Af hverju er Facebook spennandi?

Af hverju er Facebook spennandi? FB er gríðarlega góður vettvangur til að ná sambandi við Íslendinga segir Ómar Örn Jónsson. framkvæmdastjóri markaðssvið Öryggismiðstöðvarinnar. Hlutfall kvenna og karla er nokkurn veginn það sama á FB. Þegar skoðaðar eru best sóttu síður Íslands er Facebook í 1.sæti og Google í öðru sæti, Markaðsfólk verður að skoða þetta. En hver vill vera vinur Öryggismiðstöðvarinnar? Fyrirtækið ákvað að byrja rólega, fara reglulega inn og pósta inn, skipuleggja starfið og ákveða hvernig hægt er að leyfa sér ýmislegt á Facebook sem þú leyfir þér ekki annars staðar. Öryggismiðstöðin póstar t.d. mikað um öryggismál, t.d. neyðarnúmerið 112 og vísa í aðrar fréttir . Frábært fyrir viðskiptavini, þú ert nær þeim. Byrjuðu 10.mars 2011 og reynsla þeirra er bara jákvæð. Þarna koma hrós til starfsmanna. Gera líka sértilboð sem fúnkera mjög vel og eru með leiki. Hægt er að auglýsa gegnum Facebook og hægt að ná miklum sýnilega með litlum tilkostnaði. Samfélagsmiðlar geta byrjað að virka sem samfélagstæki. Öryggismiðstöðin lætur líka gott af sér leiða og dreifa því á Facebook, fólk deilir fréttinni áfram. Í stað þess að senda út fréttatilkynningu er sniðugra að setja einfaldleega á Facebook. Faceobook virkar svo sannarlega ef unnið er skipulega. Þetta bætir og styrkir ímynd fyrirtækja. 2.370 manns hefur sett like á síðu Öryggismiðstöðvarinnar. FB er ekki spretthlaup heldur langhlaup.
Innra markaðsstarf. Þar sem Facebook virkar vel utanhúss er þá ekki hægt að nýta það innanhúss? Innri vefurinn virkaði ekki nægilega vel. En allir eru á Facebook og því var settur upp lokaður Facebookhópur fyrir starfsmenn. Í fyrsta sinn sást að starfsmenn komu með hugmyndir, sendu like - þrælvirkar hreinlega. Önnur fyrirtæki hafa tekið þetta upp með mjög góðum árangri. Utanumhaldið er þó nokkuð þ.e. fylgjast þarf vel með þeim sem hætta. Tólið virkar og var bylting í upplýsingamiðlun til starfsmanna. Allar færslur fara um leið á Twitter. Ánægja er mæld reglulega meðal viðskiptavina og hún er á uppleið. Ánægja starfsmanna er líka miklu meiri. Facebook er með ákveðnar leiðir til að auka sýnileika fyrirtækja. Ekki hafa áhyggjur af því heldur vinna markvisst, óþarfa hræðsla ivð samfélagsmiðla. Ef fyrirtæki fara á facebook þurfa þau að svara fyrirspurnum strax. FB hjálpar til að gera fyrirtæki gegnsærri. Þú þarft að vera óhræddur við FB.
Lögreglan vill sýnilega löggæslu segir Þórir Ingvason hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.. Lögreglan er alltaf að eiga við stæri og stærri hóp sem eyðir tímanum sínum heima í tölvunni en minni tíma úti. Sýnileiki lögreglunnar er því merii á Facebook en heima. Fólk er almennt jaávkætt. En hvað hefur lögreglan að sækja í samfélagsmiðla. Bara á Fésbókinni eru yfir milljarður notenda. Bara á Íslandi eru 222.980 notendur eða 72% þjóðarinnar, netið er því raunverulegur staður. Lögreglan er með miklu meira en Facebook, Twitter, Lifestream, Instragram. Rödd lögreglunnar er föðurleg rödd en samt þannig að undirliggjandi sé húmor og léttleiki. Byrjuðu að segja frá því hvar hraðamyndavélin er, hún er ekki notuð til að nýtast sem skattainnheimta. Tilgangurinn er ekki að moka inn sektir heldur til að lækka hraða. Eða ná niður hraða. Lögreglan fer sérstaklega á staði þar sem fólk biður um að sé mælt. Þess vegna upplýsir lögreglan í lok dags hvernig til tókst. Dónaskapur er fjarlægður, og einstök mál ekki rædd. En hvernig fer lögreglan að því aðhalda uppi síðunni. 12 manns halda úti síðunni og 6 eru virkir. Instagram þar eru 7 manns með stjórnendaréttindi.
Málið er að njóta trausts. Sá sem er að rita efni þarf að vera bakkaður upp af sínum yfirmanni því fólk mun alltaf hafa hafa skoðun á því sem lögreglan gerir.
Mörg ft. þurfa að velta fyrir sér hvort þau þurfi samfélagsmiðla? Betra að sleppa því en gera það illa, því þarf ákveðna auðmýkt. Við erum að opna dyrnar á ákveðna gagnrýni á Faceobbok. Gott er að undirbúa sig og fara vel yfir hvar vandamál koma fram. Lögreglan er líka með Flikkersíðu þar sem settar eru inn gamlar myndir á tveggja vikna fresti. Þeir eru líka með Youtube síðu. Þar eru settar inn myndir á tveggja vikna fresti. . Fengu myndir frá fólki utan úr bæ. Þeir eru líka á Livestream til að gera hverfafundi sýnilegri. Á bilinu 80 manns niður í 20 manns voru að mæta á fundina sem voru á miserfiðum tímum fyrir fólk. Fólk er mjög jákvætt í garð lögreglurnnar. Við Laugardalshöll er oft erfitt að eiga við bíla. Byrjuðu að pósta upplýsingum og segja hvar bílastæðin eru og hvar er hægt að leggja. Ekki var óalgengt að sektir væru 200 núna er þær komnar niður fyrir 20 þannig að FB virkar.
Lögreglan er með ákveðnar reglur og hafa í huga 1. Einlægni 2. Svara öllu 3. Ekki stofnanaleg svör og dass af húmor.

