Hvernig nýtist viðurkenndur ferlarammi við að bæta þjónustu

Viðurkenndur ferlarammi eins og ráðgjafafyrirtækið Noventum beitir með viðskiptavinum sínum auðveldar ferlaskráningu og breytingar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Noventum nýtir slíkan ferlaramma í verkefnum við að bæta þjónustu hjá viðskiptavinum fyrirtækisins víða um Evrópu og í Bandaríkjunum með góðum árangri. Hilbrand Rustema, framkvæmdastjóri Noventum, kynnir ferlarammann, notagildi og dæmi um notkun hjá viðskiptavinum fyrirtækisins við að bæta þjónustu. 

Kynningin er ætluð starfsmönnum, stjórnendum og sérfræðingum sem vinna að breytingum í starfseminni; í gæðamálum auk ferla- og þjónustumálum hjá fyrirtækjum og stofnunum. Áhersla er á ferlaskráningu, breytingastjórnun, ásamt mikilvægi lykilmælikvarða (KPIs). Þá verða tækninýjungar eins og IoT í að bæta þjónustu ræddar.  

 

Erindið verður á ensku.

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Frá ferlum til fólks: Hönnun nýs spítala

Hvernig verður nýr spítali hannaður með bæði ferla og fólk í huga?
Á viðburðinum skoðum við hvernig samspil starfsfólks, sjúklinga og verkferla getur mótað framtíðarlausnir sem nýtast öllum.

 

Fjarfundur.

Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Eldri viðburðir

Dulda verksmiðjan – áskoranir og lausnir í að ná bættum árangri í starfseminni

Fundarboð með Teams hlekk verður sent á skráða þátttakendur. 

Á flestum vinnustöðum er „dulda verksmiðjan“ til staðar – öll þau ferli, endurtekningar og falin vinna sem bæta litlu sem engu virði við vinnudaginn okkar. Þessi viðburður gefur innsýn í hvernig við getum auðkennt verkin sem tilheyra þessari duldu verksmiðju sem er í formi sóunar og rætt áskoranir og vandamál sem hún skapar. Kynntar verða leiðir til að auðkenna og draga úr sóun og skapa jákvætt umbótaumhverfi þar einblínt er á virðisaukandi þætti með því að ná yfirsýn yfir verklagið ásamt því að starfa í réttum takti (flæði)  sem hentar starfsmönnum og um leið mætir kröfum viðskiptavinarins.  

 

Fyrirlesarinn – Magnús Ívar Guðfinnsson

Magnús Ívar Guðfinnsson er stofnandi og framkvæmdastjóri ráðgjafar- og þekkingarfyrirtækisins ANSA ehf. Magnús Ívar hefur sérhæft sig í að vinna með fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum í að ná yfirsýn og gera athuganir á verklaginu til að ná bættum árangri i rekstrinum. Samfara ráðgjöf þá kennir hann nemendum í iðnarverkfræði við Háskóla Íslands gæðastjórnun á haustin og straumlínustjórnun á vorönn. Þá kennir Magnús Ívar áfangann árangur í rekstri í Executive MBA-námi á vegum Háskóla Íslands.  

Magnús er með MSc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og stundaði hluta námsins við Norwegian School of Management (BI) í Osló. Hann er vottaður BPM Professional og er með svarta beltið í Lean Six Sigma.  

Magnús Ívar býr að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu, úr kennslu og ráðgjöf hjá fyrirtækjum úr flestum greinum atvinnulífsins við að ná framúrskarandi árangri í framleiðslu og þjónustu.

Hvernig vinna LEAN og HSE saman?

Í framleiðslu JBT Marel er töluvert unnið með LEAN fræði í framleiðslunni. Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel mun fræða okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30.  Eftir kynningu verður gestum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Kynningin verður tekin upp en við vonumst til að sjá sem flesta á staðnum.

Hér er linkur á kynninguna. Join the meeting now

 

Stjórnarfundur viðskiptaferla (BPM) – Upphaf starfsársins (lokaður viðburður)

Stjórn mun hittast að þessu sinni á Mathúsi Garðabæjar til að hefja undirbúning starfsársins sem framundan er. Á dagskrá fundarins verður markviss og skapandi umræða um þær áskoranir og tækifæri sem bíða, með sérstaka áherslu á viðskiptaferla og stefnumiðaða sýn í starfi stjórnar.

Helstu umræðuefni fundarins verða:

  • Yfirlit og rýni á starfsárið sem framundan er

  • Umræða um helstu áskoranir og tækifæri í ljósi viðskiptaferla

  • Hugmyndavinna og skipulagning viðburða á vegum stjórnar

  • Endurmat og staðfesting á tilgangi hópsins

Fundurinn verður vettvangur fyrir samráð, samstillingu og sköpun, þar sem stjórnarmenn sameinast um skýra sýn og markmið fyrir komandi ár.

Aðalfundur faghópsins Stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Aðalfundur faghópsins stjórnun viðskiptaferla verður haldinn fimmtudaginn 8. maí kl 12 á Nauthól. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?