Upplýsingaöryggi á nýjum áratug

Faghópur um Upplýsingaöryggi var nýlega endurvakinn og efndi til fyrsta viðburðar með tveimur fyrirlestrum og fyrirlesurum með ólíka nálgun á upplýsingaöryggi. Markhópur fyrirlestranna eru upplýsingaöryggisstjórar og aðrir ábyrgðar- og umsjónaraðilar upplýsingaöryggis.  

1) Innsýn í gagnaflutnings öryggi um netkerfi.

Farið var ofan í saumana á ferðalagi gagna og hvernig er hægt að stuðla að öryggi á flutningsleiðum. Hvað þurfa vörsluaðilar gagna að hafa í huga? Hvert stefnum við?

Fyrirlesari: Áki Hermann Barkarson er með 20 ára reynslu sem sérfræðingur í gagnaflutningskerfum og netöryggi.  Áki sagði að aðilar sem þurfa að taka ákvarðanir varðandi gagnaöryggi þyrftu að huga að 1. Geymslu gagna, öruggar diskastæður í gagnaverum, dulkóða gögn í ferðavélum. 2. Aðgengi að gögnum, notendanöfn o.fl.  3. Samskipti frá a-ö.  Hverju tengist hvað.  Áki hefur sinnt kennslu sl.10 ár.  Það eru aðallega fjórar tegundir tækja sem tengja okkur við gögn; þráðlausir aðgangspunktar, switchar, routerar og eldveggir. Besta líkingin á tengingum er að það lítur út eins og eitt stórt brokkolí.  En hvernig tengist Ísland umheiminum?  Með Farice-1, Danice og Greenland Connect. En hverju þurfum við að hafa áhyggjur af?  Hvað með að einhver sé að sniffa þráðlausa umferð frá client? Er einhver að hakka tækin í fyrirtækjanetið mitt? Er einhver að sniffa umferð milli mín og þjónustuaðila? Eru Kínverjar að stela gögnunum mínum með Huawei búnað? Eða er Norður Korea að færa sig inn á Farice að sniffa okkur með kafbát?   Og svo er það spurning um gagnaverið?  Ef þetta er einfaldað þá er ekki möguleiki að vera að hafa áhyggjur af öllu.  Ekki er hægt að tryggja öryggi á öllum stöðum.  Algengasta leiðin er að keyra TLS 1.2. og session to https://einkabanki.is þá erum við búin að dulkóða gögnin okkar og þetta er það besta sem er í boði .  Hægt er að sjá það á litla lásnum sem birtist uppi á slóðinni á síðunni okkar.  Ef gögnin eru dulkóðuð er það þá það eina sem þarf?  Ef einhver sendir okkur plattölvupóst og við smellum á það þá förum við inn á einkabanki.is og þá erum við plötuð inn á ranga síðu.  Eldveggur gæti mögulega stoppað þetta en kannski ekki.  Eitt sem gleymist í öruggum samskiptum er að gögnin verða að komast á leiðarenda og því þurfa samskiptaleiðirnar að vera öruggar og virka vel.  Það skiptir engu máli hve örugg gögnin eru ef þau komast ekki á staðinn.  Allt þarf að vera tengt.  Oft gleymist í umræðunni hvort hægt er að afhenda keflið ef tæknimaður er ekki á staðnum eða hættir.  Gott að spyrja sig er auðvelt að senda keflið áfram.  Algengustu hætturnar sem gæði sambanda líður fyrir ef fýsískur búnaður bilar, spennubreytar eru algengasta bilunin, ljósbreytur og ljósleiðarar eru næst algengasta bilunin, eintengingar, tvítengingar, hugbúnaðarvillur og mannleg mistök o.m.fl.

Áki sagði mikilvægt að setja fókus á áhættumat.  Þurfum við vírusvarnir, spam varnir, þurfum við tvöfaldan búnað og tengingar, eldveggi með next-gen features, netvarnir, 24/7/365 þjónustu á öll kerfi. Hef ég hugbúnað eða þjónustur sem þurf internet til að vika? Geta DoS árásir tekið þessi kerfi út? Hvaða áhætta og hagsmunir liggja fyrir vegna niðritíma á þessum þjónustum?  Dæmi er um fyrirtæki þar sem fyrirtæki fékk árásir í 11 daga samfellt.  Mikilvægast er að tvítengja, nota tæki sem hafa tvöfalda spennubreyta (dual PSU), alltaf tvítengja skrifstofur (amk með 4G vara -sambandi), Mikilvægt er að tryggja og prófa, netvarnir er ekki hægt að setja inn eftir á, prófa vara-sambönd, varabúnað, prófa allt reglulega og hafa jákvæð samskipti við birgja og þjónustuaðila.  Mikilvægt er að vera í mjög góðu sambandi við birgja.  Jákvæð samskipti stuðla að öryggi og trausti.  IPv6 væðing er byrjuð, skipta þarf um tölur á öllu alnetinu okkar, nú er byrjað að bjóða allar þjónustur IPv4 og IPv6. Dulkóðun er að koma á allar samskiptaleiðir, gerir mönnum erfiðara fyrir að sjá miðlægt hvaða umferð er að fara um kerfin þeirra, öryggi er að færast í aukan yfir á tæki endanotenda.    

