Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind - Framtíðarnefnd Alþingis

Við viljum vekja athygli á málstofu framtíðarnefndar Alþingis um alþjóðlega stöðu stefnumótunar um gervigreind á morgun, föstudaginn 16 febrúar kl. 10:30 Sjá nánar á vefslóðinni: https://www.facebook.com/events/902436878285786/?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22your_upcoming_events_unit%22%2C%22surface%22%3A%22bookmark%22%7D]%2C%22ref_notif_type%22%3Anull%7D

Einnig viljum við koma á framfæri upptöku af morgunfundi í vikunni hjá Advanía. Fróðleg erindi þar. Bendi meðal annars á fyrirlestur Láru Herborgu Ólafsdóttur, Lex, þar sem hún fjallar um hugsanlegt regluverk Evrópusambandsins um gervigreind.

Sjá vefslóðina:  Hagnýt gervigreind: Nýjar leiðir til vaxtar og nýsköpunar | Velkomin

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Gervigreindarstraumar – beint frá San Francisco

Róbert Bjarnason kynnir nýjustu strauma í gervigreind eftir nýafstaðna heimsókn á DevDay hjá OpenAI í San Francisco.

Í kjölfarið verða pallborðsumræður og samtal við þátttakendur um framtíðarþróun gervigreindar, áskoranir og tækifæri við sjóndeildarhringinn.

Þátttakendur eru úr gervigreindar- og faghópi framtíðarfræða: Karl Friðriksson, Þorsteinn Siglaugsson, Gyða Björg Sigurðardóttir, Helga Ingimundardóttir og Sævar Kristinsson.

 

 

Hlekkur á Teams fund:

Gervigreindarstraumar – beint frá San Francisco | Meeting-Join | Microsoft Teams

Er þjálfun gervigreindar brot á höfundarétti?

Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um þær áskoranir sem skapandi greinar standa frammi fyrir varðandi nýtingu höfundaréttarvarðra verka til þjálfunar gervigreindar. 

 Join the meeting now

Guðrún Björk hefur bent á að  „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun, en STEF hefur starfað náið með norrænum höfundaréttarsamtökum og sett fram stefnu til framtíðar hvað varðar leyfisveitingar vegna spunagreindar. 

Þær spurningar sem leitast verður við að svara eru m.a.: 

  • Er þjálfun gervigreindar með höfundaréttarvörðum verkum brot á höfundarétti?
  • Hvaða áhrif hafa ákvæði tilskipunar ESB sem mælir fyrir um að rétthafar verði að kjósa að standa utan ("opt-out") þjálfunar gervigreindar annars sé slík þjálfun heimil án samþykkis. 
  • Hvað verður um þau verk sem gervigreindin skapar?  Eru þau höfundaréttarvarin? Hvað með verk sem eru að hluta til sköpuð af gervigreind?  
  • Hverjar eru skyldur fyrirtækja sem síðan nýta sér verk sköpuð af gervigreind í sínum rekstri?

Fundurinn verður einungis á streymi, föstudaginn 31. október kl. 9:00 -10:00. 

 Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðrún Björk  á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.

Framtíðar-samfélagsrými í þágu velsældar.

Umhverfissálfræði, samsköpun og skipulag borga og bæja.

Join the meeting now

Tækniframfarir munu breyta eðli starfa framtíða og hversu miklum tíma er varið á vinnustöðum. Þessar breytingar munu hafa áhrif á samsetningu og íbúafjölda í sveitarfélögum um land allt og kalla óneitanlega á endurskoðun á vægi samfélagsrýma. Hvernig hönnum við innviði og almenningsrými í sveitarfélögum sem stuðla að velsæld og efla tengsl milli íbúa til framtíðar?

Dögg Sigmarsdóttir og Páll Líndal kynna á fjarfundi ólíkar útfærslur á þróun samfélagsrýma framtíða sem ýta undir mannvænt og vistvænt samfélag í virku samráði við íbúa.

