Almannatengsl og samskiptastjórnun: Fréttir og pistlar

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun var haldinn 19. maí 2023

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun var haldinn 19. maí 2023 í gegnum Teams.

Starfsárið 2022-2023 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Formaður:

Erla Björg Eyjólfsdóttir - Cohn & Wolfe á Íslandi

Meðstjórnendur:

Andrea Guðmundsdóttir – Háskólinn á Bifröst

Ásta Sigrún Magnúsdóttir – Garðabær

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir – Reykjavíkurborg

Gunnar Hörður Garðarsson – Ríkislögreglustjóri

Gunnar Sigurðsson – KPMG

Gunnlaugur Bragi Björnsson – Viðskiptaráð

Heiða Ingimarsdóttir – Múlaþing

Ingvar Örn Ingvarsson – Cohn & Wolfe á Íslandi

Júlíus Andri Þórðarson – Háskólinn á Bifröst

Karen Kjartansdóttir – Langbrók

 

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna á sínu fyrsta starfsári og hlökkum til þess næsta!

Aðalfundur stjórnar faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun verður haldinn föstudaginn 19. maí klukkan 08:45-9:30 í gegnum Teams. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða meðstjórnenda er laus, sjá nánar að neðan. 

 

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af fyrsta starfsári faghóps
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starf meðstjórnenda einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttað og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur.

Allir sem hafa áhuga á almannatengslum og samskiptastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi atvinnugreinarinnar á Íslandi geta haft samband við Erlu Björgu Eyjólfsdóttur, formann faghópsins og ráðgjafa hjá Cohn & Wolfe á Íslandi.

Netfang: erla.eyjolfsdottir@cohnwolfe.is  

Símanúmer: +354-8985119

______________________________________________________________________________________________________

Samantekt frá okkar fyrsta viðburði

Nú er vika liðin frá fyrsta viðburði okkar sem fjallaði um hver tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila á milli.

Þar sem fyrirhugað er að halda sambærileg erindi á landsbyggðinni á komandi vetri viljum við veita innsýn í það sem fór fram á viðburðinum og miðla þannig áfram því sem við höfum tök á, að teknu tilliti til trúnaðar við frummælendur og áheyrendur.

  

Hvert er helsta vandamál miðlunar?

Kjarni þess erindis sem Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Cohn og Wolfe á Íslandi flutti, var sá að innan almannatengsla á Íslandi hefur lengi skort fagmennsku. Staðreyndin er sú að stór hluti þeirra sem sinna almannatengslum með áberandi hætti, eins og upplýsingafulltrúar, koma úr fjölmiðlaheiminum og hafa litla eða enga faglega þekkingu á faglegri hliðum almannatengsla. Þau sem hafa aflað sér þekkingar og reynslu starfa yfirleitt á bak við tjöldin, til dæmis við stefnumótun, samskiptaáætlanir og framkvæmd þeirra. Þetta veldur bjögun í almennri umræðu þar sem sýnilegi hluti almannatengslanna er oft á tíðum ekki sá faglegi.

Mögulega stafi slík vinnubrögð af því að það séu eins konar ranghugmyndir í gangi varðandi samskipti fjölmiðla og lögaðila annars vegar og hins vegar  lögaðila og almannatengla til dæmis varðandi hvert hlutverk fjölmiðla raunverulega er. Í þessu samhengi velti Ingvar sérstaklega upp spurningum um mikilvægi fjölmiðla fyrir almannatengsl.  

Við teljum okkur flest vita að hlutverk fjölmiðla er að upplýsa almenning um það sem á sér stað í samfélaginu. Upplýsa á þann hátt að það sé verið að segja satt og rétt frá og gagnsæi fylgir störfum fjölmiðla, sem stuðlar að því að skipulagsheildir vilji koma hreint fram í garð almennings.

Ef við skoðun hlutverk almannatengsla er kjarninn almennt sá að breyta viðhorfum í jákvæða átt með upplýsingamiðlun til að mynda og viðhalda gagnkvæmum tengslum, skilningi, samþykki og samvinnu hagaðila á milli.

Þar sem meginhlutverkin eru skýr þarf að velta fyrir sér hvað gæti hamlað þessum hlutverkum.

 

Samkvæmt alþjóðlegum siðareglum almannatengla er ekki leyfilegt að beita sefjun gagnvart fjölmiðlafólki eða almenningi. Raunin er sú að oft er verið að reyna að sefja fjölmiðla eða almenning til að fylkja sér að baki málstað án þess að áheyrendur skilaboðanna viti nokkuð um raunverulegu markmið þess að reynt er að hafa áhrif á hann. Almannatenglar sem ekki hafa hlotið fagmenntun eða tilhlýðilega þjálfun þekkja ekki þessa reglu og fylgja henni því ekki. Að líkindum stuðlar þetta að ranghugmyndum um starfshætti almannatengla. Þetta skapar því vantraust, og réttilega.

