Innkaup hjá Marel á Íslandi – Þróun teymisvinnu og umbætur

Click here to join the meeting

Örvar Kristjánsson innkaupastjóri Marel á Íslandi mun fjalla um það hvernig innkaupateymi Marel skilgreindi sjálft sinn tilgang innan fyrirtækisins og á hvaða vegferð teymið er í dag.

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Aðalfundur Vörustjórnunarhóps (fjarfundur)

Aðalfundur Vörustjórnunarhóps Stjórnvísi. Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á dadi.jonsson@controlant.com til að fá Teams fundarboð.

 

Dagskrá fundarins:

1. Stutt kynning á stjórnarmeðlimum, bakgrunnur og áhugi á vörustjórnun, innkaupum og birgðastýringu

2. Fara yfir viðburði síðasta starfsárs og hugmyndir að næstu viðburðum

3. Hlutverk stjórnar: Hlutverk formanns, varaformanns og ritara

4. Fyrirkomulag, tíðni og umgjörð um fundi faghópsins

5. Kosning stjórnar

 

F.h. stjórnar

Daði Rúnar Jónsson formaður

Eldri viðburðir

Sjálfbærni og ábyrg innkaup - hreyfiafl til góðra verka

Click here to join the meeting
Sjálfbærni, innkaupareglur, siðareglur birgja í innkaupum, gátlisti og birgjamat.

Íslandsbanki er stór kaupandi þjónustu og vara og er því í aðstöðu til að vera hreyfiafl til góðra verka í innkaupum sínum. Þetta gerir bankinn m.a. með því að horfa til umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta í verklagi sínu við innkaup. Jafnframt stuðlar bankinn að virkri samkeppni og gætir að hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi í innkaupum sínum.

Sjálfbærnistefna Íslandsbanka miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Íslandsbanki stefnir á að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs og styðja við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum og um leið heimsmarkmið SÞ. Við innkaup bankans er unnið eftir innkaupastefnu þar sem meðal annars er horft til umhverfs-, jafnréttis- og mannréttindamála. Bankinn vekur þannig athygli viðsemjenda á því til hvaða þátta er horft áður en ákvörðun er tekin um viðskipti.

Fyrirlesarar;
Írunn Ketilsdóttir, sérfræðingur í fjármálum
Ljósbrá Logadóttir, deildarstjóri innkaupadeildar

Vörustjórnunarhópur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Lokaður fundur fyrir stjórn faghópsins um vörustjórnun hjá Stjórnvísi.

Dagskrá: 

1. Farið yfir viðburði haustsins 2020

- Hvernig má bæta vörustjórnun með greiningarvinnu? (október)
- Leiðir til nýsköpunar í opinberum innkaupum (nóvember)
- Hvað er Category Management? (desember)

2. Farið yfir áætlaða viðburði vorið 2021:

- Fagfyrirlestur á Teams (janúar)
- Íslandsbanki (febrúar)
- Marel (mars)
- Aðalafundur (apríl)

3. Sögustund

Snorri Páll Sigurðsson hefur verið erlendis í mastersnámi og starfað fyrir Maersk Drilling í Danmörku.
Hann er núna að flytja heim og ætlar að segja okkur frá reynslu sinni af náminu og starfinu.

4. Umræður um Covid áhrifin

Förum aðeins yfir stöðuna á markaðnum í innkaupum, birgðastýringu og vörustjórnun vegna Covid.

5. Önnur mál 

Við hvetjum meðlimi faghópsins að fylgjast með Facebook síðu hópsins: https://www.facebook.com/groups/346093842194490
Þar auglýsum við viðburði en þar er einnig að finna margt áhugavert efni og góðar umræður um vörustjórnun.

Hvað er Category Management?

Click here to join the meeting
Farið verður yfir grunnhugmyndafræði Category Management / Vöruflokkastýringu, hvaðan aðferðafræðin kemur og hvaða ávinning má vænta af slíkri innkaupastefnu. Þau Elva Sif Ingólfsdóttir, Tómas Örn Sigurbjörnsson og Björgvin Víkingsson fara yfir sína reynslu af því að vinna í umhverfi Category Management hjá alþjóðlegum fyrirtækjum í þessum fyrirlestri.

 

Dagskrá:

1. Elva Sif Ingólfsdóttir er með meistaragráðu í Aðfangakeðjustýringu ( Supply Chain Management) frá Copenhagen Business school. Hún hefur starfað við Category Management hjá Marel og Supply chain ráðgjöf hjá AGR Dynamics.

Elva ætlar að tala um hvernig Category Management er í Akademisku ljósi og bera saman við viðskiptaheiminn. Hún mun tala útfrá sinni reynslu afþví að skrifa meistaraverkefni um Procurement Category Management, og síðan starfi sínu sem Global Category Manager hjá Marel.

