Faghópur um stjórnun upplýsingaöryggis: Fréttir og pistlar

Ný stjórn faghóps um upplýsingaöryggi.

Fjöldi Stjórnvísifélaga sýndi áhuga á að koma í stjórn faghóps um upplýsingaöryggi, allt afburðafólk. Úr varð stór og sterk stjórn sem endurspeglar vel fjölbreytilega þeirra vinnustaða sem áhuga sýndu.  Fyrsti fundur stjórnarinnar var á Kringlukránni í dag þar sem farið var yfir almennt fyrirkomulag og umboð stjórna Stjórnvísi, hlutverk stjórnar, kosningu formanns og næstu skref.

Stjórnina skipa þau Anna Kristín Kristinsdóttir upplýsingaöryggisstjóri Isavia sem jafnframt er formaður faghópsins, Arnar Freyr Guðmundsson Seðlabanka Íslands, Davíð Halldórsson KPMG, Ebenezer Þ. Böðvarsson Borgun, Hrefna Arnardóttir Advania, Jón Elías Þráinsson Landsneti, Kristín Ósk Hlynsdóttir Rannís, Margrét Kristín Helgadóttir Fiskistofu, Margrét Valdimarsdóttir Creditinfo og Margrét Valgerður Helgadóttir hjá Póstinum. 

Upplýsingar um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta undirbúið sig undir gildistöku um breytta persónuverndarlöggjöf frá 2018.

