Markþjálfunardagurinn 2021. Rafræn þriggja daga veisla 17. - 19. mars

ICF Iceland – félag markþjálfa á Íslandi, heldur sína árlegu ráðstefnu, Markþjálfunardaginn, með öðru sniði í ár en undanfarin ár.

Markþjálfunardaginn er í ár 3ja daga veisla 17. til 19. mars 2021 með yfirskriftinni “ICF Iceland, þar sem fagmennska er í fyrirrúmi.” Öflugur hópur innlendra og erlendra markþjálfa og sérfræðinga munu fjalla um allt frá markaðsetningu á netinu að tækni í stjórnendarmarkþjálfun. 

Dagskrá og nánari upplýsingar

 

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Verðlaunahafi Nordic Baltic Awards kynna innleiðingu markþjálfunarmenningar

ICF Iceland og faghópur markþjálfunar kynna verðlaunahafa Nordic Baltic Awards ICF.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir MCC og stjórnendamarkþjálfi vinningshafi Nordic Baltic Coaching Awards og Hulda Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar kynna vegferðina frá hugmynd til verðlauna.

Ásta og Hulda kynna vegferð DK hugbúnaðar við innleiðingu á markþjálfunarmenningu innan fyrirtækisins. Verkefnið hlaut Emerging Organization heiðursverðlaun á Nordic Baltic Awards síðastliðið vor. Heiðursverðlaunin eru veitt fyrir fyrsta flokks markþjálfunarverkefni innan skipulagsheilda.

Skráning á https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina/form

Nánari upplýsingar:

https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina

Hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur

ICF Iceland og faghópur markþjálfunar kynna hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur.

 

Lella Erludóttir og Valdís Hrönn Berg fara yfir það hvernig eigi að stofna og markaðssetja eigin rekstur og svara spurningum.

Enginn aðgangseyrir fyrir félagsmenn ICF Iceland.

Aðrir velkomnir en greiða 4.900 kr.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/hvernig-a-ad-stofna-og-markadssetja-eigin-rekstur-1

Eldri viðburðir

Test

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YjUzMWJhZGYtN2ZhMC00NzJkLWE5NTgtYWJjOTk0YTUzZDhi%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d

Aðalfundur faghóps um markþjálfun 2025

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldinn föstudaginn 9. maí klukkan 10:00 til 10:30 eftir viðburð í húsakynnum Lotu.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

Faghópur um markþjálfun óskar eftir framboðum til stjórnarfólks.

 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á asta@hverereg.is

 

* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um markþjálfun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.

 

Markþjálfun og menning fyrirtækja

Trausti Björgvinsson framkvæmdarstjóri Lotu og Erlen Björk Helgadóttir mannauðsstjóri Lotu bjóða okkur í heimsókn föstudaginn 9. maí kl 9:00. Húsið opnar fyrir gesti 8:30.

Síðastliðin ár hefur Lotu markvisst unnið með menningu fyrirtækisins sem hefur leitt af sér háa starfsánægju sem mælist í 9 af 10 mögulegum. Menning fyrirtækisins hefur tekið stakkaskiptum og fyrir nokkrum árum hefði fáa grunað að þessi verkfræðistofa myndi í dag bjóða uppá frjálsan dans í hádeginu og að hvað þá að starfsfólkið tæki þátt. En hvað veldur ?

Þungamiðjan í menningarbreytingunni hefur verið markþjálfun og hafa allir stjórnendur Lotu lokið markþjálfunarnámi og er lögð mikil áhersla á virka hlustun , endurgjöf og berskjöldun í stjórnendastíl fyrirtækisins. Afleiðing þessa er aukið sálrænt öryggi sem meðal annars sýnir sig í að tekist er á við mál sem áður voru undir teppi og er heilbrigður ágreiningur tekinn í meira mæli en áður. Þannig koma vandamálin upp áður en þau þróast í eitthvað stærra og hægt er að eiga við þau fyrr. Félagstarf starfsfólk hefur einnig blómstrað og það hefur aukið samheldni í hópnum.

Góður árangur í þessum málum kemur ekki að sjálfu sér og Trausti og Erlen ætla að segja okkur frá þeirra reynslu af því sem virkað hefur vel og hvað ekki og vonast einnig eftir spurningum úr sal og góðu samtali við gesti um þau tækifæri og áskoranir sem fylgja því að vinna með menningu fyrirtækja.

