Aðstöðustjórnun (e. facility management) : Liðnir viðburðir

Aðalfundur faghóps um aðstöðustjórnun

Fundardagskrá

1.Uppgjör starfsársins
2.Stjórn 2024-2025
3.Kosning formanns
4.Umræða um áherslur næsta starfsárs

Gervigreind í aðstöðustjórnun - tækifæri og áhætta

Síðar

Gott inniloft fyrir gott starfsfólk

 TEAMS linkur 

Einn af mikilvægustu þáttum í vinnuumhverfi starfsfólks eru gæði innilofts í skrifstofubyggingum því þar dveljum við mörg í langan tíma. Slæm loftgæði geta haft áhrif á líðan starfsfólks, framleiðni þess og jafnvel fjarveru frá vinnu.

Stefán Níels Guðmundsson forstöðumaður eignaumsýslu hjá Eimskip og stjórnarmeðlimur faghóps Stjórnvísi um aðstöðustjórnun segir okkur frá þeirra áskorunum og verkefnum varðandi inniloft og loftræsingu.

 Óli Þór Jónsson hjá Eflu byrjar á almennum fróðleik um innivist og loftgæði. Fjallar svo um ferskloftsmagn í skrifstofumannvirkjum. Að lokum kemur hann inná Innihitastig og rakastig í skrifstofumannvirkjum.

Alma Dagbjört Ívarsdóttir hjá Mannvit mun fjalla um innivist, loftgæði og tengingu við rakaskemmdir. Sjálfbærni og góð innvist er allra hagur. Að lokum segir hún okkur frá orkunotkun og áhrif innivistar á rekstur bygginga við nýbyggingar og endurbætur.

Kynning stendur yfir í um 50 mínútur og gefst tækifæri til spurninga að því loknu.

Tækifæri í lýsingu skrifstofurýma

Linkur á fund

Stór hópur fólks eyðir lunganum af deginum á skrifstofunni, þar sem lýsingin er of lítt eða vanhugsuð. Algengt er að slík rými séu lýst með jafnri birtu, til að ekki þurfi að færa til ljósgjafa ef skipulagi er breytt og borðum endurraðað.  Einfaldast er að hafa bara eina stillingu fyrir allt og alla og útkoman er oft á tíðum óspennandi og þreytandi umhverfi.

Með litlu tilstandi og "dash" af sköpunargleði má stórbæta sjónrænt umhverfi skrifstofurýma og líðan starfsmanna. Skrifstofulýsing getur verið eins upplífgandi eða andlaus og stjórnendur kjósa, allt eftir því hvar metnaðurinn liggur. Hvers virði er ljós og birta sem veigamikill þáttur í vellíðan starfsmanna á vinnustað?

Þórður Orri Pétursson nam leikhúslýsingu í London og bætti svo við sig meistaranámi í byggingalýsingu. Hann hefur starfað við lýsingu frá unga aldri, bæði leikhúss og bygginga, fyrstu í átta árin í London, svo í Borgarleikhúsinu til 10 ára og nú á eigin vegum sem eigandi Áróra lýsingarhönnun og annar eigandi hönnunarstofunnar Mustard og Tea. Verkefnin hans eru ótal og fjölbreytt, s.s. Mary Poppins, Mamma Mía, Blái Hnötturinn í Borgarleikhúsinu, Gróðurhúsið í Hveragerði, Mjólkurbú mathöll á Selfossi, Vinnustofa Kjarvals við Austurstræti og endurlýsingu á Apollo Theatre í London, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir verk sín hérlendis og erlendis.

Deigla - Samnýting og verkefnamiðað vinnuumhverfi opinberra aðila

Linkur á fund

Deigla er vel staðsett sameiginleg starfsaðstaða fjölda stofnana ríkisins undir einu þaki. Þar verður starfsfólki í skrifstofustörfum boðið upp á verkefnamiðað vinnurými í sveigjanlegu og nútímalegu umhverfi.

