Hvað eiga þjónandi forysta og markþjálfun sameiginlegt?
Faghópar um breytingastjórnun, mannauðsstjórnun og markþjálfun héldu í morgun kynningarerindi í OR í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu. Sigrún Gunnarsdóttir var með almenna kynningu á þjónandi forystu og ræddi svo helstu snertifleti hennar við markþjálfun.
Sigrún Gunnarsdóttir er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.
Þjónandi forysta snýst um að breyta frá stýringu til leiðsagnar, frá eintali til samtals, frá foringja til jafningja, frá valdi til þjónustu. En hvernig byggist það að við erum bæði þjónar og leiðtogar. 1. Að við höfum einlægan áhuga á hag og hug annarra, birtingarmyndin er hlustun. 2. Næmi, Vitund sjálfsþekking, innri styrkur, birtingarmyndin er næmi fyrir sjálfum sér og öðrum. Þetta tvennt er viljinn fyrir að vilja þjóna 3. Af hverju erum við að þessu? Vegna þess að við höfum tilgang, ábyrgð, hugsjón og framsýni. Af því að við höfum áhuga á öðru fólki mætum við öðrum með jafningjabrag. Auðmýkt skiptir einnig öllu máli. En hvernig vitum við að við séum að vinna rétt? Með því að sjá að fólkið okkar er að vaxa, verða heilsuhraustara, vitrara, frjálsari, sjálfstæðari og líklegri til að verða þjónar. Spyrjum okkur eftirtalinna spurninga: 1. Vaxa þau sem er þjónað sem einstaklingar? Verða þau heilsuhraustari? Fá þau meiri visku, frelsi og sjálfstæði? 4. Verða þau sjálf líklegri til að verða þjónar? Hver eru áhrifin á þau sem minnst völd hafa?
En hvernig tengjast markþjálfun og þjónandi forysta. Markþjálfun gengur út á að nýta eigin styrkleika og tækifæri, kortleggja eigin væntingar, skilgreina áhrifamikla framtíðarsýn, virkja sköpunargleði og aðstoð við að hrinda í framkvæmd árangursríkum úrræðum.
Þjónandi forysta er hugmyndafræði og stjórnendur nota ýmsa stíla. Markþjálfun er eitt af þeim verkfærum sem nýtast. Þjónandi forysta nær til allra starfsmanna, það séu leiðtogar í öllum störfum. Þjónandi forysta hefur bein áhrif á starfsanda og líðan starfsfólks. Gerðar eru rannsóknir á þjónandi forystu skv. líkan Dirk van Dierondonk - SLS mælitækið. Mælt er viðhorf þátttakenda til þessara þátta í fari næsta yfirmanns: 1. Efling 2. Ábyrgðarskylda 3.Að vera sannur 4. Hugrekki 5. Að vera til staðar í bakgrunni 6. Auðmýkt. 7. Fyrirgefning, 8. Samfélagsleg ábyrgð.
Fjöldi fyrirtækja hefur innleitt þjónandi forystu með góðum árangri. Um helmingur fyrirtækja á Fortune notar þjónandi forystu. Jákvæð tengsl eru milli fjárhagslegs árangurs og þjónandi forystu. Dæmi um fyrirtæki TDIndustries. Þeir segja að númer 1 er að starfsfólkið blómstri en því fylgir óneitanlega aukinn fjárhagslegur ávinningur. Önnur fyrirtæki eru Southwest airlines, Zappos, lögreglan í Huston í Texas, Kaiser permanente sjúkrahúsið. Allir á Kaiser sjúkrahúsinum fara í námskeið í þjónandi forystu. Whole Foods nýtir einnig þjónandi forystu.
Hlustun er skýrasta merkið um einlægan áhuga á hugmyndum og hagsmunum annarra. Harvard háskóli er sá eini háskóla sem setur nemandann í fyrsta sæti á heimasíðu sinni. Hlutverk leiðtoga er að minna stöðugt á hverjum við erum að þjóna. Með því að hlusta byggjum við upp annað fólk. Ef við hlustum ekki á sjálfa okkur eigum við bágt með að hlusta á aðra. Búsáhaldabyltingin varð vegna þess að ekki var hlustað á fólkið. Allt byrjar með ígrunduninni. Bókin „Start with humility“ fjallar um sjálfsþekkingu og auðmýkt. Sjálfsþekkingin skapar sjálfsöryggi, sjálfsöryggi leiðtogans birtist í auðmýkt. Auðmjúkur leiðtogi er meðvitaður um aðra og sækist eftir framlagi annarra. Lykilþáttur í hlustun er að hlusta þótt við séum ekki sammála. Þjónandi leiðtogar taka á verkefnum af festu en taka persónum mjúklega, segja hlutina hispurslaust.
Þjónandi forysta og snertifletir við markþjálfun
Fleiri fréttir og pistlar
Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.
Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.
Fjöldi áhugaverðra aðila sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins.
Úr varð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin mun hittast í næstu viku til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Eirík Hjálmarsson, Orkuveitunni, sem formann og Rakel Lárusdóttur, Hörpu, sem varaformann. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.
