Leiðtogafærni: Viðburðir framundan

InnSæi og áttaviti stjórnenda í samtímanum

 

Hrund Gunnsteinsdóttir býður Stjórnvísi félögum í samstarif við fagóp um leiðtogafærni upp á þennan viðburð. Hlekkur á viðburðinn

Á klukkutíma svörum við eftirfarandi spurningum:

👉 Hvernig get ég eflt hugrekkið og traust á eigin dómgreind?
👉 Af hverju er vel þjálfað innsæi svona mikilvægt í dag, í lífi og starfi?
👉 Hvernig hjálpar skapalónið InnSæi mér að stilla mig inn á og ná meistaratökum á innsæinu?
👉 Hvernig er innsæið grundvöllurinn fyrir greind okkar, innra jafnvægi og ákvarðanir?
👉 Ég þrái breytingar, en ekki fleiri verkefni. Er InnSæi eitthvað fyrir mig?


Á sama tíma og innsæið hefur gríðarlega mikil áhrif á hegðun okkar og ákvarðanir, höfum við allof oft misskilið það eða vanrækt. Núna er tímabært að endurskilgreina samband okkar við og skilning á innsæi.

Innsæið verður sérstaklega mikilvægt þegar við stöndum frammi fyrir óvissu, álagi, flóknum verkefnum og vilja til að nota gervigreindina á áhrifaríkan hátt.

“Hrund's advice can change your life. In a world of AI, your intuition will be your defining difference.”

- Bill George, Senior Fellow Harvard Business School & metsöluhöfundur bókarinnar True North

Hlökkum mikið til að sjá ykkur.

 

Um Hrund:

Hrund Gunnsteinsdóttir er leiðtogaþjálfi, höfundur og fyrirlesari. Bókin hennar InnSæi kom út í fyrra og er nú seld um allan heim á 14 tungumálum.

Hrund hefur unnið með innsæið og rannsakað það í yfir 20 ár. Hún stýrði Prisma diplómanáminu (LHÍ, Bifröst og RA) sem var viðurkennt af Norræna ráðherraráðinu fyrir að svara hvað best kröfum vinnumarkaðarins á 21. öldinni. Hrund er handritshöfundur og meðleikstjóri alþjóðlegu heimildarmyndinnar InnSæi (2016). Hrund er vottaður leiðtogaþjálfi, hefur stundað stjórnenda-og leiðtoganám hjá Harvard Kennedy School, Yale, Stanford og Oxford Said Business School. Hún er Yale World Fellow, sat í ráðgjafaráði International Leadership Center hjá Yale, og hefur hlotið viðurkenningar eins og World Economic Forum Young Global Leader, Cultural Leader og Viðurkenningu Sjávarklasans fyrir leiðtogastörf á sviði sjálfbærni. Hrund hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og haldið vinnstofur fyrir leiðtoga á þessu sviði og víða um heim, t.d. á vettvangi TED, World Economic Forum, Yale háskóla, Alibaba, Unilever, IMAGINE Leaders, og á Mannauðsdeginum. Hrund hefur einnig víðtæka stjórnunarreynslu hér heima og erlendis. Sjá meira hér.

Nýlega birtist viðtal við Hrund um mikilvægi innsæis á okkar tímum á CNN, grein eftir Hrund í TIME Magazine, og nýleg podcöst viðtöl eru t.d. The Evolving Leader og What's Next með Philip Meissner.

Ráðgjöf og handleiðsla leiðtoga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum

Ert þú í upphafi vegferðar með sprota- eða nýsköpunarfyrirtæki? Eða stefnirðu á vaxtasprett? Ef svo er, Þá er þetta viðburðurinn fyrir þig. Sandra Mjöll hjá Fönn ráðgjöf deilir reynslu sinni sem frumkvöðull og innsýn í hvernig best sé að stýra þróun, forystu og vexti í nýsköpun.
Þú munt fá:
  • Innsýn í áskoranir sem verða til þegar vísindi, tækni og nýsköpun mætast
  • Hagnýt ráð um hvernig markviss handleiðsla og traust forysta getur hjálpað sprotafyrirtækjum að vaxa hraðar, án þess að fórna sátt við sjálfan sig eða teymi sitt
  • Leiðir til að byggja upp heilbrigt, vel skipulagt og framtíðarhæft fyrirtæki með stuðningi, þekkingu og sjálfbærri stjórn
Viðburðurinn höfðar til allra sem starfa við eða hafa áhuga á sprotum, nýsköpun, frumkvöðlastarfi og forystu og vilja kynnast því hvernig vísindi og viðskipti geta sameinast í áhrifaríkri og mannúðlegri framtíðarsýn.
Hver er Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hjá Fönn ráðgjöf?
Svo fátt eitt sé nefnt:
  • Hún er með doktorspróf í Líf- og læknavísindum, með sérsvið í vefjaverkfræði og frumulíffræði.
  • Hún hefur yfir 14 ára reynslu af vísindum, nýsköpun og forystu, bæði í akademíu og viðskiptalífinu.
  • Hún var útnefnd „Kvenfrumkvöðull ársins 2017“ af alþjóðlegu samtökunum Global Women Inventors & Innovators Network (GWIIN).
  • Hún er í hópi topp 100 kvenna í nýsköpun sem fjárfestar ættu að líta til að mati Forbes
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?