Aðstöðustjórnun (e. facility management) : Fréttir og pistlar

Næsti viðburður 7. júní kl 13: áhrif fjarvinnunnar á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði - lokaverkefni MBA

Næsti viðburður okkar verður haldinn þriðjudag 7. júní en þá kynna Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Lagastoð, og Unnur Ágústsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Eflu, lokaverkefnið í MBA námi þeirra en stjórn faghóps okkar tók þátt í könnun sem er hluti af rannsókninni. Þær koma til með að verja verkefnið um viku eftir þennan viðburð, við fáum þar með smá forskot á þekkingu um þessa áhugaverða þróun fjarvinnunnar og áhrif hennar á skrifstofuhúsnæði.

Endilega mætið sem flest og skráið ykkur á viðburðarsíðunni.

Verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV) - næsti kynningarfundur

Í framhaldi af kynningarfundinum okkar um post-covid aðstöðuna í lok september boðum við næst, 23. nóvember, til kynningarfunds um verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV). 

Frá því að faghópurinn var stofnaður síðasta vor þá hefur VMV mjög reglulega komið til tals meðal stjórnarmanna hópsins sem margir hverjir eru einmitt (eða vilja) koma sér fyrir í þessari tegund af vinnuaðstöðu sem er að aukast í vinsældum. Það er engin furða þar sem í kringum 30% af þróuðum hagkerfum í dag er tölvuvinna á skrifstofu (e. computer-based office work) og eru fyrirtæki í auknum mæli að verkefnavæða rekstrarskipulagið þeirra. 

Á fundinum í lok nóvember munum við kynna þetta konsept. Fyrst fræðilega þar sem við staðsetjum það betur á atvinnumarkaðinum og meðal aðstöðutegunda þess, kynnum niðurstöður nýlegs meistaraverkefnis um VMV og fáum innsýn í innleiðingu þess hjá ríkinu og Landsbankanum. Nánari lýsing og skráning fer fram á viðburðarsíðunni.

Framtíð skrifstofunnar - útvarpsviðtal á RÚV

Viðtalið byrjar á 35. mín.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616/7hlfe2/steinar-olafsson-kontoristinn-

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um aðstöðustjórnun

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um aðstöðustjórnun og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér.  Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í haust.  

Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa:   Matthías Ásgeirsson VSÓ, formaður, Magnús Már Einarsson OR, Kristinn Jóhannesson HÍ, Þröstur V. Söring FSR, Stefán Níels Guðmundsson, Eimskip, Elísabet Halldórsdóttir Icelandair, Róbert Reynisson Isavia, Ásta Rut Jónasdóttir Securitas, Hulda Júlía Jónsdóttir BYKO, Katrín Ólöf Egilsdóttir Mánagull, Thorana Elín Dietz HÍ og Hannes Frímann Sigurðsson FSR.    

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?