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 var viðfangsefni faghópa um CAF/EFQM, gæðastjórnun, ISO og upplýsingatækni var haldinn á Veðurstofu Íslands í morgun.
Fyrr á árinu voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri og þ.a.l. íslenskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Breytingarnar taka gildi á árinu 2018 en fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki og stofnanir að aðlaga starfsemi sína að breyttum - og auknum - kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga eru jafnframt aukin til muna sem einnig kallar á breytingar í starfsemi þeirra sem vinna persónuupplýsingar.
Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis frá Persónuvernd sagði lögin hafa haft langan aðdraganda og undirbúning. Annars er reglugerð um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga og hins vegar tilskipun um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæsluaðilum. Markmiðið er að einstaklingar fái betri stjórn yfir upplýsingar um sig. Þetta er því liður í að bæta réttarvernd. Reglugerðin tekur formlega gildi 25.maí 2018. Þeir sem vinna persónuupplýsingar hafa því 1,5ár til að samræma sig. Reglugerðin lýtur að öllum fyrirtækjum í heiminum sem vinna með upplýsingar um Evrópubúa hvar sem þeir eru í heiminum. Ef boðin er þjónusta eða vara til sölu fellurðu innan gildissviðsins. Upplýsingar sem beint má rekja er t.d. nafnið þitt og óbeint IP tölur. Reglugerðin nær til ábyrgðaaðila þ.e. þeirra sem hefja vinnslu og einnig til þeirra sem vinna úr upplýsingum. Hingað til hafa úrvinnsluaðilar verið í skjóli. Ábyrgðar-og vinnsluaðilar eru því báðir orðnir ábyrgir.
Rík krafa er um gagnsæi og að veitt sé fræðsla um upplýsingarnar. Hver er tilgangurinn og hvenær er þeim eytt. Verið er að einfalda aðgang að upplýsingum til einstaklinga. Einstaklingar eiga að geta flutt upplýsingar sínar til, þetta er nýr réttur. Hægt á að vera að fara til einstaklinga og færa allt á milli. Ekki er lengur hægt að loka á upplýsingar. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að gefa upplýsingar um eðli upplýsingabrests. Síðan er réttur til að gleymast. Hann felst í að einstaklingur á rétt á að ákveðnum upplýsingum um hann sé eytt. Opinber aðili hefur ekki sama rétt og borgari. Mjög strangar reglur eru komnar. Stofnanir og fyrirtæki þurfa að uppfæra samþykkisferla. Gera einstaklingum kleift að fá allar upplýsingar um sig. Halda skrá yfir vinnsluaðgerðir. Hvaða upplýsingar er ég að vinna, hvar flokkast þær og hvaða tegund er ég að vinna með, eru þær almennar? Undantekning er fyrir stofnanir sem eru undir 250 manns. Síðan er breytt tilkynningarskilda þ.e. tilkynna þarf um allar persónuupplýsingar. Nú þarf að tilkynna um öryggisbrest til Persónuverndar innan 72 klst. frá því bresturinn varð. Einnig þarf að tilkynna hvernig vinna á úr öryggisbrestinum. Einnig er skylda að tilkynna öryggisbrest til einstaklinganna sjálfra.
Fyrirtæki og stofnanir þurfa að skipa sér persónuverndarfulltrúa óháð stærð sinni. Ef kjarnastarfsemi felst í því þá er það nauðsynlegt. Þetta á við tryggingarfélög, banka o.fl. Þessi fulltrúi heyrir beint undir forstjóra, hann þjálfar starfsmenn sem vinna með persónuupplýsingar. Ekki er hægt að pikka hvern sem er út heldur velja þann sem þekkir persónuverndarlögin.
Fyrirtækin eiga að framkvæma mat. Hvað er ég að fara að vinna? Er ég að gæta hófs? Í alvarlegustu tilvikunum á að leita álits persónuverndar samræmist gildandi lögum og reglum. Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) mun stórauka sektarheimildir allt að 4% af heildarveltu fyrirtækis.
Það er alveg ljóst að persónuvernd er komin í fyrsta sæti. Nú þarf vitundarvakningu þannig að allir skilji hvaða skyldur hvíla á þeim. Þetta er viðvarandi verkefni fyrir gæðastjórnun og auka þarf vitundina. Nú þarf að byrja á að greina allar upplýsingar. Erum við ábyrgðar eða vinnsluaðili? Það er alveg ljóst að þetta mun kalla á tíma. Tækifæri felast í verndinni, það eykur traust og sá sem fylgir reglunum ætti að fá aukin viðskipti. Framundan er fundarröð hjá Persónuvernd. Haldnar verða málstofur fyrir aðila.
Hörður Helgi Helgason, hdl. Landslög sagði komin tími til að huga að því hvernig hægt væri að aðstoða fyrirtæki við innleiðingu nýju laganna. Núgildandi reglur 77/2000 um persónuvernd hafa kjarnann um hvernig megi vinna með persónuupplýsingar. Lögin kveða á um ákveðnar heimildir og upplýsingaöryggi. Gull hvers fyrirtækis og stofnana eru upplýsingar. Sjávarútvegsfyrirtæki vinna í dag mikið með upplýsingar. Upplýsingar eru þrennt: leynd, réttleiki og aðgengileiki. Tryggja þarf að upplýsingar séu réttar og þeir sem þurfa að komast í upplýsingarnar komist í þær og þær séu réttar t.d. á Landspítalanum.
Á ISO.org er hægt að sjá alla staðla um persónuvernd. En hvað breytist í nýju reglugerðinni? Í fyrsta lagi þá verður sjálfstæð heimild til að vinna með persónuupplýsingar í öryggisskyni. Ef það er þörf eða nauðsyn þá er það heimilt. Annað þá er það uppsetning kerfanna. Ef þau snúa að starfsmönnum þá þarf að passa að starfsmenn fái ekki meiri upplýsingar en þau þurfa. CRM kerfi koma tilbúin uppsett með að vinna mjög mikið með sínum viðskiptavini. Þar þarf að skoða hvort safna megi/eigi öllum þessum upplýsingum. Gegnumgangandi er að menn eru að skipta úr að segja hér eru skyldur í stað þess að nú þarf að skjala jafn óðum og sanna að yfir árabil hafi ráðstafanir verið til sönnunar. Nú þurfa því allir að fara af stað og vera tilbúnir að standa skil á. Nú er komin ný gullin regla. Hver og einn á rétt á að gætt sé öryggis varðandi upplýsingar um hann sem einstakling. Fyrirtæki þurfa núna að kóta niður og sýna hvernig þau gæta upplýsingaöryggis. Fylgt verður hart eftir öryggisreglunni um upplýsingabrest og því að tilkynnt sé um upplýsingabrest til Persónuverndar inna 72 klst.
Hörður benti á að hjá Persónuvernd eru prýðilegir bæklingar personuvernd.is Mikill GDPR-iðnaður er sprottinn upp erlendis og eru linkar á tékklistann í glærum með fyrirlestrinum á innra neti Stjórnvísi. Hörður nefndi að lokum að mikilvægt væri að hafa hliðsjón af ISO 27001 við undirbúning verkefnisins: Tryggja stuðning stjórnenda og halda þeim vel upplýstum, ekki reiða sig um á ráðgjafa því þetta verður að vera sjálfsprottið, fara strax af stað því kostnaðurinn verður mikill ef allt á að gerast á sama tíma. Taka saman skrá um alla vinnslu, setja saman og halda uppfærðri tíma-og kostnaðaráætlun sem taki til gerðar allra verkferla, verklagsreglna og mannaráðninga. Stilla saman þeim sviðum sem eru helstu neytendur persónuupplýsinga, UT-sviði, gæðasviði og lögfræðisviði.

