Harpa, tónlistarhús. Austurbakka 2, 101 Reykjavík.
Stjórn Stjórnvísi ,
LEAN til árangurs í þjónustufyrirtækjum - ráðstefna VÍS og Stjórnvísi
21.maí 2015 kl. 13:00-18:00 Kaldalóni í Hörpu.
LEAN til árangurs í þjónustufyrirtækjum - ráðstefna VÍS og Stjórnvísi er fyrir alla sem hafa hug á eða eru byrjaðir að tileinka sér LEAN hugmyndafræðina til að ná fram árangri í rekstri. Til að LEAN innleiðing nái tilsettum árangri þarf að koma LEAN stjórnunarháttum og hugsun í menningu fyrirtækja. Fjallað verður um hvernig hægt er að sameina á árangursríkan hátt áherslur um að auka ánægju viðskiptavina og lækka kostnað. Fyrirlesarar koma allir úr þjónustufyrirtækjum og miðla mislangri reynslu sinni af því að vinna með LEAN.
Dagskrá
13:00-13:30 LEAN menning hjá VÍS - Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
13:30-14:20 Focus on customers and cost - Christian Ahle Greve
14:20-14:40 Kaffihlé
14:40-16:00 LEAN ferðalagið hjá VÍS og reynslusögur frá stjórnendum
16:00-16:10 Kaffihlé
16:10-17:00 LEAN - A journey and transformation - Søren Nordby Riishøj
17:00-18:30 Kokteill og umræður
Aðgangseyrir kr. 12.900.- Kaffi, kokteill og léttar veitingar innifalið.
VÍS
VÍS er stærsta tryggingafélag landsins og leggur ríka áherslu á skilvirkni, sveigjanleika og gæði í þjónustu sinni við viðskiptavini. VÍS hóf formlega innleiðingu á LEAN menningu haustið 2013 og hefur náð góðum árangri í aukinni ánægju viðskiptavina ásamt því að lækka kostnað. Farið verður yfir LEAN ferðalagið ásamt því að miðla reynslusögum stjórnenda. www.vis.is
Christian Ahle Greve - Tryg
Christian starfar hjá Tryg, stærsta tryggingafélaginu í Danmörku. Hann mun fjalla um hvernig Tryg hefur með innleiðingu LEAN tekist að sameina áherslur á ánægju viðskiptavina og lækkun kostnaðar með miklum árangri. www.tryg.dk
Søren Nordby Riishøj - Nets
Søren starfar hjá Nets, greiðslumiðlunarfyrirtæki í Danmörku. Hann mun fjalla um hvernig LEAN var notað í sameiningu tveggja fyrirtækja sem varð að lokum Nets með miklum árangri. www.nets.eu