Hver er tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila?

Faghópur um almannatengsl og samskiptastjórnun hefur sitt fyrsta starfsár með krafti fimmtudaginn 15. september. kl. 11:45. Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík í stofu M216.

 

Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Cohne og Wolf á Íslandi mun hefja viðburð á því að fara yfir álitaefni sem lúta að tilgangi miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila. Ingvar Örn hefur starfað í almannatengslum í 20 ár og hefur nýtt fagmenntun sína á sviðinu og alþjóðlega reynslu til að lyfta ráðgjöf innan sviðsins á hærri sess.

 

Þórarinn Þórarinsson, sem á að baki rúma tvo áratugi í blaðamennsku á vefmiðlum, tímaritum og dagblöðum, hefur í seinni tíð verið upptekinn af málfrelsinu og fagmennsku í fjölmiðlun kemur til með að taka við fyrirspurnum út frá álitaefni ásamt Brynjari Níelssyni.

Brynjar Níelsson, lögmaður, fyrrverandi þingmaður og núverandi aðstoðarmaður ráðherra er flestum kunnugur en hann liggur ekki á skoðunum sínum og hefur ítrekað lýst áhyggjum sínum af stöðu fjölmiðla á Íslandi. 

 

Dagskrá:

11:45 – 12:00 Ingvar Örn Ingvarsson fer yfir álitaefni er varða tilgang miðlunar og gagnvirkra samskipta og fjölmiðla

12:00 – 12:30 Þórarinn Þórarinsson og Brynjar Níelsson svara fyrirspurnum um álitaefni viðburðar

12:30 – 13:00 Opnar umræður

 

Erla Björg Eyjólfsdóttir, formaður stjórnar faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun mun leiða fundinn

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Reynsluboltar á haustfundi um almannatengsl, miðlun og samskipti

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti heldur haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember kl. 16-17. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um fagið og aðgangur er ókeypis. Að fundi loknum reynir á hæfileika fundargesta til tengslamyndunar á hamingjustund (happy hour) á staðnum.

Faghópurinn hefur fengið þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau eru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrir Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

STJÓRN FAGHÓPSINS
Stjórn faghóps Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti skipa þau Andrea Guðmundsdóttir fagstjóri og lektor við Háskólann á Bifröst, Anna Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Altso, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Apríl og Nasdaq á Íslandi, Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar, Erla Björg Eyjólfsdóttir ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, Grétar Theodórsson ráðgjafi hjá Innsýn samskiptum og fyrrnefndur Stefán Hrafn sem er formaður hópsins.

MARKMIÐ OG SÝN
Vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár um mikilvægi góðra almannatengsla og markvissrar miðlunar og samskipta. Fagleg, heiðarleg og stöðug upplýsingagjöf til hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu vinnustaða. Markmið faghópsins er að styðja við fólk sem starfar við almannatengsl, samskipti og upplýsingamiðlun, hvort heldur á eigin spýtur eða hjá fyrirtækjum og opinberum vinnustöðum; fólk sem hefur áhuga á að auka þekkingu sína, færni og innsæi til að efla sig á starfsvettvangi.

OPINN HÓPUR
Hópurinn er eins og aðrir faghópar Stjórnvísi öllum opinn, hvort heldur fólk hefur áhuga á faginu, starfar við það eða er að sækja sér menntun á þessu sviði. Smelltu hérna til ganga til liðs við hópinn:
https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/almannatengsl-e-public-relations-og-samskiptastjornun

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun - laus sæti í stjórn.

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun verður haldinn mánudaginn 12. maí kl. 12:00-12:45 í gegnum Teams.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða formanns og meðstjórnenda eru lausar. 

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á önn. Starf meðstjórnenda einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttað og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur.

Allir sem hafa áhuga á almannatengslum og samskiptastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi atvinnugreinarinnar á Íslandi geta haft samband við Erlu Björg, formann faghópsins.

Tölvupóstur: erla.eyjolfsdottir@cohnwolfe.is  

Símanúmer: +354-8985119

Fundardagskrá:

  • Kosning til formanns og stjórnar / upplýsingar um nýja stjórn fyrir tímabilið 2025-2026
  • Ákvarða fyrsta fund nýrrar stjórnar 
  • Umræður um væntanlegt starfsár
  • Önnur mál 

 

Kær kveðja, stjórn faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun.

 

Microsoft Teams Meeting

Join the meeting now

Meeting ID: 362 360 470 451 2

Passcode: Bx685wd2

 

Aðalfundur stjórnar faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun

Microsoft Teams meeting
Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun verður haldinn föstudaginn 19. maí klukkan 08:45-9:30 í gegnum Teams. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða meðstjórnenda er laus, sjá nánar að neðan. 

