Í þessum fyrirlestri verður umfjöllunefnið vegferð stafrænnar fræðslu innan Landspítala. Innleiðing á fræðslukerfinu eloomi, áskoranir og hvernig stafræn fræðsla var notuð við innleiðingu á Bakvarðasveit Landspítala í fyrstu bylgju Covid-19.
Baldur Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild og Arabella Samúelsdóttir, verkefnastjóri á mannauðssviði hjá Landspítala ætla að kynna fyrir okkur innleiðingu á fræðsluumhverfi hjá spítalanum.
Meðhöfundur að fyrirlestrinum er Hrund Scheving Thorsteinsson, deildarstjóri menntadeildar Landspítalans.
Fundurinn verður tekinn upp.