Dögg Sigmarsdóttir, sérfræðingur í sköpun samfélagsrýma, kynnir hugmyndir borgarbúa frá Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins um mögulega nýtingu almenningsrýma eins og bókasafna eftir 100 ár og hvernig slík samfélagsrými gætu komið í veg fyrir að tengslarof, ójöfnuður og vistkreppa samtímans fylgi okkur inn í framtíðina.

Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, kynnir nýja nálgun í skipulagi fyrir þéttbýlið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem gagnvirkt þrívíddarlíkan af þéttbýlinu er þróað í tölvuleikjaumhverfi sem m.a. býður upp á kraftmikla upplifun í sýndarveruleika, og gerir hagaðilum kleift að skoða og meta skipulagið á aðgengilegan og sannfærandi hátt. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi núverandi þéttbýliskjarna sem telur um nú 60 manns ríflega tífaldist á næstu árum og áratugum. Frá upphafi hefur sveitarstjórn lagt áherslu á að skipulagið byggi á umhverfissálfræðilegum áherslum, með það að markmiði að skapa mannvænt umhverfi og samheldið samfélag. Verkefnið markar nýja nálgun í skipulagsvinnu þar sem samþætt er vísindaleg þekking úr umhverfissálfræði, hönnun og skipulagsgerð, auk virks samráðs við íbúa. Með þessu er lagður grunnur að sjálfbærum þéttbýliskjarna í íslensku dreifbýli.

Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney og rekur ráðgjafar-og rannsóknarfyrirtækið ENVALYS þar sem umhverfissálfræði, skipulagi og hönnun er tvinnað saman með hjálp þrívíddar- og sýndarveruleikatækni. Þá er Páll forstöðumaður viðbótarnáms á meistarastigi í umhverfissálfræði við Háskólann í Reykjavík auk þess að vera fyrirlesari og markþjálfi.

Dögg Sigmarsdóttir er verkefnastjóri sem lokið hefur APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er með meistaragráðu í Political and Economic Philosophy frá Universität Bern (Sviss) og hefur einnig lokið diplómanámi í alþjóða- og evrópurétti frá sama háskóla. Hún hefur stýrt fjölmörgum verkefnum sem snúa að mótun samfélagsrýma og eflingu borgaralegrar þátttöku í þágu inngildingar, velsældar og félagslegrar sjálfbærni.

Eldri viðburðir

Alþjóðleg stjórnun gervigreindar - Val möguleikar

Streymi á vegum London Futurest.

Að hvaða leyti ættum við að stýra þróun nýrra kynslóða gervigreinda?

Sjá nánar: https://www.meetup.com/london-futurists/events/310438190/

Í þessu streymi verða meðal annars eftirfarandi atriði rædd:

  • Singapore-sáttmálinn
  • Aðgerðaáætlun Bandaríkjanna um gervigreind
  • Umræður á Alþjóðlegu gervigreindarráðstefnunni í Shanghai
  • Nýjar útgáfur af gervigreindarlíkönum
  • Gervigreindarlíkön sem ná nýjum viðmiðum í getu

Framtíðarsetur Íslands í samvinnu við London Futurest.

Viðburðurinn afbókaður. Sjálfbært tónlistarlíf og notkun gervigreindar - Norræn stefnumörkun höfundaréttarsamtaka

Join the meeting now

Við höfum fengið Guðrúnu Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs til að fjalla um nýlega stefnu STEFs  og Norrænna höfundaréttarsamtaka um hvernig þau ætla að beita sér fyrir framtíðar samspil tónlistar og gervigreindar. Guðrún Björk hefur bent á að  „rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar.“ Áhugavert verður að heyra af stefnumiðum samtakanna til að takast á við þessa þróun.

Geta aðrar skapandi greinar hagnýtt sér þetta frumkvæði STEFs og þannig komið í veg fyrir virðistap listamanna vegna þessara þróunar? Getur gervigreindin hugsanlega opnað fyrir tækifæri skapandi einstaklinga, þegar fram líða stundir?

