Markþjálfunardagurinn 2020

Stjórnvísi vekur athygli á Markþjálfunardeginum 2020 sem er á vegum ICF Iceland félags markþjálfa á Íslandi.

ICF Iceland er mjög umhugað um að ávinningur af markþjálfun berist sem víðast. Sem lið í því höldum við Markþjálfunardaginn og í ár er áherslan á markþjálfun hópa og teyma. Eins og við vitum þá er enginn hópur og ekkert teymi án einstaklinga. Einstaklingur sem fær markþjálfun er sterkur og nær meiri árangri. Hópur eða teymi sem fær markþjálfun styrkist og nær margföldum árangri.

ICF Iceland býður félagsmönnum Stjórnvísi sérkjör á Markþjálfunardaginn 2020. Tilboðsverð er 19.900.- (fullt verð er 24.500.-)

Miði á tilboðsverði

 

Yfirskrift dagsins er: Markþjálfun hópa og teyma

Þegar hópur fólks vinnur saman með skýran tilgang, markmið og leiðir er það teymi. Þessi munur á hópi og teymi getur skilað að minnsta kosti 20-50% meiri árangri í skilvirkni,  minni átökum og aukinni sameiginlegri ábyrgð. Í hverju liggur þessi munur á hóp og teymi og hvernig brúum við bilið og gerum teymið og hegðun þess sjálfbæra?

Nú þegar aukin krafa er í samfélaginu um styttingu vinnutíma verða fyrirtæki að bregðast við með lausnum sem auka skilvirkni og bæta framleiðni. Hvernig getur markþjálfun starfsfólks og teyma í fyrirtækjum stutt við stjórnendur við styttingu vinnutíma?

Erlendir og innlendir fyrirlesarar fylla dagskrána af þekkingu sem miðar að því að svara spurningunni hver er ávinningur fyrirtækja af því að innleiða markþjálfun í hópa og teymisstarf. Einnig skoða muninn á hópum og teymum og hvort þarfir þeirra séu þær sömu? Skoða út frá sjónarhóli einstaklingsins sem leiðir hópinn eða starfar í hópnum, hvernig megi enn betur koma máli sínu á framfæri svo mark sé tekið á. Ráðstefnustjóri er Matti Ósvald, markþjálfi, PCC.

Frekari upplýsingar um Markþjálfunardaginn og miðasala er á heimasíðu félagsins:  https://markthjalfunardagurinn-2020.webflow.io/

Markþjálfunardagurinn verður haldinn í áttunda sinn á Hótel Nordica, þann 30. janúar næstkomandi. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem einn af eftirtektarverðustu viðburðum íslensks atvinnulífs ár hvert en hann sækir meðal annars framsæknir stjórnendur, markþjálfar, mannauðsstjórar og aðrir starfsmenn fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sem vilja kynna sér og nýta sér aðferðarfræði markþjálfunar til árangurs. 

Vekjum athygli á vinnustofum 29. og 31. janúar 2020.

Nánari upplýsingar og miðasala er  https://markthjalfunardagurinn-2020.webflow.io/

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynna hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur.

 

Lella Erludóttir og Valdís Hrönn Berg fara yfir það hvernig eigi að stofna og markaðssetja eigin rekstur og svara spurningum.

Enginn aðgangseyrir fyrir félagsmenn ICF Iceland.

Aðrir velkomnir en greiða 4.900 kr.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/hvernig-a-ad-stofna-og-markadssetja-eigin-rekstur-1

Verðlaunahafi Nordic Baltic Awards kynna innleiðingu markþjálfunarmenningar

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynnir verðlaunahafa Nordic Baltic Awards ICF.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir MCC og stjórnendamarkþjálfi vinningshafi Nordic Baltic Coaching Awards og Hulda Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar kynna vegferðina frá hugmynd til verðlauna.

Ásta og Hulda kynna vegferð DK hugbúnaðar við innleiðingu á markþjálfunarmenningu innan fyrirtækisins. Verkefnið hlaut Emerging Organization heiðursverðlaun á Nordic Baltic Awards síðastliðið vor. Heiðursverðlaunin eru veitt fyrir fyrsta flokks markþjálfunarverkefni innan skipulagsheilda.

Skráning á https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina/form

Nánari upplýsingarog skráning:

https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina

Stjórnandi í fyrsta sinn: raunstaða, áskoranir og tækifæri

Það að verða stjórnandi í fyrsta sinn eru ákveðin tímamót og margt getur komið á óvart. Nýtt hlutverk, nýjar væntingar og ný ábyrgð geta vakið eftirvæntingu, tilhlökkun, efa og óöryggi.
 
Nú er það í þínum verkahring að leiða fólk, taka ákvarðanir, hafa yfirsýn og halda utan um bæði verkefni, fólk og samskipti. Á sama tíma ert þú að læra hvað felst í þessu nýja hlutverki og hvernig þú átt að fóta þig í því. Í raun er hlutverk nýrra stjórnenda fullt af mótsögnum: þú átt að vera leiðtogi en ert sjálf/ur að læra. Þú átt að vera styðjandi en þarft sjálf/ur stuðning. Þú átt að halda ró þinni en finnur kannski fyrir ótta og efa.
 
Þessi vegferð getur verið ótrúlega krefjandi. Þér er treyst fyrir hlutverki, verkefnum og ábyrgð og færð tækifæri til að þróast og vaxa í starfi, en þér er ekki endilega kennt hvað stjórnendahlutverkið felur í sér og hvernig best er að nálgast það.
 
Í þessu erindi munum við fjalla um og skoða hvað það raunverulega þýðir að stíga inn í stjórnendahlutverk í fyrsta sinn og hvernig við getum tekist á við þær áskoranir og þau tækifæri sem hlutverkið felur í sér af festu, styrk, alúð og mildi.

 

Fundurinn verður haldinn á zoom - sjá hlekk hér fyrir neðan

Meeting ID: 874 6306 1748
Passcode: 571594
 

 

 

Helgi Guðmundsson hefur ástríðu fyrir hjálpa stjórnendum og vinnustöðum að skapa umgjörð og menningu þar sem fólk og teymi geta þrifist og mætt til leiks með sitt besta. Helgi er fyrirtækjaþjálfi með bakgrunn í vinnu- og fyrirtækjasálfræði með mikla reynslu af agile- og lean nálgunum á stjórnun, þróun öflugra teyma og vöruþróun.
 
Lella Erludóttir elskar að gera vinnustaði mannlegri og styðja við fólk að lokka fram sitt sannasta og besta sjálf í starfi. Lella er PCC markþjálfi og hefur fjölbreyttan bakgrunn og reynslu frá markaðsmálum, mannauðsstjórn, strategíustarfi og að styðja við leiðtoga og stjórnendur í viðskiptalífinu.

Test

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YjUzMWJhZGYtN2ZhMC00NzJkLWE5NTgtYWJjOTk0YTUzZDhi%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d

Aðalfundur faghóps um markþjálfun 2025

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldinn föstudaginn 9. maí klukkan 10:00 til 10:30 eftir viðburð í húsakynnum Lotu.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

Faghópur um markþjálfun óskar eftir framboðum til stjórnarfólks.

 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á asta@hverereg.is

 

* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um markþjálfun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?