Gullna hliðið - Áskoranir í breyttu umhverfi upplýsingafræðinga.

Stjórn faghóps um upplýsingaöryggi vekur athygli á ráðstefnu sem haldin verður

 1. apríl 2014 - kl. 8:30 - 11:00 í Þjóðarbókhlöðunni

Ráðstefnan er haldin á vegum námsbrautar í upplýsingafræði við Háskóla Íslands í samvinnu við Azazo - Gagnavörsluna. Fjölbreytt erindi eru á dagskrá sem tengjast með einum eða öðrum hætti stjórnun og öryggi upplýsinga. Á ráðstefnunni er einnig horft til teymisvinnu og mikilvægi þess að ólíkar faggreinar innan fyrirtækja leggi saman lausnir sínar og stuðli þannig að árangursríkri innleiðingu hugbúnaðarverkefna og skilvirkri notkun upplýsingakerfa.

Húsið opnar kl.8.30

Dagskrá:

8:45 - 9:05

Upplýsingaský og öryggi
Hannes Pétursson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Azazo

9:05 - 9:25

Kröfur starfsmanna : lækurinn finnur sér alltaf farveg! Kristjana Nanna Jónsdóttir, ráðgjafi Azazo og Björt Baldvinsdóttir

9:25 - 9:45

Samfélagsmiðlar og upplýsingastjórnun : er skjalaöryggi ógnað? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, námsbraut í
upplýsingafræði

9:45 - 10:00

KAFFI

10:00 - 10:20

Breytt hlutverk upplýsingastjórans : hvað heiti ég? Gunnhildur Manfreðsdóttir, fagstjóri ráðgjafasviðs Azazo

10:20 - 10:40

Einföldun upplýsingaumhverfis hjá Landsneti Ásgerður Kjartansdóttir, skjalastjóri og Sæmundur Valdimarsson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar Landsnets

10:40 - 11:00

Teymi - líka í upplýsingastjórnun
Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Hagvangi

Vinsamlegast skráði þátttöku
hér.https://docs.google.com/a/azazo.com/forms/d/1ppmfqxatgwda4B2lFYMu9uIgLlrh0tuAYi1sEA4DpxY/viewform
Aðgangur er ókeypis.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Afar athyglisverður fundur í HR hjá Upplýsingaöryggishópnum í morgun

Á fundi upplýsingaöryggis sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í morgun ræddi Ýmir Vigfússyni um núverandi stöðu tölvuöryggis á Íslandi og hvað við getum gert til að bæta okkur. Niðurstaða Ýmis er sú að hætturnar eru til staðar sem aldrei fyrr og við hér á Íslandi getum gert mun betur. Peningar, njósnir og völd eru þeir þættir sem gera tölvuinnbrot aðlaðandi fyrir skúrkana og í dag eru þetta oft glæpasamtök sem standa að baki innbrota. Það er úr nægu fyrir þá að moða því að öryggisholur er víða að finna og t.d. kóði stýrikerfa margfalt umfangsmeiri í dag heldur en fyrir 10 árum. Framtíðin er líka ekki allt of björt því að Ýmir spáir því að virði og umfang tölvuárása muni aukast ásamt fjölda öryggisveikleika kerfa. Aftur á móti er hættan fyrir einstaklinga óljós, það eru ekki allir skúrkar sem að finnst borga sig að ráðast á einstaklingstölvur og sérhæfa sig frekar í að ráðast á stærri skotmörk.
Hvað getum við gert hérna á Íslandi? Að mati Ýmis þá er það annaðhvort að kaupa lausnir á borð við öryggisúttektir eða "Offensive Security" eða þjálfa upp starfsfólk. Þjálfun eða menntun er mjög mikilvæg og mikið meira sem mætti gera bæði fyrir þá sem eru að læra hugbúnaðarþróun og eins á sviði símenntunar fyrir þá sem eru út í atvinnulífinu. Háskólinn í Reykjavík hefur árlega boðið upp á 6 eininga tölvuöryggisnámskeið sem er opið fyrir alla (3 vikna) og einnig árlegar keppnir í tölvuhakki. Næsta tölvuhakkskeppni HR verður einmitt næstkomandi fösudag í sal 1 í Háskólabíói (kl 21:30) og eftir spennandi innbrotskeppni sem háð verður á staðnum, kemur í ljós hver er hakkari ársins 2012!