Fleiri fréttir og pistlar

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Nýkjörin stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi

Fjöldi áhugaverðra aðila sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins.

Úr varð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin mun hittast í næstu viku til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Eirík Hjálmarsson, Orkuveitunni, sem formann og Rakel Lárusdóttur, Hörpu, sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.   

Stjórn faghópsins skipa:  Erla Rós Gylfadóttir Advania, Sara Elísabet Svansdóttir Austurbrú, Þóra Dögg Jörundsdóttir Bananar, Páll Sveinsson Brú lífeyrissjóður, Ásdís Nína Magnúsdóttir Carbfix, Harpa Júlíusdottir Festa, Björg Jónsdóttir Háskólinn á Bifröst, Ragnhildur Helga Jónsdottir Landbúnaðarháskóli Íslands, Klara Rut Ólafsdóttir Landspítali, Sandra Rán Ásgrímsdóttir COWI Ísland, Guðbjörg Lára Sigurðardóttir Urta, Hólmfríður Bjarnadóttir Vegagerðin, Eiríkur Hjálmarsson Orkuveitan, Freyr Eyjólfsson Sorpa, Marta Jóhannesdóttir Grant Thornton og Rakel Lárusdóttir Harpa. 

Vel sóttur fundur um hvaða áhrif NIS2 hefur á íslensk fyrirtæki og stofnanir

Í dag hélt faghópur um góða stjórnarhætti sinn fyrsta fund í Grósku.  Fundurinn var einstaklega áhugaverður og vel sóttur. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á innraneti Stjórnvísi með því að smella hér og velja "ítarefni". Hér má nálgast myndir sem voru teknar. 

NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög.  Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.

Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.

Dagskrá viðburðarins:

  • Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito

Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.

