Fjármál fyrirtækja: Liðnir viðburðir

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

Ábyrgir stjórnarhættir - auknar kröfur um gagnsæi

Kærar þakkir þið sem mættuð á fundinn - Hér er tengill á Facebook streymið: https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400/

Á þessum morgunfundi mun Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs fjalla um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu mun Sigurður Ólafsson fjalla út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga. Þessar upplýsingar veita innsýn, eru mikilvægar til að auka gagnsæi og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum. 

Um þetta verður m.a. fjallað á þessum áhugaverða viðburði.

Ábyrgð einstakra stjórnarmanna er talsverð hvað varðar viðbótarupplýsingar. Mikilvægt er að upplýsingagjöfin byggi á vönduðum stjórnarháttum og lög um ársreikninga eru afgerandi um að viðbótarupplýsingagjöf um árangur, stöðu og megin óvissuþætti skulu vera hluti af skýrslu stjórnar. Atvinnuvegaráðuneytið gaf nýlega út reglugerð til fyllingar þessum ákvæðum.
Það er einnig athyglisvert að ársreikningaskrá RSK birtir nú sérstakar áherslur sínar um að í eftirliti með ársreikningum 2019 verði sérstaklega gengið eftir því að kanna ófjárhagslega upplýsingagjöf og skýrslu stjórnar. Þetta gæti bent til að úrbóta sé þörf í tilviki margra fyrirtækja.

Snertifletir umræðunnar eru allmargir og því er athygli áhugafólks innan margra faghópa vakin á þessum viðburði!

Hvers virði er þjónusta og sala á tímum þrenginga og breyttu umhverfi?

Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?  

Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.

Í þessum hagnýta fyrirlestri verður farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt verður farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað verður saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu  á tímum breytinga.

Fyrirlesarar eru tveir, Gunnar Andri  Þórisson sem hefur rekið eigin söluskóla (SGA) Söluskóli Gunnars Andra yfir tvo áratugi og Aðalheiður Sigursveinsdóttir ráðgjafi sem hefur umfangsmikla reynslu af þjónustustýringu og innleiðingu straumlínustjórnunar.

Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri  er stofnandi og eigandi SGA2fyrir1leikhus.isoffer.is og happyhour.is.

Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi  „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.

Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.

Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.

Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars  unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra.  Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.

Krummi svaf í klettagjá - köldum kjarasamningum á - eða hvað?

Mikið hefur verið rætt og skrifað um komandi kjarasamninga og sitt sýnist hverjum. Fer allt á hliðina? Er þetta stormur í vatnsglasi?

Í áætlunum og rekstri fyrirtækja þarf að gera ráð fyrir þessu stóra spurningamerki á einn eða annan hátt. Faghópur um fjármál er einstaklega ánægður með að hafa fengið stefnumót í HR við tvo færa sérfræðinga til að fara yfir stöðuna, ræða væntingar til og breytt umhverfi fyrir komandi kjarasamninga.

Heiðursmennirnir eru þeir Rangar Árnason hjá SA og Steinþór Þórðarson hjá PCC Bakka. Ragnar er mikill reynslubolti við samningaborðið á vegum SA. Steinþór hefur stýrt og unnið að sérkjarasamningum hjá Alcoa Fjarðaráli og vinnur nú að undirbúningi kjarasamninga fyrir PCC Bakka.

Það verður fróðlegt að heyra hvað þessir aðilar telji að verði efst á baugi í komandi viðræðum, hvort ferlið verði hefðbundið eða hvort búast megi við annarri atburðarrás en áður og síðast en ekki síst hvaða afleiðingar þessir kjarasamningar geti haft. 

Við hlökkum til að sjá ykkur í stofu M217 í Háskólanum í Reykjavík.

Ákvæði um góða stjórnarhætti í ársreikningum

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð halda
morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel, Austurhrauni 9, 210
Garðabæ.


Efni fundarins verður góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn
verður á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um
góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal
árlega yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og
grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem
eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við
umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu
félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og
mútumálum.


Fyrirlesarar eru:

  • Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel
  • Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs 
  • Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi

Fundarstjóri: Harpa Guðfinnsdóttir


Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt
byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið
í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.


Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu. 
Hlökkum til að sjá þig.

