Fjármál fyrirtækja

Fjármál fyrirtækja

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði fjármálastjórnunar (e. finance management). Markmiðið er einnig að kynna nýja strauma og stefnur og framsæknar stjórnunaraðferðir í tengslum við fjármál fyrirtækja í víðu samhengi. Hlutverk fjármálastjórnunar er að lágmarka kostnað fyrirtækisins á öllum sviðum. Þetta er m.a. gert með því að lágmarka rekstrarkostnað, fjármagnskostnað, skatta og áhættuþætti fyrirtækisins svo eitthvað sé nefnt. Til verkefnisins eru notuð ýmis tæki og tól til að meta upplýsingar og gera umbætur. Hópurinn kemur saman einu sinni í mánuði yfir vetrartímann.

Fundirnir eru oftast með því sniði að sérfræðingar og/eða reynsluboltar eru fengnir til að fjalla um tiltekið málefni sem er nánar kynnt hverju sinni. Í lok funda er gert ráð fyrir fyrirspurnum og umræðum sem er mikilvægur þáttur starfsins. Hópurinn kemur saman einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Fundirnir eru oftast með því sniði að sérfræðingar og/eða reynsluboltar eru fengnir til að fjalla um tiltekið málefni sem er nánar kynnt hverju sinni. Í lok funda er gert ráð fyrir fyrirspurnum og umræðum sem er mikilvægur þáttur starfsins.

Viðburðir

Ákvæði um góða stjórnarhætti í ársreikningum

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð halda
morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel, Austurhrauni 9, 210
Garðabæ.


Efni fundarins verður góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn
verður á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um
góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal
árlega yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og
grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem
eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við
umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu
félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og
mútumálum.


Fyrirlesarar eru:

  • Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel
  • Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs 
  • Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi

Fundarstjóri: Harpa Guðfinnsdóttir


Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt
byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið
í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.


Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu. 
Hlökkum til að sjá þig.

Ábyrgar fjárfestingar

Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar

21. nóvember 2017, kl 8:30 – 10:00, KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð heldur fræðslufund um ábyrgar fjárfestingar í samvinnu við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð, undir yfirskriftinni: Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?

Fyrirlesarar

Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna: Lög og um fjárfestingarstarfsemi  lífeyrissjóða og upplýsingagjöf þeirra, m.a. í tengslum við sjálfbærniviðmið. Tómas mun fjalla um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Velt verður upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance).

Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands: Innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna mun fara yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig mun hún fjalla um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar.

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ketill mun fjalla um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. 

Fundastjóri: Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf.

Fundurinn verður hýstur í húsakynnum KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Boðið verður upp á kaffi,

Stöðugar umbætur á uppgjörsferli OR

Frá því haustið 2015 hefur OR unnið að stöðugum umbótum á uppgjörsferli samstæðunnar. Erindið fjallar um umbótavinnu á uppgjörsferli og er sérstaklega miðað við ársuppgjör þó að umbótavinnan nýtist jafn vel fyrir árshlutauppgjör. Fjallað verður um hvernig verklagi var breytt og þeim árangri sem uppgjörsteymið hefur náð.

Fyrirlesari: Bryndís María Leifsdóttir, forstöðumaður reikningshalds OR

Fréttir

Hvernig mun upplýsingatækni og fjármálaþjónusta þróast á næstu árum?

Stjórn faghóps um fjármál vill vekja athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu:

http://www.rb.is/radstefna-2016#forsida

Um er að ræða ráðstefnu RB um upplýsingatækni og fjármálaþjónustu framtíðarinnar sem fer fram miðvikudaginn 4. maí 2016 í Hörpu.

Hvernig mun upplýsingatækni og fj¬ármálaþjónusta þróast á næstu árum?

Á ráðstefnunni verður leitast við að svara þeirri spurningu með umfjöllun um Big Data, framtíðina í stafrænni bankastarfsemi (Digital Banking), ferilstjórnun (BPM), Internet of Me, Hackathon, umbreytingarverkefni, samnýtingu í upplýsingatækni o.fl.

Einn af aðalfyrirlesurum er Harper Reed, frumkvöðull og sérfræðingur í samþættingu tækni og upplýsinga (Big Data). Hann starfaði sem tæknistjóri fyrir árangursríka kosningaherferð Barack Obama árið 2012 og seldi nýlega fyrirtækið sitt, Modest, til PayPal.

Aðrir fyrirlesarar eru Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka, Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS, Julian Ranger Chairman/Founder digi.me, Ýmir Vigfússon PH.D., Þórhildur Jetzek PH.D., Bjarni Sv. Guðmundsson verkefnastjóri hjá Hugviti, Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB, Aðalgeir Þorgrímsson forstöðumaður Vörustýringar RB og Svava Garðarsdóttir Hugbúnaðarsérfræðingur.

