Hvernig má haga sér og hvað má segja? Hver eru mörkin?

Fundurinn er fjarfundur. Hægt er að tengjast fjarfundinum með því að smella hér
E
f beðið er um kóða þá eru hér upplýsingar: Meeting ID: 373 484 673 304    Passcode: JoRDhB

 

Einelti, kynferðisleg áreitni, ofbeldi og önnur óæskileg hegðun er ekki liðin á vinnustaðnum. Hvernig geta fyrirtæki lagt línurnar og boðið starfsfólki sínu upp á öruggt vinnuumhverfi. 

  • Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræðistofu 
  • Sara Hlín Hálfdánardóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu - Vinnustaðurinn, vinnustaðamenning og EKKO

Fundarstjóri viðburðarins er Heiður Reynisdóttir, mannauðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

Viðburðurinn er haldinn á Teams, sjá hér efst.

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Hver hugsar um fólkið sem hugsar um fólkið á vinnustöðunum?

Hver hugsar um fólkið sem hugsar um fólkið á vinnustöðunum?

Nánari upplýsingar síðar.

Hrósið - skiptir það öllu máli?

Hvernig á að hrósa og taka hrósi í vinnunni? Hversu mikilvægt er hrósið?

Nánari upplýsingar síðar. 

Hentar vinnurýmið öllum jafnvel?

Eru vinnustaðir almennt að taka tillit til mismunandi þarfa starfsfólks? 
Rannsóknir sýna að við höfum ólíkar þarfir þegar kemur að einbeitingu og vinnurýmum. Eru vinnustaðir t.d. að huga að þörfum skynsegin einstaklinga?

Nánari upplýsingar síðar. 

Siðferðisleg streita (moral stress) á vinnustað

Hvað er siðferðisleg streita? Hvernig lýsir hún sér? Hvað er til ráða?

Nánari upplýsingar síðar.

Heilsuefling á vinnustað

Við heyrum frá vinnustað/vinnustöðum - hvað er verið að gera í heilsueflingu? 

Nánari upplýsingar síðar. 

Eldri viðburðir

Deigla - Samnýting og verkefnamiðað vinnuumhverfi opinberra aðila

Linkur á fund

Deigla er vel staðsett sameiginleg starfsaðstaða fjölda stofnana ríkisins undir einu þaki. Þar verður starfsfólki í skrifstofustörfum boðið upp á verkefnamiðað vinnurými í sveigjanlegu og nútímalegu umhverfi.

Í fjárlagafrumvarpi 2024 er vikið að markmiðum fjármálaumsýslu, reksturs og mannauðsmála ríkisins. Þriðja markmið þessa málaflokks snýr að öflugri og vistvænni rekstri ríkisstofnana. Þar undir er Deigla - samrekstrarhúsnæði stofnana. Þessi hugmynd hefur verið til umræðu um hríð og er nú að taka á sig mynd. 

Á viðburði dagsins mun Sverrir Bollason sérfræðingur hjá FSRE ræða þá stefnu sem þetta verkefni er að taka og hvernig það hefur mótast á liðnum misserum. 

Kynning stendur yfir í um 20 mínútur og gefst tækifæri til samtals að því loknu í allt að 10 mínútur. 

Hvaða áhrif hefur vinnuumhverfið á vellíðan í vinnu?

Click here to join the meeting

Vinnurými og vinnuumhverfið hefur verið endalaus uppspretta umræðna allt frá örófi alda. Rannsakendur beina sjónum sínum í auknum mæli að þeim áhrifum sem vinnuumhverfið getur haft á viðveru á vinnustað, starfsánægju og jafnvel heilsu fólks.
Í hvernig umhverfi líður okkur best? Þurfum við plöntur og hugguleg rými? Pössum við öll í sömu "fötin"?

