Nýsköpun og sköpunargleði

Nýsköpun og sköpunargleði

Búa til vettvang til skoðanaskipta og þekkingarmiðlunar um umhverfi nýsköpunar Nýsköpun er í sinni einföldustu mynd að skapa nýjar lausnir sem og bæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja og endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferðir, stjórnskipulag, verklag og leiðir til sölu - og markaðssetningar.

Önnur þrengri skilgreining á nýsköpun sem oft er notuð í alþjóðlegu samhengi (Oslo manual) er að með nýsköpun er átt við nýja eða verulega endurbætta vöru eða þjónustu sem búið er að koma á markað eða nýjar eða verulegar bættar aðferðir sem hafa verið teknar upp innan fyrirtækis.

Nýsköpunin byggist á því að nýta niðurstöður nýrrar tækniþróunar, að tengja saman þekkta tækni á nýjan hátt eða á nýtingu annarrar þekkingar sem fyrirtækið hefur aflað sér. Nýsköpun er nokkuð sem getur átt sér stað í smáum sem stórum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum. (Heimild: SI).

Hópurinn stendur fyrir kynnum á áhugaverðum verkefni og standa fyrir fyrirlestrum og heimsóknum tengdum nýsköpun. Alla sem hafa áhuga á nýsköpun.

Viðburðir

Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Click here to join the meeting
Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers mun leiða ykkur í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og segja frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

 Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er aðeins boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams.

Click here to join the meeting

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi - Samkaup

Click here to join the meeting

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsviðs Samkaupa, fjallar um hvernig Samkaup hefur innleitt stefnu félagsins í gegnum mannauðinn með tilkomu mannauðssviðs sem stofnað var árið 2018. Hún mun fjalla um hvaða breytingar hafa orðið síðustu tvö ár og hvernig félagið hefur innleitt og framkvæmt stefnu í gegnum mannauðinn og menninguna með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig áherslan hefur verið á að styrkja framlínu félagsins og þá áhugaverðu vegferð að gera Samkaup að eftirsóknarverðasta vinnustað á Íslandi. Loks fjallar hún um þær áskorarnir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari starfsfólks og stjórnenda og hvað næst er á dagskrá hjá félaginu.

Vinsamlegast athugið að einungis verður boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. Hér er hægt að skrá sig á Teams viðburðinn

Click here to join the meeting

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi - Samkaup

ÞÚ ERT AÐ BÓKA ÞIG Á TEAMS VIÐBURÐ: 

Click here to join the meeting

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsviðs Samkaupa, fjallar um hvernig Samkaup hefur innleitt stefnu félagsins í gegnum mannauðinn með tilkomu mannauðssviðs sem stofnað var árið 2018. Hún mun fjalla um hvaða breytingar hafa orðið síðustu tvö ár og hvernig félagið hefur innleitt og framkvæmt stefnu í gegnum mannauðinn og menninguna með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig áherslan hefur verið á að styrkja framlínu félagsins og þá áhugaverðu vegferð að gera Samkaup að eftirsóknarverðasta vinnustað á Íslandi. Loks fjallar hún um þær áskorarnir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari starfsfólks og stjórnenda og hvað næst er á dagskrá hjá félaginu.

Vinsamlega athugið að einungis er boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. 

Click here to join the meeting

Fréttir

Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Heimir Guðmundsson sviðsstjóri vinnuvélasviðs hjá Vinnueftirlitinu og stjórnarmaður í stjórn faghóps um stefnumótun og árangursmat bauð gesti velkomna og kynnti Evu Helgadóttur. Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers leiddi gesti fundarins í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og sagði frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

Eva hóf störf hjá Öryggismiðstöðinni 2001 og hefur tekið þátt í fjölmörgum störfum og verkefnum á þessum tíma auk þess að bæta við sig námi í viðskiptafræði og viðurkenndum bókara. Öryggismiðstöðin rekur fjölbreytta þjónustu víðsvegar og því er þjónustuver mikilvægt. Fyrirtækið var stofnað 1995 og enn starfa þar nokkrir af fyrstu starfsmönnum. Mikill vöxtur hefur verið á undanförnum árum og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja og þar starfa í dag 400 manns. Í dag hefur þeirra fólk tekið 250.000 Covis sýni. Snjallöryggi er ný kynslóð öryggis og er þeirri lausn vel tekið. T.d. sagði Eva frá snjalllás sem er í símanum og hægt að hleypa sem dæmi börnum sem gleyma lyklunum sínum inn í gegnum símann.

