Af hverju er Facebook spennandi?

Af hverju er Facebook spennandi? FB er gríðarlega góður vettvangur til að ná sambandi við Íslendinga segir Ómar Örn Jónsson. framkvæmdastjóri markaðssvið Öryggismiðstöðvarinnar. Hlutfall kvenna og karla er nokkurn veginn það sama á FB. Þegar skoðaðar eru best sóttu síður Íslands er Facebook í 1.sæti og Google í öðru sæti, Markaðsfólk verður að skoða þetta. En hver vill vera vinur Öryggismiðstöðvarinnar? Fyrirtækið ákvað að byrja rólega, fara reglulega inn og pósta inn, skipuleggja starfið og ákveða hvernig hægt er að leyfa sér ýmislegt á Facebook sem þú leyfir þér ekki annars staðar. Öryggismiðstöðin póstar t.d. mikað um öryggismál, t.d. neyðarnúmerið 112 og vísa í aðrar fréttir . Frábært fyrir viðskiptavini, þú ert nær þeim. Byrjuðu 10.mars 2011 og reynsla þeirra er bara jákvæð. Þarna koma hrós til starfsmanna. Gera líka sértilboð sem fúnkera mjög vel og eru með leiki. Hægt er að auglýsa gegnum Facebook og hægt að ná miklum sýnilega með litlum tilkostnaði. Samfélagsmiðlar geta byrjað að virka sem samfélagstæki. Öryggismiðstöðin lætur líka gott af sér leiða og dreifa því á Facebook, fólk deilir fréttinni áfram. Í stað þess að senda út fréttatilkynningu er sniðugra að setja einfaldleega á Facebook. Faceobook virkar svo sannarlega ef unnið er skipulega. Þetta bætir og styrkir ímynd fyrirtækja. 2.370 manns hefur sett like á síðu Öryggismiðstöðvarinnar. FB er ekki spretthlaup heldur langhlaup.
Innra markaðsstarf. Þar sem Facebook virkar vel utanhúss er þá ekki hægt að nýta það innanhúss? Innri vefurinn virkaði ekki nægilega vel. En allir eru á Facebook og því var settur upp lokaður Facebookhópur fyrir starfsmenn. Í fyrsta sinn sást að starfsmenn komu með hugmyndir, sendu like - þrælvirkar hreinlega. Önnur fyrirtæki hafa tekið þetta upp með mjög góðum árangri. Utanumhaldið er þó nokkuð þ.e. fylgjast þarf vel með þeim sem hætta. Tólið virkar og var bylting í upplýsingamiðlun til starfsmanna. Allar færslur fara um leið á Twitter. Ánægja er mæld reglulega meðal viðskiptavina og hún er á uppleið. Ánægja starfsmanna er líka miklu meiri. Facebook er með ákveðnar leiðir til að auka sýnileika fyrirtækja. Ekki hafa áhyggjur af því heldur vinna markvisst, óþarfa hræðsla ivð samfélagsmiðla. Ef fyrirtæki fara á facebook þurfa þau að svara fyrirspurnum strax. FB hjálpar til að gera fyrirtæki gegnsærri. Þú þarft að vera óhræddur við FB.
Lögreglan vill sýnilega löggæslu segir Þórir Ingvason hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.. Lögreglan er alltaf að eiga við stæri og stærri hóp sem eyðir tímanum sínum heima í tölvunni en minni tíma úti. Sýnileiki lögreglunnar er því merii á Facebook en heima. Fólk er almennt jaávkætt. En hvað hefur lögreglan að sækja í samfélagsmiðla. Bara á Fésbókinni eru yfir milljarður notenda. Bara á Íslandi eru 222.980 notendur eða 72% þjóðarinnar, netið er því raunverulegur staður. Lögreglan er með miklu meira en Facebook, Twitter, Lifestream, Instragram. Rödd lögreglunnar er föðurleg rödd en samt þannig að undirliggjandi sé húmor og léttleiki. Byrjuðu að segja frá því hvar hraðamyndavélin er, hún er ekki notuð til að nýtast sem skattainnheimta. Tilgangurinn er ekki að moka inn sektir heldur til að lækka hraða. Eða ná niður hraða. Lögreglan fer sérstaklega á staði þar sem fólk biður um að sé mælt. Þess vegna upplýsir lögreglan í lok dags hvernig til tókst. Dónaskapur er fjarlægður, og einstök mál ekki rædd. En hvernig fer lögreglan að því aðhalda uppi síðunni. 12 manns halda úti síðunni og 6 eru virkir. Instagram þar eru 7 manns með stjórnendaréttindi.
Málið er að njóta trausts. Sá sem er að rita efni þarf að vera bakkaður upp af sínum yfirmanni því fólk mun alltaf hafa hafa skoðun á því sem lögreglan gerir.
Mörg ft. þurfa að velta fyrir sér hvort þau þurfi samfélagsmiðla? Betra að sleppa því en gera það illa, því þarf ákveðna auðmýkt. Við erum að opna dyrnar á ákveðna gagnrýni á Faceobbok. Gott er að undirbúa sig og fara vel yfir hvar vandamál koma fram. Lögreglan er líka með Flikkersíðu þar sem settar eru inn gamlar myndir á tveggja vikna fresti. Þeir eru líka með Youtube síðu. Þar eru settar inn myndir á tveggja vikna fresti. . Fengu myndir frá fólki utan úr bæ. Þeir eru líka á Livestream til að gera hverfafundi sýnilegri. Á bilinu 80 manns niður í 20 manns voru að mæta á fundina sem voru á miserfiðum tímum fyrir fólk. Fólk er mjög jákvætt í garð lögreglurnnar. Við Laugardalshöll er oft erfitt að eiga við bíla. Byrjuðu að pósta upplýsingum og segja hvar bílastæðin eru og hvar er hægt að leggja. Ekki var óalgengt að sektir væru 200 núna er þær komnar niður fyrir 20 þannig að FB virkar.
Lögreglan er með ákveðnar reglur og hafa í huga 1. Einlægni 2. Svara öllu 3. Ekki stofnanaleg svör og dass af húmor.

