Leiðtogafærni: Liðnir viðburðir

Áherslur leiðtoga í nýsköpun og vöruþróun

Click here to join the meeting

Á þessum viðburði ætla þær Guðbjörg Rist og Anna Signý að deila með okkur sínum áherslum þegar kemur að leiðtogafærni á vettvangi nýsköpunar og vöruþróunar.  Þær veita okkur innsýn í hvað hefur hjálpað þeim og þeirra teymum að ná árangri ásamt því að deila með okkur hvað hefur ekki reynst eins vel.  

Anna Signý Guðbjörnsdóttir er framkvæmdastjóri Kolibri ásamt því að vera sérfræðingur í notendarannsóknum og þjónustuhönnun. Kolibri er hönnunardrifin stafræn stofa sem leysir réttu vandamálin með stafrænum lausnum og framúrskarandi hugbúnaði. Anna er með cand.it í digital design and communication frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn ásamt því að hafa lokið námi í margmiðlunarhönnun og vefþróun.

Guðbjörg Rist er frumkvöðull sem hefur unnið við nýsköpun síðasta áratuginn. Nú síðast sem framkvæmdarstjóri Atmonia. Atmonia er sprotafyrirtæki sem þróar nýja og umhverfisvæna aðferð við framleiðslu á ammoníaki til notkunar í áburð og útblástursfrítt eldsneyti. 
Guðbjörg hefur áður unnið að upplýsingaveitunni Northstack, hjá Arion banka sem leiðtogi í stafrænni framtíð og hjá Promens plastframleiðslu, í verkefnum í verksmiðjunum þeirra vítt og breitt um Evrópu. Guðbjörg hefur setið í stjórn Samtaka Sprotafyrirtækja og Samtaka Vetnis-og rafeldsneytisframleiðenda auk þess að vera mentor og ráðgjafi fyrir hin ýmsu sprotafyrirtæki.  Guðbjörg er með BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og Master í framleiðsluverkfræði frá Chalmers University í Svíþjóð.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

Three dimensional leadership

Link to the meeting is here

Navigating the complexities of leadership in the modern business world can often feel like trying to solve a puzzle without all the pieces. The challenge lies in the multifaceted nature of leadership, where one-size-fits-all approaches fall short. This is a problem that leaders grapple with daily – how to effectively lead teams, build strong individual relationships, and maintain self-leadership amidst a dynamic and demanding environment.

This workshop will present the Three-dimensional Leadership - a framework that offers a holistic approach to leadership by addressing the dimensions of:

> 1:many (leading a team)

> 1:1 (building relationships with individuals you lead)

>m1 (self-leadership).

Join this interactive presentation to discover how this framework can help you gain clarity on which aspects of leadership feel overwhelming to you, and build strategies to address specifically your challenges.

The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

Vettvangur vaxtar og árangurs með FranklinCovey: Impact Platform

Click here to join the meeting
Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík stofa M-215 og einnig verður honum streymt á Teams fyrir landsbyggðina.

Click here to join the meeting

„Í samtölum mínum við áhrifamikla leiðtoga um allan heim heyri ég oft svarið við spurningu minni, hver er tilgangur verka þinna?“ Segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri FranklinCovey á norðurslóðum. „Svörin eru oft: Hér vil ég að fólk upplifi gleðina, skapi eitthvað stærra en það sjálft, á þessum vinnustað vil ég sjá fólk vaxa, eða svör eins og: ég vil kenna fólki að vinna og sjá dyggðina í verkum sínum“. Á þessu stefnumóti stjórnenda mun Guðrún Högnadóttir leiða samtal við félagsmenn Stjórnvísi um með hvaða hætti þau geta hvatt sitt fólk til góðra verka og vaxtar og kynnt til leiks magnað tækifæri til að virkja áhrifaríkt og skemmtilegt verðlaunanámsefni og sérsniðnar lærdómsvegferðir til aukins árangurs allra. Íslenskur vettvangur sem ýtir undir frammistöðu, hvatningu og helgun starfsfólks.

Hvað gerir stjórnanda árangursríkan?

Click here to join the meeting


Nýlega kom út íslensk þýðing á bókinni The Effective Executive eftir Peter Drucker. Bókin heitir á íslensku Árangursríki stjórnandinn og fjallar um hvernig stjórnendur taka við stjórnvölinn í eigin lífi og ná árangri í starfi. Bókin kom fyrst út árið 1967 og hefur reynst stjórnendum um heim allan sem ómetanlegur leiðarvísir í starfi.


Í kynningunni mun Kári Finnsson, þýðandi bókarinnar, fara yfir þau fimm grundvallaratriði sem Drucker dregur fram í bókinni og reynast ættu öllum stjórnendum gott veganesti:

• Hvernig við nýtum tíma okkar á árangursríkan hátt
• Hvernig við uppgötvum og nýtum styrkleika okkar
• Hvernig við finnum út hvað við getum lagt af mörkum
• Hvernig við einbeitum okkur að því sem skiptir máli
• Hvernig við tökum árangursríkar ákvarðanir

Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi, hvort sem að það er í fyrirtæki, á sjúkrahúsi, í skóla eða opinberri stofnun.  

Peter F. Drucker (1909-2005) er frumkvöðull á sviði stjórnunarfræða og hafa verk hans verið nýtt sem kennslurit í háskólum, fyrirtækjum og stofnunum um heim allan. Eftir Drucker liggja samtals 39 bækur og yfir hundrað greinar sem lögðu grunninn að því sem á okkar dögum kallast stjórnunarfræði.

Nánari upplýsingar um Árangursríka stjórnandann og Peter F. Drucker er að finna á arangursrikur.is


Kynning á fyrirlesara:

Kári Finnsson
Þýðandi Árangursríka stjórnandans er Kári Finnsson, hagfræðingur og forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo. Kári hefur margra ára reynslu af skrifum, kennslu og fyrirlestrahaldi.


Fundarstjóri er Harpa Hallsdóttir, faghópur um mannauðsstjórnun.

Sjálfsvitund stjórnenda

Click here to join the meeting

Sóley Ragnarsdóttir kemur og kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um Sjálfsvitund stjórnenda. Umfjöllun um sjálfsvitund stjórnenda er fremur ný af nálinni í stjórnendafræðum en lengi hefur verið fjallað um mikilvægi tilfinningagreindar stjórnenda. 

Í ritgerðinni er rakið hvers vegna sjálfsvitund stjórnenda er sérlega mikilvæg fyrir vinnustaði sem og stjórnendurna sjálfa. Farið er yfir hversu mikil áhrif stjórnendur hafa á starfsmenn sína, bæði verkefnalega séð sem og tilfinningalega og það kemur fram að í raun hafa stjórnendur miklu meiri áhrif á starfsfólk en oft hefur verið talið. Þess vegna skiptir framkoma og hugarheimur stjórnenda svo gríðarlegu miklu máli, þ.e. sjálfsvitund þeirra. Það sem ritgerðin snýst um í grunninn er að því meiri sjálfsvitund sem stjórnandi hefur því meiri ánægja er hjá starfsmönnum hans sem leiðir til betri frammistöðu þeirra. Þetta samþættast svo í betri árangri fyrir vinnustaðinn. Það er því til alls að vinna að gera stjórnendur meðvitaða um betri sjálfsvitund.

Í ritgerðinni er gerð grein fyrir niðurstöðu könnunar sem gerð var meðal stjórnenda á Íslandi en þar kemur meðal annars fram að flestir stjórnendur telja sig hafa góða sjálfsvitund . Hins vegar er fjallað um það í umræðukafla hvers vegna ástæða er til að draga það sjálfsmat að einhverju leyti í efa. Bent er á umfangsmikla rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem fram kom að 95% fólks telja sig hafa góða sjálfsvitund en að raunin sé sú að einungis 12-15% hafi raunverulega góða sjálfsvitund. Það er því raunverulega ástæða til að efla frekar þekkingu á sjálfsvitund.

