Persónuleg stefnumótun og leiðtogafærni á heimsmælikvarða

Nú þegar nýtt ár, Meistaramánuður og Lífshlaupið eru gengin í garð, heyrast orð eins og markmiðasetning, persónulegur árangur og sjálfsrækt á öllum kaffistofum landsins. Margir setja sér markmið af ýmsum toga, einkum og sér í lagi tengdum andlegri og líkamlegri heilsu, fjármálum, fjölskyldu, vinnu og starfsframa með misgóðum árangri.
En hver er galdurinn við að móta sér stefnu, setja sér markmið og fylgja þeim eftir?

Brynjar Karl eigandi Key Habits og ráðgjafi til margra ára ætlar að kynna fyrir okkur tækni í hugarþjálfun sem snýst að mestu um að auka skuldbindingu gagnvart markmiðunum sem við setjum okkur.

Brynjar Karl er ráðgjafi fjölda stjórnenda, íþróttamanna, þjálfara og einstaklinga. Reynsla Brynjars er að mörgu leiti upprunnin frá vinnu hans með mörgum af stærstu íþróttaliðum heims í deildum eins og NBA, NFL og Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Success in social media

Samfélagsmiðlar spila lykilhlutverk í þjónustu- og markaðsmálum í dag og því er við hæfi að fá frumkvöðul á þessu sviði til að fara yfir helstu áherslur og viðmið við notkun þeirra.
Áhrifa samfélagsmiðla gætir víða og á þessum viðburði mun Icelandair fara yfir hvernig nýta má slíka miðla í markaðslegum tilgangi og við þjónustu, á sama tíma og hraði og gæði hennar eru tryggð.

Fyrirlesarar verða:
Joshua J Popsie , SEO & SEM Specialist , Icelandair Marketing and Business Development
Guðrún Haraldsdóttir, Marketing Coordinator, Icelandair Marketing and Business Development
Sarah Unnsteinsdóttir, Manager Icelandair Social Media Command Center
Arna Ýr Sævarsdóttir, Supervisor Icelandair Social Media Command Center

Athugið að sætaframboð er takmarkað við 80 gesti.

Viðburðurinn fer fram á ensku.

Social Media plays a key role in today’s business environment, both as a tool for marketing and customer service channel. Social media never sleeps and everything can be made public, next to your brand. How can we monitor, maintain service levels along with sustaining quality and speed at the same time? Important steps, industry trends and everything in between from Icelandair’s perspective.

Key Topics of the Event:

Social Media Marketing

On-line Marketing vs. Other Media
Social Media Marketing & Segmentation
Measurement & Analytics
Customer Service on Social Media
Icelandair’s Customer Service on Social Media
The Road to Here
Tools, Measurement & Analytics
Industry News & Trends
Quality
Synchronized Knowledge Base and Continuous Flow of Information: 24/7 Service
Ensuring Harmony and Consistent Service to Customers
One Stop Shop

Sköpunargleði og áhrif stjórnenda

Stjórnendur víðsvegar um heiminn telja að sköpunargleði sé einn af þeim þáttum sem vegur hvað þyngst til að fyrirtæki nái árangri, og alþjóða efnahagsstofnunin spáir að sköpunargleði verði á meðal þriggja mikilvægustu eiginleika starfsfólks árið 2020. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur samkeppnishæfni fyrirtækja.

Stjórnendur hafa hvað mest áhrif á hvort starfsfólk komi með skapandi lausnir til að efla fyrirtækið og auka þannig samkeppnishæfni þess. Nú er brýnna en áður að stjórnendur nýti og efli sköpunargleði starfsmanna, þar sem fjórða iðnbyltingin felur í sér miklar og hraðar breytingar.

Á fundinum mun Birna Dröfn fjalla um hvernig hægt er að efla sköpunargleði, ásamt því að fara yfir hlutverk stjórnandans við að efla og nýta sköpunargleði starfsmanna

Birna Dröfn Birgisdóttir er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík þar sem hún rannsakar leiðir stjórnenda til að auka sköpunargleði starfsmanna. Hún er viðskiptafræðingur og stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hún hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu."

