Framúrskarandi skólaumhverfi 2020 - fjarráðstefna

RÁÐSTEFNA & ÖRVINNUSTOFA
21. sept frá kl.16.00-19.30

Árleg ráðstefna og vinnustofa til að koma á framfæri því sem er að gerast í íslensku skólaumhverfi.
Við vörpum fram spurningunni til allra fyrirlesaranna: Hvað þarf til þess að skólarnir okkar verði framúrskarandi?

FYRIRLESTRAR
Ástríðufullir leiðtogar deila sinni framtíðarsýn. Hvað þarf til að uppfæra skólaumhverfið?

HVAÐ ER ÖRVINNUSTOFA?
Ráðstefnugestum verður skipt niður í þriggja manna hópa (breakup rooms). Gefinn er upp tími til að hver og einn geti sagt frá sínum viðbrögðum af síðasta fyrirlestri. 

Allt um viðburðinn og skráningu finnur þú hér. Það virkar EKKI að skrá sig á viðburðinn í gegnum Stjórnvísi.

Upptaka verður send út til allra skráðra þáttakenda svo hægt verði að horfa á upptökuna hvenær sem hentar en þó innan fjögurra vikna. 

 

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Fjar-Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Linkur á aðalfundinn

Við boðum til aðalfundar faghóps um markþjálfun

Dagskrá aðalfundar:

 1. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
 2. Kosning stjórnar
 3. Fyrirhugaðir viðburðir næsta starfsárs
 4. Önnur mál.

Við leitum að fleirum sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í starf faghópsins til að fá inn nýja strauma og auka fjölbreytileika viðburða.

Áhugasamir hafi samband við Lilju, s. 867-6981, liljagu@gmail.com eða markthjalfun@stjornvisi.is

 

Beint í mark - innanhúsmarkþjálfun hjá Póstinum

Linkur á teams viðburð

Hvernig er hægt að byggja upp leiðtogamenningu? Þær Sigga og Edda eiga það sameiginlegt að hafa leitað svara við þessarri spurningu um árabil. Sigga kynntist hugmyndum um leiðtogamenningu í meistaranámi sínu við Lundarháskóla í Svíþjóð og hefur unnið markvisst að uppbyggingu slíkrar menningar þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri. Edda nam ábyrga stjórnun við Steinbeis háskóla í Berlín og hefur rekið leiðtogamarkþjálfun með áherslu á leiðtogaþróun og ábyrga stjórnarhætti. 

Þær sameinast í þeirri trú að leiðtogamarkþjálfun og markviss leiðtogaþróun séu lykillinn að því að byggja upp leiðtogamenningu innan fyrirtækja og stofnana. Þær segja frá innanhússmarkþjálfun hjá Póstinum og því hvernig markþjálfunin fléttast inn í starfsemi mannauðsdeildar. „Pósturinn er fyrirtæki þar sem allir eru leiðtogar. Þetta er mikilvægur hluti af innleiðingu nýrrar mannauðsstefnu okkar og þar kemur innanhúss markþjálfun sterklega við sögu ásamt markvissri leiðtogaþróun,“ segir Sigga.

Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri Póstins býr yfir ríkulegri reynslu og þekkingu af mannauðsmálum en hún hefur starfað í greininni um 13 ára skeið. Auk MS gráðu í stjórnun og mannauðsmálum lauk Sigríður markþjálfunarnámi frá HR árið 2018 og hefur nýtt sér aðferðir markþjálfunar í starfi æ síðan. Sigga elskar að skrifa ljóð og fara á skíði. 

Edda Jónsdóttir markþjálfi Póstsins hefur starfað við markþjálfun í rúman áratug. Auk MA gráðu í ábyrgri stjórnun lauk hún markþjálfunarnámi frá Alþjóðlegu markþjálfunarakademíunni (e. International Coach Academy) í Ástralíu árið 2012 ásamt sérnámi í fjármálatengdri markþjálfun og úrvinnslu takmarkandi undirliggjandi hugmynda (e. limiting beliefs) hjá virtum mentorum í Bandaríkjunum. Edda elskar bóklestur og gönguferðir í náttúrunni.

Starfsþróun & Markþjálfun: Hannaðu þína eigin starfsþróunarvegferð - með markþjálfun!

Púkarnir okkar!

“Púkarnir okkar” 

Má bjóða þér að koma í skemmtilega hugarfarseflingu?   

Kynning á hugarfarsþjálfun sérstaklega ætluð stjórnendum fyrirtækja og starfsmönnum mannauðssviða 

Ef þú ert vel á þig kominn líkamlega getur þú farið upp brattar brekkur án líkamlegs álags. Á sama hátt getur þú betur tekist á við allar þær áskoranir sem lífið hefur upp á að bjóða ef þú ert í andlegu jafnvægi. Það að stunda líkamsrækt byggir upp vöðva líkamans en vissir þú að einnig er hægt að þjálfa heilahvelin; „vöðvana“ í heilanum á markvissan hátt?

