Kynning á Promapp (Lokaður fundur fyrir stjórn faghópsins)

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Aðalfundur faghóps um stjórnum viðskiptaferla (BPM) verður haldinn mánudaginn 29. apríl klukkan 11:30 til 12:00 á Nauthól veitingahús.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórnin hittist tvisvar á ári, við lok starfsárs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf starfsárs til að skipuleggja viðburði ársins.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á jonina@eimskip.is

 

Fundarstjóri er Jónína Magnúsdóttir.

Eldri viðburðir

ATH! VIÐBURÐI FRESTAÐ: Verkfærakista mannauðsstjórnandans í fjórðu iðnbyltingunni frestað

Tækifæri og ávinningur þess að nýta stafrænt vinnuafl (RPA) til sjálfvirknivæðingar á handvirkum ferlum

Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri í sjálfvirknivæðingu hjá Evolv kynnir tækifæri og ávinning þess að nýta stafrænt vinnuafl til sjálfvirknivæðingar á handvirkum ferlum innan fyrirtækja og stofnana. Eiríkur hefur síðastliðin þrjú ár tekið þátt í sjálfvirknivegferð margra af stærstu fyrirtækjum landsins og hefur því víðtæka reynslu af

-          þeim áskorunum og tækifærum sem því fylgir

-          á hvaða sviði sé best að byrja slíka vegferð

-          og hvenær stafrænt vinnuafl sé lausnin.

Breki Barkarson hefur tekið þátt í að stýra innleiðingu stafræns vinnuafls hjá Ósum í samvinnu við Evolv. Hann segir okkur frá stafrænu vinnuafli Ósa en lokaverkefnið hans í B.Sc. náminu í tölvunarfræði fjallaði um innleiðinguna þar sem Breki gerði ítarlega úttekt á kostnaði og ávinningi verkefnisins.

Viðburðurinn verður haldinn í fundarsalnum Fenjamýri í Grósku Bjargargötu 1, 102 Reykjavík frá kl 9:00-10:00

ATH. Eingöngu er um staðfund að ræða, ekki verður streymt frá fundinum. 

Hlökkum til að sjá þig :)

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla

Hlekkur á fund 

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla verður haldinn 4. maí klukkan 09:00-10:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. 

Dagskrá fundar:

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn fer fram á Teams á hlekk fyrir ofan.

Allir sem hafa áhuga á stjórnun viðskiptaferla og vilja taka þátt að auka þekkingu geta haft samband við Erlu Jónu Einarsdóttur, fráfarandi formann faghópsins, erlaje@gmail.com, s: 8258111

Utanumhald um allt sem skiptir máli - stýring viðskiptaferla og stjórnkerfi

Click here to join the meeting

Að velja rétt kerfi eða leiðir til að halda utan um ferla, verklagsreglur og gæðaskjöl getur verið áskorun enda margt í boði. 

Á fundinum fáum við kynningar frá Helgu Kristjánsdóttur frá Isavia, Þóru Kristínu Sigurðardóttur frá  Eimskip og Erlu Jónu Einarsdóttur hjá Marel þar sem við fáum innsýn inn í hvaða ferlakerfi eru notuð. Hvers vegna þau voru valin, kosti og galla og hvernig kerfin virka. 

Markmið okkar með kynningunni er að miðla þekkingu við val á leiðum til stýringar á viðskiptaferlum. 

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?