Vinnuumhverfi: Vinsældir og veruleiki. Ólafur Kári Júlíusson, M.Sc. í vinnusálfræði fjallar um áhrif vinnuumhverfis á fólk og mikilvægi þess að sinna málaflokknum vel, sérstaklega í ljósi þess að vinsælu lausninar eru ekki alltaf bestu lausninar.
Ólafur Kári starfar hjá DTE ehf. sem Director of People and Culture.

Guðrún Vala Davíðsdóttir, deildarstjóri verkefnastofu húsnæðis hjá FSRE, fræðir okkur um það sem þau hjá FSRE hafa verið að gera í þeirra eigin húsnæði og hvað þau eru að horfa til almennt hvað varðar húsnæðismál. 
Guðrún Vala er viðskiptafræðingur og innanhússarkitekt að mennt og tengir þessar tvær faggreinar í vinnuumhverfismálum. Síðustu ár hefur hún unnið sérstaklega með verkefnamiðað vinnuumhverfi.

Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, stýrir viðburðinum.

 

Hvað eru vinnustaðir að gera í heilsueflingu?

Fundurinn er á Teams og hlekkurinn hér

 

Heilsuefling á vinnustöðum fær sífellt meira rými og athygli enda hefur það sýnt sig að fyrirtæki og stofnanir sem setja sér skýra stefnu og markmið í heilsueflingu starfsfólks uppskera ríkulega ef vinnustaðurinn stekkur á heilsueflingarvagninn. En hvernig á að byrja og hvað eigum við að gera?

Til að svara þessum spurningum hefur faghópur um heilsueflandi vinnustaði ákveðið að bjóða upp á viðburð þar sem við fáum að heyra reynslusögur frá vinnustöðum sem farið hafa í þessa vegferð með góðum árangri.

Hafnarfjarðarbær fór í heilsueflandi vegferð með allt starfsfólk bæjarins, sem verður að teljast stórt og mikið verkefni. Við fáum að heyra upplifun starfsfólks af því verkefni.

Festi hefur vakið athygli fyrir góðan árangur í heilsueflingu starfsfólks. Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsu, mun fara yfir það hvað samstæðan er að gera í heilsueflingu fyrir sitt starfsfólk, sem er dreift á margar starfsstöðvar út um allt land og því spennandi að heyra hvaða leiðir þau hafa farið til að gera góðan vinnustað enn betri.

Aðalfundur faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar.

Dagskrá:

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Kosning til stjórnar
  • Tillögur að viðburðum næsta starfsárs
  • Önnur mál

 

Leading with Inclusion: Generational Diversity, and Intersectionality in the Workplace with Chisom Udeze

Join meeting here

With the wide span between generations in the workplace today, what is the best way to approach leadership? How can you include all? Chisom will dig into the topic and share her insights.

About Chisom: 

Chisom is an Economist, Organizational Design and DEI Strategist, and a 3 times founder of impact-driven companies. She has over 13 years of experience working with organizations like the European Commission, The United Nations, ExxonMobil and The Economist Group. Chisom is a data enthusiast and analytical. She is passionate about interrogating the cross-sectoral relationship between society’s inhabitants, resources, production, technology, distribution and output. She efficiently and effectively unlocks complex systems, interprets data, forecasts socio-economic trends and conducts research.

Having lived in 7 countries across 3 continents, she is highly adaptable to different circumstances and people, and thrives in uncertain environments.

As the founder of Diversify, Chisom works with companies, governments and civil society to facilitate measurable diversity and inclusion initiatives in the workplace and society. In 2020, mid-pandemic, she founded HerSpace, a diverse and inclusive co-creation community for all genders, with a particular focus on women. HerSpace is launching a Women in Tech incubator in August 2022, for women-led companies, with a focus on the inclusion of diverse founders.

Chisom is a thought leader in Diversity, Equity, Inclusion and Belonging (DEIB) and a passionate advocate for mental health and wellness. She is an entrepreneur at heart and committed to life-long learning. She enjoys playing tennis, reading, binge-watching TV shows and cooking.

Linkedin: https://www.linkedin.com/in/chisomudeze/ 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?