Um fyrirlesara: 

Sóley er lögfræðingur í grunninn og fór svo í mastersnám í verkefnastjórnun hjá Háskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist sl. vor með MSc gráðu. Í náminu lagði hún sérstaka áherslu á mannauðs- og stjórnendafræði sem leiddu til skrifa um sjálfsvitund stjórnenda.  

Sóley starfar nú sem deildarstjóri á skrifstofu forstjóra hjá Lyfjastofnun. 

Stjórnunarstraumar

Click here to join the meeting

Áherslur í mannauðsmálum 2024

Þróunarsvið Dale Carnegie í USA tekur árlega saman strauma og stefnur í mannauðsmálum. Nú hefur fyrirtækið bent á fjóra þætti mannauðsmála sem stjórnendur og HR fólk ætti að veita sérstaka athygli á næsta ári. Eigendur Dale Carnegie á Íslandi munu kynna þessar áherslur og setja þær í samhengi við aðgerðir sem hægt er að grípa til.

Fyrirlesarar eru Unnur Magnúsdóttir og Jón Jósafat Björnsson. Unnur er með yfir 20 ára reynslu sem þjálfari og ráðgjafi og hefur komið að greiningarvinnu og þjálfun stjórnenda og starfsfólks margra stærstu fyrirtækja landsins. Jósafat hefur 25 ára reynslu sem stjórnandi og er framkvæmdastjóri Dale Carnegie og viðskiptaráðgjafi. 

Fyrirlesturinn verður á netinu og hlekkur verður sendur út á skráða þátttakendur þegar nær dregur. 

 

Stjórnendaþjálfun

Click here to join the meeting

Ása Karín Hólm hjá Stratagem fer yfir áherslur stjórnendaþjálfunar og áskoranir stjórnenda. Hún fjallar um hvaða straumar í ytra umhverfi hafa áhrif á stjórnun og hvað þýða þeir straumar fyrir skipulag mannauðsmála og fyrir fyrirtækjamenningu og hvaða stjórntækjum er þá hægt að beita. 

Ása Karín er með margra ára reynslu í stjórnunarráðgjöf og hefur komið víða við í þjálfun stjórnenda og annarra áhugaverðra einstaklinga. Hún er viðurkenndur markþjálfi, gaflari og hálfur dani, er forvitin, hefur gaman af fólki og samskiptum. 

Click here to join the meeting

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni

Hlekkur á fund

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni verður haldinn 2. maí klukkan 12:30 til 13:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða formanns er og einnig er hægt að bæta félögum í stjórn.

Dagskrá fundar:

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári endurnýjaðs faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn fer fram á Teams á þessum hlekk  

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starfið einkennist af teymisstarfi þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttar og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir góðu starfi og vonandi gera enn betur. Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar. Þátttaka í stjórn frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið og byggja upp þekkingu í faginu. 

Allir sem hafa áhuga á leiðtogafærni og vilja taka þátt að auka þekkingu á leiðtogafærni á Íslandi geta haft samband við Þórhildi Þorkelsdóttur, fráfarandi formann faghópsins, thorhildur.thorkelsdottir@gmail.com, s: 6176405

Leading with Inclusion: Generational Diversity, and Intersectionality in the Workplace with Chisom Udeze

Join meeting here

With the wide span between generations in the workplace today, what is the best way to approach leadership? How can you include all? Chisom will dig into the topic and share her insights.

About Chisom: 

Chisom is an Economist, Organizational Design and DEI Strategist, and a 3 times founder of impact-driven companies. She has over 13 years of experience working with organizations like the European Commission, The United Nations, ExxonMobil and The Economist Group. Chisom is a data enthusiast and analytical. She is passionate about interrogating the cross-sectoral relationship between society’s inhabitants, resources, production, technology, distribution and output. She efficiently and effectively unlocks complex systems, interprets data, forecasts socio-economic trends and conducts research.

Having lived in 7 countries across 3 continents, she is highly adaptable to different circumstances and people, and thrives in uncertain environments.

As the founder of Diversify, Chisom works with companies, governments and civil society to facilitate measurable diversity and inclusion initiatives in the workplace and society. In 2020, mid-pandemic, she founded HerSpace, a diverse and inclusive co-creation community for all genders, with a particular focus on women. HerSpace is launching a Women in Tech incubator in August 2022, for women-led companies, with a focus on the inclusion of diverse founders.

Chisom is a thought leader in Diversity, Equity, Inclusion and Belonging (DEIB) and a passionate advocate for mental health and wellness. She is an entrepreneur at heart and committed to life-long learning. She enjoys playing tennis, reading, binge-watching TV shows and cooking.

Linkedin: https://www.linkedin.com/in/chisomudeze/ 

MasterClass in Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

Zoom linkur
Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er hér fyrir neðan á ensku frá Dr. Tünde.

Athugið að námskeiðið sjálft verður á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Frekari upplýsingar hér á ensku:

Based on my credo, I’m delighted to deliver a MasterClass for you to explore a key theme that helps us serve better relationships, better results, and better interactions:

Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

What’s happening in our world?
83% of leaders drown in over-commitments, the issue being that:



- Priority issues erode attention,


- Double risk of shallow work vs. deep work


-Double risk of low contribution vs high contribution 
(Hack Future Lab, 2021)

Why is presence the right approach to solve these issues?


It’s because meaningful decisions are born in the space of presence. And leadership is a lot about making meaningful decisions and taking choices that help rather than harm. Those decisions and choices help leaders ask powerful questions, the way they do in coaching. 

Latest research shows that presence is about mastering somatic responsiveness in our interactions. And somatic responsiveness is not lodged in the mind. It’s lodged in the body, which is the cradle of our five senses. As such it’s the most reliable instrument that can tell how we’re doing and how we’re performing any given moment.

Priority issues, disengagement, lack of focus, shallow work and overwhelm are all about a lot of loss: losing out on being productive, losing money and time, missing out on having effective relationships, and losing out on your own capacity to have a fulfilled life at work and beyond.

Because we human beings tend to have a default setting about everything - money, love, relationships, work -, we are unaware of the scope of choices we have as we disown aspects of ourselves, among other things, our five senses. This disowning limits our potential.

In our MasterClass, we will explore, reflect and jointly make meaning of the somatic nature of presence as a growth and performance intervention. We will create space for



a) leaving our own default state of presence that feels most comfortable, 


b) reflecting the consequences of our presence-less-ness in our comfort zone.

You will take away deeper understanding around

  1. why presence is relevant in your leadership,
  2. what you can learn from coaching presence for better relationships, better results, and better interactions.


Tünde Erdös, PhD, MSc Executive Coach ICF MCC, EMCC Senior Practitioner 1st degree connection

www.tuendeerdoes.com
www.coachingdocu.com
www.integrative-presence.com

NOTE: if you are going to join this event we ask you to be a part of this group here:https://www.facebook.com/groups/5552106184826942

Zoom linkur

See less

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Hvernig verðum við besti vinnustaðurinn sem við getum orðið? Reynslusaga Dohop af teymis- & markþjálfun

Fyrir ári síðan ákvað Dohop að gera tilraun með því að fá til sín teymis- og markþjálfa tvo daga í viku til þess að þjálfa öll teymi fyrirtækisins ásamt því að bjóða upp á markþjálfun fyrir starfsfólk.
  • Hver er kveikjan að því að hugbúnaðarfyrirtæki í örum vexti (og með nóg annað að hugsa um) fjárfestir í svona  tilraun?
  • Hvernig hefur gengið?
  • Er ROI á þessari fjárfestingu?
  • Hvaða lærdómur hefur verið dreginn á leiðinni?
Davíð Gunnarsson forstjóri Dohop og Kristrún Anna Konráðsdóttir teymis- og markþjálfi ræða um vegferðina, áskoranir og uppskeru. Tími verður fyrir spurningar og vangaveltur og eru þátttakendur hvattir til að spyrja og spegla. 
 
