Faghópur um opinbera stjórnsýslu

Faghópur um opinbera stjórnsýslu

Efla fræðilega og hagnýta þekkingu á opinberri stjórnsýslu
Styrkja fólk í starfi innan ríkisstofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka
Hvetja til opinskárra umræðna um opinbera stjórnsýslu
Myndun tengslanets Opinber stjórnsýsla fjallar um stjórnun á sviðum hins opinbera og fjallar í grunninn um samspil laga, hefða, stjórnmála og stjórnsýslu. Stofnanir og fyrirtæki verða sótt heim og fyrirlesarar fengnir til að fjalla um afmarkað efni sem tengist viðkomandi stofnun.  Fyrirspurnir og umræður verða í kjölfarið.  Hópurinn mun jafnframt standa fyrir morgunverðarfundum og ráðstefnum í samstarfi við aðra faghópa eða aðra aðila innan greinarinnar Stofnanir og fyrirtæki verða sótt heim og fyrirlesarar fengnir til að fjalla um afmarkað efni sem tengist viðkomandi stofnun.  Fyrirspurnir og umræður verða í kjölfarið.  Hópurinn mun jafnframt standa fyrir morgunverðarfundum og ráðstefnum í samstarfi við aðra faghópa eða aðra aðila innan greinarinnar

Viðburðir

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.  

 

Arna Ýr Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kynnir innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar. Arna fjallar um breytingar á vinnulagi og hvernig notast er við aðferðafræði “design thinking”. Aðferðafræðin byggir á skapandi og stefnumótandi aðferðum til að ýta undir nýsköpun og auka upplifun notendanna.

Aðferðafræðin kallar á þverfagleg teymi með aðkomu fleiri hagsmunaaðila og reynt að vinna gegn  því að mengi þátttakenda sé einsleitt.

Þröstur Sigurðsson deildarstjóri kynnir starfsemi Rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og hvernig unnið er gegn sílómyndunum og hvatt til þátttöku fleiri aðila í rafvæðingu ferla með það að leiðarljósi að skapa jákvæða upplifun fyrir notendur, bæði borgarbúa og starfsfólk borgarinnar

Hvað getum við lært af „kerfinu“?

Breytt og bætt verklag í Stjórnarráðinu

Stefnumótun - áætlanagerð - verkefnastjórnun - undirbúningur lagasetningar

Í lok ársins 2013 voru kynntar tvær nýjar handbækur um verklag í Stjórnarráði Íslands. Tilgangurinn með þeim er að bæta og samhæfa verklag starfsmanna.

Handbækurnar eru samræmdar að uppbyggingu og eiga að nýtast við skipulag ólíkra viðfangsefna. Þær eru ætlaðar til leiðbeiningar fyrir starfsfólk Stjórnarráðsins og lagaðar að vinnuumhverfi þess en sú aðferðafræði sem þær endurspegla getur jafnframt nýst utan Stjórnarráðsins.

Um er að ræða handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð, handbók um verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráðið og nú er unnið að þeirri þriðju; handbók um lagasetningu og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrri hluta árs 2014.

Héðinn Unnsteinsson, Sif Guðjónsdóttir og Steinunn Halldórsdóttir sérfræðingar í forsætisráðuneytinu ræða handbækunar, samhengi þeirra, tilurð og mögulega notkun fyrir félagsmenn og aðra áhugasama.

Staðsetning: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - fyrirlestrasalur jarðhæð - Skúlagötu 4

Nánari upplýsingar
Sjá frétt á vef forsætisráðuneytisins um nýjar handbækur um verklag http://www.forsaetisraduneyti.is/utgafur/handbaekur/

.

ATH! FUNDINUM ER FRESTAÐ: Tímamót hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Nú um áramótin tók Orka náttúrunnar við rekstri allra virkjana Orkuveitu Reykjavíkur og sölu á rafmagni. Nýja félagið starfar á samkeppnismarkaði. Uppskipting starfseminnar var að lagaboði og var gerð eftir að rekstur Orkuveitu Reykjavíkur hafði verið stokkaður upp.
Hvaða áskoranir blöstu við þegar skipta þurfti fyrirtækinu upp og hvernig var staðið að því að móta hið nýja fyrirtæki?
Þessu svara þeir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi og verkefnisstjóri uppskiptingarinnar, og Páll Erland, framkvæmdastjóri ON á fundi stjórnsýsluhóps Stjórnvísi. Hann verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar 2014 kl. 8:30-9:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum fyrirtækjanna að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?