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2017

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem voru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2017 innilega til hamingju. Hér má sjá nöfn þeirra: https://www.stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2017 hinn 8.mars nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Hvammi, kl. 16.00 til 18.00. Þema hátíðarinnar: Árangur á grundvelli öflugrar liðsheildar og vinnumenningar.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.

Dagskrá:
Setning hátíðar: Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og formaður Stjórnvísi.
Hátíðarstjóri: Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi hjá Nolta, ráðgjöf og þjálfun.

Þema: Árangur á grundvelli öflugrar liðsheildar og vinnumenningar. Hvað er verið að kalla fram með því að skapa sterka liðsheild, hversu miklu máli skiptir sterk liðsheild og hvernig er hægt að auka árangur með sterkri liðsheild.

Fyrirlesarar: Tveir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi sem tengist þema hátíðarinnar.
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hótela.
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.

Ásta Bjarnadóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2017.
Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.
Aðgangur er ókeypis!
Dómnefnd 2017 skipa eftirtaldir:
• Ásta Bjarnadóttir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala.
• Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar
• Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja
• Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
• Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík.
• Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
• Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin
Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Þjónandi forysta í framkvæmd

Sigríður Björk Guðjónsdóttir Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur tileinkað sér þjónandi forystu og ætlar að fjalla um framkvæmd hennar í sínu starfi, áskoranir og ávinning.

Í fyrra fengu félagar Stjórnvísi kynningu á Þjónandi forystu og gildum hennar. Nú fylgjum við þeirri kynningu eftir og fáum innsýn í hvernig þjónandi forysta er í framkvæmd og hvernig er að vinna samkvæmt gildum þjónandi forystu.

Ekki missa af þessu erindi - einkar áhugavert fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér og tileinka sér þjónandi forystu í starfi.

Aðfangastýring í Eve Online

Bergur Finnbogason, development manager hjá CCP mun kynna okkur fyrir samspili aðfangakeðja í EVE Online tölvuleiknum þar sem notendur keyra ótrúlega flóknar uppsetningar til að hámarka árangur sinn í öflun aðfanga fyrir viðskiptaveldi sín.

Fullbókað: Samfélagsábyrgð og starfsánægja

Fjallað verður um tengsl starfsánægju og samfélagsábyrgðar fyrirtækja, þ.e. hvernig áhersla fyrirtækja á samfélagsábyrgð ýtir undir starfsánægju og stolt starfsmanna. Varpað verður ljósi á innlendar og erlendar rannsóknir og sagt frá reynslu fyrirtækja, t.d. af mælingum þeirra um starfsánægju sem og mælingar á hvað það er varðandi samfélagsábyrgð sem starfsfólkið lætur sig varða.

"Samfélagsábyrgð og upplifun, viðhorf og hegðun starfsfólks"
Arney Einarsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun í HR, mun byrja fundinn á umfjöllun um niðurstöður úr CRANET rannsókninni í tengslum við samfélagsábyrgð og starfsánægju.

"Samfélagsábyrgð og starfsmenn Landsbankans"
Baldur Gísli Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, mun fjalla um mælingar sem bankinn hefur gert á viðhorfi starfsfólks til samfélagsábyrgðar.

"Áhrif samfélagsábyrgðar á fyrirtækjamenningu - fræðin og mælingarnar".
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstóri hjá Reykjavíkurborg. Hún er menntuð á sviði samfélgsábyrgðar frá Svíþjóð og mun segja frá rannsóknum sem hún gerði meðal tveggja íslenskra fyrirtækja og velta upp möguleikum Reykjavíkurborgar að mæla viðhorf starfsfólks til samfélagsábyrgðar.

Fundarstjóri verður Elma Dögg Steingrímsdóttir, gæðastjóri Te & Kaffi.

Fullbókað: Málstofa um farsæla innleiðingu stefnu.

Fimmtudaginn 30. mars nk. býður Stjórnvísi félagsmönnum að sækja málstofu um farsæla innleiðingu stefnu.

Viðburðurinn er ætlaður félagsmönnum í öllum faghópum Stjórnvísi og verður haldinn hjá Símanum í Ármúla 25.

