7
jan.
2021
7. jan. 2021
09:00 - 10:00
Click here to join the meeting
Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni á Teams. Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar mun fara örstutt yfir hvernig stuðningi við stjórnir faghópa hefur verið háttað í vetur.
Í framhaldi verður boðið upp á frábæran fyrirlestur „Töfrarnir í tengslanetinu“.
Gott tengslanet er gulls ígildi, en hvar á að byrja? Nú sem aldrei fyrr skiptir miklu máli að huga bæði að árangri og tengslum.
- Hvernig er mögulegt að nota aðferðir úr markaðsfræði og viðskiptum til að ná árangri í starfsframa og skapa tækifæri.
- Hvernig getur þú notað töfrana í tengslanetinu þínu til þess að auka sýnileika þinn og koma þinni rödd á framfæri?
- Hvernig hefur þú áhrif með þekkingu þinni?
- Hvernig getum við aðlagað okkur og nýtt tækifærin sem eru í “fjartengingum” losnað úr viðjum vanans og gert tilraunir í stjórnun?
Maríanna og Ósk Heiða eru kraftmiklir fyrirlesarar og má búast við orkumiklum viðburði!
Ósk Heiða: „Ég er ekki vön að bíða eftir því að vera boðið upp. Ég held ballið sjálf og býð öðrum að vera með – ef þú spilar til að vinna eru tækifærin endalaus“
Maríanna: „Ég hef ástríðu fyrir breytingum og því að hjálpa fólki að ná árangri. Mín spurning til allra er: Fyrir hverju brennur þú“?
Ósk Heiða Sveinsdóttir er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins og hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að auka sýnileika sinn á markaði m.a. með greinaskrifum, fyrirlestrum og LinkedIn. Ósk Heiða nýtir sér verkfæri markaðsfræðinnar og reynsluna af uppbyggingu vörumerkja og því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til sjálfsafgreiðslulausna, til að skapa tækifæri í bæði starfsframa og leik. www.linkedin.com/in/oskheida
Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði. www.linkedin.com/in/mariannamagnus
Stjórn hvetur alla í stjórnum faghópa til að mæta á nýársfagnaðinn, fræðast og eiga saman góða stund.
Viðburðurinn er opinn öllum Stjórnvísifélögum og allir hjartanlega velkomnir. Hlökkum til samstarfsins á árinu 2021.
Stjórn Stjórnvísi.