Vitundarmál vegna upplýsingaöryggis í víðu samhengi

Fundurinn sem var á vegum faghóps um upplýsingaöryggi var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Jón Kristinn Ragnarsson í stjórn faghópsins stjórnaði fundinum. Vitundarmál vegna upplýsingaöryggis geta verið margskonar og að mörgu sem hægt er að huga. Á þessari kynningu voru skoðuð vitundarmál í víðu samhengi og tækifæri til að gera enn betur. Einnig hvernig fyrirtæki standa að innri og ytri samskiptum en líka hvernig stuðlað er að aukinni vitund meðal borgara landsins. Samvinna og samstarf var til grundvallar enda oft leiðin að farsælli og hagkvæmri lausn. 

Hermann Þór Snorrason, sérfræðingur á Fyrirtækjasviði Landsbankans sagði frá því hvernig Landsbankinn stendur að vitundarvakningu um netöryggi gagnvart bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Í erindinu fjallaði Hermann um ytri netöryggisfræðslu bankans, ferlinu við textaritun, hvernig gagnaöflun er háttað, samstarfinu við auglýsingastofur og erlenda banka, hann lýsti viðbrögðum viðskiptavina við fræðsluefninu og fleiru í þeim dúr. Hermann hefur m.a. stýrt netbönkum og vefþjónustum Landsbankans og vann að innleiðingu RSA-öryggiskerfisins sem byggir m.a. á mynstur- og umhverfisgreiningum og hefur ritað fjölda greina um netöryggismál banka.

Daði Gunnarsson hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu sagði okkur frá samstarfi lögreglu um allan heim þegar kemur að netbrotamálum og hver þróunin er innan íslensku lögreglunnar þegar kemur að þessu ört vaxandi máli. Farið var yfir skýrslu EUROPOL um skipulögð afbrot á netinu (IOCTA) og hvað er sameiginlegt með henni og raunveruleikanum á Íslandi. Þá ræddi hann um samstarfsaðila á sviði netbrota og netöryggis bæði innlenda og erlenda. Þá fór hann einnig yfir námskeið sem í boði er fyrir verðandi lögreglumenn í Háskólanum á Akureyri með áherslu á netbrot og netöryggi. Daði er með MSc. í Forensic computing and cybercrime investigations frá UCD og er með CFCE vottun frá IACIS. Hann hefur sótt mörg námskeið á vegum lögreglunnar í tengslum við netbrot og netrannsóknir ásamt því að kenna í Háskólanum á Akureyri, Lögregluháskólanum í Noregi (PHS), Evrópska lögregluskólanum (CEPOL) og gert námsefni fyrir EUROPOL, CEPOL o.fl.

Daníel Máni Jónsson, Öryggisstjóri hjá Valitor sagði frá hvað Valitor er að gera varðandi öryggis vitundarvakningu meðal starfsmanna sinna. Hann varpaði fram nokkrum heilræðum sem gott getur verið að hafa á bakvið eyrað þegar fyrirtæki setja saman áætlun og efni fyrir vitundarherferðir sínar. Daníel Máni þreytist seint á að fjalla um mikilvægi samstarfs og samtals þegar kemur að öryggismálum, hvort sem er innan fyrirtækja eða milli fyrirtækja. Upplýsingaöryggi er ekki einstaklingsíþrótt heldur hópíþrótt.  Daníel Máni hefur lengst af starfað í hröðum heimi greiðslumiðlunar þar sem öryggi og traust eru lykil þættir og þó hann hafi farið vítt og breytt um skipurit Valitor hafa öryggismál yfirleitt verið ofarlega á baugi í þeim hlutverkum sem hann hefur gengt hjá félaginu og dótturfélögum.

 

Um viðburðinn

Vitundarmál vegna upplýsingaöryggis í víðu samhengi

Hlekkur á fundinn

Vitundarmál vegna upplýsingaöryggis geta verið margskonar og að mörgu sem hægt er að huga. Á þessari kynningu ætlum við að skoða vitundarmál í víðu samhengi og skoða tækifæri til að gera enn betur. Við skoðun hvernig fyrirtæki standa að innri og ytri samskiptum en líka hvernig stuðlað er að aukinni vitund meðal borgara landsins. Samvinna og samstarf verður til grundvallar enda oft leiðin að farsælli og hagkvæmri lausn. 

Hermann Þór Snorrason, sérfræðingur á Fyrirtækjasviði Landsbankans segir frá því hvernig Landsbankinn stendur að vitundarvakningu um netöryggi gagnvart bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Í erindinu fjallar Hermann um ytri netöryggisfræðslu bankans, ferlinu við textaritun, hvernig gagnaöflun er háttað, samstarfinu við auglýsingastofur og erlenda banka, hann lýsir viðbrögðum viðskiptavina við fræðsluefninu og fleiru í þeim dúr. Hermann hefur m.a. stýrt netbönkum og vefþjónustum Landsbankans og vann að innleiðingu RSA-öryggiskerfisins sem byggir m.a. á mynstur- og umhverfisgreiningum og hefur ritað fjölda greina um netöryggismál banka.

Daði Gunnarsson hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu segir okkur frá samstarfi lögreglu um allan heim þegar kemur að netbrotamálum og hver þróunin er innan íslensku lögreglunnar þegar kemur að þessu ört vaxandi máli. Farið yfir skýrslu EUROPOL um skipulögð afbrot á netinu (IOCTA) og hvað sé sameiginlegt með henni og raunveruleikanum á Íslandi. Þá ræðir hann um samstarfsaðila á sviði netbrota og netöryggis bæði innlenda og erlenda. Þá fer hann einnig yfir námskeið sem í boði er fyrir verðandi lögreglumenn í Háskólanum á Akureyri með áherslu á netbrot og netöryggi. Daði er með MSc. í Forensic computing and cybercrime investigations frá UCD og er með CFCE vottun frá IACIS. Hann hefur sótt mörg námskeið á vegum lögreglunnar í tengslum við netbrot og netrannsóknir ásamt því að kenna í Háskólanum á Akureyri, Lögregluháskólanum í Noregi (PHS), Evrópska lögregluskólanum (CEPOL) og gert námsefni fyrir EUROPOL, CEPOL o.fl.

Daníel Máni Jónsson, Öryggisstjóri hjá Valitor ætlar að segja okkur frá hvað Valitor er að gera varðandi öryggis vitundarvakningu meðal starfsmanna sinna. Varpa fram nokkrum heilræðum sem gott getur verið að hafa á bakvið eyrað þegar fyrirtæki setja saman áætlun og efni fyrir vitundarherferðir sínar. Daníel Máni þreytist seint á að fjalla um mikilvægi samstarfs og samtals þegar kemur að öryggismálum, hvort sem er innan fyrirtækja eða milli fyrirtækja. Upplýsingaöryggi er ekki einstaklingsíþrótt heldur hópíþrótt og ekki ólíklegt að hann komi lítillega inn á það og deili með okkur reynslu sinni í þeim efnum. Daníel Máni hefur lengst af starfað í hröðum heimi greiðslumiðlunar þar sem öryggi og traust eru lykil þættir og þó hann hafi farið vítt og breytt um skipurit Valitor hafa öryggismál yfirleitt verið ofarlega á baugi í þeim hlutverkum sem hann hefur gengt hjá félaginu og dótturfélögum.

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?