Kynntar verða sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar MMR um framkvæmd stefnu á íslenskum vinnustöðum. Jafnframt verður kynnt áhrifarík og margreynd aðferð FranklinCovey við farsæla innleiðingu á stefnumarkandi breytingum - 4DX: The 4 Disciplines of Execution. Að auki verða reynslusögur frá tveimur af þeim fjölmörgu íslensku vinnustöðum sem hafa innleitt 4DX sl. ár með eftirtektarverðum árangri.

Sætisfjöldi er mjög takmarkaður.
Fyrirlesarar: Kristinn T. Gunnarsson, ráðgjafi hjá Expectus
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum
Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar

„Set ég þristinn út!“ - Er A3 ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki?

A3, eða þristar, gegna veigamiklu hlutverki í „lean“ skipulagsheildum. Sumir sérfræðingar ganga svo lagt að halda því fram að þristarnir séu hjartað í lean. Eru þeir ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki? Eru þeir kannski allt þetta og margt fleira til?
Steinþór Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent mun fjalla um margvíslegt notagildi þristanna og þá almennu eiginleika sem gera þá að þessu notadrjúga áhaldi og rekur dæmi um notkun þeirra við ólík viðfangsefni frá stefnumótun til afmarkaðra umbótaverkefna.

Steinþór mun einnig ræða um sína reynslu af notkun þrista í margvíslegu umhverfi, bæði rótgrónu straumlínustjórnunarfyrirtæki og skipulagsheildum sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Umbótavinnustofur: Kostir og gallar. Reynslusögur stjórnenda og umræður

Umbótavinnustofur, eða Kaizen Blitz, er eitt af verkfærum Straumlínustjórnunar sem sífellt fleiri fyrirtæki nýta sér. Í örstuttu máli felst aðferðin í að setja saman hóp fulltrúa allra þeirra aðila sem að tilteknu ferli koma og setja þeim markmið um að leysa tiltekið úrlausnarefni í snarpri vinnulotu.

Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Sveinn Valtýr Sveinsson, yfirverkefnastjóri í rekstrarráðgjöf hjá Ernst & Young, deila sínum reynslusögum frá umbótavinnustofum. Hvað hefur virkað vel og hvað ekki? Eftir kynningar verður nægur tími fyrir umræður þar sem áheyrendum í sal gefst tækifæri til að spyrja spurninga og ráða.

Mótun skilaboða í auglýsingum

Gunnar Thorberg Sigurðsson hjá Kapal fer yfir helstu leiðir til að móta skilaboð í auglýsingum ásamt því að taka fyrir raunveruleg dæmi.

Hvaða skilaboð eru vænlegust til árangurs og eru skilaboðin í takt við markmiðið með auglýsingunni. Er um að ræða skilaboð sem vekja jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar?
Ættir þú að vera með skilaboð sem vekja upp reiði eða skemmtilega upplifun? Hvað situr eftir þegar auglýsingunni líkur og vita þeir sem auglýsa hvort hreyfi við markmiðunum.
Starfsfólk Kapals hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af markaðssetningu á hefðbundnum og starfrænum miðlum, en er munur þar á þegar kemur að skilaboðunum í markaðsefninu.

Við mælum með að leggja snemma af stað til að mæta tímalega en fyrirlesturinn hefst 8:45.

Gunnar er stofnandi, eigandi og ráðgjafi hjá Kapal. Hann er með MSc management and eBusiness, University of Paisley í Skotlandi og BSc viðskiptafræði, Háskóli Íslands. Gunnar er dellukallinn í Kapli, hann hefur prófað hinar ýmsu tómstundir sem lagt var af stað í með miklu trukki en misjöfnum árangri. Það leið langur tími þar til fyrsti fiskurinn beit á agnið en eftir það var ekki aftur snúið með veiðina. Gunni er nokkuð efnilegur gítarleikari en áhuginn er víst meiri þar en getan. Markaðsdellan blómstar hins vegar ávallt og grúskar Gunnar mikið í þeim fræðum.

http://www.kapall.is/

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?