Hvernig styðja fyrirtæki Heimsmarkmið SÞ?

Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram 17 Heimsmarkmiðin um betri heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin skuldbinda ríkisstjórnir wil að vinna að þeim en sveitafélög og fyrirtæki eru einnig hvött til að tengja starf sitt við markmiðin. 

Á fundinum munum við ræða hvernig fyrirtæki geta stutt við og tekið upp Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sínu starfi.

 

Yfirskrift: Hvernig styðja fyrirtæki við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna?
Tími: 14. mars kl. 8.30-10.00
Staður: ÁTVR Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Fyrir hverja: Stjórnvísi félaga

Dagskrá

Heimsmarkmiðin eru líka fyrir fyrirtæki
Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur á skrifstofu stefnumála í Forsætisráðuneytinu

Vínbúðin og Heimsmarkmiðin
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðfarforstjóri ÁTVR

Landsvirkjun og Heimsmarkmiðin
Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun

Fundarstóri: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu

 

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvernig styðja fyrirtæki Heimsmarkmið SÞ?

Í morgun var haldinn í ÁTVR fundur á vegum faghópa um stefnumótun og árangursmat og samfélagsábyrgð fyrirtækja.  Fundurinn hófst með ótrúlega skemmtilegum gjörningi en það var aðstoðarforstjóri ÁTVR Sigrún Ósk Sigurðardóttir sem setti fundinn og sýndi jógamyndband þar sem allir léku eftir það sem þar fór fram.  Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram 17 Heimsmarkmiðin um betri heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin skuldbinda ríkisstjórnir til að vinna að þeim en sveitafélög og fyrirtæki eru einnig hvött til að tengja starf sitt við markmiðin. Markmiðið með fundinum var að ræða hvernig fyrirtæki geta stutt við og tekið upp Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sínu starfi. Fundarstóri varKetill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu og var fundinum streymt á facebooksíðu Stjórnvísi. 

Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur á skrifstofu stefnumála í forsætisráðuneytinu var fyrsti fyrirlesari dagsins, erindið hennar nefndist „Heimsmarkmiðin eru líka fyrir fyrirtæki. Eins og staðan er í dag eru markmiðin 169 og 233 mælikvarðar sem fylgja verkefninu.  Ráðuneytið ætlar að skila skýrslu um forgangsröðun markmiðanna til að skerpa línur og hafa leiðarljós.  Einnig er að fara í loftið kynningarherferð þar sem heimsmarkmiðin verða kynnt fyrir almenningi þ.e. að þau séu til þessi heimsmarkmið, út á hvað þau ganga og hvað almenningur geti gert.  Hin eiginlega eftirfylgni er hjá SÞ í NY þar sem þjóðum gefst tækifæri til 2030 að kynna reglulega verkefni sín.  En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði?  Við stöndum ofarlega en getum samt gert svo miklu betur því einkunnarorð markmiðanna er „Leave no one behing“ því má aldrei gleyma.  En árangur næst ekki án samvinnu milli alþjóðasamfélagsins, stjórnvalda, sveitarfélaga, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga.  Verið er að setja fram ungmennaráð 13-18 ára, sem koma með nýja sýn. Þessir krakkar munu árlega hitta ríkisstjórnina og búa til efni til að setja á samfélagsmiðla.  Einnig er mikilvægt að vera í samvinnu við Festu SA o.fl.  En hvað geta fyrirtækin gert?  Heimsmarkmiðin skapa mikil tækifæri fyrir fyrirtæki t.d. í orkugeiranum og milljónir starfa í þróunarlöndunum.  Fyrirtækin þurfa því að meta virðiskeðjuna sýna. En hvað eru önnur lönd að gera?  Svíar eru að minnka sótspor sýna, berjast gegn spillingu, jafnrétti á vinnustöðum o.fl. Danir segja í sinni skýrslu að markmiðin séu leiðarljós fyrir fyrirtæki.  Með því að vinna með heimsmarkmiðin segja þeir að þau séu alþjóðlegt tungumál í samfélagsábyrgð eða matseðill fyrir það sem þau eru að gera.  En meginmarkmiðið er að fyrirtækin líti inn á við.  Mikil sóknarfæri eru fyrir öll fyrirtæki.  Þess vegna er sköpunargáfa og nýsköpun mikilvæg fyrir innleiðingu markmiðanna.  Niðurstaðan er að fyrirtæki þurfa að fara í naflaskoðun og máta sig við þessi markmið og skoða hvar þau geta lagt sitt af mörkum.  Öll fyrirtæki geta tengt sig við einhver markmið. 