Eftirfarandi niðurstöður samkvæmt rannsóknum sýna fram á að:

 

 • Sölufólk selur 37% meira
 • Teymi vinna 31% betur saman
 • Þú verður þrisvar sinnum meira skapandi
 • Þú getur lifað 10 árum lengur
 • Streitustigið lækkar hjá þér og þú verður hamingjusamari

 

Okkur hjá Gift For Lifetime er ánægja að geta boðið upp á fjögurra stunda vinnustofu á Íslandi sem mun gefa þér skilning á svokölluðu PQ kerfi fyrir jákvæða hugarfarsþjálfun sem er ætluð bæði einstaklingum og teymum fyrirtækja. Þessi einfalda aðferð við þjálfun hugans hefur verið að riðja sér til rúms um allan heim þar sem starfsmenn fyrirtækja þurfa nú oftar að vinna heima og halda fjarstýrða fundi.  PQ kerfið hjálpar starfsmönnum við að leysa úr ágreiningi á auðveldan hátt, takast á við streitu, efla framleiðni og afköst og fyrirbyggja neikvæðar tilfinningar og hugsanir. Með einfaldri aðferð má þróa með sér betri hæfni til að takast á við flókin starfsmannamál og styrkja jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.

Við erum öll með litla púka á öxlunum og með því að læra að skilja púkana okkar og þjálfa hugann með einföldum og skemmtilegum æfingum getum við virkjað betur hægra heilavelið, en það er sá staður heilans sem skynjar jákvæðar tilfinningar eins og sköpun, kærleika og framkvæmdargleði. Við stöndum okkur mun betur í lífi og starfi og verðum hamingjusamari fyrir vikið.

 

Af hverju er mikilvægt fyrir stjórnendur fyrirtækja og starfsmenn í mannauðsstöðum að taka þátt í svona vinnustofu? 

 

 • Í dag eru mannauðsmál að þróast mjög hratt og hafa þau einnig tekið miklum stakkaskiptum í kjölfar þess ástands sem geysar í heiminum í dag. Núna er enn frekari ástæða til að leggja meiri áherslu á gildi og afköst starfsmanna og þeirra félaslegu aðstæður og er hugarfarsefling nauðsynlegur þáttur í þeim efnum
 • Samkvæmt Sjálfbæru þróunarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna er mikilvægi sjálfbærrar mannauðstjórnunar hjá fyrirtækjum skýr. Áherslan í þróun mannauðsmála í heiminum fyrir árið 2020 var á nám, starfsreynslu og mikilvægi persónulegra heilsu- og vellíðunaráætlana sem er stór þáttur í PQ hugarfarsþálfuninni
 • Með þessari vinnustofu munt þú geta tileinkað þér eiginleika sem nýtast þér jafnt í starfi sem og einkalífi. Þetta er auðveld sjálfskoðun ásamt því að þú munt geta átt betri og dýpri samskipti við fólkið í þínu umhverfi

  

Það sem þú tekur með þér út í lífið eftir vinnustofuna:

 • Þú munt skilja sjálfan þig mun betur og sjá afhverju við hegðum okkur eins og við gerum, hvað liggur að baki þeirra neikvæðu hugsana sem við látum stýra hegðun okkar og hvernig við sjálf getum haft áhrif á þessa þætti og kosið að líða betur
 • Þegar öll deildin eða teymið lærir að þekkja sína púka og annarra verður þetta auðveld leið til að starfsfólkið í þínu fyrirtæki geti leyst deilur og áskoranir á mun hagkvæmari, jákvæðari og einfaldari máta því allir eru búnir að læra að tala sama „tungumálið“
 • Þú munt öðlast betri færni í stjórnun hugans sem færir þér aukna hamingju í lífi og starfi ásamt því að láta ekki neikvæðar tilfinningar ráða för

 

Bakgrunnur PQ Kerfisins

PQ kerfið er unnið út frá nýjustu rannsóknum á sviði taugavísinda og hafa orðið skýr tímamót í bæði hugrænni og jákvæðri sálfræði sem og árangursstjórnun (Performance Management). Rannsóknin er undirstaða metsölubókarinnar Positive Intelligence eftir Shirzad Chamine, prófessor við Stanford háskóla.

 

Frekari upplýsingar um hvaðan þetta sprettur er að finna á https://giftforlifetime.com/welcome 

 

Verð: 

9.900,- (verð fyrir einn) 

Ef þú ert með hóp þá endilega sendu okkur tölvupóst og við gefum ykkur hópafslátt.

Hvar: 

Zoom fjarfundur

Hvenær: 

8. Apríl  frá 13 til 16

 

Til að skrá sig fylla út þetta form hér eða biðja um frekari upplýsingar vinsamlegast sendið tölvupóst á info@giftforlifetime.com eða Natkahealth@gmail.com 

 

Location:

Date:  Vinnustofa, 8 apríl 2021  

Time: 13-16

 

https://forms.gle/L8wq5QAKBB6SZVbM9

Markþjálfunardagurinn 2021. Rafræn þriggja daga veisla 17. - 19. mars

ICF Iceland – félag markþjálfa á Íslandi, heldur sína árlegu ráðstefnu, Markþjálfunardaginn, með öðru sniði í ár en undanfarin ár.

Markþjálfunardaginn er í ár 3ja daga veisla 17. til 19. mars 2021 með yfirskriftinni “ICF Iceland, þar sem fagmennska er í fyrirrúmi.” Öflugur hópur innlendra og erlendra markþjálfa og sérfræðinga munu fjalla um allt frá markaðsetningu á netinu að tækni í stjórnendarmarkþjálfun. 

Dagskrá og nánari upplýsingar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?