Í fjárlagafrumvarpi 2024 er vikið að markmiðum fjármálaumsýslu, reksturs og mannauðsmála ríkisins. Þriðja markmið þessa málaflokks snýr að öflugri og vistvænni rekstri ríkisstofnana. Þar undir er Deigla - samrekstrarhúsnæði stofnana. Þessi hugmynd hefur verið til umræðu um hríð og er nú að taka á sig mynd. 

Á viðburði dagsins mun Sverrir Bollason sérfræðingur hjá FSRE ræða þá stefnu sem þetta verkefni er að taka og hvernig það hefur mótast á liðnum misserum. 

Kynning stendur yfir í um 20 mínútur og gefst tækifæri til samtals að því loknu í allt að 10 mínútur. 

Hvaða áhrif hefur vinnuumhverfið á vellíðan í vinnu?

Click here to join the meeting

Vinnurými og vinnuumhverfið hefur verið endalaus uppspretta umræðna allt frá örófi alda. Rannsakendur beina sjónum sínum í auknum mæli að þeim áhrifum sem vinnuumhverfið getur haft á viðveru á vinnustað, starfsánægju og jafnvel heilsu fólks.
Í hvernig umhverfi líður okkur best? Þurfum við plöntur og hugguleg rými? Pössum við öll í sömu "fötin"?

Vinnuumhverfi: Vinsældir og veruleiki. Ólafur Kári Júlíusson, M.Sc. í vinnusálfræði fjallar um áhrif vinnuumhverfis á fólk og mikilvægi þess að sinna málaflokknum vel, sérstaklega í ljósi þess að vinsælu lausninar eru ekki alltaf bestu lausninar.
Ólafur Kári starfar hjá DTE ehf. sem Director of People and Culture.

Guðrún Vala Davíðsdóttir, deildarstjóri verkefnastofu húsnæðis hjá FSRE, fræðir okkur um það sem þau hjá FSRE hafa verið að gera í þeirra eigin húsnæði og hvað þau eru að horfa til almennt hvað varðar húsnæðismál. 
Guðrún Vala er viðskiptafræðingur og innanhússarkitekt að mennt og tengir þessar tvær faggreinar í vinnuumhverfismálum. Síðustu ár hefur hún unnið sérstaklega með verkefnamiðað vinnuumhverfi.

Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, stýrir viðburðinum.

 

Aðalfundur faghóps um aðstöðustjórnun

Teams linkur á fundinn

Dagskrá aðalfundars:

 1. Uppgjör starfsársins
 2. Ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa
 3. Kosning formanns og varaformanns
 4. Starfsárið fram undan

https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/adstodustjornun-e-facility-management

Plöntur á vinnustöðum - áhrif á vellíðan og framleiðni starfsfólks

Linkur á fund

Katrín Ólöf Egilsdóttir eigandi fyrirtækisins Mánagulls plöntuveggja talar um plöntur á vinnustað, áhrif á vellíðan og framleiðni starfsfólks ásamt því að skoða aðeins þetta "trend" að færa náttúruna inn. 

Rætt verður við Hönnu Maríu Kristinsdóttur gæða- og þjónustufulltrúi hjá Náttúruhamfara Tryggingum Íslands NTÍ. Á skrifstofum NTÍ má finna býsnin öll af plöntum í ýmsum stærðum og gerðum. Hanna María hefur reynslu af því að vinna í skrifstofurými þar sem áhersla er lögð á að hafa töluvert af plöntum. Hún hefur einnig unnið í skrifstofurými þar sem ekki voru plöntur. Rætt verður hvernig upplifun starfsfólks hefur verið í báðum tilvikum, hvernig þau hjá NTÍ hugsa um plönturnar, hvað ber að varast og ávinningur þess að færa náttúruna inn

Katrín er með MSc í Vinnusálfræði og Stjórnun úr viðskiptaháskóla BI í Osló Noregi. Hún hefur einnig hlotið réttindi hjá Vinnueftirlitinu sem þjónustuaðili í vinnuvernd og getur því gert áhættumat á sviði andlegrar og félagslegrar heilsu starfsmanna fyrirtækja ásamt umhverfisþáttum svo sem loftgæði og lýsingu.