Næsta erindi var frá Vínbúðinni þar sem þau Sigrún Ósk og Sigurpáll kynntu hvað Vínbúðin er að gera og hver eru helstu markmið.  6, 12, 13, 14, 15 og 17 eru markmiðin sem þau völdu að byrja með.   Markmið númer 13 er þeirra aðalmarkmið en það er „Verndun jarðarinnar“s.  Endalausnin er stefnumótunaráætlun í umhverfismálum.  Helsta markmiðið er að lágmarka umhverfisáhrif með stöðugum framförum. Gildin eru: gegnsæ, Ábyrg, Þrautseig.  Verkefnið er gríðarlega stórt og markmiðið er að minnka sótsporið og búa til betri heim.  Gler hefur mikið sótspor og því er núna sett vín í léttgler sem eru einungis á milli 200-300gr.  Þarna er verið að horfa á massann, vín í lægri verðflokk með mikla sölu fari í létt gler.  ÁTVR birtir þyngd á gleri á heimasíðunni sinni.  Þetta hjálpar neytendum að velja vöru sem hefur minna sótspör.  Skýrsla ÁTVR er á heimasíðunni bæði í stuttri útgáfu og í fullri lengd.


Þriðja erindið flutti Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun sagði hún í erindi sýnu að markmið Landsvirkjunar væru birt á vef fyrirtækisins.  Bæði er sagt frá því sem vel gengur og einnig því sem ekki er að ganga eins vel.  Árlega skilar Landsvirkjun inn skýrslu til Global Compact.  Heimsmarkmiðin voru samþykkt 2015.  Ísland hefur opinberlega sagt frá að við styrkjum heimsmarkmiðin og styðjum nr. 5 Jafnfrétti kynjanna, 7 Sjálfær Orka og 13 Verndun jarðarinnar.  Landsvirkjun hefur haldið opinn fund til að kynna hvað þau eru að gera.  Í nýútkominni ársskýrslu kemur fram hvernig Landsvirkjun vinnur að samfélagsábyrgð og þar með heimsmarkmiðunum.  Loftslagsmál eru í raun orkumál.  Landsvirkjun ætlar að verða kolefnislaust fyrirtæki árið 2030.  Jafnréttisskóli SÞ er á Íslandi og hýstur hjá EDDU hugverkasetri í Háskóla Íslands.  Hann er starfræktur í samstarfi við Utanríkisráðuneytið og SÞ. Jafnrétti kynjanna sem er heimsmarkmið nr.5 er eitt þeirra markmiða sem Landsvirkjun valdi.  Einn mælikvarðanna var laun, annar stjórnunarstöður. Valið var að fara í samstarf við Capacent og vinna heildstæða úttekt á stöðu jafnréttismála ekki aðeins á mælanlegum þáttum eins og kynjahlutfalli go launum heldur einnig á menningu, samskiptum og vinnuumhverfi.  Gert var 1.stöðumat 2.Hvað á að gera? 3. Eftirfylgni.  Nú er komin aðgerðaáætlun jafnréttismála. Ávinningurinn af heimsmarkmiðunum er 1. Tengir samfélagsábyrgð Landsvirkjunar nánar alþjóðlegu uhverfi 2. Styrkir núverandi áherslur og árangur í lofslagsmálum, breiðari þátttaka með sjálfbæra orku fyrir alla og aukið umfang á vinnu að kynjajafnrétti 3. Getur styrkt samskipt við hluteigendur, innanlands sem erlendis, varðandi málaflokkana 4. Landsvirkjun á meðal fyrstu íslenskra fyrirtækja til að tileinka sér Heimsmarkmiðin.