Fleiri fréttir og pistlar

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2024

Aðalfundur faghóps Stjornvísi um góða stjórnarhætti var haldinn þann 3. maí, 2024.:

Í stjórn á komandi starfsári verða:

  • Jón Gunnar Borgþórsson, ráðgjafi, (formaður)
  • Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA
  • Rut Gunnarsdóttir, KPMG
  • Sigurjón G. Geirsson, Háskóli Íslands,
  • Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Reykjavíkurborg

Aðrar ákvarðanir:

  • Ákveðið var að stjórnin hittist í byrjun júní til að kynnast aðeins og ræða framhaldið.
  • Nýttir verða áfram Facebook og Messenger hópar til samskipta og ákvarðanatöku
  • Ákveðið að stjórn hittist aftur í ágúst til að koma starfinu af stað næsta starfsár
  • Óskað verði eftir hugmyndum að umfjöllunarefnum hjá þátttakendum faghópsins

 Annað:

  • Farið var lauslega yfir starfsemi síðasta starfsárs.
  • Nýtt stjórnarfólk var boðið velkomið og því þakkað fyrir auðsýndan áhuga á starfi hópsins.
  • Hvatt var til þess að stjórnarfólk kynni sér vefsvæði Stjórnvísi – ekki síst mælaborðið og þær upplýsingar sem að starfi faghópsins snúa.
  • Kynnt var afhending viðurkenninga til fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum þann 23. ágúst n.k.

Intercultural Conference of Reykjavík City

The Intercultural Conference offers a unique platform for people of diverse backgrounds to come together and share their knowledge, have lively discussions, and enjoy the day together. The Conferences’ objectives are communication, democracy, and attitudes.

Reykjavík City ‘s Intercultural Conference will take place at Hitt Húsið on the 4th of May 2024. 

The Conference is an essential forum for active discussion regarding people of foreign origin and immigrants in Reykjavík. Reykjavik City is an intercultural city, and 25% of its residents are of foreign origin.

Language, literature, and inclusion will be a focal point at the Intercultural Conference. For the first time at the Conference, a seminar for youth to discuss the experiences of youth and ethnic minority backgrounds takes place.

 

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?