Vínbúðin Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Gæðastjórnun og ISO staðlar, Sjálfbær þróun,
Hefur samfélagsleg ábyrgð áhrif á gæði? Er hætta á því að þessir tveir þættir skarist? Hvernig er unnið með stefnur og markmið ÁTVR sem varða samfélagsábyrgð og hvernig tvinnast þeir saman í starfsemi þeirra?
Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri ÁTVR kynnir helstu stefnur og markmið og upplýsir okkur um mælingar og helstu áhrifaþætti þar sem gæðastjórnun og samfélagsábyrgð ÁTVR mætast. Sigurpáll og Tómas Björn Gunnarsson munu sýna okkur hvernig unnið er með stefnur og markmið innan stofnunarinnar og hvernig markmiðin eru sýnd starfsfólki til upplýsingar og hvatningar.
Fundurinn verður hér á þessum stað:
Fundarsalur á fjórðu hæð á Stuðlahálsi 2.
Gengið inn fyrir ofan Heiðrúnu.