Fundurinn verður haldinn 3. mars í Orkugarði, Grensásvegi 9. kl 8:15-9:30
Fyrirlesari verður : Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar Nýorku.
Erindið heitir Græna Orkan – visthæft eldsneyti í nútíð og framtíð
Erindið mun fjalla um starfsemi Grænu Orkunnar www.graenaorkan.is og hvað framundan er. Fjallað verður um þá starfsemi sem er í landinu í visthæfu eldsneyti og hvað framundan er hjá stjórnvöldum og bílaframleiðendum. Einnig verður komið inn á hvernig fyrirtæki geta tekið fyrstu skref strax í dag án þess að fara í kostnaðarsamar aðgerðir og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér umhverfisvæna samgöngustefnu til að hvatningar á samdrætti kolefnisspors fyrirtækisins sjálfs og starfsmanna.