 

Jafningjastjórnun

Click here to join the meeting 
Almennt, þegar rætt er um stjórnun jafningja, er oft vísað í þá stöðu þegar einhver er stjórnandi en á sama tíma nokkurs konar jafningi þeirra sem hann stýrir.

Þannig byrja margir stjórnendur þ.e. þeir koma úr hópnum og verða stjórnendur og bera alla þá ábyrgð sem felst í því.  Jafningjastjórnun sem nálgun í stjórnun hentar vel þeim sem vilja leggja áherslu á sameiginlega ákvarðanatöku, eignarhald á ákvörðunum, valddreifingu og það að allir séu í sama liði og nokkurskonar jafningjar.

Í þessum fyrirlestri mun Eyþór Eðvarðsson M.A í vinnusálfræði og stjórnendaþjálfari hjá Þekkingarmiðlun fara yfir fyrirbærið jafningjastjórnun í víðum skilningi og velta upp málum sem skipta máli við stjórnun.

Click here to join the meeting 

 Athugið viðburðurinn verður ekki tekinn upp

Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!
Heimsfaraldur, skriður, eldgos og óveður: Hvernig er hægt að eiga í hreinskiptum samskiptum við almenning þegar náttúran hefur tekið völdin? 


,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” er fundur á vegum faghóps um almannatengsl hjá Stjórnvísi þar sem við ræðum við þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiða umræðurnar.

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!

Stjórnunarstíll til framtíðar!

Dr. Eyþór Ívar Jónsson ætlar að fjallað um ólíka stjórnunarstíla og af hverju þeir skipta máli við ólíkar aðstæður. Sérstaklega verður fjallað um hvernig stjórnendur vita hvaða stjórnunarstíll hentar þeim best og hvernig má þróa þann stjórnunarstíl. 

Dr. Eyþór Ívar Jónsson er forseti Akademias, Vice President European Academy of Management og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (Copenhagen Business School). Eyþór hefur sérhæft sig í kennslu í stefnumótun, nýsköpun og stjórnarháttum og hefur kennt við háskóla í Svíþjóð (Lund University), Danmörku (CBS, KU), Noregi (BI), Víetnam (NEU) og á Íslandi (HR, HÍ og Bifröst). Hann hefur skrifað hátt í 800 greinar um viðskipti og efnahagsmál og ritstýrt fjölda tímarita (m.a. Vísbendingu, Íslensku atvinnulífi, Góðum stjórnarháttum og Nordic Innovation). Hann hefur jafnframt verið framkvæmdastjóri fjölda fyrirtækja og verkefna og stýrt stjórnarstarfi í um 200 fyrirtækjum (þ.m.t. ráðgjafarstjórnum). Eyþór hefur stofnað, skipulagt eða stjórnað mörgum viðskiptahröðlum fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki; eins og t.d. Growth-Train, CBS MBA Accelerator, StartupReykjavik og Viðskiptasmiðjunni. Ríflega 300 sprotafyrirtæki, vaxtarfyrirtæki og frumkvöðlar hafa farið í gegnum þessi prógröm.

Við ætlum að hittast hjá Akademias Borgartúni 23, 3. hæð. Boðið verður upp á léttar veitingar að viðburði loknum og vonumst við til að fólk gefi sér tíma til að staldra við og spjalla í lok viðburðar. 

 

Hlekkur á streymi

 

(Meeting ID: 814 8702 4267  Passcode: 071208)

 

 

 

 

Tímamótatal – reynslusaga stjórnanda

 
TEAMS linkur  viðburðurinn er bæði í raunheimum og í streymi. Við hvetjum alla sem geta að mæta í Heilsuklasann.
 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.

Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.

 

Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón Magnús hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl.

Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

TEAMS linkur

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni

Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni. 

Dagskrá fundar:

  1. Kynning á faghópnum
  2. Yfirferð á viðburðum síðastliðið ár
  3. Kosning stjórnar 
  4. Starfsárið framundan, markmið og fyrirkomulag
  5. Önnur mál

Ef áhugi er fyrir hendi að bjóða sig fram til stjórnarstarfa vinsamlegast sendið tölvupóst á Áslaugu Ármannsdóttur formann faghópsins á netfangið aslaugarmannsdottir@gmail.com 

Öll velkomin. 

Leiðtogar sem kunna á eigið egó auka helgun, framleiðni og tryggð

Við erum öll með egó, sem bregst sjálfkrafa við ógn af ýmsu tagi. Erindið fjallar um það hvernig við getum losnað úr greipum egósins og hvað breytist í okkar leiðtogastarfi þegar það tekst. Byggt er á efni úr nýrri bók eftir Thor Ólafsson sem ber heitið: BEYOND EGO - The Inner Compass of Conscious Leadership og sértaklega er fjallað um okkar innri áttavita og hvernig við getum tengst honum. 

Fyrirlesari er Thor Ólafsson sem hefur þjálfað stjórnendur í yfir 20 ár. Síðustu 18 árin hefur hann rekið þjálfunarfyrirtækið Strategic Leadership í Þýskalandi og Bretlandi og hefur hann sinnt leiðtogaþjálfun fyrir viðskiptavini þess í yfir 30 löndum. Hugðarefni Thors síðustu árin hefur verið að finna leiðir til þess að að hjálpa stjórnendum að komast yfir eigið egó. Til þess stofnaði hann www.beyondego.com sem er góðgerðastarfsemi (not for profit) sem byggir á þekkingarframlagi meðlima allsstaðar af úr heiminum.

Vinsamlegast athugið að einungis er um staðarviðburð að ræða. Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni fer fram í beinu framhaldi og eru gestir hvattir til að taka þátt í aðalfundi. 

 

Forysta til framtíðar - Ráðstefna UAK 2022

Þann 5. mars halda Ungar athafnakonur (UAK) í fimmta sinn UAK daginn. Ráðstefnan í ár ber heitið Forysta til framtíðar og verður haldin í Hörpu. Ráðstefnan veltir upp hvernig forystu framtíðin þarf á að halda í atvinnulífinu, hvaða eiginleika leiðtogar framtíðarinnar þurfa að tileinka sér og hvort séu til eiginleikar sem eiga alltaf við, burt séð frá stað og stund?

UAK er annt um framtíðina og vinnur að því að valdefla ungar konur, skapa framtíð jafnra tækifæra og stuðla að hugarfarsbreytingu í samfélaginu. Við fáum til okkar framúrskarandi gesti sem öll eiga það sameiginlegt að vera með puttann á púlsinum og nýta krafta sína í þágu framþróunar á hinum ýmsu sviðum.

