Síðumúla 33, 105 Reykjavík Síðumúli 33, Reykjavík, Ísland
Stjórn Stjórnvísi ,
Árangursrík vald- og verkefnadreifing: Námskeið fyrir stjórnendur Stjórnvísi
Stjórnvísi býður þeim félögum sem starfa í stjórnum faghópa upp á áhugaverða vinnustofu í mars. Ætlunin er að verðlauna fyrir gott starf og er markmiðið efling einstaklingsins, hvati og fagleg uppbygging. Óskað var eftir tilboðum og tillögum frá fyrirtækjum innan Stjórnvísi og var niðurstaðn sú að bjóða stjórnendum faghópa upp á námskeiðið „Árangursrík vald-og verkefnadreifing.“.
Árangursrík vald- og verkefnadreifing: Námskeið fyrir stjórnendur Stjórnvísis
hefurðu ekki tíma til að sinna öllum þeim verkefnum sem þú þarft að sinna?
vinnurðu oft frameftir?
siturðu enn uppi með verkefni sem þú sinntir í síðasta hlutverki þínu innan fyrirtækisins til viðbótar við verkefni þín í núverandi hlutverki?
endarðu oft á því að sinna þeim verkefnum sem þú felur öðrum af því að þau eru ekki unnin með fullnægjandi hætti?
ertu að vasast í alltof mörgum verkefnum?
Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig þá er námskeiðið Árangursrík vald- og verkefnadreifing eitthvað fyrir þig.
Á námskeiðinu er farið í gegnum hvernig stjórnendur geta með markvissum og árangursríkum hætti losað um tíma sinn með því að fela öðrum það vald og þá ábyrgð sem til þarf til að ljúka verkefnum með fullnægjandi hætti.
Efnistök námskeiðsins eru meðal annars:
Hvernig á að deila verkefnum út?
Hvernig gerirðu fólk ábyrgt fyrir árangrinum?
Hvernig hefurðu eftirlit með framvindunni?
Að námskeiðinu loknu hefurðu í höndunum leiðbeiningar um hvernig þú verkefnadreifir, hvaða verkefnum þú hefur tækifæri til að fela öðrum, hverjum þú getur falið þessi verkefni og hvenær. Einnig færðu leiðbeiningar um hvernig á að bregðast við þegar að verkefnadreifingin gengur ekki upp af einhverjum ástæðum.
Á námskeiðinu er unnið eftir aðferðafræði markþjálfunar og vinnur hver og einn út frá sínum raunverulegum aðstæðum og gerir aðgerðaáætlun um beitingu efnisþátta að námskeiðinu loknu.
Námskeiðið er 2,5 klst.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Alda Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir eigendur Vendum.
Vinnustofan fer fram í húsnæði Vendum, Síðumúla 33, 3. hæð.
Hópur 1: 6. mars kl 16-18.30, Þjálfari: Unnur Valborg
Hópur 2: 12 mars kl 8.30-11, Þjálfari: Alda Sigurðardóttir