Ábyrgar fjárfestingar

Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar

21. nóvember 2017, kl 8:30 – 10:00, KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð heldur fræðslufund um ábyrgar fjárfestingar í samvinnu við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð, undir yfirskriftinni: Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?

Fyrirlesarar

Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna: Lög og um fjárfestingarstarfsemi  lífeyrissjóða og upplýsingagjöf þeirra, m.a. í tengslum við sjálfbærniviðmið. Tómas mun fjalla um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Velt verður upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance).

Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands: Innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna mun fara yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig mun hún fjalla um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar.

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ketill mun fjalla um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. 

Fundastjóri: Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf.

Fundurinn verður hýstur í húsakynnum KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Boðið verður upp á kaffi,

Stöðugar umbætur á uppgjörsferli OR

Frá því haustið 2015 hefur OR unnið að stöðugum umbótum á uppgjörsferli samstæðunnar. Erindið fjallar um umbótavinnu á uppgjörsferli og er sérstaklega miðað við ársuppgjör þó að umbótavinnan nýtist jafn vel fyrir árshlutauppgjör. Fjallað verður um hvernig verklagi var breytt og þeim árangri sem uppgjörsteymið hefur náð.

Fyrirlesari: Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds OR

Stjórnunarlegur ákvörðunarréttur

Stjórnunarlegur ákvörðunarréttur

Hvað er stjórnunarlegur ákvörðunarréttur (Management Decision Rights) og hvar á hann að vera staðsettur í fyrirtækjum?
Fjallað verður m.a. um mikilvægi stjórnunarlegs ákvörðunarréttar, hvernig kostnaðaruppbygging tengist þessum rétti sem og hver er munurinn á „kostnaðarstjórnun“ og „kostnaðarstýringu“. Einnig verður fjallað um hina "gleymdu auðlind" í fyrirtækjum, þ.e. millistjórnendur, sem er í raun lífvaki hvers fyrirtækis.

Staðsetning; Lögberg stofa 204.(L-204)

Tími; kl. 08:30 - 09:50

FÍB og kostnaðarútreikningur

VIÐBURÐUR STJÓRNVÍSIS OG FÉLAGS ÍSL. BIFREIÐAEIGENDA 25. OKTÓBER 2016.

Um FIB: Félag íslenskra bifreiðaeigenda er hagsmunafélag bifreiðeigenda og viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum. Fulltrúar FÍB eiga setu- og tillögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillögur og reglugerðir frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu.

FIB hefur um áratugaraðir staðið að útreikningum á kostnaði er tilheyrir eldsneyti bifreiða. Oftar en ekki hafa útreikningar FIB raktað í fréttirnar. Á viðburðinum þann 25. okt. 2016 mun framkvæmdarstjóri FIB, Runólfur Ólafsson, útskýra hvernig staðið er að kostnaðarútreikningi varðandi útsöluverð á eldsneyti til neytenda. Einnig mun hann fara yfir sölulega þróun í þessum efnum.

Fundartími er kl 08:30-10:00, þann 25. okt. 2016.
Fundarstaður, Stjórnvísi húsinu, Eiðistorgi, Seltjarnarnesi.

Vöruþróunarferillinn og þátttaka innkaupaaðila hjá Össuri - Gate ferillinn í virkni hjá Össur

Ylfa Thordarson hjá Össur mun kynna vöruþróunarferilinn hjá Össur og þátttöku innkaupaaðila hjá þeim- Gate ferillinn í virkni hjá Össur.

RÁÐSTEFNAN FRESTAST: Lykilárangursþættir - mannauðsmál og fjármál

Ráðstefnan frekstast - verður auglýst síðar.
Hálfsdagsráðstefna haldin í samstarfi við Opna háskólann
Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur

Vinnustofa um Beyond Budgeting - Nokkrar áskoranir tengdar innleiðingu

Beyond Budgeting aðferðarfræðin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri og kynnt sem framsækin leið til þess að nýta betur tækifæri í rekstri, minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna.
Aðferðarfræðin hefur leitast við að boða breyttan hugsunarhátt í stjórnun fyrirtækja úr miðstýrðu eftirlitsdrifnu umhverfi yfir í dreifingu ábyrgðar og valds til starfsmanna.

