Haldast gæði og samfélagsleg ábyrgð í hendur?

Hefur samfélagsleg ábyrgð áhrif á gæði? Er hætta á því að þessir tveir þættir skarist? Hvernig er unnið með stefnur og markmið ÁTVR sem varða samfélagsábyrgð og hvernig tvinnast þeir saman í starfsemi þeirra?
Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri ÁTVR kynnir helstu stefnur og markmið og upplýsir okkur um mælingar og helstu áhrifaþætti þar sem gæðastjórnun og samfélagsábyrgð ÁTVR mætast. Sigurpáll og Tómas Björn Gunnarsson munu sýna okkur hvernig unnið er með stefnur og markmið innan stofnunarinnar og hvernig markmiðin eru sýnd starfsfólki til upplýsingar og hvatningar.

Fundurinn verður hér á þessum stað:
Fundarsalur á fjórðu hæð á Stuðlahálsi 2.
Gengið inn fyrir ofan Heiðrúnu.

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Ferlisnálgun stjórnkerfa

Upplýsingar koma inn síðar.

HS Veitur bjóða heim til sín

Rekstrarstjórinn yrði með almenna kynningu á fyrirtækinu og gæðastjórinn yrði með kynningu á gæðakerfinu.

Teamsfundur

Eldri viðburðir

ÍST 19011 - Úttektir

Click here to join the meeting
Arngrímur Blöndal 

Verkefnastjóri/ Gæðastjóri hjá Staðlaráð 

Arngrímur upplýsir um það mikilvægasta í þessum staðli sem stefnt er að komi út í íslenskri þýðingu í lok sumars.

 

Slóð í viðburð:

Click here to join the meeting

Viðbragðsáætlanir

Click here to join the meeting
Undanfarin misseri hefur reynt á margar viðbragðsáætlanir, hvort sem það er vegna alheimsfaraldurs eða ofsaveðurs. Góð áætlun getur verið afgerandi þegar kemur að því að bregðast við þannig að vel sé og mikilvægt að vel sé staðið að verki.

 
Þau Elva Tryggvadóttir (Isavia), Bæring Árni Logason (Vodafone) og Guðmundur Stefán Björnsson (Sensa) ætla að fjalla um viðbragðsáætlanir frá nokkrum sjónarhornum. Þau munu fjalla um hvernig staðið er að uppbyggingu slíkra áætlana þannig að tilgangi þeirra séð náð, hvenær eru slíkar áætlanir virkjaðar og eftir hvaða leiðum er starfað í þeim aðstæðum. Þau munu einnig skoða hvernig hefur gengið að fara eftir áætlunum og hvernig áætlanir eru lagfærðar eftir að neyð hefur verið aflétt.
 
Einnig munu þau skoða sérstaklega samband viðbragðsáætlana og þjónustuaðila, hvernig er ábyrgð skipt og hver er sýn þjónustuaðilans í þessum málum. 
 
Um fyrirlesara:

Bæring Logason Gæða- og öryggisstjóri Vodafone mun fara yfir hvernig utanumhaldi viðbragðsáætlana er háttað hjá félaginu. Vodafone er fjarskiptafyrirtæki sem margir reiða sig á og skiptir því miklu máli að viðbragðsáætlanir félagsins séu við hæfi. Bæring er með meistaragráðu í gæðastjórnun frá Florida Tech og einnig með CBCI vottun frá Business Continuity Institute í Bretlandi ásamt því að vera ISO 27001 Lead auditor.

Elva Tryggvadóttir er verkefnastjóri í neyðarviðbúnaði hjá Isavia. Isavia sér um rekstur flugvalla á landinu auk flugleiðsögu á flugvöllum og flugstjórnarsvæðinu. Fyrirtækið telst til mikilvægra innviða landsins og þurfa viðbragðsáætlanir að vera í takt við eðli starfseminnar. Elva situr í Neyðarstjórn Isavia og mun segja okkur frá hvernig þau vinna sínar viðbragðsáætlanir og tengingu þeirra við aðra hagsmunaaðila. Elva er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Hún hefur unnið í mannauðsmálum til margra ára þar til hún færði sig yfir í neyðarviðbúnað Isavia árið 2018. Elva er einnig aðgerðastjórnandi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og hefur komið að ýmsum störfum tengt neyðarviðbúnaði undanfarna áratugi.

Guðmundur Stefán Björnsson er yfirmaður upplýsingaöryggis og innri upplýsingtækni hjá Sensa og framkvæmdastjórn Sensa. Tæknifræðingur að mennt. Hann hefur verið í þessu hlutverki frá því 2015 eða þegar UT svið Símans færðist yfir til Sensa í sameinuðu fyrirtæki Sensa, UT Símans og Basis. Starfaði í 18 ár hjá Símanum, lengstum í stjórnun sem framkvæmdastjóri og forstöðumaður í sölu, vörustýringu og verkefnastjórn og kom víða við í störfum hjá Símanum.

Aðalfundur stjórnar faghóps um ISO Gæðastjórnun - fjarfundur

Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á maria.hedman@origo.is til að fá fundarboð með hlekk í Teams fundarboðið.

Dagskrá:

  1. Viðburðir sl. árs
  2. Hlutverk stjórnar
  3. Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða
  4. Kosning stjórnar (Viðmiðunarfjöldi 4-10 manns)
  5. Starfsárið framundan

Þau sem vilja vera þátttakandi í stjórn eða vilja láta af störfum í stjórn, vinsamlegast sendið póst til Maríu maria.hedman@origo.is

F.h. stjórnar

Maria Hedman

Míniráðstefna: Alþjóðlegir stjórnunarkerfisstaðlar, ISO – Frá hugmynd til reksturs á vottuðu stjórnunarkerfi

Click here to join the meeting

Stjórnunarkerfisstaðlar – Hvernig spila þeir saman?

Arngrímur Blöndahl Gæðastjóri og umsjón ISO stjórnunarkerfisstaðla hjá Staðlaráði

Hvað er faggilding? – Hlutverk og skyldur Hugverkastofu 

         Elías M Erlendsson Sviðsstjóri faggildingarsviðs hjá Hugverkastofu

Vottun stjórnunarkerfa - Hlutverk og verkefni vottunarstofa

         Sigurður M Harðarson Samræmingarstjóri úttekta hjá  iCert

Reynslusögur – Dæmi úr atvinnulífinu

         Aðalsteinn Árnason Gæða-, umhverfis og öryggisstjóri hjá Skeljungi

Umræður

 

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun úrelt á tímum 4. iðnbyltingarinnar?

Click here to join the meeting
Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórun, er það ekki bara búið og úrelt núna í fjórðu iðnbyltingunni með auknum fókus á stafræna þróun, hraða og snjallvæðingu?

Aðalheiður María Vigfúsdóttir, deildarstjóri gæða og umbóta hjá Völku leiðir okkur í gegnum áhugaverðar pælingar sem hún skrifaði nýlega áhugaverða grein um. (greinin er meðfylgjandi undir ítarefni). Við fáum einnig innsýn frá mjög reynslumiklum umbótasérfræðingum, þeim Rut Vilhjálmsdóttir hjá Strætó og Málfríði Guðný Kolbeinsdóttur hjá Ölgerðinni og reynum að svara spurningunni hvort stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun er úrelt. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?