Innleiðing ISO 45001 á Keflavíkurflugvelli

Síðastliðna mánuði hefur tækni- og eignasvið Isavia á Keflavíkurflugvelli unnið að undirbúningi og innleiðingu vinnuöryggisstaðalsins ISO 45001.

Farið verður yfir undirbúning vinnunnar, vinnuna við gerð kerfisins, innihald staðalsins sem og helstu áskoranir og lausnir sem komið hafa upp.

Erindið flytja þau Jón Kolbeinn Guðjónsson, verkefnastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar og María Kjartansdóttir, verkefnastjóri staðla- og gæðadeildar Isavia.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Innleiðing ISO 45001 á Keflavíkurflugvelli

Í dag hittust Stjórnvísifélagar í ISAVIA og voru það faghópar um umhverfi og öryggi, gæðastjórnun og ISO staðla sem stóðu að vibðurðinum. Síðastliðna mánuði hefur tækni- og eignasvið Isavia á Keflavíkurflugvelli unnið að undirbúningi og innleiðingu vinnuöryggisstaðalsins ISO 45001. Jón Kolbeinn Guðjónsson, verkefnastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar og María Kjartansdóttir, verkefnastjóri staðla- og gæðadeildar Isavia fóru yfir undirbúning vinnunnar, vinnuna við gerð kerfisins, innihald staðalsins sem og helstu áskoranir og lausnir sem komið hafa upp..

ISAVIA er þjónustufyrirtæki í flugvallastarfsemi, stofnað 2010 og þar starfa í dag 1.500 manns, heildarveltan var 42 milljarðar 2018 og heildareignir 80 milljarðar.  Nýlega var kynnt nýtt skipurit fyrir samstæðu ISAVIA.  Fyrirtækið leggur mikla áherslu á samfélagsábyrgð í starfsemi sinni og vinnuverndin skipar stóran þátt.  Hagaðilar félagsins vilja leggja mikla áherslu á vinnuvernd.  Byggt er á þremur gildum, öryggi, samvinnu og þjónustu. Árið 2010 fóru rúmlega 2milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll, 2020 voru þeir 7milljónir en 9 milljónir árið 2018. 

Verkefnið fór í gang í desember 2018 og markmiðið var að klára vottun í ágúst 2019.  Jón Kolbeinn sagði mjög mikilvægt að hafa skuldbindingu æðstu stjórnenda í verkefninu.  ISAVIA var með 9001 vottun og mikla reynslu af sambærilegu kerfi, einnig 14001 á einni einingu fyrirtækisins.  Skjölun kerfisins byggir á númeraröð Áttavitans, rekstrarhandbókar Isavia.  Númeraröðin 100 er t.d. svokölluð yfirskjöl og eru á ábyrgð æðstu stjórnenda.  Þegar farið var í þessa vinnu var mótuð vinnuvernd fyrir allt fyrirtækið.  Markmið voru sett með áherslu á að stuðla að menningu þar sem öryggi er í aðalhlutverki og starfsmenn leitist við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnuumhverfinu, að stuðla að góðri heisu, vellíðan starfsmanna og slysalausri starfsemi, fara lengra en lög og reglugerðir gera ráð fyrir, vinna að stöðugum umbótum í vinnuverndarmálum o.fl. 

Næstu skref voru að kanna hvaða áhrifaþættir í ytra og innra umhverfi og lög og reglugerðir geta haft áhrif á starfsemina.  Næst var farið í áhættumatið sem var stærsti og mikilvægasti hluti vinnunnar.  Ferillinn fyrir áhættumatið var teiknaður upp út frá ISO 31000 staðlinum.  Labbað var um svæðin og rætt við starfsmenn á vettvangi og í framhaldi gerð aðgerðaráætlun til að milda áhættu.  Fjöldi starfsmanna tók þátt í áhættumatinu og út frá því var verkefnum forgangsraðað eftir litum; gulur, rauður, grænn.  Í framhaldi var t.d. gefin út handbók um merkingar í flugstöðinni.  Áhættumatið varð grunnurinn að þjálfunaráætlun starfsmanna, vinnuverndarvitund 1, 2 og 3 (sértæk þjálfun fyrir verktaka).  Jón Kolbeinn sagði að hagkvæmast væri að að huga að öryggi og heilsu starfsmanna strax á hönnunarstigi fjárfestingaverkefna.  Mikilvægt er að hafa sameiginlega sýn, stefnu og markmið verktaka og ISAVIA.  Lokaúttekt fór fram í byrjun desember, þrettán athugasemdir bárust og ekkert frávik.  Athugasemdirnar voru allar minniháttar og snerust aðallega um að skerpa á ákveðnum ferlum innan kerfisins.  Vottun fékkst 23.12.2019.

Helstu áskoranirnar voru 1. Umfang vottunarinnar 2. Breytingar í umhverfinu (lykil skjöl á hæsta leveli hjálpar til við allar breytingar, skipurit, stjórnendum, ný svið), 3. Fá réttu aðilana að borðinu (mikilvægt að skoða hvaða fólk þarf að taka að borðinu, mikill tími sem fór til spillis vegna þess að hópurinn var of þröngur, stjórnskipulag verkefnisins var ekki nógu skýrt og það vantaði að virkja stýrihóp 4. Fá þátttöku hjá starfsfólki (viðhorf starfsfólks breyttist, mikil vinna á gólfinu sem voru mjög sýnileg, þátttaka frá lykil stjórnendum mikil.