Aðferðarfræðin byggir á 12 grunnreglum og voru 8 af þeim er lúta að stjórnun kynntar fyrir fullbókuðum sal í mars mánuði.

Axel Guðni Úlfarsson hjá Össur og María Arthúrsdóttir hjá Vodafone munu deila með þátttakendum tveimur áskorunum sem þeirra fyrirtæki hafa verið að fást við:

• Áskoranir tengdar því að færa sig frá ársáætlun yfir í rúllandi áætlun.
• Áskoranir tengdar aðskilnaði Target og forecast.

Markmið þessarar vinnustofu er að þátttakendum gefist kostur á að deila þekkingu og reynslu sín á milli um þessar tvær áskoranir er tengjast seinni fjórum grunnreglum aðferðarfræðinnar.

Athugið að það er takmarkað framboð á þessa vinnustofu

FULLBÓKAÐ Beyond Budgeting - Bylting eða bóla? - Dæmisögur forstjóra

Beyond Budgeting aðferðarfræðin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri og kynnt sem framsækin leið til þess að nýta betur tækifæri í rekstri, minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna.
Aðferðarfræðin hefur leitast við að boða breyttan hugsunarhátt í stjórnun fyrirtækja úr miðstýrðu eftirlitsdrifnu umhverfi yfir í dreifingu ábyrgðar og valds til starfsmanna.

Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus, mun fjalla um þær 8 grunnreglur aðferðarfræðinnar sem lúta að breyttri stjórnun fyrirtækja og í framhaldi munu Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone og Jón Sigurðsson forstjóri Össurar deila með okkur þeirra reynslu af innleiðingu Beyond Budgeting stjórnunarfræða og hvaða áhrif innleiðingin hefur haft á stjórnun fyrirtækjanna.

Kynning á ValuePlan áætlanakerfinu - ValuePlan á tímamótum - Áætlanagerð í heild- og smásölu

ValuePlan áætlanakerfið hefur verið í notkun hjá fjölda íslenskra fyrirtækja allt frá árinu 2003. Kerfið hefur verið þróað hratt áfram á undanförnum misserum. Þorsteinn Siglaugsson hjá Sjónarrönd kynnir helstu nýjungar í kerfinu og hvernig það styður við nýjungar í áætlanagerð s.s. Beyond Budgeting.

Brynja Blanda Brynleifsdóttir fjármálastjóri hjá A4 og Egilsson segir frá notkun ValuePlan kerfisins við sölu- og fjárhagsáætlanagerð, en kerfið var innleitt hjá fyrirtækinu síðastliðið haust.

Arjen Bruggemann, framkvæmdastjóri Ultima BV í Hollandi gerir að lokum stuttlega grein fyrir útrás ValuePlan kerfisins, sem nú er í startholunum.

Kynningin verður í sal Innovation House á 3ju hæð á Eiðistorgi.

Hver eru helstu fjárfestingartækifæri fyrirtækja í dag?

MP banki og Tryggingarmiðstöðin bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður m.a. um helstu fjárfestingartækifæri fyrirtækja í dag.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka mun fjalla um fjárfestingarumhverfið í dag og þróun þess en MP banki hlaut fyrr á árinu viðurkenningu breska fjármálatímaritsins World Finance fyrir að vera fremstur í flokki á sviði eignastýringar hér á landi árið 2014.

Haukur Skúlason, sérfræðingur í fjárfestingum og viðskiptaþróun hjá TM mun síðan fjalla um sýn TM á fjárfestingarumhverfinu, fjárfestingar TM og almennt um eignarstýringu félagsins.

Dagsetning: 26. nóvember 2014
Tímasetning: 08:30 - 09:30
Staðsetning: Tryggingamiðstöðin, Síðumúla 24, 108 Reykjavík

Nýsköpunarhádegi: Gjaldeyrishöft - Erlend fjárfesting

Verið velkomin á fyrsta Nýsköpunarhádegi vetrarins, þriðjudaginn 30. september n.k. kl. 12:00-13:00.

Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Nýherja og verða haldin á völdum þriðjudögum í vetur.

Hvert hádegi hefur þema sem lagt er upp með að sé eins viðeigandi og virðisaukandi fyrir íslenska frumkvöðla og sprotafyrirtæki og kostur er. Í því skyni var send út könnun til frumkvöðla í tengslaneti Klak Innovit þar sem viðtakendur höfðu kost á því að leggja fram tillögur að efnistökum.

