Lava Show Fiskislóð 73, 101 Reykjavík
Stjórnvísisviðburður
Kæru stjórnendur í faghópum Stjórnvísi.
Smellið hér til að fylla út í skjal á vefnum drög að dagskrá. (sýnishorn fylgir með)
Við ætlum að starta árinu af krafti í Lava Show föstudaginn 29.ágúst kl.09:00. Að loknum fundi er öllum þeim sem áhuga hafa boðið á sýninguna, eitthvað sem enginn ætti að missa af. Þema starfsársins er "Framsýn forysta".
Tilgangur fundarins er að starta nýju starfsári af krafti. Farið verður yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt verður í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár enn öflugra en þau síðustu. Einnig hlýðum við á einstaklega áhugavert erindi hjá Röggu stofnanda Lava Show.
Stjórnir faghópa eru hvattar til að hittast í ágúst, borða saman hádegisverð í boði félagsins og huga að dagskrá starfsársins. Einnig er í ágúst oft best að bóka fyrirlesara. Stjórn vekur athygli á að stjórnum faghópa gefst tækifæri a.m.k. tvisvar á starfsárinu að hittast í hádegisverði hvar sem er í boði félagsins, hægt er að setja í reikning á Nauthól, Vox og á Kringlukránni. Mikilvægt er að kvitta undir reikninginn og skrifa nafn faghópsins. Ef aðrir staðir verða fyrir valinu er afrit af reikningi sent á Stjórnvísi og reikningurinn greiddur samdægurs.
Stefnt er að því að senda út drög að dagskrá haustsins til félaga mánudaginn 1.september.
Lava Show er líklegasta heimsins skemmtilegasti jarðfræðitími.
Lava Show er eina sýningin í heimi þar sem bráðið hraun flæðir innandyra á öruggan hátt. Á sýningum Lava Show eru eldgos endursköpuð með því að hita hraun upp í 1.100°C. Glóandi hraunið er látið flæða í sýningarsali þar sem áhorfendur upplifa fegurð og hita hraunsins. Þetta er ótrúleg upplifun sem hrífur öll skynfæri!
- Sameinar fræðslu í jarðfræði og gullfallegt sjónarspil
- Fjölskyldufyrirtæki sem nýtir græna orku til að bræða hraun.
- Við höfðum til fólks á öllum aldri sem er fróðleiksfúst og vill upplifa eitthvað nýtt og spennandi
- Sýningarsalir í Vík og í Reykjavík
Margverðlaun sýning
- Nýsköpunuarverðlaun ferðaþjónustunnar 2021
- 2025 Experience Awards
- Tripadvisor Best of the Best 2024
Með kærri kveðju,
Stjórn Stjórnvísi