2. Tómas Örn Sigurbjörnsson er með meistaragráðu í aðfangakeðjustýringu (e. supply chain management) frá Copenhagen Business School. Hann hefur unnið í umhverfi category management hjá m.a. Marel og Eimskip og er nú Procurement Manager fyrir Alvotech þar sem áherslan er á uppbyggingu stefnumiðaðra innkaupa til að geta tekist á við krefjandi framtíð.

Alvotech er að leggja af stað í þá vegferð að nota category management í innkaupum. Eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar eykst þörfin fyrir betri yfirsýn yfir peningastreymi fyrirtækisins og meiri festu í innkaupum og vöruflokkagreining skiptir þar miklu máli. Innleiðing er rétt að byrja og að mörgu að hyggja, Sagt verður frá undirbúningi innleiðingar, mikilvægi góðra gagna við gerð innkaupastefnu og helstu þröskuldum sem hafa orðið á veginum fram til þessa.

3. Björgvin Víkingsson er nýskipaður forstjóri Ríkiskaupa, hefur brennandi áhuga á nýsköpun í stjórnun og hugmyndafræði um hvernig á að skapa virði fyrir viðskiptavini. Björgvin er með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun) frá ETH Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Björgvin hefur reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf.

Category management, hvernig er hægt að vinna með category management án category management teymisins? Kynning á öðruvísi uppsetningu Category management.

Við reiknum með að hvert erindi sé um 15 mín og tekið verði á móti spurningum í lokin. 

Fyrirlesturinn verður á Teams: Click here to join the meeting

Leiðir til nýsköpunar í opinberum innkaupum (Teams fundur)

Click here to join the meeting

Hjalti Jón Pálsson verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum fer yfir leiðir til nýsköpunar í opinberum innkaupum.

Ríkiskaup annast meðal annars  beina framkvæmd útboða, innkaupa, rammasamninga og eignasölu fyrir stofnanir ríkisins. Boðið er upp á sérhæfðar innkaupalausnir sem eru sniðnar að þörfum hvers og eins og þannig leitast við að ná settum markmiðum varðandi sparnað og hagræðingu. Fyrstu lög um stofnun Ríkiskaupa þar sem kveðið er á um miðlæga innkaupastofnun fyrir ríkið voru sett þann 5. júní 1947 en starfsemin hófst þann 15. janúar 1949. Stofnunin heyrir undir Fjármálaráðuneytið og er ein elsta miðlæga innkaupastofnun í Evrópu

Meðal þess sem tæpt verður á eru eftirfarandi:

  • Er nýsköpun í opinberum innkaupum?
  • Er réttur jarðvegur fyrir nýsköpun hjá ríkinu?
  • Hvað þarf að breytast?

Fundurinn fer fram á Teams og verður að mestu leiti í samræðu og fyrirspurnarformi þar sem hinum ýmsu hliðum nýsköpunar er velt upp. Þáttakenndur eru hvattir til að koma með spurningar og mun Hjalti leitast við að svara samhliða.

Click here to join the meeting

Hvernig má bæta vörustjórnun með greiningarvinnu? (Teams fundur)

Join Microsoft Teams Meeting
Eva Guðrún Torfadóttir, starfsmaður Implement Consulting Group, segir frá starfsemi þessa virta alþjóðlega ráðgjafafyrirtækis og fer yfir nokkur verkefni tengd vörustjórnun sem fyrirtækið hefur unnið.

Implement er danskt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. í ráðgjöf við innkaup, lagerhald og öðru tengdu vörustjórnun. Sérstaða Implement felst í áherslu á þátttöku í öllu umbreytingarferlinu, allt til enda. Unnið er náið með viðskiptavinum í gegnum allt ferlið, frá greiningarvinnu þar til nýjum verkferlum og lausnum er hrint í framkvæmd.

Mörg af stærstu fyrirtækjum Skandinavíu hafa leitað til Implement og má þar nefna Mærsk, Flying Tiger, Novo Nordisk, IKEA og Pandora. Verkefnin eru fjölbreytt en markmiðið er alltaf það sama: Að finna hvernig fyrirtæki geta hagrætt í starfsemi sinni og aukið skilvirkni.

Implement hefur hjálpað fyrirtækjum að svara þessum spurningum ásamt mörgum fleirum með greiningarvinnu:

- Hversu mikið þarf að eiga á lager?
- Hversu mikið á að kaupa inn í einu og hve oft?
- Hvaða birgja á að velja?
- Hversu stórt þarf vöruhúsið að vera?

Fundurinn fer fram á Teams: Join Microsoft Teams Meeting

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?