Umfjöllunarefnið að þessu sinni er Gjaldeyrishöft - Erlend fjárfesting. Í panel sitja eftirtaldir aðilar auk þess sem opnað verður fyrir spurningar úr sal;

Ágúst K. Guðmundsson, lögfræðingur hjá KPMG
Þorsteinn Gunnarsson, stjórnarformaður Cooori
Stefanía Sigurðardóttir, meðstofnandi Aevi
Bjarki A. Brynjarsson, framkvæmdarstjóri Marorku

Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri Lausna og þjónustu Nýherja opnar viðburðinn.

Við bjóðum gestum að bragða á hinum umtöluðu próteinstöngum frá Crowbar en fyrirtækið,
sem tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavik í sumar, hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði þar sem uppistaða þessarar nýju lífrænu súperfæðu er fengin úr skordýrum.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Innovation House Reykjavik á Eiðistorgi.

Stjórnunarreikningsskil á Íslandi í dag

Ölgerðin er í fararbroddi á Íslandi hvað varðar nýtingu kostnaðarverðsreikningsskila.

Kristján Elvar Guðmundsson, fjármálastjóri Ölgerðarinnar segir frá reynslu fyrirtækisins af þessu stjórnunartæki.

Páll Ríkharðsson, faglegur stjórnandi meistaranáms í viðskiptadeild HR, fjallar um akademíska hlið þessarar tegundar reikningsskila. Páll er með PhD. frá háskólanum í Árósum í Danmörku. Hann hefur starfað sem ráðgjafi á sviði kostnaðar- og stjórnunarreikningsskila um árabil, auk þess að vera virkur í rannsóknarstörfum á sínu sviði.
(HR er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á meistaranám í stjórnunarreikningsskilum (e. management accounting).)

Fundurinn verður haldinn í Ölgerðinni, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík.

CCP - EVE Online hagkerfið

Fjöldi notenda EVE online er svipaður íbúafjölda á Íslandi. Hvernig stendur CCP að utanumhaldi hagkerfisins?
Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
ATH takmarkaður sætafjöldi - fólk er því beðið um að skrá sig sem allra fyrst!

Fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja - í samvinnu við Klak (Nýsköpunarhádegi Klaks)

Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum

Frummælendur: Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Agnar
Sigmarsson annar stofenda sprotafyrirtækisins Transmit.

(sjá nánari lýsingu í viðhengi)
Nýsköpunarhádegi Klak Innovit - þriðjudaginn 5. nóvember milli kl. 12:00-13:00

Nýsköpunarhádegi Klak Innovit eru haldin í hádeginu á þriðjudögum í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi 13-15. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköpun, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi.

Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Landsbankans. Þá koma háskólarnir og fjöldi félagasamtaka að samstarfinu.

Næstkomandi þriðjudag verður fjallað um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum. Þar fáum við m.a. innsýn inni í hugarheim fjárfestingasjóða og frumkvöðla.

Frummælendur: Helga Valfells framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Agnar Sigmarsson einn stofnenda Transmit ehf.

Kynning á starfi Embættis sérstaks saksóknara - takmarkaður fjöldi

Faghópur um fjármál fyrirtækja boðar til sérstaklega spennandi fundar hjá Embætti sérstaks saksóknara þar sem haldin verður kynning á því starfi sem þar er unnið.

hámarksfjöldi er 30 manns.

10.apríl 2013 kl.08:30 - 09:45
Embætti sérstaks saksóknara
Skúlagötu 17

Kauphöllin og markaðurinn

Kauphöllin og markaðurinn

  • Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland mun fara yfir starf Kauphallarinnar, áhrifavalda í uppbyggingu og hlutverk hennar í stuðningi við efnahagslífið, fyrirtæki og fjárfesta.
    Páll hefur starfað í Kauphöllinni frá 2002, fyrst sem staðgengill forstjóra og forstjóri frá 2011. Áður vann Páll hjá Þjóðhagsstofnun við gerð þjóðhagslíkana 1999-2002. Hann var formaður starfshóps um mat á áhrifum Noral verkefnisins á íslenskt efnahagslíf. Stjórnarformaður Landsnets frá 2004-2009 og formaður orkuhóps Verslunarráðs Íslands 2003-2005.