Hver er lausnin?

Lítið hefur breyst í grundvallar þáttum alþjóðlegra siðareglna almannatengla, sem Basil Clarke setti í byrjun síðustu aldar. Clarke, sem starfaði á þeim tíma sem blaðamaður hjá Daily Mail, talaði fyrir því að allt efni sem kæmi frá almannatengli yrði merkt sendanda og skýrt tekið fram um hvers konar efni var um að ræða og að þetta væri mikilvægasti punkturinn að það sé skylt að upplýsa hver viðskiptavinurinn er og í hvaða tilgangi efninu væri miðlað.

Okkar aðferð í faghópnum er að stuðla að fagmennsku með samtali fagaðila á milli, ásamt því að leggja línurnar þar sem fagaðilar geta í framhaldinu dregið einhver mörk og skapað málefnalega gagnrýni á ófagleg vinnubrögð kollega sinna og stutt við fagleg vinnubrögð sem geta leitt til betri samskipta og miðlunar á milli fjölmiðla, almannatengla og lögaðila.

  

Niðurstaða umræðnanna?

Að erindi loknu tóku við pallborðsumræður þar sem Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fjölmiðlarýnir og Þórarinn Þórarinsson, einn reyndasti blaðamaður landsins og nú starfandi á Fréttablaðinu, svöruðu ásamt Ingvari spurningum úr sal.
Umræðan hverfðist fljótt um hlutverk fjölmiðla en í þeim geira eru skiptar skoðanir um það hvort skilgreina beri fjölmiðla sem fjórða valdið eða ekki. Bæði Brynjar og Þórarinn vildu meina að sú skilgreining ætti ekki rétt á sér. Fjölmiðlar hefðu ekkert formlegt vald og ættu að forðast það að líta á sig sem fjórða valdið því annars gætu fjölmiðlarnir orðið hluti af „establishmentinu“ sem ynni gegn þekktum tilgangi þeirra. Fór þessi umræða fram á þeirri forsendu sem Ingvar nefndi í sínu erindi að fjölmiðlafólkið sjálft væri að meirihluta sammála þeirri skilgreiningu; að fjölmiðlar eru fjórða vald samfélagsins.

Þá kom einnig fram að vantraust fjölmiðlafólks gagnvart almannatenglum væri almennt enda eru fjölmiðlar undir stöðugum þrýstingi að birta umfjöllun um allskonar hluti sem væri í raun ekki áhugaverðir frá sjónarhóli fjölmiðla. Faglegt traust gæti þó myndast þar sem almannatenglar taka hlutverk sitt alvarlega gagnvart fjölmiðlum með einskonar hliðvörslu gagnvart fjölmiðlum þar sem viðskiptavinir eru stoppaðir af með málefni sem ekki ættu raunverulegt erindi í fjölmiðlum.

Það virðist þó samróma niðurstaða fundarins að hlutverk fjölmiðla, óháð því hvort þeir eru skilgreindir sem fjórða valdið eða ekki, er eitt það mikilvægasta í frjálsu og lýðræðislegu samfélagi. Af því leiðir að almannatenglum ber að umgangast fjölmiðla af ábyrgð þar sem heiðarlegir starfshættir eru hafði að leiðarljósi og barist er gegn sefjun með öllum tiltækum ráðum.

 

Við kveðjum að sinni og viljum við minna fólk á að fylgjast með hliðstæðum viðburðum á landsbyggðinni á næstunni.

 

 

 

 

 

 

 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
 
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
 
 
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl. Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um almannatengsl og samskiptastjórnun og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Erla Björg Eyjólfsdóttir stofnandi faghóps var kosin formaður með einróma samþykki og stuðningi fundarins.

Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér.  Þar er jafnframt að finna upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í haust og kynna til leiks það sem er framundan á komandi starfsári.  

 

Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa: Erla Björg Eyjólfsdóttir formaður, Andrea Guðmundsdóttir Háskólinn á Bifröst, Ásta Sigrún Magnúsdóttir Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir Reykjavíkurborg, Guðmundur Heiðar Helgason Strætó BS, Gunnar Hörður Garðarsson samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra, Gunnar Kristinn Sigurðsson KPMG, Gunnlaugur Bragi Björnsson Viðskiptaráð Íslands, Heiða Ingimarsdóttir Múlaþing og Ingvar Örn Ingvarsson Cohn & Wolfe á Íslandi.

 

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?