 

Áhrif veitingaaðstöðu og -þjónustu á vinnustaðaupplifun starfsmanna

Teams linkur á viðburð

Veitingaaðstaða og -þjónusta vega þungt í vinnustaðaupplifun og starfsánægju starfsmanna. Meðal hápunkta vinnudagsins eru hjá mörgum hádegishléið þegar matar er neytt í góðu spjalli við samstarfsfélaganna eða þegar stutt vinnuhvíld er tekin með góðum kaffibolla í huggulegu horni. Eftir Covid er þetta ekki bara vaxandi mannauðsmál sem starfsfólk horfir til í ráðningarferlinu heldur einnig mikilvægari aðstaða þar sem veitingarýmin hafa í mörgum tilfellum fengið nýtt og fjölbreyttara hlutverk sem veitinga-, félags- og fundarrými.

Thorana Elín Dietz mannauðsráðgjafi og Matthías Ásgeirsson byggingarverkfræðingur og aðstöðuráðgjafi eru skipuleggjendur viðburðarins. Þau munja setja viðfangsefnið í samhengi við fagið aðstöðustjórnun og gera grein fyrir hlutverki þess.

Birna Helgadóttir,  forstöðumaður aðfanga og umhverfis, mun kynna umbreytingu á eldhúsum og matsölum Landspítala (ELMU) sem þykja hafa heppnast afar vel .

 

 

Hvað er örugg vinnuaðstaða?

Linkur á fundinn

Faghópur um aðstöðustjórnun í samstarfi við faghóp um upplýsingaröryggi mun hér fjalla um öryggi á vinnuaðstöðu sem starfsfólk vill geta treyst á. Fjallað verður um öryggi frá ýmsum aðstöðutegundum og málaflokkum, bæði út frá öryggi í vinnuumhverfinu og út frá upplýsingaröryggi. 

Meðal spurninga sem verður svarað eru:

Hverjar eru öryggisógnir? Hvað þarf að verja? Hvernig er það varið? Hvernig er upplýsingagjöf háttað?

Ásta Rut Jónasdóttir, deildarstjóri innkaup og eignaumsjón hjá Securitas.

Böðvar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Örugg verkfræðistofa.

 

Áhrif fjarvinnu á eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði - MBA lokaverkefni

Teams-linkur á viðburðinn

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Lagastoð, og Unnur Ágústsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Eflu, kynna fyrir okkur lokaverkefnið í MBA námi þeirra en stjórn faghóps okkar tók þátt í könnun sem er hluti af því. Þær koma til með að verja verkefnið um viku eftir þennan viðburð, við fáum þar með smá forskot á þekkingu um þessa áhugaverða þróun fjarvinnunnar og áhrif hennar á skrifstofuhúsnæði.

Við minnum í þessi samhengi á liðnu viðburði okkar sem fjalla flestir um aðstöðukröfur til þekkingarstarfseminnar og hægt er að fletta upp og horfa aftur á á þessari facebook síðu Stjórnvísi.

Áhrif reksturs atvinnuhúsnæðis á sjálfbærni vinnustaða

Linkur á viðburðinn

Á þessum kynningarfundi setjum við sjálfbærnishugtakið í samhengi við atvinnuhúsnæði. Hvaða áhrif það hefur á sjálfbærni vinnustaða, þ.e. á starfsfólk, arðsemi og umhverfi.

Vitað er að umhverfisáhrifin séu gríðarleg. Á heimsvísu er talið að atvinnuhúsnæði sé ábyrgt fyrir 40% af orkunotkun og 33% af losun gróðurhúsalofttegunda auk þeirra óbeina áhrifa sem aðliggjandi innviðir og samgöngukerfi hafa. 88% af losun gróðurhúsalofttegunda má rekja til endurnýjunar, breytingar, viðhalds og orkunotkunar sem eru lykilhlutverk og ábyrgð aðstöðustjórnunar. 

