Hringsalur gengið inn um Barnaspítala Landsspítalinn Hringbraut, 101 Reykjavík
Lean - Straumlínustjórnun, ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði,
Í þessum fyrirlestri mun Viktoría Jensdóttir fara yfir hvað hún lærði á ráðstefnunni Lean Startup sem hún fór á í Nóvember 2015.
Lean startup er aðferðafræði sem hefur verið notuð af frumkvöðlum til þess að koma nýjum vörum og þjónustu út á hraðan hátt en með réttum gæðum. Hugmyndafræðin hefur þó einnig verið notuð af stærri og eldri fyrirtækjum til þess að vera sneggri á markað með nýjar vörur. Í þessari ferð heimsótti hún einnig Google, Pivotal Labs og Virginia Mason.
Farið verður yfir eftirfarandi á fundinum:
- Hvað er Lean Startup?
- Key learning points.
Viktoría mun einnig kynna stuttlega Lean Ísland ráðstefnuna sem haldin verður í Hörpu 6. apríl nk.