Erlen er viðskiptafræðingur að mennt og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá HÍ og hefur starfað við mannauðsmál og stjórnun mest af sínum ferli og lauk markþjálfunarnámi 2023. Trausti hefur áratugareynslu sem stjórnandi á Íslandi og erlendis, er verkfræðingur að mennt með diplómu í viðskiptum og ACC vottaður markþjálfi og teymisþjálfi og stjórnarmeðlimur ICF Iceland.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við ICF Iceland og mikilvægt er að skrá sig á heimasíðu Stjórnvísi. Viðburðinum verður ekki streymt og boðið verður uppá létta morgunhressingu fyrir þau sem mæta.  

Ræktum tengslanetið og sjáumst !

Unlocking Team Potential: The Power and Purpose of Team Coaching

TEAMS linkur hér

In today's fast-paced and collaborative work environments, the importance of effective team dynamics cannot be overstated. This online presentation talks about the benefits of team coaching, how to know when it is needed vs other team development methods.

Key Highlights:

1. Understanding Team Development Methods: what team development techniques are there and what are the unique advantages and limitations of each approach, helping you to choose the best strategy for your team’s needs.

2. The Benefits of Team Coaching: discover how team coaching can transform group performance, boost morale, and enhance communication based on a client experience.

3. Space and time to ask questions and discuss potential situations.

 

Um fyrirlesarann:

Ave Peetri has been a corporate executive working for The Coca-Cola Company and other international and local companies across USA and Europe. She has also created 2 of her own, one a consulting company and the other an e-commerce startup. Experiencing the fast-paced life of executives and seeing the decisions that are made in top positions started her passion for developing leadership and working with entrepreneurs, executives, and teams.

In 2013, Ave started her own coaching company in Canada, coaching entrepreneurs on how to grow their business and develop themselves as leaders. Ave is a graduate of CTI Co-Active Coaching and Leadership course. She was credentialed as the Professional Certified Coach (PCC) by International Coach Federation in 2017 and acquired the Advanced Credential in Team Coaching (ACTC) in 2023. She is also the holder of EMCC Global Individual and Team Coaching Accreditation. Ave is a Maslow Certified Culture Coach, supporting organisations in transforming their leadership culture.

She is the Past President of ICF Oman Chapter. The company where she coached senior leaders individually and in teams, received an Honorary Mention on the 2020 ICF Middle East Prism Award. Award is given to companies who have used coaching to best support their strategic goals. Ave is coaching executives, teams, and organisations in Europe and the Middle East.

https://www.linkedin.com/in/ave-peetri/

https://www.facebook.com/CoachingByAvePeetri

https://www.avepeetri.ee/en/

 

TEAMS linkur hér

Framkvæmdarstjóri/Markþjálfi

TEAMS linkur hér

Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar býður okkur í heimsókn  þriðjudaginn  25. mars kl. 9:00 – 9:45, á skrifstofu dk, Dalvegi 30, 2. hæð.  Hús opnar fyrir gestum kl.8:30.

Hulda ætlar að segja okkur hvernig hún hefur nýtt aðferðafræði markþjálfunar í sínum störfum. Starfsfólkið er lykillinn að árangri fyrirtækisins og hefur dk náð góðum árangri og leggur áherslu á  að vera í formi til framtíðar.  dk er sjálfstæð eining á Íslandi en partur af stærri heild. Eigendur dk eru TSS (Total Specific Solutions), sem eru með yfir 160 fyrirtæki í heiminum í 26 löndum. TSS er hluti af Topicus sem er skráð í hollensku kauphöllinni. Fyrirtæki í eigu TSS á Norðurlöndunum eru í dag 19, og þar af 2 á Íslandi.

Hulda er einnig Player Coach hjá Total Specific Solutions sem eru eigendur dk hugbúnaðar. Hún hefur áratuga reynslu sem stjórnandi í tæknigeiranum, er iðnrekstrarfræðingur, með BSc í alþjóðlegri markaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og MA-diplómu í fræðslu og stjórnun frá HÍ auk þess að vera PCC-vottaður markþjálfi. Hulda er einn af stofnendum VERTOnet, samtaka kvenna í upplýsingatækni og félagskona í FKA.

Mikilvægt er að skrá sig á heimasíðu Stjórnvísi hér. Viðburðinum verður einnig streymt en vinsamlegast taktu fram við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða verðir í streymi þar sem boðið verður upp á létta morgunhressingu fyrir þá sem mæta á staðinn.

TEAMS linkur hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?