfsmönnum. Stofnun er með margar starfsstöðvar og vinna við mismunandi skilyrði. Þar starfa margir og verk eru oft ekki hættulaus. Því er mikilvægt að öryggismálum sé vel sinnt.

Sævar Helgi er með sveinspróf í bifvélavirkjun og MSc í vélaverkfræði. Sævar Helgi starfaði áður hjá Samgöngustofu en lengst af vann hann við rannsakari og rannsóknarstjóri á umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann hefur sinnt stöðu öryggisstjóra Vegagerðarinnar frá 1. apríl 2023.

Um Vegagerðina

Hjá Vegagerðinni starfa um 350 manns og rekur stofnunin 18 starfstöðvar um allt land. Störfin eru fjölbreytt, allt frá hefðbundnu skrifstofufólki til ýmissa verklegra starfa í óbyggðum, á sjó og að sjálfsögðu á vegum úti. Að auki er Vegagerðin ein stærsta framkvæmdarstofnun landsins. Sævar Helgi kynnir hvernig uppbyggingu starfsmannaöryggismála er háttað hjá Vegagerðinni. Fer yfir tækifæri og áskoranir.

 Vegagerðin býður alla velkomna í Suðurhraun 3, Garðabæ en hér er linkur á fundinn fyrir þá sem ekki komast

Hvernig er hægt að skipuleggja öryggi nýframkvæmda og eftirlit á framkvæmdatíma?

Hér er tengill á fundinn
Nýlega tók Isavia í notkun húsnæði sem þar sem er nýr töskusalur og á bak við tjöldin nýtt farangursflokkunarkerfi. 

Þau Jóhannes B. Bjarnason og Guðný Eva Birgisdóttir komu að framkvæmdinni með ólíkum hætti. Jóhannes er deildarstjóri framkvæmdardeildar og leiðir teymi verkefnastjóra Isavia sem m.a. koma að hönnun nýframkvæmda. Hann fer yfir hvernig Isavia strax í upphafi setti fram skýrar kröfur um öryggisviðmið í útboði verksins. 

Guðný Eva Birgisdóttir verkefnastjóri hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafði umsjón með eftirliti með verktökum og skipulagði fyrirkomulag öryggismála með verktökum og hvernig þau unnu með Isavia.  Guðný Eva lýsir skipulagi funda, eftirfylgni atvika og þá öryggismælikvarða sem settir voru upp til að fylgjast með framkvæmdinni.

Hér er tengill á fundinn

 

Skipulag og ábyrgð atvinnurekenda á vinnuverndarstarfi innan fyrirtækja

Click here to join the meeting

Þórdís Huld Vignisdóttir leiðtogi straums vettvangseftirlita hjá Vinnueftirlitinu fjallar um vinnuvernd innan fyrirtækja út frá ýmsum sjónarhornum;

  • Vinnuverndarstarf, vinnuaðstaða- og öryggismenning
  • Ábyrgð atvinnurekandans, helstu reglugerðir, tilkynningar á slysum ásamt öðrum skyldum
  • Skipulag vinnuverndarstarfs
  • Ábyrgð öryggistrúnaðarmanna/öryggisvarða hlutverk þeirra og skyldur
  • Hvað er skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði
  • Hvað er áhættumat út frá 5 stoðum vinnuverndar og hvernig er það gert
  • Forvarnastarf
  • Verklag um EKKO mál
  • Neyðaráætlun

Þórdís Huld hefur starfað hjá Vinnueftirlitinu frá árinu 2022 sem leiðtogi straums vettvangseftirlita. Áður starfaði hún hjá TDK Foil Iceland, lengst af í umhverfis- og öryggismálum með tengsl í gæðamál og stýrði öryggis- og umhverfisdeild fyrirtækisins frá árinu 2018.   Hér er linkur í viðburðinn 

Click here to join the meeting

Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir? Heildstæð áhættustjórnun hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Einar Bjarnason stjórnarmeðlimur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla kynnir faghópinn og fyrirlesarana og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:25  -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri Kópavogsbæjar segir frá grunnþáttum áhættustjórnunar og hvernig þeir geta nýst sem alger lykilþáttur í innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa sem byggja á ISO stjórnunarkerfisstöðlum.

09:25-09:45 - Heildstæð áhættustjórnun  m.t.t. til stjórnunarkerfa gæða-, umhverfis- og heilsu og öryggis hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.
Ingólfur Kristjánsson segir frá hvernig Efla nýtir heildstæða nálgun í framkvæmd áhættumats í tengslum við ISO stjórnunarkerfin þrjú sem fyrirtækið rekur og er vottað samkvæmt. Ingólfur rekur hvernig áhættustjórnun hefur nýst fyrirtækinu til framþróunar og lækkunar áhættu.

09:45 – 10:00  Umræður og spurningar


Um fyrirlesarana:

Sigurður Arnar Ólafsson

Lauk prófi sem Datamatkier (tölvunarfræði 2 ár) frá Tietgenskolen í Odense Danmörku 1992. Lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri 2005.

Hefur starfað í upplýsingatækni geiranum m.a. sem þjónustu- og gæðastjóri í um 20 ár, þar af 8 ár í Noregi í fyrirtækjunum Cegal og Telecomputing (nú Advania), en á Íslandi hjá m.a. hjá Þekkingu og Nýherja (nú Origo). Starfar nú sem gæðastjóri Kópavogsbæjar síðan 2020.

Hefur unnið við ISO stjórnunarkerfi í yfir 15 ár og m.a. innleitt: stjórnunarkerfi gæða ISO 9001,  stjórnunarkerfa upplýsingaöryggis ISO 27001 og stjórnunarkerfa jafnlauna ÍST 85 í nokkrum fyrirtækjum. Sigurður tók nýverið við formennsku í faghópnum Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi.

 

Ingólfur Kristjánsson

Lauk M.Sc. prófi í efnaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn 1984. Hefur langa starfsreynslu mest úr framleiðsluiðnaði, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði lengst af hjá Colgate-Palmolive í Kaupmannahöfn sem framleiðslustjóri. Starfaði einnig sem framkvæmdastjóri í áliðnaðinum á Íslandi á árunum 2005-2016, bæði hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði og hjá Rio Tinto í Straumsvík. Starfar nú sem gæðastjóri hjá Eflu Verkfræðistofu síðan 2017.

Stjórnun gæða-, umhverfis- og öryggismála sem og áhættustýring hefur verið fyrirferðarmikil í störfum Ingólfs hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Sú reynsla er dýrmæt, enda helsta viðfangsefnið í núverandi starfi Ingólfs sem gæðastjóra hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.

Ingólfur átti sæti í stjórn faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi á tímabili og hefur hefur setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá 2017.



 

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Aðalfundur faghóps um Öryggisstjórnun verður haldinn 26. Maí klukkan 08:30 til 09:30. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir eru hvattir til að bjóða fram starfskrafta sína til stjórnar.

Fundurinn verður haldinn að 1. hæð Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði en einnig er boðið upp á teams link. 

Dagskrá:

  • Uppgjör og lærdómur starfsárs faghópsins 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Click here to join the meeting

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?