Faghópur um opinbera stjórnsýslu

Faghópur um opinbera stjórnsýslu

Viðburðir

Hvað getum við lært af „kerfinu“?

Breytt og bætt verklag í Stjórnarráðinu

Stefnumótun - áætlanagerð - verkefnastjórnun - undirbúningur lagasetningar

Í lok ársins 2013 voru kynntar tvær nýjar handbækur um verklag í Stjórnarráði Íslands. Tilgangurinn með þeim er að bæta og samhæfa verklag starfsmanna.

Handbækurnar eru samræmdar að uppbyggingu og eiga að nýtast við skipulag ólíkra viðfangsefna. Þær eru ætlaðar til leiðbeiningar fyrir starfsfólk Stjórnarráðsins og lagaðar að vinnuumhverfi þess en sú aðferðafræði sem þær endurspegla getur jafnframt nýst utan Stjórnarráðsins.

Um er að ræða handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð, handbók um verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráðið og nú er unnið að þeirri þriðju; handbók um lagasetningu og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrri hluta árs 2014.

Héðinn Unnsteinsson, Sif Guðjónsdóttir og Steinunn Halldórsdóttir sérfræðingar í forsætisráðuneytinu ræða handbækunar, samhengi þeirra, tilurð og mögulega notkun fyrir félagsmenn og aðra áhugasama.

Staðsetning: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - fyrirlestrasalur jarðhæð - Skúlagötu 4

Nánari upplýsingar
Sjá frétt á vef forsætisráðuneytisins um nýjar handbækur um verklag http://www.forsaetisraduneyti.is/utgafur/handbaekur/

.

ATH! FUNDINUM ER FRESTAÐ: Tímamót hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Nú um áramótin tók Orka náttúrunnar við rekstri allra virkjana Orkuveitu Reykjavíkur og sölu á rafmagni. Nýja félagið starfar á samkeppnismarkaði. Uppskipting starfseminnar var að lagaboði og var gerð eftir að rekstur Orkuveitu Reykjavíkur hafði verið stokkaður upp.
Hvaða áskoranir blöstu við þegar skipta þurfti fyrirtækinu upp og hvernig var staðið að því að móta hið nýja fyrirtæki?
Þessu svara þeir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi og verkefnisstjóri uppskiptingarinnar, og Páll Erland, framkvæmdastjóri ON á fundi stjórnsýsluhóps Stjórnvísi. Hann verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar 2014 kl. 8:30-9:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum fyrirtækjanna að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.

Heimsókn til Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála

Faghópur um opinbera stjórnsýslu heldur fund þann 14.apríl nk. kl.08:30 - 10:00
Fundurinn verður haldinn í  Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála  Háskóli Íslands Gimli við Sæmundargötu
 Fyrirlesari:
Ásta Möller, forstöðumaður fjallar um Stofnun stjórnsýslufræða, meginverkefni stofnunarinnar, helstu samstarfsaðila o.s.fr.v

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?