Beint í mark - innanhúsmarkþjálfun hjá Póstinum

Linkur á teams viðburð

Hvernig er hægt að byggja upp leiðtogamenningu? Þær Sigga og Edda eiga það sameiginlegt að hafa leitað svara við þessarri spurningu um árabil. Sigga kynntist hugmyndum um leiðtogamenningu í meistaranámi sínu við Lundarháskóla í Svíþjóð og hefur unnið markvisst að uppbyggingu slíkrar menningar þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri. Edda nam ábyrga stjórnun við Steinbeis háskóla í Berlín og hefur rekið leiðtogamarkþjálfun með áherslu á leiðtogaþróun og ábyrga stjórnarhætti. 

Þær sameinast í þeirri trú að leiðtogamarkþjálfun og markviss leiðtogaþróun séu lykillinn að því að byggja upp leiðtogamenningu innan fyrirtækja og stofnana. Þær segja frá innanhússmarkþjálfun hjá Póstinum og því hvernig markþjálfunin fléttast inn í starfsemi mannauðsdeildar. „Pósturinn er fyrirtæki þar sem allir eru leiðtogar. Þetta er mikilvægur hluti af innleiðingu nýrrar mannauðsstefnu okkar og þar kemur innanhúss markþjálfun sterklega við sögu ásamt markvissri leiðtogaþróun,“ segir Sigga.

Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri Póstins býr yfir ríkulegri reynslu og þekkingu af mannauðsmálum en hún hefur starfað í greininni um 13 ára skeið. Auk MS gráðu í stjórnun og mannauðsmálum lauk Sigríður markþjálfunarnámi frá HR árið 2018 og hefur nýtt sér aðferðir markþjálfunar í starfi æ síðan. Sigga elskar að skrifa ljóð og fara á skíði. 

Edda Jónsdóttir markþjálfi Póstsins hefur starfað við markþjálfun í rúman áratug. Auk MA gráðu í ábyrgri stjórnun lauk hún markþjálfunarnámi frá Alþjóðlegu markþjálfunarakademíunni (e. International Coach Academy) í Ástralíu árið 2012 ásamt sérnámi í fjármálatengdri markþjálfun og úrvinnslu takmarkandi undirliggjandi hugmynda (e. limiting beliefs) hjá virtum mentorum í Bandaríkjunum. Edda elskar bóklestur og gönguferðir í náttúrunni.

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynna hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur.

 

Lella Erludóttir og Valdís Hrönn Berg fara yfir það hvernig eigi að stofna og markaðssetja eigin rekstur og svara spurningum.

Enginn aðgangseyrir fyrir félagsmenn ICF Iceland.

Aðrir velkomnir en greiða 4.900 kr.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/hvernig-a-ad-stofna-og-markadssetja-eigin-rekstur-1

Verðlaunahafi Nordic Baltic Awards kynna innleiðingu markþjálfunarmenningar

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynnir verðlaunahafa Nordic Baltic Awards ICF.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir MCC og stjórnendamarkþjálfi vinningshafi Nordic Baltic Coaching Awards og Hulda Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar kynna vegferðina frá hugmynd til verðlauna.

Ásta og Hulda kynna vegferð DK hugbúnaðar við innleiðingu á markþjálfunarmenningu innan fyrirtækisins. Verkefnið hlaut Emerging Organization heiðursverðlaun á Nordic Baltic Awards síðastliðið vor. Heiðursverðlaunin eru veitt fyrir fyrsta flokks markþjálfunarverkefni innan skipulagsheilda.

Skráning á https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina/form

Nánari upplýsingarog skráning:

https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina

Stjórnandi í fyrsta sinn: raunstaða, áskoranir og tækifæri

Það að verða stjórnandi í fyrsta sinn eru ákveðin tímamót og margt getur komið á óvart. Nýtt hlutverk, nýjar væntingar og ný ábyrgð geta vakið eftirvæntingu, tilhlökkun, efa og óöryggi.
 
Nú er það í þínum verkahring að leiða fólk, taka ákvarðanir, hafa yfirsýn og halda utan um bæði verkefni, fólk og samskipti. Á sama tíma ert þú að læra hvað felst í þessu nýja hlutverki og hvernig þú átt að fóta þig í því. Í raun er hlutverk nýrra stjórnenda fullt af mótsögnum: þú átt að vera leiðtogi en ert sjálf/ur að læra. Þú átt að vera styðjandi en þarft sjálf/ur stuðning. Þú átt að halda ró þinni en finnur kannski fyrir ótta og efa.
 
Þessi vegferð getur verið ótrúlega krefjandi. Þér er treyst fyrir hlutverki, verkefnum og ábyrgð og færð tækifæri til að þróast og vaxa í starfi, en þér er ekki endilega kennt hvað stjórnendahlutverkið felur í sér og hvernig best er að nálgast það.
 
Í þessu erindi munum við fjalla um og skoða hvað það raunverulega þýðir að stíga inn í stjórnendahlutverk í fyrsta sinn og hvernig við getum tekist á við þær áskoranir og þau tækifæri sem hlutverkið felur í sér af festu, styrk, alúð og mildi.

 

Fundurinn verður haldinn á zoom - sjá hlekk hér fyrir neðan

Meeting ID: 874 6306 1748
Passcode: 571594
 

 

 

Helgi Guðmundsson hefur ástríðu fyrir hjálpa stjórnendum og vinnustöðum að skapa umgjörð og menningu þar sem fólk og teymi geta þrifist og mætt til leiks með sitt besta. Helgi er fyrirtækjaþjálfi með bakgrunn í vinnu- og fyrirtækjasálfræði með mikla reynslu af agile- og lean nálgunum á stjórnun, þróun öflugra teyma og vöruþróun.
 
Lella Erludóttir elskar að gera vinnustaði mannlegri og styðja við fólk að lokka fram sitt sannasta og besta sjálf í starfi. Lella er PCC markþjálfi og hefur fjölbreyttan bakgrunn og reynslu frá markaðsmálum, mannauðsstjórn, strategíustarfi og að styðja við leiðtoga og stjórnendur í viðskiptalífinu.

Test

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YjUzMWJhZGYtN2ZhMC00NzJkLWE5NTgtYWJjOTk0YTUzZDhi%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d

Aðalfundur faghóps um markþjálfun 2025

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldinn föstudaginn 9. maí klukkan 10:00 til 10:30 eftir viðburð í húsakynnum Lotu.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

Faghópur um markþjálfun óskar eftir framboðum til stjórnarfólks.

 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á asta@hverereg.is

 

* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um markþjálfun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?