Síðumúla 33, 104 Reykjavík Síðumúli 33, Reykjavík, Ísland
Stjórn Stjórnvísi ,
Áhugaverð vinnustofa 16:30-19:00 fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi
Síðumúla 33, 104 Reykjavík
Stjórnvísi býður þeim félögum sem starfa í stjórnum faghópa upp á áhugaverða vinnustofu í mars. Ætlunin er að verðlauna fyrir gott starf og er markmiðið efling einstaklingsins, hvati og fagleg uppbygging. Óskað var eftir tilboðum og tillögum frá fyrirtækjum innan Stjórnvísi og var niðurstaðn sú að bjóða stjórnendum faghópa upp á násmkeiðið „Aukinn árangur með skýrari framtíðarsýn“.
Aukinn árangur með skýrari famtíðarsýn
"Líf án markmiða er eins og skip án áfangastaðar" - óþekktur höfundur
Stjórnum faghópa Stjórnvísi stendur til boða áhugaverð vinnustofa sem ætlað er að skerpa framtíðarsýn og þar með auka árangur.
Á vinnustofunni er farið yfir mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn og knýjandi markmið. Sýnt er myndbandið Celebrate whats right in the world sem opnar augu þátttakenda fyrir nýjum möguleikum og veitir innblástur. Þáttakendur vinna framtíðarsýn sína og markmið henni tengd og/eða skerpa á þeirri sýn og markmiðum sem þeir þegar hafa. Einnig er farið í gegnum hvaða leiðir eru bestar til að ná markmiðum sínum.
Vinnustofunni stýrir Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Unnur er stjórnendamarkþjálfi og eigandi Vendum. Hún hefur 15 ára reynslu af rekstri og stjórnun, sem aðstoðarframkvæmdastjóri Hreyfingar og framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Unnur hefur mikla reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur sem starfað með stjórnendum fjölda fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Unnur hefur einnig setið í ýmsum stjórnum félagasamtaka og fyrirtækja. Unnur hefur BEd. próf frá KHÍ, Diploma í viðskipta- og rekstrarfræðum frá EHÍ auk þess að hafa hlotið víðtæka þjálfun í námskeiðahaldi, lóðsun, þjálfun þjálfara og sölu- og sölustýringu. Unnur hefur lokið námi í stjórnendamarkþjálfun (e. Executive coaching) frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University og hefur ACC vottun frá International Coach Federation.
Vinnustofan fer fram í húsnæði Vendum, Síðumúla 33, 3. hæð.
Tímasetning miðvikudagur 14. mars kl 8.30-11.00 eða 15.30-18.00