Nýsköpun og sköpunargleði

Stjórn

Daníela Gunnarsdóttir , Íslandspóstur
Þór Garðar Þórarinsson , Velferðarráðuneytið
Viðburðir á starfsári 4
Viðburðir framundan 0
Fjöldi í hóp 282
Fjöldi mættra á fundum 14
Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.

Búa til vettvang til skoðanaskipta og þekkingarmiðlunar um umhverfi nýsköpunar Nýsköpun er í sinni einföldustu mynd að skapa nýjar lausnir sem og bæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja og endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferðir, stjórnskipulag, verklag og leiðir til sölu - og markaðssetningar.

Önnur þrengri skilgreining á nýsköpun sem oft er notuð í alþjóðlegu samhengi (Oslo manual) er að með nýsköpun er átt við nýja eða verulega endurbætta vöru eða þjónustu sem búið er að koma á markað eða nýjar eða verulegar bættar aðferðir sem hafa verið teknar upp innan fyrirtækis.

Nýsköpunin byggist á því að nýta niðurstöður nýrrar tækniþróunar, að tengja saman þekkta tækni á nýjan hátt eða á nýtingu annarrar þekkingar sem fyrirtækið hefur aflað sér. Nýsköpun er nokkuð sem getur átt sér stað í smáum sem stórum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum. (Heimild: SI).

Hópurinn stendur fyrir kynnum á áhugaverðum verkefni og standa fyrir fyrirlestrum og heimsóknum tengdum nýsköpun. Alla sem hafa áhuga á nýsköpun.

Fréttir

Framtíð sprotafjármögnunar. Eru sprotafjárfestingar búnar að ná hápunkti?

Frá fæðingu sprota til fullþroska fyrirtækis eru stigin mörg skref og þau fyrirtæki sem ná að fjármagna sig eru heppin. Í dag er fullt af sprotum sem er að leita sér að fjármagni. Nú er þurrkablettur og því erfitt að horfa upp á að þessir sprotar komast ekki áfram og þurfa að hætta. Það þarf að glæða líf í fjárfestingu á sprotaumhverfi. Hringrás nýsköpunar - teymi-fjármagn- starfsfólk - exit. Nýsköpunarsjóður tók þátt í Sólfar og í kjölfarið komu fleiri fjárfestar inn. Þegar Nýsköpunarsjóður fjárfestir í íslensku fyrirtæki þá eru miklar líkur á að fleiri erlendir fjárfestar komi inn. Mismundi er í hvaða roundi sjóðirnir vilja komi inn. Sumir vilja koma inn í seed á meðan aðrir vilja koma í öðru eða þriðja roundi. Fjárfestingasjóðirnir þurfa ekki alltaf að taka þátt í maraþoni, þeir geta líka tekið þátt í boðhlaupi þ.e. annar sjóður tekur við. Erlendir sjóðir huga mikið að því hvort búið sé að fjárfesta af íslenskum fjárfesti áður en þeir koma inn. Englar geta ekki fylgt eftir fjárfestingunni sinni. Því þarf fjárfestirinn að huga vel að þeim líka. Solid Cloud er fyrsta fyrirtækið til að nýta sér skattaafsláttinn. Girðingar voru settar sem byggja á þröngum skilyrðum. Þú mátt ekki sitja í stjórn og ekki vera skyldur eða tengdur starfseminni á nokkurn hátt. Í Englandi er 50% afsláttur af sköttum í fjárfestingu í nýksköpun og auka 25% ef fyrirtækið fer á hausinn. Áhættan er því einungis 25% í fjárfestingunni. En hvar viljum við vera? Viljum við vera í leikjum? Þróun? Hönnun? Íslendingar eru góðir í þróun og þetta þurfum við að auglýsa. Quality of life skiptir miklu máli í dag fyrir fjárfesta. Það var ekki fyrir tilviljun að Óðinsvé var valið fyrir gagnaver Google. Þeir voru búnir að markaðssetja sig sem grænt svæði svo árum skiptir. Íslendingar hafa ekki auglýst nægilega hversu mikilvægt það er að lýsa öllu því jákvæða sem hér er að finna t.d. heilbrigður matur, gripir ganga úti og borða grænt gras, ávextir og grænmeti ræktað með tæru íslensku vatni, mjög lágt hlutfall unglinga lenda í drykkju eða eiturlyfjum. Á Íslandi er því jákvætt að búa í heildina. Evrópa hefur verið i öðru vísi fjárfestingum en Ameríka. Við viljum leysa vandamál, lækna krabbamein og vera virk í nýsköpun.

Mikilvægi hugverkaverndar fyrir frumkvöðla

Þegar frumkvöðlar stofna nýtt fyrirtæki er spurningunni um mikilvægi hugverkaverndar oft látið ósvarað. Hugverkavernd virðist í augum margra dýr valkostur fyrir áhættusama viðskiptahugmynd og fellur því iðulega aftarlega í forgangsröðina.

Hvernig geta frumkvöðlar varið efnið sitt og vinnu án þess að kæfa tilraunavinnu og samskipti við markhópinn? Ættu frumkvöðlar sem hafa ekki einu sinni staðfest eftirspurn á markaði að eyða tíma og peningum í að vernda hugmyndir sínar?

Eygló Sif Sigfúsdóttir, lögfræðingur hjá Einkaleyfastofu mun hefja fundinn og svo mun hún, ásamt Erlu Skúladóttir, stjórnarformanni Lauf Forks og Einari Olavi Mäntylä, verkefnisstjóri Nýsköpunar Vísinda- og nýsköpunarsviðs hjá Háskóla Íslands ræða málin og sitja fyrir svörum úr sal.