Ráðstefnan mun kanna viðhorfsbreytingar sem hafa átt sér stað varðandi hlutverk leiðtoga og mannauðs, varpa ljósi á eiginleika og færni sem tryggja forystu til framtíðar, og veita ráðstefnugestum tæki og tól til að vera leiðtogar í eigin lífi og starfi.
Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér fyrir neðan og frekari upplýsingar á https://www.ungarathafnakonur.is/uak-radstefnan-2022/
 
Dagskrá 2022
10:00 Stjórn UAK býður gesti velkomna
10:10 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - Opnunarávarp
10:25 Gunnhildur Arnardóttir - Gildin þín - Fjárfesting til framtíðar
10:55 Edda Blumenstein - Ástríða í óvissu
11:25 Herdís Pála - Hvað þarf til að nýta og skapa sér tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar?
12:15 Hádegishlé
13:00 Margrét Hallgrímsdóttir - Eigi hafa asklok fyrir himinn
13:30 Normið: Hvíldu þig á toppinn
14:10 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Halla Helgadóttir - Að skapa tækifæri framtíðarinnar
14:50 Kaffihlé
15:20 Saga Sig - Flæði: Samskipti og meðvitund í sköpunarferlinu
15:40: Birna Þórarinsdóttir - Að fylgja hjartanu – og læra að þakka fyrir erfiðu dagana

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Linkur á fundinn 

Faghópur markþjálfunar tekur aftur upp þráðinn með stjórnenda spjallinu sem átti að vera í upphaf árs. Hér ætlum við að bjóða upp á samtal við þrjá stjórnendur sem hafa verið að nýta sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir starfsþróunarstjóri VÍS og Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri.

  • Hvað græðir fyrirtækið/stofnunin?

  • Er nauðsynlegt að bjóða upp á markþjálfun fyrir stjórnendur/starfsfólk?

  • Er gott að stjórnendur/leiðtogar kunni aðferðina?

  • Hvers vegna ættu fyrirtæki/stofnanir að bjóða upp á markþjálfun eða senda starfsfólk sitt í markþjálfanám?

Þessum og ykkar spurningum munum við taka fyrir á þessum viðburði með þremur flottum stjórnendum og fá þeirra innsýn.

 

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir úr stjórn faghóps markþjálfunar mun stýra umræðunni og hlusta eftir því hvernig aðferðin hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur og einnig hvernig hún nýtist mögulega þeirra starfsfólki.

 

Viðburðurinn er 45 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

 

Sigrún Ósk Jakobsdóttir - Mannauðsstjóri Advania

Sigrún hefur unnið við mannauðsmál hjá Advania í rúm sex ár, þar af í eitt og hálft ár sem mannauðsstjóri. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún tók grunnnám í sálfræði, meistarapróf í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og lærði markþjálfun hjá CoachU og Opna háskólanum.

 

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir - Starfsþróunarstjóri VÍS

Bergrún hefur unnið hjá VÍS síðustu 12 árin - lengst af sem stjórnandi í Einstaklingsþjónustu. Fyrir ári síðan færði hún sig yfir á mannauðssvið og starfar þar í dag sem starfsþróunarstjóri. Hún er viðskiptafræðingur í grunninn með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Situr í stjórn FKA framtíðar og er formaður LEAN faghóps Stjórnvísi.

 

Hólmar Svansson - Framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri

Hólmar er framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum í gegnum árin, meðal annars hjá Sæplast, Samskip, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Hólmar starfaði um átta ára skeið sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. Hólmar er Markþjálfi þó hann hafi ekki stundað formlega markþjálfun síðan hann lauk vottuðu námi hjá Evolvia 2016. Hann er bæði iðnaðarverkfræðingur og viðskiptafræðingur með MBA gráðu.


Fundurinn er á Teams.
Linkur á fundinn

 

Lífsaga leiðtoga: Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri

Click here to join the meeting

Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni.

Að þessu sinni verður með okkur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri en hún hlaut verðlaunin yfirstjórnandi ársins hjá Stjórnvísi í ár. Sem stjórnandi er Sigríður sögð fylgja hjartanu og er góð að fá fólk í lið með sér. Hún er óhrædd við að prófa sig áfram og draga lærdóm af því sem vel gengur og ekki síst að læra af mistökum sínum. 

Sigríður Björk ríkislögreglustjóri er sögð vera einn af öflugustu stjórnendum landsins. Hún er með manneskjulega nálgun í starfi sínu og vill bæði að starfsmönnum sínum og skjólstæðingum líði vel. Hún leggur áherslu á gegnsæi og skilvirkni og jafnréttismál eru henni hugleikin.  Þá hefur hún í gegnum tíðina haft Þjónandi forystu að leiðarljósi þar sem hún hefur lagt áherslu á að valdefla og þróa starfsmenn sína þar sem styrkleikar starfsmanna hafa fengið að njóta sín. 

 

‘Procurement´s ultimate frontier’ - Ninian Wilson, Forstjóri VPC, ásamt ‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’ - Davíð Ingi Daníelsson

Click here to join the meeting

Á Íslandi hefur orðið vitunarvakning um mikilvægi stefnumiðara innkaupa- og vörustýringar, þvert á rekstur skipulagsheilda. Til að varpa ljósi á framþróun fagsins og tækifæri til framtíðar bjóðum við upp á tvö erindi þar sem annars vegar alþjóðlegur risi og hins vegar íslensk opinber eining deila umbreytingarvegferðum sínum.

‘Procurement’s ultimate frontier’
Ninian Wilson, ‘Global Supply Chain Director’ og ‘CEO of Vodafone Procurement Company’ (VPC) mun segja frá vegferð Vodafone og framtíð innkaupastýringar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir árangur sinn með VPC m.a. sem ‘Leader of the year’ 2021 hjá CIPS (Chartered Institure of Procurement & Supply) fyrir framsýni og framlag til framþróunar innkaupa- og vörustýringar, stafrænnar vegferðar og virðissköpunar.
Þá mun Guðrún Gunnarsdóttir, Aðfangastjóri Vodafone á Íslandi, gefa okkur innsýn í samstarfið með VPC og ávinning þess. 

‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’

Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri stefnumiðaðra innkaupa hjá Ríkiskaupum ætlar að segja okkur frá framtíðarsýn og umbreytingarvegferð Ríkiskaupa sem lagt var af stað með árið 2020.

Fundarstjóri er Sæunn Björk Þorkelsdóttir, formaður faghóps um Innkaupa- og vörustýringu.

Þessi viðburður er einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og ákvörðunartökuaðila í íslensku viðskiptalífi til að læra af þeim bestu um hvernig megi byggja upp stefnumiðari innkaup- og vörustýringu með langtíma virði að leiðarljósi.
Viðburður sem enginn stefnumótandi leiðtogi ætti að láta framhjá sér fara!

Viðburðurinn fer fram á Teams í ljósi Covd19 takmarkana.

Þarf sterka leiðtoga til að hönnunarsprettir (Design Sprint) skili árangri?

Hlekkur á viðburð

Lára Kristín og Kristrún Anna ætla að fjalla um reynslu þeirra af því að leiða hönnunarspretti og sýn þeirra á hvernig árangur sprettanna og hugrekki leiðtoga tengist sterkum böndum.

