Controlant Coaching Center

TEAMS linkur er hér.
 
Controlant býður í heimsókn í húsakynnum þeirra á 11. hæð, Norðurturni Smáralindar þriðjudaginn 9. maí kl. 9:00-10 til að fjalla um Controlant Coaching Center.
 
Unnur María Birgisdóttir, VP of Talent, Jóhanna Magnúsdóttir, Learning & Development Culture Manager og Auðbjörg Ólafsdóttir, VP of Culture & Communication, munu halda erindið saman.
 
Markþjálfun er verkfæri sem Controlant notar markvisst til að styðja við vöxt og framgang starfsmanna fyrirtækisins.
Farið verður farið yfir vegferð og framtíðarsýn fyrir markþjálfun hjá Controlant sem er mjög ört vaxandi fyrirtæki á Íslandi og á alþjóðavísu.

Controlant hefur undanfarin misseri fjárfest í markþjálfunarmenntun starfsmanna og starfrækir nú Controlant Coaching Center þar sem tíu starfsmenn Controlant sem einnig eru markþjálfar bjóða öðru starfsfólki fyrirtækisins upp á markþjálfun til að styrkja sig og efla í lífi og starfi.Viðburðurinn verður haldinn á 11. hæð Norðurturni Smáralindar.

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

"Thrive to Perform & Perform to Thrive”

TEAMS linkur HÉR
We all deserve to thrive and we all want to perform, What if you could reach both!

SSSTOPPPP Intervention:

Experience the groundbreaking SSSTOPPPP emotional goal setting trick for instant recalibration and peak performance.

SSSTOPPPP is a positive psychology intervention I have developed to enable leaders to 'pause' themselves either in the middle of a meeting, in the midst of a conversation, or to prepare for the day, evening, meeting, project, and so on. 

SSSSTOPPPP is part of the Thrive to Perform multidimensional wellbeing and leadership development programme, a research (experiment) I am currently conducting on future and current leaders.

SSSTOPPPP is crafted from empirical research in emotional intelligence, neuroscience, positive psychology, mindfulness, psychological capital, goal setting, and cardiac coherence.

Our agenda:

Who am I? 

SSSSTOPPPP FULL

SSSSTOPPPP Quick

Client’s feedback and experiences.

Questions and Answers"

Access the app now (level 1 is free): https://positive-performances.passion.io/

 

Krumma Jónsdóttir - KJ MAPPCP

People Development Professional
Management Mentor and Executive Coach

Management Mentor & Executive Coach. With over 20 years in international hospitality, Krumma is more than an Executive Coach—she's a Performance Strategist. As the founder of "Positive Performances," she customizes positive psychology coaching to elevate individual, team, and organizational performance. Specializing in immediate well-being and performance enhancements, Krumma is an active member of both the International Coaching Federation (ICF) Iceland and the European Mentoring and Coaching Council (EMCC). Currently pursuing a Ph.D. in Leadership and Strategic Management, her research focuses on bridging higher education and organizations for unparalleled leadership growth.

Discover Thrive to Perform, the ultimate mental health app: https://positive-performances.passion.io/

Latest press:
• Forbes France: https://www.forbes.fr/mediasfrance/krumma-jonsdottir-une-executive-coach/
• Brainz Magazine: https://www.brainzmagazine.com/post/from-iceland-to-paris-a-journey-with-krumma-jonsdottir-exclusive-
interview
• Brainz Magazine Podcast: https://www.youtbe.com/watch?v=wLzi5TbYXWM

TEAMS linkur HÉR

Kynning - Faghópur Markþjálfunar

Markþjálfun (coaching) hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim og er viðurkennd árangursrík aðferðafræði.

Teymisþjálfun (team coaching) er tiltölulega ný grein innan markþjálfunar og er hún í örum vexti. 

Hraði, breytingar, áreiti í umhverfi okkar hvetja til að huga að því sem virkilega skiptir okkur máli og forgangsraða. Þar kemur markþjálfun að góðum notum. Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að setja sér markmið og framfylgja þeim.

Markþjálfar sérhæfa sig á ólíkum sviðum innan markþjálfunar s.s. stjórnun af hvaða tagi sem er, heilsu, fjármálum, sjálfeflingu, ADHD og innan skólakerfisins.

Fyrirkomulag starfs faghóps um markþjálfun er þannig að á hverjum viðburði er tekið fyrir málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða fleiri. Að því loknu eru fyrirspurnir.

Á Íslandi er starfandi eitt félag markþjálfa. ICF Iceland er fagfélag þeirra sem starfa við markþjálfun á Íslandi og hafa lokið viðurkenndu markþjálfanámi skv. alþjóðlegum og evrópskum stöðlum. Nánari upplýsingar: www.icficeland.is 

Eldri viðburðir

Hvað gerir stjórnanda árangursríkan?

Click here to join the meeting


Nýlega kom út íslensk þýðing á bókinni The Effective Executive eftir Peter Drucker. Bókin heitir á íslensku Árangursríki stjórnandinn og fjallar um hvernig stjórnendur taka við stjórnvölinn í eigin lífi og ná árangri í starfi. Bókin kom fyrst út árið 1967 og hefur reynst stjórnendum um heim allan sem ómetanlegur leiðarvísir í starfi.


Í kynningunni mun Kári Finnsson, þýðandi bókarinnar, fara yfir þau fimm grundvallaratriði sem Drucker dregur fram í bókinni og reynast ættu öllum stjórnendum gott veganesti:

• Hvernig við nýtum tíma okkar á árangursríkan hátt
• Hvernig við uppgötvum og nýtum styrkleika okkar
• Hvernig við finnum út hvað við getum lagt af mörkum
• Hvernig við einbeitum okkur að því sem skiptir máli
• Hvernig við tökum árangursríkar ákvarðanir

Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi, hvort sem að það er í fyrirtæki, á sjúkrahúsi, í skóla eða opinberri stofnun.  

Peter F. Drucker (1909-2005) er frumkvöðull á sviði stjórnunarfræða og hafa verk hans verið nýtt sem kennslurit í háskólum, fyrirtækjum og stofnunum um heim allan. Eftir Drucker liggja samtals 39 bækur og yfir hundrað greinar sem lögðu grunninn að því sem á okkar dögum kallast stjórnunarfræði.

Nánari upplýsingar um Árangursríka stjórnandann og Peter F. Drucker er að finna á arangursrikur.is


Kynning á fyrirlesara:

Kári Finnsson
Þýðandi Árangursríka stjórnandans er Kári Finnsson, hagfræðingur og forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo. Kári hefur margra ára reynslu af skrifum, kennslu og fyrirlestrahaldi.


Fundarstjóri er Harpa Hallsdóttir, faghópur um mannauðsstjórnun.

Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?

Click here to join the meeting

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjöf, heldur fræðslufyrirlestur sem ætlað er að veita upplýsingar og vekja viðstadda til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað.

Farið er yfir þær helstu áskoranir sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir
þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustað. Farið er yfir þau helstu atriði í stjórnun og
vinnufyrirkomulagi sem líkleg eru til að draga úr eða efla geðheilsu starfsfólks og um ábyrgð
fyrirtækja, stjórnenda og starfsfólksins sjálfs í að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.
Fjallað verður um helstu einkenni geðvanda sem starfsfólk getur fundið fyrir sem og
möguleg áhrif slíks vanda á frammistöðu, líðan og starfsánægju. Farið verður yfir það
hvernig starfsfólk og stjórnendur geta lært að bera kennsl á þessi einkenni og hvenær og
hvernig er rétt að grípa inn í áður en vandi verður að krísu.

Að lokum verður fjallað stuttlega um þær leiðir sem sýnt hefur verið fram á að skili árangri í
að hlúa að eigin geðheilsu og þeirra sem í kringum okkur eru og bæta líðan starfsfólks á
vinnustað.

Fyrirlesturinn verður 45-50 mínútur og tími verður gefinn fyrir spurningar og umræður að
honum loknum.

Fyrirlesari:
Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar og velferðar. Hún hefur borið ábyrgð ábyrgð á því að setja ný verkefni á laggirnar, stýrt stórum sem smáum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, stýrt mannmörgum sölu- og þjónustudeildum, unnið sem framkvæmdastjóri sálfræðiþjónustu hjá Læknum án landamæra um allan heim og komið sem ráðgjafi að vinnu í tugum fyrirtækja í ólíkum geirum. Svo stýrði hún stofnun Lýðskólans á Flateyri og var þar skólastýra í eitt ár. Eitthvað sem hana dreymdi aldrei um en naut auðvitað í botn þegar á hólminn var komið. Og nú er hún stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Mental ráðgjöf.

Nýir straumar og stefnur í markþjálfun.

TEAMS linkur finnur þú hér.

Þrír félagsmenn ICF Iceland kynna það sem þeim fannst áhugaverðast á ICF Converge 2023 ráðstefnunni sem haldin var í Florida síðastliðin ágúst.  Alveg ferskar með nýja þekkingu og innblástur í farteskinu, kynna þær Lilja, Ásta Guðrún og Rakel hvað þeim fannst markverðast. 

Viðburðurinn er samstarf ICF Iceland og Stjórnvísi.

Virðisaukinn fyrir þá sem mæta eru upplýsingar um gagnlegt efni fyrir starf hvers og eins markþjálfa sem og tækifæri til markaðssetningar á alþjóðavísu. 

Við hlökkum til að deila með ykkar því sem hafði mest áhrif á okkur.

Lilja Gunnarsdóttir, PCC vottaður markþjálfi.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, MCC vottaður markþjálfi - stofnandi og eigandi Hver er ég - Markþjálfun og formaður ICF Iceland.

Rakel Baldursdóttir, ACC vottaður markþjálfi og gjaldkeri ICF Iceland.

TEAMS linkur finnur þú hér.

 

 

Sjálfsvitund stjórnenda

Click here to join the meeting

Sóley Ragnarsdóttir kemur og kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um Sjálfsvitund stjórnenda. Umfjöllun um sjálfsvitund stjórnenda er fremur ný af nálinni í stjórnendafræðum en lengi hefur verið fjallað um mikilvægi tilfinningagreindar stjórnenda. 

Í ritgerðinni er rakið hvers vegna sjálfsvitund stjórnenda er sérlega mikilvæg fyrir vinnustaði sem og stjórnendurna sjálfa. Farið er yfir hversu mikil áhrif stjórnendur hafa á starfsmenn sína, bæði verkefnalega séð sem og tilfinningalega og það kemur fram að í raun hafa stjórnendur miklu meiri áhrif á starfsfólk en oft hefur verið talið. Þess vegna skiptir framkoma og hugarheimur stjórnenda svo gríðarlegu miklu máli, þ.e. sjálfsvitund þeirra. Það sem ritgerðin snýst um í grunninn er að því meiri sjálfsvitund sem stjórnandi hefur því meiri ánægja er hjá starfsmönnum hans sem leiðir til betri frammistöðu þeirra. Þetta samþættast svo í betri árangri fyrir vinnustaðinn. Það er því til alls að vinna að gera stjórnendur meðvitaða um betri sjálfsvitund.

Í ritgerðinni er gerð grein fyrir niðurstöðu könnunar sem gerð var meðal stjórnenda á Íslandi en þar kemur meðal annars fram að flestir stjórnendur telja sig hafa góða sjálfsvitund . Hins vegar er fjallað um það í umræðukafla hvers vegna ástæða er til að draga það sjálfsmat að einhverju leyti í efa. Bent er á umfangsmikla rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem fram kom að 95% fólks telja sig hafa góða sjálfsvitund en að raunin sé sú að einungis 12-15% hafi raunverulega góða sjálfsvitund. Það er því raunverulega ástæða til að efla frekar þekkingu á sjálfsvitund.

Um fyrirlesara: 

Sóley er lögfræðingur í grunninn og fór svo í mastersnám í verkefnastjórnun hjá Háskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist sl. vor með MSc gráðu. Í náminu lagði hún sérstaka áherslu á mannauðs- og stjórnendafræði sem leiddu til skrifa um sjálfsvitund stjórnenda.  

Sóley starfar nú sem deildarstjóri á skrifstofu forstjóra hjá Lyfjastofnun. 

Stjórnunarstraumar

Click here to join the meeting

Áherslur í mannauðsmálum 2024

Þróunarsvið Dale Carnegie í USA tekur árlega saman strauma og stefnur í mannauðsmálum. Nú hefur fyrirtækið bent á fjóra þætti mannauðsmála sem stjórnendur og HR fólk ætti að veita sérstaka athygli á næsta ári. Eigendur Dale Carnegie á Íslandi munu kynna þessar áherslur og setja þær í samhengi við aðgerðir sem hægt er að grípa til.

Fyrirlesarar eru Unnur Magnúsdóttir og Jón Jósafat Björnsson. Unnur er með yfir 20 ára reynslu sem þjálfari og ráðgjafi og hefur komið að greiningarvinnu og þjálfun stjórnenda og starfsfólks margra stærstu fyrirtækja landsins. Jósafat hefur 25 ára reynslu sem stjórnandi og er framkvæmdastjóri Dale Carnegie og viðskiptaráðgjafi. 

Fyrirlesturinn verður á netinu og hlekkur verður sendur út á skráða þátttakendur þegar nær dregur. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?