Slóð á fjarfund finnst með því að smella hér.
Á þessum fyrsta viðburði vetrarins á vegum faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi fáum við heimsókn frá fyrirtækinu Skólamat.
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á ferskum og hollum mat fyrir börn í leik- og grunnskólum og var stofnað í janúar 2007. Hjá Skólamat starfa um 220 starfsmenn á um 100 starfsstöðvum á suðvesturhorni landsins. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í fimm ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Áhersla er lögð á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Fanný Axelsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs-og markaðssviðs og Margrét Sæmundsdóttr mannauðsstjóri ætla að segja okkur nánar frá heilseflingu starfsfólks hjá Skólamat.
Auk þess að heyra frá Fanný þá ætlar Valgeir Ólason sem er í stjórn faghópsins um heilsueflandi vinnuumhverfi að fara yfir drög að dagskrá vetrarins en faghópurinn er þessa dagana að fínpússa marga spennandi viðburði og hlakkar til starfsins í vetur.
Fundarstjóri verður Valgeir Ólason.