Tengdir viðburðir

Stjórnarfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat

Aðalfundur stjórnar faghópsins.

Framtíðarsýnin okkar - Stefnumörkun Norrænu ráðherranefndarinnar

Nánar síðar

Eldri viðburðir

Three dimensional leadership

Link to the meeting is here

Navigating the complexities of leadership in the modern business world can often feel like trying to solve a puzzle without all the pieces. The challenge lies in the multifaceted nature of leadership, where one-size-fits-all approaches fall short. This is a problem that leaders grapple with daily – how to effectively lead teams, build strong individual relationships, and maintain self-leadership amidst a dynamic and demanding environment.

This workshop will present the Three-dimensional Leadership - a framework that offers a holistic approach to leadership by addressing the dimensions of:

> 1:many (leading a team)

> 1:1 (building relationships with individuals you lead)

>m1 (self-leadership).

Join this interactive presentation to discover how this framework can help you gain clarity on which aspects of leadership feel overwhelming to you, and build strategies to address specifically your challenges.

The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

GOOD GOOD markmiðasetning, teymisvinna og strategía unnin í OKR's (objective & key results) umhverfinu - innblásið af Intel og Google

Join the meeting now

GOOD GOOD er íslenskt vaxtafyrirtæki með 16 starfsmenn, þ.a. 7 í Bandaríkjunum. Á örfáum árum hefur GOOD GOOD hasslað sér völl sem eitt mest ört vaxandi smyrjufyrirtæki í Bandaríkjunum og fást verðlaunaðar og annálaðar vörur fyrirtækisin í um 6000+ verslunum þar í landi. Í þessu erindi mun Garðar Stefánsson, meðstofnandi og forstjóri GOOD GOOD, fjalla um hvernig markmið og stefnumörkun GOOD GOOD hafa verið knúin áfram með OKR's þar sem starfsólk, tekur virkan þátt í mótun á snjöllum markmiðum og mælanlegum árangri.

Saman á nýrri vegferð

Tengill á streymi 
Fjallað verður um mikilvægi samspils stefnu og fyrirtækjamenningar með áherslu á menningarvegferð Isavia s.l. tvö ár. Uppbyggileg fyrirtækjamenning þar sem hreinskiptin samskipti,  traust og góð samvinna ríkir er nauðsynleg forsenda þess að stefna nái fram að ganga, þannig eru stjórnendur og starfsfólk samstíga um að ná þeim árangri sem ætlað er að ná. 

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar- og sjálfbærni hjá Isavia, mun kynna vegferð Isavia í átt að stefnumiðaðri stjórnun. Hvernig fyrirtækið hefur verið að vinna með menninguna til að skerpa grundvöll fyrir því að stefna félagsins nái árangursríkri framgöngu - að “menningin borði ekki stefnuna í morgunmat” eins og Peter Drucker sagði svo vel.

 

Fundurinn er haldinn hjá Isavia að Dalshrauni 3, Hafnarfirði. 
Tengill á streymi 

Skilvirk áhættustjórnun - betri árangur í rekstri.

Click here to join the meeting
Skilvirk áhættustjórnun verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Kröfur til fyrirtækja og stofnana hafa aukist mikið síðustu ár, meðal annars í tengslum við auknar áherslur í sjálfbærni.

KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.

Dagskrá:

Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?

  • Sigurjón Birgir Hákonarson, stafrænar lausnir KPMG

    Innleiðing á sjálfbærni í áhættustýringu
  • Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG

    Hvernig nálgast ÁTVR áhættustýringu?
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG

Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.

Innleiðing stefnu- og árangursviðmiða Háskóla Íslands og viðbrögð við nýjustu áskorunum

Click here to join the meeting

Katrín R. Frímannsdóttir, stefnu- og gæðastjóri Háskóla Íslands fjallar um hvernig staðið hefur verið að innleiðingu stefnu- og árangursviðmiða og viðbrögðum við áskorunum. 

Stefnu- og gæðastjóri starfar náið með æðstu stjórnendum skólans og er yfirmaður teymis á rektorsskrifstofu sem starfar að þessum málaflokkum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?