Nýsköpun matvæla og áskoranir matarfrumkvöðla.

Á nýsköpunarhádegi Klaks, Nýherja og Stjórnvísi var umræðuefnið í hádeginu "Nýsköpun matvæla og áskoranir matarfrumkvöðla". Fundurinn var haldinn í Sjávarklasanum, Grandagarði.
Gísli Matthías, landsliðskokkur, matarfrumkvöðull og matreiðslumeistari á Slippnum í Vestmannaeyjum og Mat og Drykk á Grandagarði 2 flutti áhugavert erindi. Að því loknu var panel umræða með þeim Óskari í Ommnom, Stefáni Atla hjá Crowbar Protein og Brynhildi Pálsdóttur, matarhönnuði. Áður en gestir fóru heim var boðið upp á alls kyns góði s.s. harðfisk með smjöri, plokkfisksbollur, hangikjöt, rúgbrauð með síld, piparkökur o.m.fl.

Viðburðir

Fundurinn frestast: Framsýn Menntun NÚ

Gísli Rúnar Guðmundsson er skólastjóri nýs grunnskóla í Hafnarfirði og mun hann vera með kynningu á honum. Hann ætlar að segja hvað er að ganga vel og hvar helstu áskoranir liggja. Hann ætlar að segja frá þeirra reynslu af notkun markþjálfunar með nemendum og hvernig þau sjá skólann þróast í framtíðinni.

NÚ vill veita unglingum tækifæri til að samtvinna íþróttaáhuga sinn og grunnskólanám þar sem nemandinn sinnir námi sínu af sama áhuga og íþróttinni. Með nútímatækni og nýjum kennsluaðferðum veitum við nemendum frelsi til að nálgast námið á eigin forsendum. Við viljum skapa umhverfi þar sem nemendur finna til ábyrgðar, áhuga, heilbrigði og umfram allt ánægju.

http://framsynmenntun.is

Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastergráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hann er forvitin og hefur mikinn áhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Hann elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.

Hvernig skóli er NÚ?
Grunnskóli fyrir 8-9 bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu,heilsu og vendinám. Nú er viðurkenndur af Menntamálsastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

Framtíð sprotafjármögnunar. Eru sprotafjárfestingar búnar að ná hápunkti?

Á síðustu árum hafa Norðurlöndin slegið mörg met sem varða fjárfestingar í sprota- og tæknifyrirtækjum en á fyrstu sex vikum ársins 2017 hafa löndin ekki skráð jafn margar fjárfestingar og á sama tíma árið 2016. Hvaða merkingu hefur þessi fækkun fjárfestinga? Eru sprotafjárfestingar búnar að ná hápunkti? Hvað með nýjar breytingar á lögum og tækni? Hvaða áhrif munu þær hafa?

Á næsta Nýsköpunarhádegi, sem verður haldið þann 21. febrúar næstkomandi í húsnæði Startup Tourism munu sérfræðingar úr sprotaumhverfinu ræða framtíð sprotafjármögnunar og áhættufjármagns.

Við pallborðið sitja Hekla Arnardottir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði Atvinnulífsins og Crowberry Capital, Erlendur Steinn Guðnason, formaður Samtaka Sprotafyrirtækja og meðeigandi Vizido og Ingi Björn Sigurðsson, frumkvöðull.

Boðið verður upp á léttar veitingar og aðgangur ókeypis.

Startup Tourism
Laugavegur 176, 2.hæð

  1. febrúar kl 12:00 - 13:00

Hugverkavernd fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki

Þegar frumkvöðlar stofna nýtt fyrirtæki er spurningunni um mikilvægi hugverkaverndar oft látið ósvarað. Hugverkavernd virðist í augum margra dýr valkostur fyrir áhættusama viðskiptahugmynd og fellur því iðulega aftarlega í forgangsröðina.

Hvernig geta frumkvöðlar varið efnið sitt og vinnu án þess að kæfa tilraunavinnu og samskipti við markhópinn? Ættu frumkvöðlar sem hafa ekki einu sinni staðfest eftirspurn á markaði að eyða tíma og peningum í að vernda hugmyndir sínar?

Eygló Sif Sigfúsdóttir, lögfræðingur hjá Einkaleyfastofu mun hefja fundinn og svo mun hún, ásamt Erlu Skúladóttir, stjórnarformanni Lauf Forks og Einari Olavi Mäntylä, verkefnisstjóri Nýsköpunar Vísinda- og nýsköpunarsviðs hjá Háskóla Íslands ræða málin og sitja fyrir svörum úr sal.

Viðburðurinn er styrktur af Nýherja og Stjórnvísi.

Boðið verður upp á léttar veitingar og það er frítt inn.

ENGLISH:
When entrepreneurs start a new venture the question of intellectual property protection often falls by the wayside. IPP seems like an expensive option for a risky business idea and doesn’t register as a priority.

How can entrepreneurs guard their property and content with out suffocating experimentation and customer feedback? Should entrepreneurs who haven’t found product-market fit bother spending time and money on protecting their ideas?

Eygló Sif Sigfúsdóttir, lawyer at the Icelandic Patent Office will open the event, after which she will be joined by Erla Skúladóttir, chairman of the board at Lauf Forks and Einari Olavi Mäntylä, innovation manager at the University of Iceland’s Division of Science and Innovation will discuss the issue and take questions.

The event is sponsored by Nýherji and Stjórnvísi.

The event is free and open, but will be held in Icelandic.

Light refreshments will be served