Faghópur um upplýsingatækni vekur athygli á ráðstefnu í Nauthól 28.september; Réttur til að vita ...

Ráðstefna 28. september
Nauthóli - Nauthólsvík
kl. 9 - 12

„Réttur til að vita ...“
„Hvar liggja mörk trúnaðar og upplýsingagjafar?“
Skráningarform
Taktu þátt í umræðunni á Twitter: @SkyIceland #Rettur
Ráðstefnan er haldin í tilefni af „International Right to Know Day“ sem haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt.
Lögð verður áhersla á þátt upplýsingatækninnar. Ráðstefnan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að rétturinn til að vita sé virtur, bæði borgurum og þeim sem bera ábyrgð á vistun og miðlun upplýsinga.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

 • Hvað felst í þessum degi?
 • Hvað gera önnur lönd?
 • Hver eru vandamálin við upplýsingagjöf á Íslandi í dag?
 • Hver er réttur almennings til upplýsinga?
 • Hvernig er lagaumhverfið?
 • Hvað get ég fengið að vita um sjálfan mig?
 • Hvernig má nýta upplýsingatæknina betur?
  Dagskrá:
  08:50-09:00 Afhending ráðstefnugagna
  09:00-09:40 Leyna stjórnvöld mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning?
  Niðurstöður könnunar kynntar.
  Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
  09:40-10:00 Rétturinn til að þekkja eigin upplýsingar
  Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur, Persónuvernd
  10:00-10:20 Eru upplýsingalögin að virka?
  Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneyti
  10:20-10:40 Kaffihlé

10:40-11:00 Sjónarhorn “eiganda” gagna. Hvenær má veita upplýsingar og hvenær ekki?
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Tæknisviðs Símans
11:00-11:20 Hvað skráir lögreglan hjá sér og í hvað notar hún það?
Árni E. Albertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóranum
11:20-11:40 Þjónusta ríkisskattstjóra
Gunnar Karlsson, sviðsstjóri einstaklingssviðs hjá ríkisskattstjóra

11:40-12:00 Bætt aðgengi að upplýsingum og samskiptum
Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason, Íbúar ses

12:00 Fundarlok

Fundarstjóri: Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Undirbúningsnefnd: Jóhanna Gunnlaugsdóttir hjá Háskóla Íslands, Halla Björg Baldursdóttir hjá Þjóðskrá Íslands, Ásta Möller hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Arnheiður Guðmundsdóttir hjá Ský

Verð fyrir félagsmenn Ský: 4.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.
Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.000 kr.

Skráningarform
Hvetjum alla til að fylgjast með Ský og vera virk á Twitter, Facebook og LinkedIn

Bestu kveðjur,
Skýrslutæknifélag Íslands
www.sky.is sky@sky.is

Draumaland tölvurekstraraðila ráðuneytana

Rekstrarfélag stjórnarráðusbygginga tók vel á móti stjórnvísimeðlimum í morgun á áhugaverðum fundi um aðgangsstjórnun. Framkvæmdarstjóri félagsins Guðmundur H. Kjærnested kynnti fyrir okkur það verkefni sem þeir eru búnir að vinna að undanfarin 3 ár til að koma aðgangsmálum allra ráðuneytana í góðan farveg. Þau kölluðu lokamarkmiðið Draumalandið en í því fólst samtenging allra kerfa og aukið upplýsingaflæði. Til verksins er notað m.a. Tivoli kerfi frá IBM, Access Management (TAM) og Identity Management (TIM).
Hér má sjá myndir af fundinum: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.332652700136020.78914.110576835676942&type=1

Verðandi viðskiptavinir þekkja ekkert annað en Facebook, Twitter og aðra samfélagsmiðla

Icelandair tók vel á móti faghópi um upplýsingaöryggi í morgun í NATURA. Hákon Ágústsson sérfræðingur Icelandair sagði frá því að nú væru að koma viðskiptavinir sem þekkja ekkert annað en Facbook, Twitter og aðra samféalgsmiðla. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að búa sér til leibeingar 1. hvernig
Hér má sjá myndir af fundinum:
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.294942257240398.70104.110576835676942&type=3

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?