23
okt.
2025
23. okt. 2025
09:00 - 09:50
/
Sjávarklasinn
Join the meeting now
Faghópur Innkaupa og vörustýringar og Stika Solutions bjóða til fundar þar sem Elma Sif Einarsdóttir ætlar að kynna fyrir okkur lausnir fyrir samhæfða áhættustjórnun og sjálfbærniþætti.
Saman nýtast þessi kerfi við greiningu og mat á lykiláhættuþáttum og tækifærum þar sem unnið er með alla virðiskeðjuna. Lausnirnar eru sniðnar utan um viðurkennt verklag við samhæfða áhættustjórnun og styðja við alla helstu alþjóðlegu stjórnunarstaðla t.d. COSO ERM, ISO 31000, ISO 9001, ISO 14001, ISO 45001 og ISO 27001.
Einnig hefur Stika þróað vélbúnað og hugbúnað í tengslum við Snjallsorp en þar eru snjallvogir nýttar til að halda utan um magn og flokkun úrgangs og yfirsýn í úrgangsmálum auðvelduð með skilvirku mælaborði.
Sérstök áhersla verður lögð á að kynna Birgjamat Stiku en það bætir yfirsýn notanda á stöðu sinna birgja. Markmið Birgjamats Stiku er að spara tíma og vinnu bæði fyrir notendur og birgja. Mælaborð notanda bætir yfirsýn á stöðu þeirra birgja og hugbúnaðurinn tryggir að birgjar fá sjálfvirka beiðni um að uppfæra sín svör árlega eða eftir þörfum.