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári faghóps
  • Nýjir meðstjórnendur kynntir
  • Önnur mál

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starf meðstjórnenda einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttað og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur.

Allir sem hafa áhuga á almannatengslum og samskiptastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi atvinnugreinarinnar á Íslandi með því að taka þátt í stjórn faghóps, geta haft samband við Erlu Björgu Eyjólfsdóttur, formann faghópsins og ráðgjafa hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi.

Netfang: erla.eyjolfsdottir@cohnwolfe.is  

Símanúmer: +354-8985119

______________________________________________________________________________________________________

Microsoft Teams meeting

Join on your computer, mobile app or room device

Click here to join the meeting

Meeting ID: 326 453 322 381
Passcode: tfvZdX

Kynhlutleysi í miðluðu efni: Hverju er þetta að skila?

Hér má finna hlekk á viðburðinn

Faghópur í almannatengslum og samskiptastjórnun hjá Stjórnvísi stendur fyrir viðburði þar sem Ingimundur Jónasson, forstöðumaður eignaumsýslu hjá Sýn, kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um kynhlutleysi í upplýsingamiðlun en hann tók viðtöl við stjórnendur fyrirtækja sem hafa hafið vinnu við að kynhlutleysa miðlað efni. Ingimundur er að ljúka BA námi í miðlun og almannatengslum hjá Háskólanum á Bifröst. Erna Sigurðardóttir, mannauðsleiðtogi hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR), mun einnig kynna þær breytingar sem OR hefur stuðlað að varðandi kynhlutlausa orðanorkun almennt út á við og í innri samskiptum hjá OR samstæðunni og hverju þær hafa skilað.

Viðburðurinn er fyrir alla stjórnendur sem vilja huga að kynhlutleysi í innri og ytri samskiptum fyrirtækja, vilja heyra um reynslu annarra stjórnenda, og jafnvel deila eigin reynslu með öðrum. Mikil umræða hefur skapast um kynhlutleysi í samfélaginu undanfarin misseri og ólíkar skoðanir komið fram, en hver er ávinningur þess að kynhlutleysa miðlað efni í fyrirtækjasamskiptum að mati stjórnenda?    

Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri miðlunar og almannatengsla við Háskólann á Bifröst, og Heiða Ingimarsdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Múlaþingi, leiða viðburðinn. 

Hér má finna hlekk á viðburðinn

Hver er tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila? AKUREYRI

Faghópur almannatengsla og samskiptastjórnunar heldur umræðunni áfram varðandi hver er tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta og heldur nú til Akureyrar miðvikudaginn 2. nóvember. Viðburðurinn verður haldinn í Ketilhúsi, Kaupvangsstræti 8 og hefst 17:00.

Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Cohn og Wolfe á Íslandi mun hefja viðburð á því að fara yfir álitaefni sem lúta að tilgangi miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila. Sem sérfræðingur í almannatengslum hefur Ingvar Örn starfað á sviðinu í 20 ár og hefur nýtt fagmenntun sína á sviðinu og alþjóðlega reynslu til að lyfta ráðgjöf innan sviðsins á hærri sess.

Í kjölfarið mun Guðbjörg Hildur Kolbeins fara yfir álitaefni sem lúta að tilgangi fjölmiðla. Guðbjörg Hildur er dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri og aðjunkt í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst, og hefur unnið að rannsóknum á íslenskum fjölmiðlum.

Skapti Hallgrímson, einn reyndasti blaðamaður landsins og nú ritstjóri Akureyri.net kemur til með að taka þátt í umræðum viðburðar að erindum loknum.

Dagskrá:

17:00-17:20 Ingvar Örn Ingvarsson fer yfir álitaefni er varða tilgang miðlunar og gagnvirkra samskipta og fjölmiðla

17:20-17:40 Guðbjörg Hildur Kolbeins fer yfir álitaefni er varðar tilgang fjölmiðla

17:40-18:10 Ingvar Örn, Guðbjörg Hildur og Skapti svara fyrirspurnum um álitaefni viðburðar

18:10-18:30 Opnar umræður og léttar veitingar

Erla Björg Eyjólfsdóttir, formaður stjórnar faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun mun leiða fundinn

 

Það eru allir velkomnir á Stjórnvísiviðburði sér að kostnaðarlausu. Í Stjórnvísi eru í dag um 4500 stjórnendur frá 400 fyrirtækjum sem greiða árgjaldið. Stjórnvísi er í eigu sinna félagsmanna og rekið án fjárhagslegs ávinnings. 

 

Hlekkur á Teams: Hver er tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila?

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?