Í ársbyrjun 2012 var tekin ákvörðun um að veita betri þjónustu og stofna þjónustuver. Gildi voru endurskoðuð forysta – umhyggja – traust.Allir starfsmenn hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllu því sem þeir gera í sínum störfum og í samskiptum hvort við annað. Farið var í markvissa hugmyndavinnu þar sem tryggt var að þekking færi milli manna og veitt heimild til athafna.  Þannig gæti hver og einn starfsmaður klárað sín mál með umboði. Farið var í heimsóknir til annarra fyrirtækja og valið það besta frá hverjum og einum.  Farið var markvisst í að starfsmenn leiðbeindu hvorir öðrum þannig að hópurinn gæti unnið saman og breitt út þekkingu. 

Þegar þjónustuverið var stofnað var það gert mjög sýnilegt og haldið partý fyrir alla starfsmenn.  Í þjónustuverinu á þessum tíma voru 5 manns. Í dag eru starfsmenn þjónustuvers 8 manns.  Við innleiðingu á þjónustuverinu var farið í mikla vinnu og boðið upp á mörg námskeið eins og námskeið í símsvörun og samskiptum við viðskiptavini. Með rafrænni fræðslu er tryggt að allir fá sömu fræðslu.

Markmiðið með stofnun þjónustuvers var að bæta þjónustu við viðskiptavini og veita hraðari svörun erinda. Markmiðið var að hægt væri að ganga frá 80% erinda í fyrstu snertingu.  Ekki senda símtalið áfram.  Fylgst er með meðallengd símtala og fjölda. Öll svið settu sér markmið og er öllum tölvupósti svarað samdægurs.

En hvaða verkefnum eru þau að sinna?  Stjórnstöð er opin allan sólarhringinn. Símtöl eru 170-200 á dag og erindi berast frá heimasíðu og með tölvupósti.  Viðskiptavinurinn vill í dag geta lokið sínum málum sjálfur og því er stöðug þróun í gangi.  Einnig er veitt tækniaðstoð og bókaðir tímar, sendar upplýsingar varðandi endurnýjanir, hnappa, reikningagerð (13000 á mánuði) o.m.fl.  Ábyrgð og þekking er alltaf á höndum fleiri en eins starfsmanns. 

Starfsþróun hefur aukist til muna og vaxa og dafna starfsmenn.  En hvað skiptir máli í ferlinu?  1. Stuðningur frá topnnum  2. Fá aðstoð frá þeim sem þekkja vel til 3. Þátttaka starfsmanna þ.e. þeir eigi hlutdeild í verkefninu 4. Starfsmenn fái svigrúm til að sinna innleiðingu 5. Búta niður fílinn og 6. Hafa gaman og fagna litlum sigrum. 

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi – Samkaup

Viðburðurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Gunnur Líf Gunnarsdóttir stýrir mannauðssviði Samkaupa og hóf störf þar 2018.  Þegar hún hóf störf var stofnað nýtt svið mannauðssvið og var þá ákveðið að setja mikinn kraft í mannauðinn. Samskip var stofnað 1998 og eru þar 1400 starfmenn sá yngsti 14 ára og elsti 83 ára og unnu þau menntasprotann 2020.  Af 1400 starfsmönnum vinna 40 í stoðsviðum á skrifstofu. Kjarninn eru verslanirnar.  

En hvert stefnir Samkaup? Hlutverk – gildi og framtíðarsýn er skýr. Framtíðarsýn mannauðssviðs er skýr en það er að vera eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi. Leiðarljósið er að hugsa vel um starfsfólkið og Samkaup er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Helsta auðlindin er mannauðurinn og lykill þess að Samkaup nái árangri. Starfsmenn fá tækifæri til að þroskast sem manneskjur og í starfi.  Samkaup vill að starfsmenn láti gott af sér leiða, mæti á staðinn, hlusti og taki þátt. Þau vilja vera með rétta fólkið og réttu færnina.  Þau vilja heilsteypt samskipti.  Samkaup er með samskiptakort og upplýsingaflæði er tryggt. Þau nota Workplace.  Á stjórnendadögum eru sett verkefni í takt við stefnu. Í hverri einustu verslun eru sett markmið og hvað ætlar hver og einn að gera til að ná markmiðinu.  Þannig nær Samkaup að virkja hvern einasta starfsmann.  En hvernig mæla þau þetta allt saman?

Mælikvarðarnir í verslunum eru fjárhagslegir mælikvarðar, gæði og þjónusta og mannauður og menning. Stærsti mælikvarðinn er fjöldi þeirra sem mæta á árshátíð sem er næstum 1000 manns.  Í dag hefur hver einasti starfsmaður sýn á hvernig hans verslun stendur “Árangursvog verslana Samkaupa”.  Markmiðin byggja á metnaði. En hvað er framundan? Haldinn er Teams stjórnendadagurinn, vinnustofur 2021, lykilfundir mars 2021 o.m.fl.  Það sem drífur þau áfram er metnaðarfullt starfsfólk.

Þekking á netinu - Framtíðin

Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?