Faghópur almannatengsla, miðlunar og samskipta endurvakinn

Á aðalfundi faghóps um almannatengsl, miðlun og samskipti var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa þau Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri og lektor við Háskólann á Bifröst, Anna Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Altso, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Apríl og Nasdaq á Íslandi, Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar, Erla Björg Eyjólfsdóttir ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, Grétar Theodórsson ráðgjafi hjá Innsýn samskiptum og Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettánellefu og fyrrverandi formaður Stjórnvísi, en hann er jafnframt formaður faghópsins. 

Hópurinn er eins og aðrir faghópar Stjórnvísi öllum opinn, hvort heldur fólk hefur áhuga á faginu, starfar við það eða sækir sér menntun á þessu sviði. Smelltu hérna til ganga til liðs við hópinn: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/almannatengsl-e-public-relations-og-samskiptastjornun
Á vinnufundum stjórnar síðustu vikur og mánuði hefur verið mótuð metnaðarfull dagskrá fyrir veturinn, sem verður birt á vef og samfélagsmiðlum Stjórnvísi. Má þar nefna tvo staðfundi við upphaf og lok vetrar til að efla tengslamyndun þar sem sérfræðingar stíga á stokk og fara yfir stefnur og strauma í faginu. Einnig eru áætlaðir mánaðarlegir fundir með fjölbreyttum umfjöllunarefnum.

  • Október: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun
  • Október: Hagnýting gervigreindar í faginu
  • Nóvember: Samskiptastjórnun og sjálfbærni
  • Desember: Almannatengsl fyrir frumkvöðla, nýsköpun og sprotafyrirtæki
  • Janúar: Almannatengsl fyrir stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök
  • Febrúar: Fjárfestatengsl og almannatengsl í skráðum og óskráðum fyrirtækjum
  • Mars: Innri samskipti og markaðssetning á vinnustöðum
  • Apríl: Menntun og símenntun í almannatengslum og samskiptum
  • Maí: Almannatengsl á opinberum vinnustöðum.
  • Júní: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla, miðlunar og samskipta innan skipulagsheilda, ásamt því að auka vitund um mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang fagsins, hér heima og erlendis. 

Mikil vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár um mikilvægi góðra almannatengsla og markvissrar miðlunar og samskipta. Fagleg, heiðarleg og stöðug upplýsingagjöf við mikilvæga hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu hvort sem um ræðir skipulagsheildir eða einstaklinga. 

Faghópur Stjórnvísi um Mannauðsstjórnun – Fyrsti viðburður vetrarins er á fimmtudaginn

Eftir fjölda áskorana hefur faghópur Stjórnvísi um mannauðsstjórnun verið endurvakinn.

Mikill áhugi er á að taka þátt í starfinu og hefur nú verið skipuð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel þann fjölbreytileika sem hópurinn býr yfir. (Sjá frétt hér )

Í faghópnum eru yfir 900 manns, sem gerir hann að einum stærsta faghópnum innan Stjórnvísi. Þar sem sífelld endurnýjun á sér stað í fyrirtækjum hvetjum við ykkur til að framsenda þetta skeyti til áhugasamra einstaklinga innan ykkar fyrirtækja og hvetja þá til að skrá sig í hópinn.

Ný stjórn kemur saman á næstunni og mun í kjölfarið setja fram dagskrá vetrarins.


 

Fyrsti viðburður vetrarins

Fyrsti viðburður er í anda vetrarins um framsýna forystu og er í samstarfi við FranklinCovey á Íslandi.

Áhersla er á framtíð vinnustaða og vinnumenningar og mikilvægi mannlegra gilda á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og alþjóðlegs umróts. Hvernig má stuðla að því að starfsfólk þrói með sér þá færni sem þarf til framtíðar?

Viðburðurinn er nk. fimmtudag, 4. september og er á Teams (8:30-10:00).  Skráning hér

 

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á viðburðum vetrarins.

 

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?