Fræðslufundur um Incoterms® 2010

Davíð Ingi Jónsson hdl. forstöðumaður Lögfræðideildar Eimskips og Þórdís Ásta Thorlacius fulltrúi í Skráningum og skjölum hjá Eimskip munu opna fyrsta fræðslufund faghóps innkaupaaðila.

Umfjöllunarefnið er Incoterms® 2010, hinir stöðluðu viðskiptaskilmálar sem Alþjóða viðskiptaráðið gefur út til notkunar í lausafjárkaupum milli landa.

Davíð mun fara yfir bakgrunn skilmálanna, lagalega stöðu þeirra og virkni gagnvart landslögum og flutningsskilmálum Eimskips.

Þórdís mun fara yfir praktíska hluti, notkun virkni hvers skilmála og breytingar sem gerðar voru með 2010 útgáfunni.
Fundurinn er haldinn í Vöruhóteli Eimskips í Sundahöfn kl. 8:30-9:30 þriðjudaginn 16. apríl n.k.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

Eldri viðburðir

Aðalfundur innkaupa-og vörustýringar

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar og eða formanns, vinsamlegast sendið tölvupóst á núverandi formann faghópsins Snorra Pál Sigurðsson, snorri.sigurdsson@alvotech.com.

Meeting ID: 392 541 227 552

Passcode: gmv7ki

Þegar lager fer í öndunarvél

Join the meeting now

Undir árslok 2023 sameinaði Fastus starfsemi af 4 starfsstöðvum undir eitt þak. Ásta Rut Jónasdóttir deildarstjóri hjá Fastus verkefnastýrði flutningum félagsins í nýjar höfuðstöðvar m.a. þarfagreiningu og undirbúningi fyrir nýtt húsnæði ásamt eiginlegum flutningum. Farið verður yfir margvíslegar áskoranir sem fylgja því að flytja fyrirtæki og umfangsmikla lagera og þær fjölmörgu breytingar sem fylgja í kjölfarið.

 

Ásta Rut hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi, m.a. frá Actavis og Securitas en hún verkefnastýrði m.a. flutningi Securitas í nýjar höfuðstöðvar árið 2022.

Sjálfvirknivæðing innkaupa með stafrænu vinnuafli  

Linkur á fjarfund (TEAMS) 

 

 

Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri hjá Evolv fer yfir tækifærin sem felast í sjálfvirknivæðingu með stafrænu vinnuafl á innkaupasviði fyrirtækja. 

 Hvernig snúum við okkur í sjálfvirknivæðingu á eins stóru og viðamiklu ferli og innkaupaferli fyrirtækja? Innkaupaferlið skiptist í fjölmörg undirferli sem henta misvel til sjálfvirknivæðingar. Hvernig hefjum við þessa vegferð og hvar eru tækifæri til hagræðingar?

Ásamt Eiríki, verður Kristín Þórðardóttir, IT og Data sérfræðingur hjá Brimborg, með innslag um vegferð Brimborgar, innleiðingu og ávinning af stafrænu vinnuafli. 

 Viðburðurinn verður haldinn í Grósku í salnum Fenjamýri. Gengið er inn á móti veitingastaðnum EIRIKSDOTTIR. Einnig verður streymi í boði á vefnum.

Aðalfundur faghóps um Innkaupa- og vörustýringu

Aðalfundur faghóps um innkaupa- og vörustýringu verður haldinn á Nauthól 24.apríl næstkomandi frá 12:00-13:00.

Fundardagskrá:

  • Einn viðburður í lok starfsárs?
  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar/formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um innkaupa-og vörustýringu sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar/formanns, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á snorri.sigurdsson@alvotech.com.

IKEA - Unlocking Omnichannel

Linkur á viðburðinn
Ólafur Magnússon starfar hjá IKEA (Ingka) sem Global Commercial & Supply Integration Manager.

Ólafur mun halda erindi um hvernig alþjóðlegt viðskiptamódel og aðfangakeðja IKEA hefur tekið stökkbreytingum síðastliðin ár til að koma til móts við breyttar þarfir og væntingar viðskiptavina. Hvaða tækifæri felast í þessum breytingum? IKEA hefur nýtt möguleika stafrænnar tækni og innleitt gervigreind (AI) innan aðfangakeðjunnar í þeim tilgangi að hámarka ánægju viðskiptavina, auka veltu og hagnað.

www.linkedin.com/in/olafurmagnusson 

Linkur á viðburðinn

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?