Hvað getur þú gert sem einstaklingur til að efla þína heilsu?

Faghópur um heilsueflingu á vinnustað hélt í morgun áhugaverðan fund í Vífilfelli. Það voru þau Lilja Birgisdóttir vinnuverndarsérfræðingur hjá Vífilfelli og Haukur Hafsteinsson tæknifræðingur og forritari hjá Marel sem sögðu reynslusögur frá sínum fyrirtækjum varðandi nálgun á heilsueflingu
Lilja Birgisdóttir sagði að aðalatriðið væri að spyrja sjálfan sig: Hvað get ég gert sem einstaklingur til að efla mína heilsu? Lilja tók síðan hópinn i léttar æfingar sem hjálpa líkamanum að fara í gang og tóku allir þátt. Hjá Vífilfell er meðalaldurinn 38 ár, 79% karlar og 21% konur. Vífilfell notar gildin sín mikið. Í þjónustuveri var aðalvandamálið kyrrsetan og hávaði. Þar starfa einungis konur sem sjálfar tóku saman vinnureglur fyrir sig: Starfandi eru matarklúbbar, fótboltaklúbbar o.fl. þannig að starfsmenn kynnast þvert á hópinn, ekki einungis innan síns hóps.
Varðandi fjölbreytileika þá tekur mötuneytið sig til og er með heilsuviku. Starfsmenn eru líka alltaf velkomnir í mötuneytið til að elda sína uppáhaldsuppskrift og aðstoðar þá starfsfólk mötuneytisins til við það. Stundum er plankað innan hópa og kemur hugmyndin frá hópnum, ef starfsmenn taka ákvörðun um að prófa eitthvað t.d. liðleika þá er þeirri hugmynd hrint í framkvæmd og aðrir starfsmenn fylgja með. Einnig er farið í fjallgöngur, haldnir heilsumánuðir, sviðakeppni, kókosbolluát þar sem aðalmarkmiðið er að hlæja. Haldnir eru fyrirlestrar ýmiss konar er varða andlega og líkamlega heilsu. Í febrúar var haldin „Biggest Looser Vífilfells“ að frumkvæði starfsmanna sem einblíndi á líkamlega heilsu og næringu.
Engin ein heilsuefling gildir fyrir alla, það er fjölbreytileikinn sem gildir. Mikilvægast er að styðja þá sem fá hugmyndir og aðstoða við að hrinda þeim í framkvæmd. Það þarf kjark til að taka frumkvæði og ekki síður kjark til að fylgja eftir.

Haukur Hafsteinsson frá Marel sagði að það fyrsta sem undirbúningsnefndin frá Marel íhugaði var: Hvað einkennir góða íþróttaaðstöðu? Hún þarf að vera snyrtileg, helstu tæki og tól þurfa að vera til staðar, góð loftræsting og góðir búningsklefar. Nefndin skoðaði hvað önnur fyrirtæki hefðu verið að gera og þá sáu þau að það verður að bjóða upp á sambærilega aðstöðu við það sem gengur og gerist á líkamsræktarstöðum. En hvað gerir fólk í hádeginu? Lyftingar, ganga, hlaupa, hóptímar. Í framhaldi ákváðu þau að vera með lyftingasal, hlaupabretti og tvo hópsali. Þar var hægt að vera í körfu, blaki og squash. Salurinn nýttist því í margar íþróttir. Í dag er boðið upp á Yoga frá kennara frá yogastöðinni Heilsubót. Ýmislegt er búið að prófa s.s. körfubolti, fótbolti, skallabolti, blað, badminton, yoga, bootcamp, zumba, squash. Halldór er mikill Yoga unnandi. Orðið yoga þýðir meira jafnvægi þ.e. tenging huga og líkama. Hægt er að fara í yoga tíma og stunda ekkert yoga. Allir hafa innbyggðan einkaþjálfara sem er öndunin okkar. Við þurfum að ná önduninni í takt og skilja hve áríðandi þetta er. En þetta er nr.1, öndunin. Öndunin dýpkar og fer að teygja sig inn í hið venjulega daglega líf. Á meðan manneskja tekur einn andardrátt tekur einhver annar þrjá. Spurðu þig hvaða iðkun getur þú iðkað til dauðadags? Yoga og sund.

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?