Hámarksfjöldi er 30 manns
Staðseting Kauphöllin Laugavegi 182

Fjárvakur - útvistun fjármálaferla

Á þessum áhugaverða fundi mun Fjárvakur kynna útvistun fjármálaferla. Fjárvakur hefur sérhæft sig í umsjón fjármálaferla. Starfsmenn Fjárvakurs búa yfir áralangri reynslu í rekstri kerfa og framleiðslu fjárhagsupplýsinga sem uppfylla ströngustu kröfur stjórennda. Það er Halldóra Katla Guðmundsdóttir markaðs-og starfsmannastjóri Fjárvakurs sem verður með framsögu.

Kynningin verðurhaldin á Hótel Natura og eru allir hjartanlega velkomnir.

Kynningarfundur um Fjármálanámskeið í Opna háskólanum í HR.

Stjórn faghóps um Fjármál fyrirtækja vekur athygli á kynningarfundi um Fjármálanámskeið í Opna háskólanum í HR.
Kynningarfundur verður haldinn í Opna háskólanum í HR föstudaginn 15. febrúar 2013, kl. 8:30.
Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M.217 Mars álma - 2.hæð

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Um kynninguna sjá: Erna Tönsberg, verkefnastjóri hjá Opna háskólanum, og Salóme Guðmundsdóttir, forstöðumaður símenntunar.
VERÐBRÉFAMIÐLUN, HLUTI III
Nám til undirbúnings fyrir próf í verðbréfaviðskiptum

Fjallað er um þá þætti fjármagnsmarkaðarins sem próftakar þurfa að kunna skil á í prófum úr hluta III. Farið verður yfir lög og reglur á fjármagnsmarkaði, markaðsviðskipti, tegundir verðbréfa, samval verðbréfa og verðbréfasöfn, fjárvarsla, ráðgjöf o.fl. Nemendum er kennt að fletta upp í íslenskum réttarheimildum um fjármagnsmarkaðinn og að túlka og heimfæra upp á raunhæf tilvik. Námskeiðið er sett upp í fjarnámi með nokkrum staðarlotum þar sem farið er yfir helstu áherslur í hverjum efnishluta. Fyrsta staðarlotan verður haldin mánudaginn 18. febrúar klukkan 17:00 í Háskólanum í Reykjavík.

Nánari upplýsingar og skráning

EIGNASTÝRING - HEFST 26. FEBRÚAR (12 KLST.)
Námskeiðið er ætlað sérfræðingum á sviði fjármála og viðskipta, með það markmið í huga að dýpka skilning þátttakandans á eignastýringu. Fjallað verður m.a. um samband ávöxtunar og áhættu, val hlutabréfa í hagkvæmasta eignarsafnið, helstu verðmyndunarlíkön verðbréfa og árangur verðbréfasjóða. Áhersla er lögð á tæknilega hlið námsefnisins. Notuð verða raundæmi/verkefni þar sem þátttakendur þurfa að nota fræðina og þekkingu út frá fyrirlestrum og dæmatímum til að leysa verkefnin. Um er að ræða hagnýtt námskeið þar sem excel er notað samhliða kennslu.
Leiðbeinandi: Þorlákur H. Hilmarsson, M.Sc. í fjármálaverkfræði og stundakennari við viðskiptadeild HR. Þorlákur er sérfæðingur í gerð og notkun reiknilíkana m.a. á sviðum fjármála, rekstrar, arðsemimats, afleiðna, tölfræði, bestunar og hermunar.
Nánari upplýsingar og skráning

LÍKANAGERÐ FYRIR REKSTRARÁÆTLANIR, ARÐSEMISMAT OG VERÐMAT - HEFST 27. FEBRÚAR (12 KLST.)
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái færni í gerð reiknilíkana í Excel, fyrst og fremst á sviði fyrirtækjareksturs og fjármála. Einkum verður fjallað um gerð líkana fyrir rekstraráætlanir fyrirtækja, en einnig arðsemilíkön fyrir fjárfestingaverkefni og áætlanir um fjárstreymi til að meta virði fyrirtækja. Megin áherslan er lögð á gerð Excel líkana af ársreikningum fyrirtækja sem nýst geta til að spá fyrir og gera áætlanir um þróun rekstrarreiknings, fjárstreymis og efnahags, mánuði eða ár inn í framtíðina. Á námskeiðinu byggja nemendur sjálfir upp Excel reiknilíkön.
Leiðbeinandi: Páll Jensson, PhD í aðgerðarannsóknum frá DTU og M.Sc í iðnaðarverkfræði frá sama skóla. Páll starfar sem prófessor í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og sviðsstjóri á fjármála- og rekstrarverkfræðisviði.
Nánari upplýsingar og skráning