 

Tengdir viðburðir

Gullnu reglunar mínar - Dauðans alvara

“Ef banaslys er möguleg afleiðing og starfsfólk getur beitt varnarreglu, þá á það að vera Gullin Regla.”
  • Gullnar Reglur eru ekki bara setning á vegg.
  • Þær eru loforð.
  • Loforð um að þegar líf er í húfi tökum við alltaf réttu ákvörðunina.
Fyrirlesari:
Viðar Arason, öryggisfulltrúi HS Orku og eigandi Skyndihjálparskólans

 

Viðar Arason hefur djúpar rætur í viðbragðsþjónustu, þar sem sekúndur skipta máli og rétt ákvörðun getur bjargað lífi.
Með áralanga reynslu úr framlínunni hefur hann séð hversu öflug öryggisvitund getur verið — og hversu hratt hlutir geta farið úr böndunum þegar hún bregst.
Sem eigandi Skyndihjálparskólans leiðir Viðar fræðslu þar sem öryggi, mannleg hegðun og fyrstu viðbrögð í áföllum eru í fyrirrúmi. Hann leggur sérstaka áherslu á að kenna fólki hvernig á að bregðast rétt við þegar allt gerist á örfáum augnablikum — í slysum, áfallaatvikum og óvæntum uppákomum.
Markmiðið er skýrt: að búa fólk og vinnustaði undir raunveruleikann, ekki bara kenningarnar.
Í dag starfar Viðar við öryggismál hjá HS Orku, þar sem hann vinnur að því á hverjum degi að tryggja það mikilvægasta: "Allir komi heilir heim, alltaf".

Eldri viðburðir

Bætt Öryggi - aukin og einfaldari öryggismál fyrir fyrirtæki

Join the meeting now
Eggert Jóhann Árnason stofnandi Bætts Öryggis fjallar um hvernig fyrirtækið styður önnur fyrirtæki við að efla og einfalda sín öryggismál. Hann fjallar um og sýnir m.a. hvernig hægt er nýta Microsoft 365 lausnir til að bæta verkferla og hvernig Bætt Öryggi getur veitt tímabundna aðstoð í afmörkuðum verkefnum með það að markmiði að efla öryggismál. 

Öryggishópur Stjórnvísi hvetur ykkur til að mæta á staðinn enda nauðsynlegt að hittast, efla tengslin og skapa umræður.

https://www.linkedin.com/in/eggert-j%C3%B3hann-arnason-5903b7a3/

Join the meeting now

Öryggisþing Háskóla Íslands - Áhættumat

Öryggisnefnd Háskóla Íslands stendur fyrir árlegu öryggisþingi. Í ár ber þingið yfirskriftina: Áhættumat.
Ýmsir fyrirlesarar innan HÍ og utan koma og segja frá, dagskráin er þessi:
 
13.00 Setning,
Silja Bára R. Ómarsdóttir, Rektor Háskóla Íslands
13.10 Skipulag heilsu og vinnuverndarmála við HÍ,
Benjamín Sveinbjörnsson, formaður öryggisnefndar HÍ
13.25 Um áhættumat, Guðmundur Kjerúlf,
Vinnuverndarnámskeið ehf,
13.40 Áhættumat skrifstofa,
Sigríður Björk Gunnarsdóttir, Rekstrarstjóri Félagsvísindasviðs HÍ
13:55 Áhættumat á rannsóknastofum,
Íris Hrönn Guðjónsdóttir, Innviðastjóri Verk- og náttúruvísindasviðs HÍ
14.10 Öryggi í rannsóknaferðum,
Sveinbjörn Steinþórsson, Tæknimaður hjá Jarðvísindastofnun HÍ
14.25 Kaffihlé
14.40 Áhætta á framlínusvæðum,
Sverrir Ingi Ólafsson, Deildarstjóri öryggislausna hjá Öryggismiðstöðinni.
14.55 Sálfélagslegt áhættumat,
Jónína Helga Ólafsdóttir, Teymisstjóri á mannauðssviði HÍ
15.10 Security at the University of Oslo,
Kenneth Nielsen, Senior Adviser, Security & Preparedness at Oslo University
15.30 The knife incident at the University of Oslo,
Ingunn Björnsdóttir, Dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla
16.00 Slit
 
Verið Velkomin.

Hvernig vinna LEAN og HSE saman?

Í framleiðslu JBT Marel er töluvert unnið með LEAN fræði í framleiðslunni. Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel mun fræða okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30.  Eftir kynningu verður gestum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Kynningin verður tekin upp en við vonumst til að sjá sem flesta á staðnum.

Hér er linkur á kynninguna. Join the meeting now

 

Aðalfundur Öryggishóps Stjórnvísi

Öryggishópur Stjórnvísi heldur aðalfund miðvikudaginn 4 júní frá kl. 11:30 til 13:00 á VOX.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Kjör formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Áhugasöm um þátttöku í stjórn eru beðin að hafa samband við Fjólu Guðjónsdóttir, fjola.gudjonsdottir@isavia.is 

 

Orka og Öryggi

Join the meeting now

Orka og Öryggi er yfirskrift viðburðar sem Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi heldur í samstarfi við Öryggisráð Samorku miðvikudaginn 4 júní kl. 09:00 til 10:00.

Erindi 

  • Starfsemi Öryggisráðs Samorku - Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
  • Human Organisational Performance (15 mín) - Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
  • Öryggismenning  - Björn Guðmundsson, RARIK 
  • Öll örugg alltaf  - Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

 Við hlökkum til að sjá ykkur hjá Samorku í Húsi Atvinnulífsins.  Hlökkum til að sjá sem flesta á staðnum en þeir sem komast ekki geta tekið þátt með því að ýta á hlekkinn "Join the meeting now".  

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?