Stjórn faghópsins skipa: Erla Rós Gylfadóttir Advania, Sara Elísabet Svansdóttir Austurbrú, Þóra Dögg Jörundsdóttir Bananar, Páll Sveinsson Brú lífeyrissjóður, Ásdís Nína Magnúsdóttir Carbfix, Harpa Júlíusdottir Festa, Björg Jónsdóttir Háskólinn á Bifröst, Ragnhildur Helga Jónsdottir Landbúnaðarháskóli Íslands, Klara Rut Ólafsdóttir Landspítali, Sandra Rán Ásgrímsdóttir COWI Ísland, Guðbjörg Lára Sigurðardóttir Urta, Hólmfríður Bjarnadóttir Vegagerðin, Eiríkur Hjálmarsson Orkuveitan, Freyr Eyjólfsson Sorpa, Marta Jóhannesdóttir Grant Thornton og Rakel Lárusdóttir Harpa.
Í dag hélt faghópur um góða stjórnarhætti sinn fyrsta fund í Grósku. Fundurinn var einstaklega áhugaverður og vel sóttur. Hægt er að nálgast glærur fyrirlesara á innraneti Stjórnvísi með því að smella hér og velja "ítarefni". Hér má nálgast myndir sem voru teknar.
NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög. Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.
Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.
Dagskrá viðburðarins:
- Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
- Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito
Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.
Á aðalfundi faghóps um almannatengsl, miðlun og samskipti var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa þau Andrea Guðmundsdóttir, fagstjóri og lektor við Háskólann á Bifröst, Anna Margrét Gunnarsdóttir ráðgjafi hjá Altso, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Apríl og Nasdaq á Íslandi, Dóra Magnúsdóttir samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar, Erla Björg Eyjólfsdóttir ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst, Grétar Theodórsson ráðgjafi hjá Innsýn samskiptum og Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettánellefu og fyrrverandi formaður Stjórnvísi, en hann er jafnframt formaður faghópsins.
Hópurinn er eins og aðrir faghópar Stjórnvísi öllum opinn, hvort heldur fólk hefur áhuga á faginu, starfar við það eða sækir sér menntun á þessu sviði. Smelltu hérna til ganga til liðs við hópinn: https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/almannatengsl-e-public-relations-og-samskiptastjornun
Á vinnufundum stjórnar síðustu vikur og mánuði hefur verið mótuð metnaðarfull dagskrá fyrir veturinn, sem verður birt á vef og samfélagsmiðlum Stjórnvísi. Má þar nefna tvo staðfundi við upphaf og lok vetrar til að efla tengslamyndun þar sem sérfræðingar stíga á stokk og fara yfir stefnur og strauma í faginu. Einnig eru áætlaðir mánaðarlegir fundir með fjölbreyttum umfjöllunarefnum.
- Október: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun
- Október: Hagnýting gervigreindar í faginu
- Nóvember: Samskiptastjórnun og sjálfbærni
- Desember: Almannatengsl fyrir frumkvöðla, nýsköpun og sprotafyrirtæki
- Janúar: Almannatengsl fyrir stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök
- Febrúar: Fjárfestatengsl og almannatengsl í skráðum og óskráðum fyrirtækjum
- Mars: Innri samskipti og markaðssetning á vinnustöðum
- Apríl: Menntun og símenntun í almannatengslum og samskiptum
- Maí: Almannatengsl á opinberum vinnustöðum.
- Júní: Staðfundur með góðum gestum og tengslamyndun
Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla, miðlunar og samskipta innan skipulagsheilda, ásamt því að auka vitund um mikilvægi atvinnugreinarinnar með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang fagsins, hér heima og erlendis.
Mikil vitundarvakning hefur orðið hér á landi undanfarin ár um mikilvægi góðra almannatengsla og markvissrar miðlunar og samskipta. Fagleg, heiðarleg og stöðug upplýsingagjöf við mikilvæga hagsmunahópa byggir og styrkir góða ímynd og eykur um leið velferð og virðingu hvort sem um ræðir skipulagsheildir eða einstaklinga.
Eftir fjölda áskorana hefur faghópur Stjórnvísi um mannauðsstjórnun verið endurvakinn.
Mikill áhugi er á að taka þátt í starfinu og hefur nú verið skipuð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel þann fjölbreytileika sem hópurinn býr yfir. (Sjá frétt hér )
Í faghópnum eru yfir 900 manns, sem gerir hann að einum stærsta faghópnum innan Stjórnvísi. Þar sem sífelld endurnýjun á sér stað í fyrirtækjum hvetjum við ykkur til að framsenda þetta skeyti til áhugasamra einstaklinga innan ykkar fyrirtækja og hvetja þá til að skrá sig í hópinn.
Ný stjórn kemur saman á næstunni og mun í kjölfarið setja fram dagskrá vetrarins.
Fyrsti viðburður vetrarins
Fyrsti viðburður er í anda vetrarins um framsýna forystu og er í samstarfi við FranklinCovey á Íslandi.
Áhersla er á framtíð vinnustaða og vinnumenningar og mikilvægi mannlegra gilda á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og alþjóðlegs umróts. Hvernig má stuðla að því að starfsfólk þrói með sér þá færni sem þarf til framtíðar?
Viðburðurinn er nk. fimmtudag, 4. september og er á Teams (8:30-10:00). Skráning hér
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á viðburðum vetrarins.
Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun.