Ferlavæðing Landsnets með einföldun stjórnunarkerfis í huga

Click here to join the meeting
Engilráð Ósk Einarsdóttir, verkefnastjóri gæðamála og samfélagsábyrgðar hjá Landsneti, mun fjalla um hvernig stjórnunarkerfi Landsnets hefur þróast og orðið einfaldara með aukinni ferlavæðingu.

Farið verður yfir ferðalagið sem felst í að gera ávallt betur í dag en í gær og hvernig umbótatækifæri finnast alls staðar, líka þegar verið er að keppa um Evrópumeistaratitilinn í Mýrarbolta

 

 Click here to join the meeting

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Ferlavæðing Landsnets með einföldun stjórnunarkerfis í huga

Engilráð Ósk Einarsdóttir, verkefnastjóri gæðamála og samfélagsábyrgðar hjá Landsneti, fjallaði í morgun um hvernig stjórnunarkerfi Landsnets hefur þróast og orðið einfaldara með aukinni ferlavæðingu. Fundurinn var á vegum faghópa um gæðastjórnun og ISO staðla og stjórnun viðskiptaferla (BPM).

Farið var yfir ferðalagið sem felst í að gera ávallt betur í dag en í gær og hvernig umbótatækifæri finnast alls staðar, líka þegar verið er að keppa um Evrópumeistaratitilinn í Mýrarbolta.

María Hedman formaður faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla bauð Stjórnvísifélaga velkomna á fundinn og kynnti félagið og faghópinn af sinni alkunnu snilld. 

Landsnet er þjónustufyrirtæki sem þrífst af umbótum og þar starfa 120  manns í dag. Gríðarleg áhersla er lögð á áhættustjórnun og „Allir heilir heim“ er þemað þeirra.  Stjórnstöðin hefur þróast mikið sem og nú er komið app.  Þau flytja rafmagn frá virkjunum til stórnotenda. Dreifiveitur sjá svo um að flytja rafmagn til heimilanna.  Landsvirkjun sér alltaf tækifæri til að gera betur og öllu er stjórnað út frá áhættu.

Engilráð er fædd og uppalin á Ísafirði og dýrkar vinnuna sína. Landsnet er með samþætt stjórnunarkerfi. Öll gæðaskjöl eru innan sama kerfisins. Þannig ná allir að vinna í takti og stöðugar umbætur eiga sér alltaf stað.  Þeirra leiðarljós er að hámarka ánægju viðskiptavina og hver einasti starfsmaður er gæðastjóri síns starfs. Þau eru með ISO 9001, ISO45000, ISO27001, IST85, Rösk og ISO14001.  BSI sér um allar vottanir Landsnets.  Margir aðilar koma að stjórnunarkerfinu og því getur þetta verið flókið. 

Engilráð sagði frá ótrúlega skemmtilegu ferðalagi ofurkvenna frá Ísafirði að Evrópumeistaratitli OK.  Þær greindu stöðugt hvar þær getu gert betur og tókst því að bæta sig stöðugt.

Varðandi BPM fór Engilráð yfir hvernig Landsnet ferlamiðaði kerfi sitt. BPM má rekja til Sig sigma aðferðafræðinnar. Markmiðið er að stuðla að umbótum innan fyrirtækja sem byggjast á gögnum, mælingum og greiningu. Viðskiptalíkanið lýsir hvernig fyrirtækið skapar verðmæti fyrir viðskiptavini og skipuleggur starfsemina svo þeir fái það sem þeir sækjast eftir. Af hverju BPM? 1. Greina hverjir eru meginferlar 2. Hvert er sambandið milli ferlanna sem unnið er að 3. Væntanleg ferli túlkuð eins og þau eru í gæðahandbók 4. Nánari greining á hvernig ná skal markmiðum.  BPM aðstoðar við að keyra ferlin rafrænt inn og er teikniferli eða ákveðið tungumál sem veitir myndræna framsetningu. Mjög auðskilið myndform.   

Gæðaskjölum hefur fækkað mikið sem og verklagsreglum á síðastliðnum þremur árum.

Eldri viðburðir

Vottanir í byggingariðnaði, á framkvæmdaverkefnum og stjórnkerfum - Samlegðaráhrif og helstu áskoranir

Join the meeting now
JÁVERK er með vottað gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 9001 frá 2019 og ISO 14001 frá 2022 og hefur frá 2019 unnið að Svansvottuðum verkefnum. JÁVERK er með samtals 379 íbúðir sem ýmist hafa hlotið Svansvottun eða eru í því ferli. Þar að auki hefur fyrirtækið tekið þátt í verkefnum þar sem unnið er að BREEAM vottun.
 
Sigrún Melax, gæðastjóri JÁVERK, fer yfir reynsluna af því að vinna að vottuðum framkvæmdaverkefnum skv. Svaninum og BREEAM í samanburði við það að vinna í vottuðum stjórnkerfum skv. ISO 9001 og ISO 14001. Hver eru samlegðaráhrifin? Hvað er ólíkt? Hvað hefur komið á óvart? Farið verður yfir dæmi um helstu kröfur í þessum stöðlum og helstu áskoranir við að uppfylla þær. Hver er ávinningur JÁVERK og síðan viðskiptavinarins af þessum vottunum? Hvernig horfa þessar vottanir og kröfur skv. þeim við öðrum starfsmönnum fyrirtækisins? Hvaða áhrif hafa þessar vottanir á skilvirkni fyrirtækisins?
 
Sigrún Melax er verkfræðingur með BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og Msc í Engineering Management frá Stellenbosch University. Frá 2008-2018, með smá námshléi, vann hún við gæðastjórnun í Össuri, í nokkrum mismunandi stöðum og ýmsum verkefnum tengdum rekstri gæðakerfisins og breytingum á því, þ.m.t þátttaka í FDA úttektum og úttektum annarra heilbrigðisyfirvalda. Frá 2018 hefur Sigrún unnið sem gæðastjóri JÁVERK og haldið utan um gæða, umhverfis og öryggismál fyrirtækisins. Hún hefur því víðtæka reynslu af innleiðingu og rekstri gæðastjórnunarkerfa, skv. ISO 9001, 14001 og 13485, Svansvottun og BREEAM og ytri úttektum frá ólíkum aðilum.
 

Gæðastjórnun – Aftur er boðið upp á kaffi á meðan við köfum á dýptina

Faghópur um gæðastjórnun ætlar að endurtaka viðburð sem fór fram 28. október síðastliðinn. En aðfaranótt þess dags byrjaði að snjóa all verulega þannig að einungis örfáir aðilar komust á fundarstað. Þess vegna ætlum við að endurtaka leikinn og bjóða áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Faggilding - Fagmennska og traust - Faggildingarsvið Hugverkastofu

Join the meeting now

Á fundinum munu Sólveig Ingólfsdóttir sviðsstjóri faggildingarsviðs og Guðrún Rögnvaldardóttir starfsmaður faggildingarsviðs ræða um starfsemi sviðsins og mikilvægi faggildingar fyrir vottanir á Íslandi.

Fundinum er ætlað að höfða til faggiltra aðila jafnt sem notendur þjónustu faggiltra aðila.

Áherslur:

  • Stutt kynning á fagildingarsviðinu og starfsmönnum þess
  • Ábyrgð og hlutverk og  faggildingarsviðs Hugverkastofu, samstarfið við Swedac og hvernig virkar faggildingin á alþjóðavísu.
  • Þjónusta faggildarsviðsins við vottunaraðila með séstaka áherslu á stjórnunarkerfi.
  • Helstu áskoranir á næstu misserum.
  • Starfsumhverfi og skyldur faggiltra vottunaraðila gagnvart faggildarsviði annarsvegar og þeim sem eru í vottunarúttektum hins vegar.
    • Rætt verður um  þær kröfur sem faggildingarsviðið gerir til  faggiltra aðila meðal annars í gegnum staðla og hvers er ætlast til af faggiltum aðilum gagnvart sem þeir eru með í vottunarferli.

Umræður

Aðalfundur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla

Aðalfundur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar verður haldinn í fjarfundi (Teams) 5. maí kl. 12.00-13:00 

Hér er: Tengill á fundinn  

Dagskrá aðalfundar faghóps Stjórnvísi: Gæðastjórnun og ISO staðlar: 

  • Framsaga formans - um starf ársins
  • Umræður um starf ársins
  • Kosning til stjórnar / upplýsingar um nýja stjórn fyrir tímabilið 2025-2026
  • Ákvarða fyrsta fund nýrrar stjórnar 
  • Önnur mál 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?