 2) Svipmyndir af innlendum upplýsingaöryggisvettvangi

Hraðyfirlit yfir innlendar fréttir um upplýsingaöryggisatvik í þeim tilgangi að sýna fram á hversu vítt svið stjórnun upplýsingaöryggis nær yfir. Hverju mega öryggisstjórar búast við? Hvað geta þeir haft áhrif á?

Fyrirlesari: Ebenezer Þ. Böðvarsson er með 10 ára reynslu sem upplýsingaöryggisstjóri hjá fjármálafyrirtæki. 

Ebenezer sagði að sama ár og Vodafone var hakkað voru 1000 íslenskar síður hakkaðar.  Visir.is og DV.is hafa lent í að borðar beri með sér vírusa og einnig er mikiðe um DDoS árásir.  Ráðist hefur verið á vef fjölmargra íslenskra fyrirtækja. Ebenezer ræddi um upplýsingaleka af vef.  Óvart hafa verið gerð þau mannlegu mistök að símanúmer alþingismanna birtust, ferilskrár hafa orðið sýnilegar, o.fl.  öryggisvitund er því mikilvæg.  Enn ríkir skeytingarleysi gagnvart uppfærslum á vefum.  Forritunarmistök geta verið mjög dýr.  Lykilorð eiga alltaf að vera dulkóðuð.  Skráningarmistök eru upplýsingaöryggi. 

Ebenezer ræddi um innri ógn.  Sameiginleg drif vaxa og vaxa og enginn veit hvað er þarna inni, því er rekjanleiki mjög mikilvægur.  Fólk á aldrei að hafa meiri aðgang en það þarf starfa sinna vegna. 

Þegar nýir starfsmenn koma inn er mikilvægt að fræða þá um cc og bcc og not reply to all.  Þegar menn senda viðhengi.  Algengasta leiðin fyrir upplýsingaleka er rangt netfang.  Mikilvægt er að fræða fólk um gagnagíslingu.  Mikilvægt er að gera prófanir aftur og aftur.  Rafmagnsleysi veldur miklum usla í tölvukerfi.  Í langvarandi rafmagnsleysi hættir kalt vatn að streyma.  Sæstrengjasambandið hangir á bláþræði og við erum ljónheppin að hafa ekki orðið sambandslaus.  Öll fyrirtæki eru með einhvern einn ómissandi starfsmann og ef hann er ekki í vinnu hvað þá?  Að lokum ræddi Ebenezer um krísustjórnun og ítrekaði mikilvægi þess að segja alltaf satt og rétt frá.  Mikilvægt er að læra af atvikum sem aðrir lenda í og ræða þau. 

 

Um viðburðinn

Upplýsingaöryggi á nýjum áratug

Faghópur um Upplýsingaöryggi var nýlega endurvakinn og efnir til fyrsta viðburðar með tveimur fyrirlestrum og fyrirlesurum með ólíka nálgun á upplýsingaöryggi. Markhópur fyrirlestranna eru upplýsingaöryggisstjórar og aðrir ábyrgðar- og umsjónaraðilar upplýsingaöryggis. 

 

1) Innsýn í gagnaflutnings öryggi um netkerfi.

Farið ofan í saumana á ferðalagi gagna og hvernig er hægt að stuðla að öryggi á flutningsleiðum. Hvað þurfa vörsluaðilar gagna að hafa í huga? Hvert stefnum við?

Fyrirlesari: Áki Hermann Barkarson er með 20 ára reynslu sem sérfræðingur í gagnaflutningskerfum og netöryggi.

 

 2) Svipmyndir af innlendum upplýsingaöryggisvettvangi

Hraðyfirlit yfir innlendar fréttir um upplýsingaöryggisatvik í þeim tilgangi að sýna fram á hversu vítt svið stjórnun upplýsingaöryggis nær yfir. Hverju mega öryggisstjórar búast við? Hvað geta þeir haft áhrif á?

Fyrirlesari: Ebenezer Þ. Böðvarsson er með 10 ára reynslu sem upplýsingaöryggisstjóri hjá fjármálafyrirtæki.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?