Reynsluboltar á haustfundi um almannatengsl, miðlun og samskipti
Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti heldur haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember kl. 16-17. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um fagið og aðgangur er ókeypis. Að fundi loknum reynir á hæfileika fundargesta til tengslamyndunar á hamingjustund (happy hour) á staðnum.
Faghópurinn hefur fengið þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau eru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrir Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.
STJÓRN FAGHÓPSINS
Stjórn faghóps Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti skipa þau Andrea Guðmundsdóttir fagstjóri og lektor við Háskólann á Bifröst, Anna Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Altso, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Apríl og Nasdaq á Íslandi, Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar, Erla Björg Eyjólfsdóttir ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, Grétar Theodórsson ráðgjafi hjá Innsýn samskiptum og fyrrnefndur Stefán Hrafn sem er formaður hópsins.
MARKMIÐ OG SÝN
Vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár um mikilvægi góðra almannatengsla og markvissrar miðlunar og samskipta. Fagleg, heiðarleg og stöðug upplýsingagjöf til hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu vinnustaða. Markmið faghópsins er að styðja við fólk sem starfar við almannatengsl, samskipti og upplýsingamiðlun, hvort heldur á eigin spýtur eða hjá fyrirtækjum og opinberum vinnustöðum; fólk sem hefur áhuga á að auka þekkingu sína, færni og innsæi til að efla sig á starfsvettvangi.
OPINN HÓPUR
Hópurinn er eins og aðrir faghópar Stjórnvísi öllum opinn, hvort heldur fólk hefur áhuga á faginu, starfar við það eða er að sækja sér menntun á þessu sviði. Smelltu hérna til ganga til liðs við hópinn:
https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/almannatengsl-e-public-relations-og-samskiptastjornun