ENDURSKIPULAGNING FYRIRTÆKJA - HEFST 3. APRÍL (6 KLST.)
Farið verður yfir grunnatriði fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja með sérstaka áherslu á sameiningar fyrirtækja í fjárhagslegum vanda. Fjallað um endurskipulagningu skulda, eigna og eigin fjár og hagrænar ástæður og nauðsyn endurskipulagningar. Horft verður á endurskipulagningu frá sjónarhorni helstu hagsmunaaðila svo sem fyrirtækjanna sjálfra (stjórnenda og stjórn) sem og fjármálamarkaðarins. Farið er yfir aðferðir við endurskipulagningu og samstarf og hagsmunaárekstra hagmunaaðila við úrlausn fjárhagslegra vandamála.
Leiðbeinandi: Brynjar Pétursson er Fulbright styrkþegi með MBA gráðu frá MIT, en hluta af náminu tók hann í Harvard Business School og London Business School.

Árið 2012 stofnaði Brynjar fyrirtækið Contra þar sem hann kom á fót VIB/Fast Real Estate fjárfestingarsjóði sem í heildina nam um 90 milljónum dollara. Brynjar hefur stýrt endurskipulagningu á fjölmörgum fyrirtækjum, þar á meðal fyrirtækjum á borð við Nýsi, Eik, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, N1, SMI, Landic Property, 66°Norður, Hotel Plaza og Íslenska erfðagreiningu.

Nánari upplýsingar og skráning

SKULDABRÉFAGREINING - HEFST 10. APRÍL (12 KLST.)
Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning þátttakenda á skuldabréfum og tímagildi peninga. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu aðferðir við vaxtaútreikning, núvirðis og framtíðar útreikninga, sparnaðar og leidd verða út greiðsluflæði allra helstu tegunda skuldabréfa. Áhættur skuldabréfa verða skilgreindar, þar sem vaxtaáhætta er mæld og stjórnað með meðaltíma (e. Duration) og sveigja (e. Convexity). Einnig verður tekið dæmi hvernig fyrirtæki geta varið skuldbindingar sínar (e. Immunization). Sýnt verður hvernig hægt er að mynda áhættulausa högnun þegar skuldabréf eru verðlögð vitlaust á markaði.
Leiðbeinandi: Þorlákur H. Hilmarsson, M.Sc. í fjármálaverkfræði og stundakennari við viðskiptadeild HR. Þorlákur er sérfæðingur í gerð og notkun reiknilíkana m.a. á sviðum fjármála, rekstrar, arðsemimats, afleiðna, tölfræði, bestunar og hermunar.
Nánari upplýsingar og skráning

Hlutverk og verkefni skattrannsóknarstjóra ríkisins

Skattrannsóknarstjóri ríkisins býður Stjórnvísifélögum í heimsókn þann 4.desember nk. Á fundinum verður farið yfir hlutverk og verkefni skattrannsóknarstjóra ríkisins.
Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 7 .
Hámarksfjöldi á fundinn er 20 manns.

Verið hjartanlega velkomin,
með kærri kveðju frá stjórn faghóps um fjármál fyrirtækja.

Kynningarfundur um Toolpack - áætlunarkerfi - ertu að huga að áætlunargerð?

Ert þú að huga að áætlunargerð?

Guðni Birgisson upplýsingatæknistjóri hjá 1912 ehf. hefur unnið mikið og náið með sínum fjármálastjóra. Guðni ætlar að koma með dæmi um það hvernig 1912 ehf. áætla og hvað Toolpack hefur gert fyrir fyrirtækið.