"Lærdómurinn sem við höfum dregið af þeim hönnunarsprettum sem við höfum leitt, er að leiðtogar þurfa stóran skammt af hugrekki til að treysta ferlinu (sem er á tímum mikil óvissuför) og þeir þurfa þor til að taka ákvarðanir á staðnum. Einnig krefst það berskjöldunnar að sýna viðskiptavinum ófullkomna prótótýpu og kjarks að hlusta á endurgjöf viðskiptavina. Það að fara úr "inn-á-við" hugsun í viðskiptavina-miðaða hugsun krefst sterkra leiðtoga - ekki bara stjórnenda heldur allra þátttakenda í sprettinum. Þegar þetta er til staðar fara töfrarnir að gerast"

Kristrún Anna Konráðsdóttir er teymisþjálfi, markþjálfi, verkefnastjóri og Agile-ráðgjafi. Hún hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og teymum að takast á við & leiða breytingar í síbreytilegu og flóknu umhverfi. Kristrún hefur leitt árangursrík tækniverkefni, þjálfað teymi í átt að meiri árangri og gleði, þjálfað leiðtoga í Agile hugarfari auk þess að hanna og leiða vinnustofur og hönnunarspretti. Kristrún er nú sjálfstætt starfandi og vinnur að fjölbreyttum verkefnum sem miða þó öll á einhvern hátt að því að efla og styrkja fólk í sínum hlutverkum. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri/ráðgjafi hjá VÍS, verkefnastjóri hjá Skapalóni og sem markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér heima og í Bretlandi. Kristrún er ACC vottaður markþjálfi, MPM frá HR og rekstrarfræðingur frá HA

Lára Kristín Skúladóttir er lóðs (facilitator) og leiðtogaþjálfi. Hún hefur á undanförnum árum unnið að fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við stjórnendur, verkefnastjóra og starfsfólk bæði fyrirtækja og stofnana. Þar á meðal lóðsað stefnumótun, hannað og leitt stjórnendamót og starfsdaga, leitt stjórnendur og verkefnateymi í stefnumarkandi ákvarðanatöku, haldið ýmiss konar vinnustofur t.d. hönnunarspretti fyrir verkefnateymi í stafrænum verkefnum, leitt teymi í sjálfsskoðun og styrkleikavinnu og þjálfað stjórnendur í að stíga betur inn í hlutverk þjónandi leiðtoga. Lára er sjálfstætt starfandi í dag en starfaði áður sem stjórnunarráðgjafi, markþjálfi og Lean sérfræðingur hjá VÍS, sem greinandi og sérfræðingur í gæðamálum hjá Arion banka og sem stjórnunarráðgjafi hjá ParX. Lára er með MSc gráðu í alþjóðastjórnun og markaðsfræði frá Copenhagen Business School og er markþjálfi frá Evolvia.

 

 

 

 

Að lifa og leiða með hjartanu

Click here to join the meeting

Sigurður Ragnarsson fjallar um Heartstyles forystuþjálfunaraðferðina sem fyrirtæki víða um heim nýta sér. Lykilþáttur í aðferðafræði Heartstyles, sem byggir á á stjórnunarlegum og sálfræðilegum grunni, er tölfræðilegt, heildstætt 360 gráðu mat sem hjálpar til við að koma auga á þætti sem aðstoða stjórnendur og starfsfólk að vaxa og skapa jákvæðar breytingar er snúa að viðhorfum, hugsun og hegðun. Heartstyles gerir því fólki kleyft að vaxa og verða besta útgáfan af sjálfu sér - sem leiðir til farsældar fyrir stjórnendur, starfsfólk og fyrirtæki. 

Sigurður Ragnarsson er stofnandi Forystu og samskipta og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu og er m.a. fyrrum forseti viðskiptasviðs Háskólans á Bifröst þar sem hann byggði upp meistaranámið í Forystu og stjórnun. Sigurður er vottaður ráðgjafi og forystuþjálfari í Heartstyles aðferðafræðinni.

Heilsueflandi stjórnun (Wellbeing leadership)

Hlekkur á viðburðinn

Heilsueflandi leiðtogastíll (e. wellbeing leadership) er vinsælt umræðuefni  um þessar mundir og voru viðmið fyrir heilsueflandi vinnustaði kynnt nú í byrjun október. Viðmiðin eru sprottin út frá samstarfi embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi og eru þau opin öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu á vefsvæðinu www.heilsueflandi.is. Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmiðin og er fyrsti viðburðurinn á dagskrá 28 október (sjá hér).  Faghópur um leiðtogafærni hefur áhuga á því að skyggnast inn í hvernig leiðtogar geta haft áhrif og stuðlað að heilsueflandi vinnustöðum.

Við höfum fengið Susanne Svarre framkvæmdastjóra TSG Nordic A/S í Danmörku til að deila með okkur sinni reynslu af því hvernig áhrif heilsueflandi leiðtogastíll hefur á vinnuumhverfi og starfsanda. Susanne hefur yfir 30 ára reynslu sem stjórnandi og hefur áhugavert sjónarhorn á gildi langtíma vinnusambands í heimi sífelldra og hraðra breytinga sem við lifum við í dag. 

Fundurinn fer fram á ensku. 

Leiðtogastíll - vinnustofa

Lokuð vinnustofa fyrir stjórn faghóps um leiðtogafærni 

FRESTAÐ - Stjórnendaspjall

Af óviðráðanlegum ástæðum verðum við að fresta þessum áhugaverða viðburði. Ný dagsetning kemur síðar!

Við byrjum nýtt starfsár með samtali við tvo stjórnendur sem hafa nýtt sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri Byko, og Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, sem hafa bæði lært aðferðafræði markþjálfunar og nýta sér hana í störfum sínum sem stjórnendur á fjölmennum vinnustöðum.

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, úr stjórn faghóps markþjálfunar, mun ræða við Sigurð og Arndísi um markþjálfun og hvernig hún hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur.

Viðburðurinn er 30 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

Fundurinn er á Teams. 

Frá Palestínu til Íslands - systurnar Fida og Falasteen leiðtogar í íslensku atvinnulífi

Click here to join the meeting

Fida og Falasteen fara í gegnum hvað einkennir þeirra frama og hvað í þeirra reynslu og bakgrunni hefur haft mótandi áhrif á þær sem leiðtoga.

Fida abu Libdeh er frumkvöðull, framkvæmdastýra og eigandi Geosilica. Árið 2012 stofnaði hún Geosilica ásamt teymi sínu með lítið fjármagn en mikla ástríðu til þess að ná langt.  GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku úr steinefnum í jarðhitavatni sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar.

Falasteen Abu Libdeh er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Ráður. Falasteen innleiddi og hannaði jafnlaunakerfi Eimskips  og þróaði samhliða því launagreiningarkerfi sem gefur á hraðan og skýran hátt stöðu kjaramála hjá fyrirtækinu. Ráður er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu í tengslum við innleiðingu á jafnlaunastaðli og að uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar.
 

Viðburðaröðin Lífssaga leiðtogans

Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni með áheyrendum.

FUNDI FRESTAÐ: Post-pandemic, what is the blueprint for successful agile leadership in our new hybrid normal?

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er þessum viðburði frestað. 

Just over one year on from start of the global pandemic, what are the lessons learned for agile professionals? This presentation takes a critical look at the practice of agile project management; its pre-pandemic strengths and weaknesses, and the blueprint for Agile 4.0 which is emerging as we enter a new hybrid team and organisational reality. How far will distance be an enabler and disabler for agile performance? What will hybrid leadership look and feel like in practice?

In this presentation, Bob Dignen, an international leadership coach, and Jaroslaw Walaszek, Head of IT at Ringier Axel Springer in Poland, go head to head to explore the lessons we need to learn from the pandemic experience and the opportunities for both leadership and agile practice to evolve to meet the demands of a hybrid future.

Bob Dignen, international leadership coach, International Leadership Performance (UK)

Jaroslaw Walaszek, Head of IT, Ringier Axel Springer (Poland)

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni (Fjarfundur)

Tengill á aðalfund

Stjórn faghóps um leiðtogafærni boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2021 - 2022. Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa stjórn. 

Dagskrá fundar: 

  1. Kynning á faghópnum
  2. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  3. Kosning stjórnar
  4. Fyrirhugaðir viðburðir næsta starfsárs
  5. Önnur mál

Ef einhverjar fyrirspurnir eru vinsamlegast hafið samband við Áslaugu Ármannsdóttur formann stjórnar faghópsins í netfang aslaugarmannsdottir@gmail.com eða síma 866 0038. 