STEF býður okkur að hittast í húsakynnum sínum að Laufásvegi 40, 12. júní kl 16:00.

 

Guðrún Björk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri STEFs. STEF eru innheimtusamtök tón- og textahöfunda á Íslandi. Guðrún Björk er hæstaréttarlögmaður með cand.jur gráðu frá Háskóla Íslands og viðbótar mastersgráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla svo og gráðu á meistarastigi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðrún Björk  á að baki farsælan feril sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Samtökum atvinnulífsins áður en hún hóf störf hjá STEFi. Guðrún Björk hefur einnig sinnt kennslu í lögfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur og haldið fjölda erinda og fyrirlestra hjá ýmsum aðilum, hin síðustu ár aðallega á sviði höfundaréttar. Guðrún Björk situr í stjórn NCB (Nordisk Copyright Bureau) sem annast hagsmunagæslu fyrir höfunda á Norðurlöndunum vegna hljóðsetningar og eintakagerðar verka þeirra og í stjórn Tónlistarmiðstöðvar.

Leiðtoginn og framtíðarvitund hans.

Hvað þarf til að takast á við óvissu og taka ákvarðanir um framtíðarstefnumið í rekstri. Sabrina Sullivan og Meghan Donohoe (sjá Linkedin) mun fjalla um þetta viðfangsefni sem er hluti af viðburðum Dubia Future Society 15 apríl næstkomandi kl 13:00.

Viðburðurinn gæti verið áhugaverður fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á valdeflandi forystu og framtíðarrýni.

Skráið ykkur til þátttöku á eftirfarandi vefslóð; https://us06web.zoom.us/meeting/register/u-ikvrqsRreVyvAuVqIPJQ#/registration

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu

Join the meeting now

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina möguleika gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu og skoðað leiðir til að tryggja ábyrga og árangursríka notkun hennar. Á fundinum fjallar Gísli Ragnar Guðmundsson, gervigreindarráðgjafi hjá KPMG og fyrrverandi sérfræðingur í gervigreindarmála hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, um hvernig gervigreind getur nýst í opinberri stjórnsýslu. Hann mun draga fram dæmi um hvernig stofnanir og ráðuneyti geta innleitt gervigreind í daglegu starfi, hver helstu tækifærin eru, og hverju þarf að huga að til að nýtingin verði örugg, siðferðilega ábyrg og til raunverulegs hagsbóta. Einnig verður fjallað um stöðu innleiðingar gervigreindar hjá íslenskum ráðuneytum í dag, hvaða áskoranir standa í vegi fyrir frekari upptöku og hvernig hægt er að vinna markvisst að því að yfirstíga þær. Gísli hefur komið að stefnumótun Íslands í gervigreind, haldið fjölda vinnustofa með ráðuneytum og stofnunum og aðstoðað bæði ríki og fyrirtæki við að nýta gervigreind í verkefnum sínum.

Gervigreindarstefna Hagstofu Íslands

Hlekkur á viðburð  

Notkun gervigreindar fer hratt vaxandi jafnt hjá einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Til að hámarka árangur af notkun þessarar nýju tækni er skýr stefnumótun og markviss innleiðing lykilatriði. Síðastliðið haust var settur á fót starfshópur innan Hagstofu Íslands, sem fékk það hlutverk að móta stefnu um notkun gervigreindar. Stefnan var gefin út seint á síðasta ári og hópurinn vinnur nú að innleiðingu hennar. Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofunnar um stefnumótunarvinnuna og innleiðingarvinnuna í kjölfarið. Auk þess að starfa hjá Hagstofunni hefur Þorsteinn unnið að ráðgjöf og þjálfun í hagnýtingu gervigreindar undanfarin tvö ár, m.a. í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli (Logical Thinking Process), stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Anteos ehf sem þróar lausnir byggðar á gervigreind og höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir” (2024). Fundinum stýrir Gyða Björg Sigurðardóttir, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Orkunni og stjórnarmaður í faghópi um gervigreind.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?