Guðný Jenný Ásmundsdóttir ráðgjafi hjá Opnum kerfum mun fara yfir þá virkni sem er í Toolpack áætlunarkerfinu. Kerfið er einstaklega notendavænt þar sem einfalt er að lesa áætlun niður í fjárhagskerfið eftir að áætlun er lokið. Það gerir á skýran hátt áætlun á efnahagsreikningi og sjóðstreymi út frá fylgni í raungögnum o.m.fl.

Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli, Háteig B.
Boðið verður upp á kaffi.

Tilgangur og framkvæmd hafta á fjármagnshreyfingar

Faghópur um fjármál fyrirtækja boðar til fundar í Seðlabanka Íslands. Umræðuefnið er: Tilgangur og framkvæmd hafta á fjármagnshreyfingar.
Fyrirlesarar verða þau Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Freyr Hermannsson yfirmaður í fjárstýringu bankans og Ingibjörg Guðbjartsdóttir framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans
Áhugaverður fundur sem allt fjármálafólk og stjórnendur ættu að láta sig varða.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Allir velkomnir,
stjórnin

Fjármál fyrirtækja: Breyttar áherslur við áhættustýringu viðskiptakrafna

Fyrirlesarinn er Samúel White, forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Creditinfo á Íslandi.
Umræðuefnið verður m.a. hvernig viðskiptaferlar sem ganga út á sjálfvirk köll í fjármálaupplýsingar leiða til lágmörkunar á afskriftum viðskiptakrafna. Þetta teljum við áhugavert umræðuefni sérstaklega í ljósi nýrrar könnunar sem sýnir fram á að íslensk fyrirtæki afskrifuðu 2,8% af veltu sinni árið 2010.

Fjármál fyrirtækja: Áhættugreining- mikilvægt eftirlitstæki stjórnandans

Fundarefni: Áhættugreining - mikilvægt eftirlitstæki stjórnandans
Fjallað verður um úrbætur í áhættugreinngu á sviðum fyrirtækja-,markaðs-og skuldaráhættu.  Greiningaraðgerðir kynntar og farið yfir hvernig unnt er að setja fram áhættu fyrirtækisins á einfaldan og myndrænan hátt.
Fyrirlesari: Sigurvin Bárður Sigurjónsson, sérfræðingur á fyrirtækjasviði KPMG
Fundarstaður: KPMG, Borgartúni 27, kl.08:30 - 09:30

Fjármál fyrirtækja: Horfur framundan - ögrandi verkefni

Þann 29.október mun faghópur um Fjármál fyrirtækja halda fund hjá Viðskiptaráði Íslands.
Fundurinn verður frá kl.08:30 - 09:30
Fundarstaður:  Viðskiptaráð Íslands, Kringlunni 7, Hús verslunarinnar 7.hæð
Fundarefni:  Horfur framundan - ögrandi verkefni
Fjallað um brýnasta úrlausnarefnið sem blasir við, sem er að laga skuldastöðu fyrirtækja (og heimila) að raunverulegri greiðslugetu til að koma þeim úr því millibilsástandi sem svo mörg eru í og engum er til gagns.
Einnig verður farið yfir horfur, eftirspurn, hagvöxt, o.fl.
Fyrirlesari: Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
 Hámarksfjöldi 30 manns

Heimsókn í Fjarðarkaup - fjármál

 
Faghópur um fjármál fyrirtækja heimsækir hið margverðlaunaða fyrirtæki Fjarðarkaup
Nánari upplýsingar væntanlegar.

Áhættustýring og gjaldeyrisviðskipti

Fundur á vegum faghóps um fjármál fyrirtækja

Fundarefni
Áhættustýring og Gjaldeyrisviðskipti: Hvað er hægt að gera í dag og hvað má búast við?
Framsögumaður
Bjarki Rafn Eiríksson, forstöðumaður gjaldeyris- og skuldabréfamiðlunar hjá Arionbanka

Fundarstaður
Arionbanka aðalstöðvar, Borgartúni
 

Stjórnendaupplýsingar og hagkvæmni með samhæfingu kerfa

Fundur á vegum faghóps um fjármál fyrirtækja
Fundarefni
Leitast verður við að svara spurningum á borð við:
Hvert er gildi stjórnendaupplýsinga?
Næst fram hagræðing og sparnaður með sjálfvirkni og rafrænu ferli gagna.

