Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu

Boðað til aðalfundar faghóps um stafræna fræðslu.
 
Dagskrá fundar:

  1. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  2. Kosning stjórnar
  3. Næsta starfsár
  4. Önnur mál

Áhugasamir hafi samband við Auði Hrefnu, s. 618-1040.

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu

Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu verður haldinn mánudaginn 8. maí klukkan 11:00 til 12:00 í gegnum Teams (hlekkur á fund).

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Í stjórninni er lögð áhersla á teymisvinnu þannig að vinnuálagi sé dreift jafnt á milli stjórnarmeðlima.

Þau sem vilja bjóða sig fram í stjórn, vinsamlega sendið tölvupóst á gudmundsdottir@unglobalcompact.org.
Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.

Innleiðing náms-og fræðslukerfa (LMS)

Click here to join the meeting

Á fundinum fer Baldur Vignir Karlsson yfir innleiðingu á náms-/fræðslukerfum og helstu atriðum sem þarf að huga að við undirbúning. Einnig fer hann yfir mikilvægi góðra samskipta við innleiðingu á LMS kerfum.

Baldur Vignir er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins RevolNíu, situr í stjórn Stjórnvísis og er verkefnastjóri innleiðingar nýs fræðslukerfis fyrir félagið. Hann hefur einnig veitt ráðgjöf varðandi eloomi til ýmissa fyrirtækja og var yfir innleiðingu eloomi á Landspítalanum frá 2019-2022.

 

Fræðslukerfið LearnCove, fræðslusafn Akademias og Brimskólinn

Join Zoom Meeting
https://us06web.zoom.us/j/88591727898?pwd=ZkVlSUtGRmF0NXBpbFBncGltSjQ0Zz09

Meeting ID: 885 9172 7898
Passcode: 427669
One tap mobile
+13462487799,,88591727898#,,,,*427669# US (Houston)
+13602095623,,88591727898#,,,,*427669# US

EKKI NOTA TEAMS HLEKKINN  - NOTIÐ HLEKKINN HÉR AÐ OFANVERÐU

 

Click here to join the meeting

Í þessu erindi kynnir Aðalheiður Hreinsdóttir íslenska fræðslukerfið LearnCove, Guðmundur Arnar Guðmundsson kynnir fræðslusafn Akademias og Pálmi Ingólfsson kynnir Brimskólann.

Viðburðurinn verður haldinn í húsnæði Akademias í Borgartúni 23. Einnig verður hægt að nálgast hann rafrænt og verður tengill á viðburðinn sendur á skráða þátttakendur þegar nær dregur.

Dagskrá

Fræðslukerfið LearnCove
Aðalheiður Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri LearnCove, segir frá því hvernig LearnCove er notað í fræðslu, námskeið og ferla hjá rúmlega 40 fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum í dag. LearnCove styður stað- og fjarnámskeið, verkefnavinnu, spurningalista og fleira en sérhæfir sig í samtengingu fræðsluaðila og fyrirtækja.

Fræðslusafn Akademias
Guðmundur Arnar, framkvæmdastjóri Akademias, segir frá reynslu Akademias af því að vinna með tugum íslenskra vinnustaða. Hann mun deila þekkingu Akademias á hvernig vinnustaðir geta hámarkað árangur starfsmannafræðslu með LearnCove.

Brimskólinn
Pálmi Ingólfsson frá Brim kynnir að lokum sýn Brim varðandi nýjan fræðsluvef fyrirtækisins, Brimskólann.

Framtíðin er björt

Stafræni hæfniklasinn - markmið, verkefni og niðurstöður rannsóknar

Fyrirlesturinn fer fram á Teams - hlekkur

Í þessum fyrirlestri mun Eva Karen Þórðardóttir framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans segja okkur frá Stafræna hæfniklasanum, markmiðum hans og helstu verkefnum.

Stafræni hæfniklasinn stóð fyrir rannsókna á stafrænni hæfni stjórnenda og þjóðarinnar núna í lok 2021 en gaf þessi rannsókn mjög áhugaverðar niðurstöður sem einnig verður farið vel í gegnum á þessum fyrirlestri.

Nánar um Stafræna hæfniklasann

 

Fyrirlesturinn fer fram á Teams - hlekkur

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?