Vegna þeirri endurnýjanlegri orku sem Ísland hefur aðgang að hefur verið óljóst hvernig þessi hlutföll eru hér á landi. Í síðastliðnum mánuði (febrúar 2022) var hins vegar lagt mat á árlega kolefnislosun íslenskra bygginga í fyrsta sinn af vinnuhóp skipaðan af Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun (HMS). Hér skoðum við hvaða þýðingu þær niðurstöður hafa fyrir aðstöðustjórnun á Íslandi.

Matthías Ásgeirsson, formaður faghóps og ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, kynnir viðfangsefnið og setur það í samhengi við fræði og raunveruleika, þ.m.t. tækifæri aðstöðustjórnunar.

Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá fasteignafélaginu Reitir fjallar um áhrif sem fasteignafélag getur haft á sjálfbærni vinnustaða.

Kevin Charlton, stjórnandi (e. associate director) hjá Mace Group gefur innsýn um hvernig aðstöðustjórnun hefur bætt sjálfbærni vinnustaða í þeirra verkefnum viða um heiminn.

Hvað er verkefnamiðað vinnuumhverfi?

Teams linkur inn á kynningarfundinn

 • "Verkefnamiðað vinnuumhverfi og aðstöðustjórnun":  ávarp formanns - Matthías Ásgeirsson, ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf
 • "Innleiðing VMV hjá ríkinu": kynning á nýútgefnum viðmiðum vinnuumhverfis hjá hinu opinbera - Guðrún Vala Davíðsdóttir, verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
 • "Innleiðing VMV hjá Landsbanka": kynning á innleiðingu VMV í nýju húsnæði Landsbanka við Austurbakka - Halldóra Vífilsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbanka 
 • "Leiðin að árangursríkri innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi og nýjum leiðum til að vinna“: kynning á meistaraverkefni 2021 -  Elísabet S Reinhardsdóttir, viðskiptastjóri hjá Eimskip 

"Post-covid" aðstaðan - reynslusögur íslenskra vinnuveitenda

Click here to join the meeting

Reynslusögur af íslenskum vinnuveitendum um aðlögun aðstöðunnar við Covid og framtíðarnýting ákveðna lausna.

 • Inngangur um áhrif faraldursins á þróun vinnuaðstöðunnar - Matthías Ásgeirsson, aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ
 • Orkuveita Reykjavíkur hefur verið að aðlaga starfsumhverfi sitt að faraldrinum og mun Magnús Már Einarsson, forstöðumaður aðbúnaðar, fjalla um hinu ýmsu áskoranir sem OR hefur þurft að glíma við.
 • Icelandair fékk í sumar viðurkenningu sem 'best global employer of 2021 by Effectory's World-class Workplace' og mun Elísabet Halldórsdóttir, forstöðumaður á upplýsingatæknisviði, kynna fyrir okkur aðstöðustjórnun hjá fyrirtækinu og hvernig hefur verið brugðist við covid-19.

Best global employer 2021

 • BYKO fékk viðurkenningu frá Stjórnvísi fyrir eftirtektarverðurstu samfélagsskýrslu á þessu ári og mun Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, fjalla um hvaða þátt aðstöðustjórnun hafði í þeim árangri og hvaða framtíðartækifæri er verið að vinna í.

            Samfélagsskýrslur ársins 2020

 

Aðstöðustjórnun (e. facility management) - Er aðstaðan að vinna með þér?

Hérna er linkur á fundinn

Dagskrá:

 • Tilgangur og ávinningur aðstöðustjórnunar
 • Staðan og þróun á faginu erlendis og á Íslandi
 • Saga fasteignastjórnunarfélags Íslands
 • Kynning á aðstöðustjórnunarfélaginu IFMA (e. International Facility Management Association) 

Fyrirlesarar verða Matthías Ásgeirsson aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, Hannes F. Sigurðsson verkefnastjóri hjá FSR og Lara Paemen framkvæmdastjóri hjá IFMA Europe.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?