Hvað innihélt leiðtogakryddblandan í hópnum sem kom að stofnun Háskólans í Reykjavík

Click here to join the meeting
Hlekkinn á fundinn má finna hér
Hvað var það sem gerði það að verkum að margir sem komu að stofnun HR hafa verið áberandi leiðtogar í íslensku samfélagi og út fyrir landsteinanna? Við höfum fengið Guðfinnu Bjarnadóttur og Þórönnu Jónsdóttur til að ræða þetta við okkur ásamt fleiri spurningum um leiðtogafærni og stofnun HR. 

Guðfinna Bjarnadóttir er meðeigandi og stjórnandi í LC Ráðgjöf. Hún útskrifaðist frá West Virginia University í Bandaríkjunum árið 1991 með doktorsgráðu í atferlisfræði með áherslu á stjórnun (performance management). Áður hafði hún lokið MA gráðu frá sama háskóla og BA gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands. Guðfinna stofnaði árið 1991 ráðgjafafyrirtækið LEAD Consulting í Bandríkjunum ásamt eiginmanni sínum, og ráku þau fyrirtækið í nær áratug. Guðfinna var fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík (1998-2007). Hún var alþingismaður árin 2007-2009. Sem ráðgjafi hefur hún þjónað fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum víða um heim.

Þóranna Jónsdóttir er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta og lektor við viðskiptadeild HR. Hún var forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011. Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og hjá Vistor/Veritas Capital. Frá árinu 1999 var hún lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfaviðskiptum.

Að leiða við hátt flækjustig

Tenging á Teams fund

Í erindi þessu ætlar Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu að fjalla um leiðtogafærni innan stjórnsýslunnar. Hann mun m.a. ræða viðleitni, menningu og strúktúr innan kerfisins og mikilvægi þess að halda í eldmóð og drifkraft starfsfólks er starfa við hátt flækjustig opinberrar stjórnsýslu.

Héðinn er stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu með meistargráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi. Héðinn hefur sinnt fjölmörgum samhæfingar- og umbótaverkefnum innan Stjórnarráðsins þ.á.m. samhæfingu stefna og áætlana og stofnun og formennsku í Stefnuráði. Héðinn hefur sinnt stundakennslu við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í meistaranámi í stefnumótun og áætlanagerð, kennslu við heilbrigðissvið auk stundakennslu í þjónandi forystu við Háskólanum á Bifröst. 

Héðinn starfaði áður hjá heilbrigðisráðuneytinu, geðheilbrigðisteymi Evrópuskrifstofu alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og ráðgjafi hjá Capacent.

Héðinn hefur undanfarin 25 ár verið frumkvöðull í geðheilbrigðismálum.




Út fyrir boxið: Skapandi leiðtogar

Hlekkur á fundinn, smellið hér

Síbreytilegt umhverfi og hraðar breytingar krefjast þess að leiðtogar og teymi séu skapandi í því að finna lausnir og bregðast við breyttum aðstæðum. Faghópurinn um leiðtogafærni mun fá Begga Ólafs og Birnu Dröfn til sín í spjall um hvernig megi efla sköpunargleðina. Við munum flæða með þeim í gegnum hugleiðingar um sköpunargleðina sem er allt í kringum okkur. Þau munu leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

 

Hvernig get ég virkjað eigin sköpunargleði?

Hvernig get ég sem leiðtogi virkjað sköpunargleðina í kringum mig?

 

Lagt er upp með að spjallið sé lifandi og í flæði þar sem Beggi og Birna velta vöngum yfir sköpunargleðinni og svara spurningum sem brenna á þátttakendum.

Erindið er fyrir áhugafólk um leiðtogafærni og hvernig leiðtogar geti aukið eigin sköpunargleði sem og sköpunargleði fólksins í kringum sig.

 

Beggi Ólafs

Tilgangur Begga er að hjálpa fólki að verða það sem það getur orðið svo að, í sameiningu, hver og einn geti lagt sitt af mörkum í að gera heiminn að betri stað. Beggi Ólafs er fyrirlesari með MSc gráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði og höfundur bókarinnar Tíu skref – í átt að innihaldsríku lífi. Hægt er að fá frekari innblástur frá Begga á Linkedin með því að smella HÉR.

 

Birna Dröfn

Birna Dröfn hefur rannsakað hvernig efla má sköpunargleði á meðal starfsmanna í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu. Birna skrifar reglulega pósta á LinkedIn um sköpunargleði og áhugasamir geta fylgst með þeim með því að smella HÉR

Leiðtogar í agile umhverfi - vinnustofa

Í dag er hávær krafa um að fyrirtæki og stofnanir geti þróast hratt og fylgt þörfum notenda, hraðri tækniþróun og breytingum á mörkuðum bæði hér heima og á alþjóðavísu.  Lykill að slíkri getu og nýsköpun er að leysa úr læðingi fulla getu allra til nýsköpunar og tileinka sér skipulag sem styður þverfagleg og skapandi teymi. 

Sjálfstæð teymi og hraðar breytingar gera líka meiri kröfu um leiðtogahæfni á öllum stigum í fyrirtækjum og nauðsynlegt er að þjálfa þá hæfni markvisst. Stjórnendur þurfa að geta skapað skilyrði og stuðlað að menningu þar sem fólk þrífst og upplifir nægilegt sálrænt öryggi til þess að nýsköpun og stöðugur lærdómur geti átt sér stað.  

Að leiða í stöðugri óvissu er krefjandi og mikilvægt að finna leiðir til að styðja þann þroskaferil stjórnenda og leiðtoga. 

Í samstarfi við Helga og Ástu frá Agile People býður Stjórnvísi upp á ör-vinnustofu með virkri þátttöku um agile stjórnun og þá hæfni sem leiðtogar þurfa að hafa hugrekki til að tileinka sér til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Vinnustofan byggir á hugmyndum úr námskeiðinu Leading with Agility frá Agile People.  Helgi og Ásta munu segja frá hvernig Agile People nálgast að kenna og styrkja leiðtogafærni og agile hugarfar.  

Agile People eru samtök sem hófust í Svíþjóð 2011 og eru í dag leiðandi á heimsvísu í námskeiðum og þróun Agile Mannauðstjórnar (Agility in HR) og Agile Leiðtogafærni (Leading with Agility).  Námskeiðin eru þróuð bæði sem staðnám í lotum og frá upphafi síðasta árs aðgengileg sem online námskeið sem hafa reynst frábærlega. 

Þessi námskeið eru vottuð af ICAgile (International Consortium for Agile) og veita hvort um sig alþjóðlegu vottunina “ICAgile Certified Professional” (ICP) - Agility in HR (ICP-AHR) og Leading with Agility (ICP-LEA).  

Vinnustofan hjá Stjórnvísi verður í óformlegum anda þar sem blandað verður saman yfirferð úr fyrsta hluta námskeiðsins Leading with agility og virkri þátttöku, æfingum og samtali um eflingu leiðtogafærni fyrir agile umhverfi. 

Helgi er í forsvari fyrir vöxt og stuðning við vottaða leiðbeinendur Agile People á heimsvísu.  Hann hefur mikla reynslu af því að starfa í agile umhverfi sem Agile People Coach og er ásamt stofnanda Agile People (Pia Maria Thorén) höfundur leiðtoganámskeiðsins ICP-LEA. Hann hefur komið að mótun og umbreytingu fyrirtækja og teyma í bæði einka og opinbera geiranum og þjónað bæði teymum og stjórnendum.  Hann er atferlisfræðingur að mennt með sérhæfingu í vinnu- og skipulagssálfræði, lausn ágreinings ásamt því að vera vottaður markþjálfi. Megin áhersla Helga er styðja fyrirtæki og vinnustaði í að skapa kjörskilyrði þar mannlegi þátturinn í rekstri og afrakstur fara hönd í hönd; þar sem fólk getur þrífist, dafnað og nýtt alla sína hæfileika.  

