Grunnatriði Lean/ umbótavinna

Annar viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Staðsetning: Borgartún 27, 8. hæð, höfuðstöðvar KPMG.

Tímasetning: kl: 08:30 - 09:45

Dagsetning: 6.október 2016

Fyrirlesarar

Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Fréttir af viðburðum

Lean - áhersla á að bæta flæði

Mikill fjöldi var á fundi Lean faghópsins í morgun í KPMG. Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og starfsmaður KPMG hóf kynninguna á góðri kynningu á Stjórnvísi. Þórunn var í hópi þeirra sem stofnuðu faghóp um Lean hjá Stjórnvísi og var formaður hópsins í nokkur ár. Hún var í varastjórn félagsins og er nú í aðalstjórn þess. Þórunn segir Lean Management vera hugmyndafræði. Kjarninn er að veita viðskiptamanninum nákvæmleg þá vöru/þjónustu í þeim gæðum á því verði á þeim tíma sem hann óskar eftir með því að virkja alla starfsmenn til stöðugra umbóta. Þórunn tók góða dæmisögu um muninn á umferðaljósum og hringtorgum. Umferðaljósin stjórna en hringtorgin setja stjórnina á bílstjórana sem aka í umferðinni.
Til er frábær tékklisti til að sjá hvar við bætum flæði sem Þórunn nefnir 7 tegundir sóunar. 1 „Bið“. Bið er sóun. 2. Gallar; gallar eru t.d. tölvupóstur sem er ekki nægilega skýr. Upplýsingar sem eru ekki nægilega skýrar. 3. Hreyfing (þrátt fyrir að hreyfing sé góð þá þarf að passa upp á að hún sé ekki of mikil). 4. Flutningur (prentari sem er staðsettur á annarri hæð en viðkomandi er) Passa þarf sig á að vera ekki með sóun í því að láta fólk vera að hlaupa upp og niður. 5. Offramleiðsla. Það er þegar verið er að framleiða of mikið af gögnum, upplýsingum. (passa sig á að hlaða ekki of miklum upplýsingum á fólk) einungis senda það sem þarf. 6. Birgðir. Birgðir er tölvupóstur sem bíður eftir að vera svarað, rusl í tunnu 7. Vinnsla. Vinnsla er þegar tólin og tækin eru ekki nógu góð þannig að við þurfum að vera að gera miklu meira en þarf. Stundum eru tölvurnar orðnar of hægar eða kerfin virka ekki nægilega vel.
En síðan er það mannauðurinn. Vannýttur mannauður eru starfsmenn sem eru ekki að fá að njóta sín sem best. Þau vantar þjálfun og þarna liggja mikil tækifæri. Ástæðan getur verið að álagi er ekki rétt dreift, starfsþróun vantar.
Hvar er biðtími á heimilinu; uppþvottavélin er biðtími vegna þess að leirtau er sett í vask eða við vél því hún er að þvo.
Í lean er leitað að umbótatækifærum í allri starfsemi fyrirtækisins; ferlum, stjórnstrúktúr, stjórnarháttum, starfsumhverfi og tenginum við birgja og viðskiptavini. Í lean er líka áhersla á að stytta tímann frá því að fyrirtæki þarf að greiða fyrir vörur sínar þar til að það fær greitt frá viðskiptavininum. Ætlast er til að gerð séu mistök í vinnunni? Lykilhugtök við umbótavinnu eru 1.stöðugar umbætur 2. Flæði 3.Sóun 4.Gæði 5.Stöðlun 6. „Pull system“. (t.d. í prenthylkjum setja miða þegar þau eru keypt á næst aftasta þar sem stendur „panta meira“.) Í lean eru tvenns konar viðskiptavinir, innri og ytri. Ef ég afhendi einhverjum eitthvað hvort heldu er innan/utan vinnustaðarins þá er hann orðinn viðskiptavinur af t.d. gögnum.
Í leanheiminum er fullt af aðferðafræðum. VMS töflur er yfirleitt það verkfræði sem byrjað er að nota. Töflurnar eru gott fyrirbæri til að byrja á. Þeir sem eru komnir lengst vita nákvæmlega hvað skiptir máli að sé mælt daglega. Þá funda allir einu sinni á dag í 15mín. Tekin er staða á lykilatriðum, skoða hvort við erum græn,gul eða rauð. Mikilvægt er að finna réttu mælikvarðana og að upplýsingar að baki þeim séu réttar. Mikil vinna fer stundum í upphafi í að vinna gögnin að baki mælikvörðunum. Mikilvægt er að hafa árangurslista og muna eftir að hrósa. Langflest fyrirtæki koma frekar illa út úr hrósi og því er mikilvægt að setja upp hrósblað. Kanban tafla - hún sýnir flæði verkefna. Dæmi: Undirbúningur - hönnun (á að halda áfram) - útboð/samningar (ef haldið er áfram er farið í útboð, ef það er samþykkt þá er gerður samningur)-framkvæmd-í uppgjöri - árangur. Kanban tafla er til að gera sér grein fyrir hvert verkefnið okkar er. Töflurnar gefa einstaka yfirsýn á meðan að excel-töflurnar eru oft gríðarlega flóknar. Virðing fyrir starfsfólki felst m.a. í því mikilvægi að geta rætt á opin og hreinskilin hátt um stöðuna eins og hún er. Value Stream Mapping - umbótavinna á ferlum. VSM er notað þegar fyrirtækið er komið langt. Þetta er umbótavinna á ferlum. Mesta áskorunin fyrir fyrirtæki er þegar verið er að skoða hvar er hægt að vinna í ferlum. Kaizen: Kai=taka í sundur ferli og breyta Zen: íhuga, gera gott. 5S-aðferðafræði. Hún byggir á að taka til, flokkað dót sem ekki þarf að nota og það sem við þurfum. Þetta er tiltektin. Síðan fer alltaf allt í drasl. Því þarf að staðla hvar á skila hverjum hlut, hvert og hvenær. Ef þetta eru göng er gengið frá þeim strax, innan dagsins, innan mánaðarins? 5S=1.sort 2.stabilize 3.shine 4. standardize 5.sustain. 5S á við alls staðar. Þórunn endaði fyrirlesturinn á einstaklega skemmtilegum leik sem fékk alla til að skilja hversu mikilvægt umbótatæki Lean er.