Ráðstefnustjóri er Heiðrún Jónsdóttir stjórnarmaður í RB ásamt Herdísi Pálu Pálsdóttur framkvæmdastjóra Mannausðmála og samskipta hjá RB.

Faghópur um fjármál vekur athygli á Beyond Budgeting ráðstefnu 27. maí 2015

Beyond Budgeting Iceland 2015

Fyrsta ráðstefna BBRT (Beyond Budgeting Round Table) samtakanna
á Íslandi verður haldin 27. maí á Hótel Hilton kl. 8:30-17:00.

Fjöldi íslenskra fyrirtækja er að vinna í innleiðingu Beyond Budgeting (BB) aðferðanna og hafa
samtökin opnað íslenska deild sem sér um að miðla þekkingu á þessari aðferðafræði á Íslandi.

Á ráðstefnunni munu góðir gestir miðla af þekkingu sinni og reynslu af innleiðingu BB-aðferða í
mismunandi fyrirtækjum. Fyrstan ber að nefna Bjarte Bogsnes sem er okkur að góðu kunnur enda
hefur hann komið þrisvar til Íslands til að kynna Beyond Budgeting. Hann mun m.a. segja sögu
Statoil og fara yfir tæknileg atriði innleiðingar þeirra á BB. Núverandi forseti BBRT-samtakanna,
Anders Olesen, hefur áralanga reynslu af innleiðingu BB-aðferða sem ráðgjafi og sérfræðingur.
Þriðji gesturinn er Jesper Krüger frá A.P. Möller Mærsk sem segir okkur frá reynslu þeirra af
innleiðingu BB-aðferðanna.

Einnig munu Kristján Guðlaugsson, fjármálastjóri Ölgerðarinnar, og Axel Guðni Úlfarsson frá Össuri
segja frá innleiðingu BB-aðferða í þeirra fyrirtækjum. Fyrirlestrar þeirra verða á íslensku.

Pétur Arason, Global Innovation Program Manager hjá Marel, mun setja ráðstefnuna með erindi
um hvort BB, lean, agile og aðrar svipaðar aðferðir eigi eitthvað sameiginlegt og hvort að nýta megi
þessar aðferðir saman á einhvern hátt.

Megin inntak Beyond Budgeting er ekki að henda út fjárhags- og fjárfestingaáætlunum eins og
nafnið gæti bent til. Þeim þarf vissulega að ryðja úr vegi og innleiða nýjar aðferðir en aðalatriðið
er að frelsa starfsemina frá óæskilegum hlutum eins og einræði, ofstjórnun, talnadýrkun,
dagatalshugsun, veldisskipulagi, launung og leyndarmálum, bónuskerfum og öðrum klassískum
goðsögnum um hvaða stjórnunaraðferðum eigi að beita til að ná árangri í fyrirtækjarekstri.

Ráðstefnugjald er 65.000 kr. en meðlimum BBRT-samtakanna eru boðin sérstök kjör sem kynnt eru
við skráningu í BBRT. Þriðjudaginn 26. maí verður sérstakur fundur þeirra sem eru að innleiða
Beyond Budgeting (implementers meeting) og er sá fundur einungis opinn þeim sem skráðir eru
í BBRT samtökin.

Skráning: manino.is
Nánari upplýsingar: beyond@manino.is

Yfir 100 manns á fundi fjármálahóps í Vodafone

Fundur um Beyond Budgeting aðferðarfræðina vakti heldur betur áhuga félagsmanna Stjórnvísi því á annað hundrað manns mættu á fund í Vodafone í morgun og komust því miður færri að en vildu. Beyond Bdgeting aðferðafræðin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri og kynnt sem framsækin leið til þess að nýta betur tækifæri í rekstri, minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna. Aðferðarfræðin hefur leitast við að boða breyttan hugsunarhátt í stjórnun fyrirtækja úr miðstýrðu eftirlitsdrifnu umhverfi yfir í dreifingu ábyrgðar og valds til starfsmanna.

Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður Expectus, fjallaði um þær 8 grunnreglur aðferðarfræðinnar sem lúta að breyttri stjórnun fyrirtækja og í framhaldi deildu Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone og Jón Sigurðsson forstjóri Össurar reynslu sinni af innleiðingu Beyond Budgeting stjórnunarfræða og hvaða áhrif innleiðingin hefur haft á stjórnun fyrirtækjanna. Góðar umræður urðu í lok fundar.

Stjórn

María Guðmundsdóttir
Fjármálastjóri - Formaður - Pentair /VAKI
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?