Ásta er þjálfari hjá Agile People og hefur einnig lokið vottun hjá ICAgile sem vottaður leiðbeinandi til að kenna ICP-LEA.  Hún hefur einnig lokið viðurkenndu námi í markþjálfun og að vinna í að ljúka ICF vottun í professional coaching. Hún bjó í Kaupmannahöfn í 9 ár og lauk mastersnámi í Stafrænni þróun og miðlun frá IT-Universitetet með áherslu á stafræna nýsköpun. Síðustu ár hefur hún starfað í stjórnendaráðgjöf, ráðgjöf og verkefnastýringu í nýsköpun og agile þróunarverkefnum og starfar nú hjá Advania. Hún hefur komið að fjölbreyttum umbreytingar verkefnum og stefnumótun og nýtt skapandi aðferðir hönnunarhugsunar í nýsköpun og þróunarverkefnum.

Er framtíðin snjöll fyrir alla?

Click here to join the meeting

Áhugaverður fyrirlestur næstkomandi föstudag

Tæknirisar líkt og Google og Amazon eru þekktir fyrir að nýta sér snjallar lausnir, byggðar á gervigreind og vélnámi. En hvað með fyrirtæki sem eru ekki Google? Hvernig lítur framtíðin út fyrir fyrirtæki hér á landi sem vilja nýta sér snjallvæðingu og gervigreind, og hvar er best að byrja?

Fyrirlesarinn á þessum áhugaverða morgunfundi verður Diljá Rudolfsdóttir.

Diljá lærði gervigreind í Háskólanum í Edinborg og hefur unnið við snjallvæðingu hjá ýmsum fjármálafyrirtækjum, og vinni nú sem Forstöðumaður snjallvæðingar og stafrænnar þróunar hjá Veitum.

Click here to join the meeting

 

 

The 8 habits of GREAT international leaders


The 8 habits of GREAT international leaders

Better communication - Better collaboration - Better results

In this workshop Bob Dignen, a trainer, coach and author in the field of international leadership and communication for over 20 years, explores the essential habits which can make you a great international communicator. 

Internationalisation presents many opportunities for organisations. However, it is well documented that working internationally also brings added challenges. Cross-border working frequently leads to breakdowns in communication and inefficient team collaboration, which ultimately impact on customer relationships and profitability.

The 8 habits of GREAT international communicators

Learn about the 8 habits which which will help you to communicate and collaborate excellently when you work cross-border.

  • ·        Think twice
  • ·        Lower the waterline
  • ·        Communicate unnaturally
  • ·        Don’t do your job
  • ·        Be remotely excellent
  • ·        Develop organisational intelligence
  • ·        Enjoy critical feedback
  • ·        Seek balance

There will be an opportunity during the session win a free copy of York Associates latest leadership title, ‘Leading International Projects’.

3 key takeaways:

  • Discover why ‘international’ is more difficult
  • Learn how you may be your biggest challenge internationally 
  • Understand how to communicate better across cultures

About Bob Dignen: 

Bob is a director of International Leadership Performance & York Associates International Ltd. He is a coach, trainer and author in the field of international leadership development. He provides international leadership coaching to those in senior and more junior succession and talent pools, and to leaders of international projects. 

Leiðtoginn og sjálfbærni í síbreytilegum heimi

Join on your computer or mobile app

Okkur í faghópi um leiðtogafærni fannst áhugavert að skoða hvað leiðtogar þurfa að hafa í huga í tengslum við sjálfbærni. Hvernig geta leiðtogar tileinkað sér sjálfbæra hugsun og fengið aðra með sér til að þróast í átt að sjálfbærni. Hvaða breytingar eiga leiðtogar að undirbúa sig fyrir varðandi sjálfbærni og hvað geta þeir gert til að fylgja með í þeim breytingum sem eru fyrirsjáanlegar.   Við höfum fengið Snjólaugu Ólafsdóttur og Sigurð H. Markússon til að ræða þetta. 

Sigurð H. Markússon er nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun og starfar við ýmis verkefni sem snúa að nýsköpun og viðskiptaþróun á sviði orkumála og sjálfbærni ásamt því að kenna námskeið um sjálfbærni við Háskólan í Reykjavík. Sigurður lauk nýlega meistaranámi í sjálfbærni með áherslu á stjórnun við University of Cambridge.

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir er umhverfisverkfræðingur, sjálfbærni markþjálfi og stofnandi Andrýmis sjálfbærniseturs. Andrými er markþjálfunar- og ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í að innleiða sjálfbærni í kjarnastarfsemi, stefnu og menningu fyrirtækja og stofnanna. Snjólaug hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og loftslagsmála og hefur meðal annars markþjálfað leiðtoga í sjálfbærni hjá fyrirtækjum og stofnunum, þjálfað græn teymi og kennt námskeiðið Grænir leiðtogar sem er námskeið fyrir það starfsfólk sem sér um innleiðingu Grænna skrefa.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við faghóp um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

 

Spjall: Lífssaga leiðtogans

Click here to join the meeting
Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni með áheyrendum.
 

Birgir Jónsson fráfarandi forstjóri Póstsins ríður á vaðið. Birgir hefur víð­tæka stjórn­un­ar- og rekstr­ar­reynslu í atvinnu­líf­inu hér heima og erlend­is. Hann starfaði sem for­stöðu­maður mannauðs­lausna hjá Advania, aðstoðarforstjóri WOW-air, forstjóri Iceland Express auk þess sem hann stýrði einu stærsta prentfyrirtæki Evrópu. Þá muna margir eftir Birgi sem fyrr­ver­andi trommu­leik­ara þung­arokks­hljóm­sveit­ar­innar Dimmu. Birgir lærði prentun á Íslandi, lauk BA-gráðu í prent- og útgáfu­stjórnun frá London Institute og MBA-­prófi frá West­min­ster Uni­versity í London.

Microsoft Teams meeting

Hluttekning og nánd á tímum fjarlægðar

Hlekkur á fundinn hér:

Join Microsoft Teams meeting

Glærur af fundinum eru hér
Þessi viðburður á vegum faghóps um leiðtogafærni fjallar um hluttekningu og nánd á tímum fjarlægðar. 

Áhersla á hluttekningu (e. Compassion), velvild og góð félagsleg tengsl í stjórnun og menningu vinnustaða hefur aldrei verið mikilvægari en nú. Slíkar áherslur geta reynst öflugt mótsvar við álagi , streitu, kulnun og þeim gríðarlegu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Þegar stjórnendur beita þessari tegund af tilfinningagreind og styrkleika, taka eftir fólkinu sínu, upplifun þeirra og sýna einlægan vilja til að gera eitthvað í málunum t.d. þegar á móti blæs getur ávinningurinn verið mikill.  

Í þessu erindi verður farið yfir hvað hluttekning sé, helstu einkenni hennar og ávinning. Þá verður skoðað hvað getur staðið í vegi fyrir því að hluttekning nái að þrífast í stjórnun og menningu vinnustaða. Og að lokum hvernig megi vinna með hagnýtum og strategískum hætti með hluttekningu svo að við komumst sífellt nær hinum mannlega vinnustað. 