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður haldinn mánudaginn 22.apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á brimar@nfd.is

Hlekkur á Teams má nálgast hér.

Aðalfundur faghóps um Lean

Meeting ID: 376 586 531 83
Passcode: QVMa4P

 

 

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Aðalfundur Faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

https://meet.google.com/eiz-pwhg-nuq?authuser=1&hs=122

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður halding í gegnum Teams miðvikudaginn 3 maí n.k. frá 11:30-13:00.
 
Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar.
  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál
 
Þeir sem eru áhugasamir um framboð til stjórnar faghópsins, vinsamlegast sendið tölvupóst á brimar@nfd.is

Hringrás breytinga - Lean Ísland verður haldin 17.mars 2023 í Hörpu

Faghópur Stjórnvísi um lean vill vekja athygli á þessari áhugaverður ráðstefnu:  Lean Ísland verður haldin 17.mars 2023 í Hörpu eftir tveggja ára dvala. Þema ráðstefnunnar í ár er “Hringrás breytinga” og skráning á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. 

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá fyrrverandi stjórnendaráðgjafi frá Google, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Goodyear Tire, Tesco og Trinity College. 

Einnig eru þrjú námskeið í ráðstefnu vikunni en þau heita

  • Navigating change with your team - Working with change not against it
  • Leading in a hybrid world
  • The winning link - Managing the intersections of success

Hægt er að sjá nánar um dagskrá og skráningu á www.leanisland.is

 

Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!
Heimsfaraldur, skriður, eldgos og óveður: Hvernig er hægt að eiga í hreinskiptum samskiptum við almenning þegar náttúran hefur tekið völdin? 


,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” er fundur á vegum faghóps um almannatengsl hjá Stjórnvísi þar sem við ræðum við þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiða umræðurnar.

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?