Framsögumaður
Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skýrr

Fundarstaður
Skýrr, Ármúla 2

Hagræðing og sparnaður: Fjármálahópur

Fundur á vegum faghóps um fjármál fyrirtækja

Hagræðing og sparnaður
Sjaldan hefur verið eins mikilvægt og nú að leita allra leiða til straumlínulaga rekstur fyrirtækja, koma í veg fyrir sóun og draga almennt úr rekstrarkostnaði.
Capacent hefur þróað lausn sem þeir kalla Frá hugmynd til fjárhagslegs ávinnings sem byggir á því að virkja alla starfsmenn til þátttöku í því að ná fram hagræðingu í rekstri þar sem megin áhersla er á gegnsæi og markvissa upplýsingagjöf.
Nálgun þeirra byggist annars vegar á greiningu leiða og mótun umbótaverkefna og síðan innleiðingu og eftirfylgni með skýrri tengingu við fjárhagsleg markmið í rekstri og vel skilgreindri aðgerðaáætlun.
Á fundinum mun Capacent kynna aðferðafræðina og fara yfir nokkur dæmi.

Fundarstaður
Capacent, Borgartúni 27, 105 Reykjavík  

 
 
 
 
 

 

Vanskilaupplýsingar um fyrirtæki, aðgangur og notkun á þeim - fjármálahópur

Fundur á vegum faghóps um fjármál fyrirtækja

Hvernig er hægt að lágmarka tap af viðskiptakröfum.? Vanskilaupplýsingar fyrirtækja, aðgangur og notkun á þeim.
Fundarstaður
CreditInfo, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík
 

Afkomumódel Brimborgar - fjármálahópur

Fundur á vegum faghóps um fjármál fyrirtækja

Afkomumódel Brimborgar’
Hólmar Ástvaldsson mun kynna ‘afkomumódel’ sem Brimborg hefur byggt upp. Í módelinu er rekstrarárangur þeirra geymdur og greindur, þarna eru bæði sögulegar rauntölur og áætlanir ásamt greiningum á þeim. Þessar upplýsingar nota þeir fyrir stjórnendur, eigendur, erlenda birgja, banka ofl. Farið verður í gegnum hvernig módelið er byggt upp og hvernig það er notað sem hluti af gæðastjórnunarkerfinu.

Fundarstaður
Í húsakynnum Brimborgar Bíldshöfða 6, 2. hæð.
 

Áhætta, (rangar) ákvarðanir og óvissa - fjármálahópur

KL: 8:30 - 10:00
Fundur hjá faghópi um fjármál fyrirtækja

Afhverju tökum við svona oft rangar ákvarðanir?
 - Hvað kosta rangar ákvarðanir okkur?
 - Hvað getum við gert til að gera betur?

Fyrirlesturinn fjallar um ástæður þess að stjórnendur taka alltof oft rangar ákvarðarnir og beita þá bæði sjálfa sig og aðra blekkingum stundum meðvitað og stundum ómeðvitað.
Fjallað verður um rannsókn á framúrkeyrslu verkefna sem styður það sem hér segir að framan. Loks verður kynnt aðferð til að bæta ákvörðunartöku sem á að stuðla að því að fjármunir renni í arðbær verkefni og minnka áhættu.

Framsögumaður
Þórður Víkingur Friðgeirsson lektor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Fundarstaður og tími
Kl. 8.30 til 10.00 í Kringlunni 1 (þar sem Morgunblaðið var áður til húsa).
 

Staðan á gjaldeyrismarkaði og áhrif á fyrirtækin í landinu

Fundur hjá faghópi um fjármál fyrirtækja

Efni fundarins
Staðan á gjaldeyrismarkaði og áhrif á fyrirtækin í landinu

Framsögumaður
Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Askar Capital.

Fundurinn er haldinn hjá Askar Capital að Suðurlandsbraut 12, 6 hæð.
 
 

Staða á gjaldeyrismarkaði og áhrif hennar á fyrirtækin í landinu

Fundur hjá faghópi um fjármál fyrirtækja
Framsögumaður
Yngvi Harðarson Framkvæmdastjóri hjá Askar Capital.
Yngvi ræðir um stöðuna á gjaldeyrismarkaði og áhrif hennar á fyrirtækin í landinum.
Fundarstaður
Askar Capital, Suðurlandsbraut 12, 6 hæð.
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?