Erindið er fyrir þá sem hafa áhuga á að auðga menningu vinnustaða og þeim sem trúa því að  aukin vellíðan starfsfólks skili víðtækum arði. Þetta geta verið stjórnendur, mannauðsstjórar, liðsstjórar, þeir sem vinna með ferla eða uppbyggingu menningar eða bara áhugafólk um flottar mannlegar nálganir.

 

Um fyrirlesara:

Ylfa Edith Fenger starfar sem senior sérfræðingur hjá Deloitte með áherslu á talent. Hún hefur rekið eigið ráðgjafarfélag og verið í ráðgjöf hjá Nolta ehf með áherslu á mannauðs-og stjórnendaráðgjöf, markþjálfun, fræðslu og þjálfun. Þá var hún mannauðsstjóri Marel í fjölmörg ár. Ylfa er með mastersgráðu í vinnusálfræði frá háskólanum í Lundi og BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ.  Hún er vottaður markþjálfi með MA diploma í jákvæðri sálfræði.

 

Nánar um fyrirlesara: https://www.linkedin.com/in/ylfa-edith-fenger-97827986/ 


 

 

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi - Samkaup

Click here to join the meeting

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsviðs Samkaupa, fjallar um hvernig Samkaup hefur innleitt stefnu félagsins í gegnum mannauðinn með tilkomu mannauðssviðs sem stofnað var árið 2018. Hún mun fjalla um hvaða breytingar hafa orðið síðustu tvö ár og hvernig félagið hefur innleitt og framkvæmt stefnu í gegnum mannauðinn og menninguna með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig áherslan hefur verið á að styrkja framlínu félagsins og þá áhugaverðu vegferð að gera Samkaup að eftirsóknarverðasta vinnustað á Íslandi. Loks fjallar hún um þær áskorarnir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari starfsfólks og stjórnenda og hvað næst er á dagskrá hjá félaginu.

Vinsamlegast athugið að einungis verður boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. Hér er hægt að skrá sig á Teams viðburðinn

Click here to join the meeting

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi - Samkaup

ÞÚ ERT AÐ BÓKA ÞIG Á TEAMS VIÐBURÐ: 

Click here to join the meeting

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsviðs Samkaupa, fjallar um hvernig Samkaup hefur innleitt stefnu félagsins í gegnum mannauðinn með tilkomu mannauðssviðs sem stofnað var árið 2018. Hún mun fjalla um hvaða breytingar hafa orðið síðustu tvö ár og hvernig félagið hefur innleitt og framkvæmt stefnu í gegnum mannauðinn og menninguna með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig áherslan hefur verið á að styrkja framlínu félagsins og þá áhugaverðu vegferð að gera Samkaup að eftirsóknarverðasta vinnustað á Íslandi. Loks fjallar hún um þær áskorarnir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari starfsfólks og stjórnenda og hvað næst er á dagskrá hjá félaginu.

Vinsamlega athugið að einungis er boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. 

Click here to join the meeting

EFTIRLÝST/UR - leiðtogi, í breyttum heimi

Join Microsoft Teams Meeting

Í þessu erindi mun Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni fjalla um samtíma-, alþjóðlegar- og innlendar áskoranir og hvernig eiginleika þær áskoranir kalla á í fari leiðtoga. Hún reifar á helstu einkennum sem leiðtogar í dag þurfa að búa yfir, m.a. samkvæmt rannsókn alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Accenture og Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem byggð er á könnun og samtölum við fjölda ungra og eldri leiðtoga víðsvegar um heim. 



Svona kemstu í gegnum veturinn

Hvaða færniþættir eru það sem mun reyna hvað mest á næstu misserin? 
 
Á þessari LIVE ONLINE vinnustofu munu þáttakendur fá sent sjálfsmat sem gerir okkur keift að meta hvar við stöndum gagnvart 14 færniþáttum leiðtoga sem samkvæmt rannsókn á vegnum Dale Carnegie eru þeir þættir sem skipta mestu máli til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, hvort sem það er VUCA (Volality, Uncertainty, Complexity og Ambuguity), fjórða iðnbyltingin eða þörfin fyrir að vera snarpari en nokkru sinni áður.  
 
Fyrirlesarar eru þær Pála Þórisdóttir og Unnur Magnúsdóttir.

 

 

Covid og hvað svo? Stefnuáherslur og sviðsmyndir í kjölfar heimsfaraldurs

Netráðstefnu á vegum Framtíðarseturs Íslands og Háskólana á Bifröst,
Hér er linkur til að skrá sig á ráðstefnuna

18. september, 2020, kl. 09:00 til 10:30

Dagskrá:
Ávarp
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst
 
Sviðsmyndir – Eitt besta hjálpartæki stjórnenda í óstöðugu umhverfi
Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG
 
Fjármál í sveiflutengdu hagkerfi
Guðmundur Kristinn Birgisson hjá Íslandbanka
 
Stafræn framþróun í kjölfar Covid
Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóra stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 
Getur tónlist sagt fyrir um framtíðina?
Njörður Sigurjónsson, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst
 
Framtíðarlæsi – Nýsköpun á óvissutímum
Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands
 
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn inn á þessari vefslóð:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeIjDx9yOcgHf7gAk1yBwjhrQuXFMCIkWSMNDj6hQUdbHT-sg/viewform
 

Samtal um leiðtogafærni í nútíð og framtíð

Hér er tengill til að tengjast streymi viðburðarins

Við höfum fengið til liðs við okkur tvo fróða aðila um leiðtogafærni, þau Hauk Inga Jónasson og Sigrúnu Gunnarsdóttur til að ræða þrjár spurningar sem brenna á okkar vörum.  

Spurningarnar eru: 

  • Hvað þarf til til að vera leiðtogi í dag / hvernig er nútímaleiðtogi?
  • Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar “þessu ástandi líkur” - hvaða lærdóm þurfum við að draga af ástandinu og hvernig tryggjum við að allt detti ekki aftur í viðjar vanans?  
  • Hvernig þarf framtíðar leiðtoginn að vera – eru einhverjar breytingar fyrirsjáanlegar sem leiðtogar þurfa að hafa í huga.?

Viðburðinum verður streymt á Teams.

Um gestina okkar:

Haukur Ingi Jónasson starfaði sem lektor við verkfræði- og náttúruvísindavið Háskóla Íslands um árabil en er nú lektor við Háskólann í Reykjavík og er forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við skólann. Haukur er þekktur sem fyrirlesari bæði á Íslandi og erlendis og hann hefur kennt fjölda námskeiða, meðal annars í Háskóla Íslands, við Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. 
Haukur Ingi er í rannsóknarsamstarfi við The Cooper Union for the Advancement of Sciences and the Arts í New York. Helstu rannsóknarsvið hans eru skipulagsheildarfræði, þróun skipulagsheilda, samskipti, samningagerð, deilustjórnun, aflfræði hópa, sálaraflsfræðilegar kenningar, sálgreining og tengsl hennar við aðra strauma og stefnur innan sál-, tauga- og geðlæknisfræða, æðri hugsun, siðfræði og hagnýting hugvísinda í verkvísindalegu samhengi. 
 
Sigrún Gunnarsdóttir er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og lauk doktorsprófi með áherslu á lýðheilsu, stjórnun og heilbrigt starfsumhverfi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine.
Sigrún hefur starfað á vettvangi heilbrigðiþjónustunnar í heilsugæslu, á Landspítala, hjá Landlæknisembættinu og í Heilbrigðisráðuneytinu og hefur auk þess verið í forystu hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, Félagi um lýðheilsu, Krabbameinsfélaginu og norrænum samtökum um vinnuvernd og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Sigrún var varaþingmaður árin 2013-2017 og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2017.
 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?