Hlekkur á viðburðinn smelltu til að tengjast
Kristín Ómarsdóttir hljóðráðgjafi hjá Brekke & Strand Akustikk ehf. fer yfir þá þætti hljóðvistar sem geta haft áhrif á vinnuumhverfi í skrifstofum, stutt yfirlit um reglugerðaumhverfið og fjallar síðan um nokkur raundæmi.
Kristín er M.Sc. Umhverfis- og byggingarverkfræðingur, sérhæfing í hljóðverkfræði. Hún hefur 15 ára starfsreynsla sem hljóðráðgjafi og er formaður Íslenska hljóðvistarfélagsins og situr í stjórn Nordic Acoustics Association. Í starfi sínu sinni hún m.a. hljóðhönnun nýbygginga, hljóðhönnun breytinga á eldri byggingum og hönnun úrbóta vegna hljóðvistar.
Ólafur Hjálmarsson fjallar um hljóðhönnun og menningu á vinnustöðum.
Ólafur er byggingarverkfræðingur með sérhæfingu í hljóðhönnun/hljóðeðlisfræði og 38 ára reynslu af verkfræðiráðgjöf, hönnun og verkefnastýringu – sérstaklega sem hljóðráðgjafi fyrir flókin byggingarverkefni. Meðal verkefna hans undanfarin ár hafa verið hljóðhönnun í stórum verkefnum svo sem í nýjum Landspítala, í stækkun Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Veröld – Húsi Vigdísar.
Fundarstjóri er Sverrir Bollason.
Sverrir er sérfræðingur í fasteignaþróun hjá FSRE og meðlimur í faghópnum um aðstöðustjórnun.